Íslendingur - 23.06.1956, Qupperneq 3
Laúgardagur 23. júní 1956
ÍSLENDlNGUft
3
MdrnKnn einhuga
Ef litið er til baka og þróun
iðnaðarins cthuguð á fslandi.
kemur það í liós, að aðeins einn
stjórnmálaflokkur hefir tekið til
greina sanngjarnar kröfur iðnað-
armanna. Það er t. d. ekki fyrr
en Bjarni Benediktsson fer með
menntamál, að lög eru sett á Al-
þingi um iðnskóla. Til þess tíma
höfðu félagssamtök iðnaðar-
manna rekið iðnskólana á eigin
spýtur í 50 ár. Og það er í ráð-
herratíð Ingólfs Jónssonar, sem
dregið hefir verið úr innflutningi
fullunninna iðnaðarvara og iðn-
fyrirtækin sjálf fengið bcinan og
milliliðalausan innflutning á hrá-
efnum, svo sem ástæður hafa
leyft. Það voru líka þingmenn
Sjálfstæðisflokksins, sem stuðl-
uðu að stofnun Iðnbanka íslands
og eflingu Iðnlánasjóðs, sem
leyst hafa úr brýnustu rekstrar-
fjárþörf iðníyrirtækja og nauð-
synlegra vélakaupa.
f stuttu máli hefir íslenzkur
iðnaður fyrst fengið vaxtarskil-
yrði í stjórnartíð Sjálfstæðis-
flokksihs. Þingmenn hans og ráð-
herrar hafa ætíð staðið að um-
bótamálum, sem varða iðnað, og
skilja þýðingu hans fyrir þjóð-
ina, sem sé beinan, stórfelldan
gjaldeyrissparnað. Iðnaðarmað-
urinn kemur víða við. Það siglir
ekkert skip, engin mannvirki
byggð, ekkert hjól snýst, neraaj
hann leggi hönd að verki. Líka
má minna á, að skýrslusöfnun'
Hagstofunnar leiddi í Ijós, að
iðnaður brauðfæðir fleiri ein-
staklinga á Islandi en bæði land-
búnaður og sjávarútvegur til,
samans. Því er það furðulegt, að
enginn annar stjórnmálaflokkur j
en Sjálfstæðisflokkurinn skuli
hafa veitt iðnaðinum brautar-
gengi.
Með þetta í huga verðum við
iðnaðarmenn ekki með neinar
vangaveltur við kjörborðið á
morgun, en kjósum fulltrúa okk-
ar málefna, — frambjóðendur
Sjálfstœðis flokksins.
Iðnaðarmaður.
*
Frá kjósendum:
(Jott oð ©190 þingsögu oö bnki
Síðasti „Dagur“ er að mæla
með því, að Eyfirðingar sendi tvo
Framsóknarmenn á þing. Nefnir
hann sem rök fyrir málaleitan
sinni, að þegar Bernharð Stefáns-
son var fyrst kosinn á þing, hafi
vegir verið minni í s^slunni en nú
og nokkrar ár óbrúaðar, sem nú
sé hægt að komast tálmunarlaust
yfir. Svo hafi Bernharð komið í
gegn hafnariögum fyrir Dalvík
og Ólafsfjörð, sem þau héruð
muni búa að urn langa framtíð.
Síðan segir „Dagur“:
„Þá má minna á heilsuhæli,
skólamál og ótal margt fleira, og
vantar mikið á, að Magnús Jóns-
son eigi slíka þingsögu að baki,
enda eru afrek hans á Alþingi
lítil orðin.“
Rétt er það hjá „Degi“, að
mikill munur er á lengd „þing-
sögu“ Bernharðs og Magnúsar,
þar sem annar hefir verið þing-
maður í rúm 30 ár en hinn 4. Og
vissulega hafa margar framfarir
gerzt í landinu alla þá tíð, sem
Bernharð hefir verið þingmaður,
vegir lagðir, skólar byggðir o. s.
frv. Að sumum þessum framför-
um hefir Bernharð að sjálfsögðu
staðið, — en verið áhorfandi að
öðrura. Það má kannske segja, að
Magnús Jónsson hafi mis6t af
strætisvagninum, að vera ekki
með Bernharð frá byrjun, en
hann var nú bara 5 ára hnokki,
þegar Bernharð byrjaði að leggja
vegi, byggja brýr og hafnir o. s.
frv. Hitt er svo annað mál, hvort
rétt er að segja, að afrek Magn-
úsar Jónssonar séu „lítil orðin“
(!) eftir 4 ára setu á þingi sam-
anborið við 32 ára starf Bern-
harðs Stefánssonar þar. Allir
vita, að Magnús hefir ekki byggt
neitt „heilsuhæli“ á þessum fáu
árum, sem liann hefir farið með
' umboð Eyfirðinga á Alþingi,
enda hefir þess víst ekki verið
krafizt af Evfirðingum. En vilji
' „Dagur“ láta gera samanburð á
j afrekum þessara tveggja þing-
manna, miðad við þingsögutíma,
^þá er honum það velkomið. Og
án þess að ég vilji á nokkum hátt
draga úr afrekum hins vinsæla
þingmanns, Bernharðs Stefáns-
sonar, þá verð ég að draga í cfa,
að Eyfirðingum sé nauðsynlegt
að losna við Magnús Jónsson sera
þingmann sinn.
Eyfirzkur FramsóknarmaSur
(ekki f H. B.)
BORGARBÍÓ
Simi1500
Afgreiðslutími kl. 7—9 á undan
kvöldsýningum.
Laugardag kl. 5. Sunnudag kl. 3:
SJÓRÆNINGJARNIR
(Abbott and Costello meet Captain
Kidd)
Aðalhlutverk:
BUT ABBOTT og
LOU COSTELLO ásamt
CHARLES LAUGHTON.
Sunnudag kl. 5:
BÚKTALARINN
Aðalhlutverk:
DANNY KAYE og
MAI ZETTERLING.
Síðasta sinn.
Laugardag og sunnudag kl. 9:
MÓÐURÁST
(So Big)
Aðalhlutverk:
JANE WYMAN
STERLING HAYDEN
NANCY OLSON
STEVE FORREST.
Hver oefndi brashara?
Hermann Jónasson talaði
mikið um „braskara“ í hinni
kommúnisku áróðursræðu, er
hann flutti við útvarpsumræð-
urnar á þriðj udagskvöldið.
Það er honum einkar munn-
tamt orð, enda hefir maðurinn
mikla óbeit á því að kaupa og
selja. Er það greinilegt af um-
mælum, sem Alþýðublaðið
hefir eftir honum 28. júlí 1949.
Þar segir svo:
„Þegar ég var ráðherra,
skrifar Hermann, keypti ég
bifreið. Seldi ég hana og
keypti aðra og greiddi toll af
henni og áður en ég fór úr rik-
isstjórninni pantaði ég nýja
bifreið og ráðstafaði henni og
bað síðan bílasalann að panta
fyrir mig aðra bifreið, hana
lét ég til annars manns. Þegar
ég fór úr ríkisstjórninni sótti
ég um innflutning á bifreið í
stað annarrar er ég seldi. Hafði
svo um skeið notaða bifreið
og setti i hana nýja vél og
kostaði miklu til. Að lokum
fékk ég leyfi til að kaupa litla
bifreið, seldi hana, féllst þá
nýbyggingaráðherra á að láta
mig hafa yfirbyggðan jeppa.
Rétt á eftir fékk ég leyfi fyrir
bandarískri fólksbifreið. Seldi
ég þá yfirbyggða jeppann. Ég
hef orðið þess var að ýmsa
undrar að ég skuli nú eiga
jeppa. Fékk hann frá bónda
jyrir gamla vél, sem ég átti
áður. Feiðaðist aðallega á
honum suður í Fossvog í
skemmtigarð er ég á þar.u
(Ægilegt 6tálminni hlýtur
þessi braskarahatari að hafa!)
Kirkjan. MeE6að í Akureyrarkirkju
eunnudaginn 24. júní kl. 10.30 f. h. —
Sálmar: 360, 122, 359, 353, 680. K. R.
Hjónaband. Miðvikudaginn 20. júní
voru gefin saman í hjónaband í Akur-
eyrarkirkju ungfrú Þorbjörg Þóra
Björnsdóttir, starfsstúlka við Kristnes-
hæli, og Aðalsteinn Halldórsson, Litla-
Ilvammi, Hrafnagilshreppi.
Vegna prcstastefnu og Skálholtshc-
tiSar verða báðir Akureyrarprestarnir
fjarverandi úr hænum frá þriðjudegin-
um 26. júní og eitthvað fram ytir mán-
aðamótin. í fjarveru þeirra mun 8éra
Stefán Snævarr á Völlum gegna hér
þjónustu og framkvæma prestsverk, et
á þarf að halda. Fólk, sem þarf að látu
vinna fyrir sig prestsverk á þessum
tíma, er því beðið að snúa sér til eén
Stefáns (sími ura Dalvík). Ef fólk þarf
á vottorðum að halda á þessum tíma,
er það beðið að snúa sér til séra Frið-
riks J. Rafnar, Utskálum, Glerárþorp:.
sími 1223.
70 ára varð í gær Kristján Bjömsson
að Brunná.
ÍSLENDINGUR
kemur næst út fimmtudaginn
28. júní.
Hefir nokkuntíma verið metið,
hve miklu vinnuafli var sóað á hafta- og svartamarkaðsárunum í bið-
raðastöður húsmœðra og heimilisfeðra úti fyrir dyrum verzlana l
óvissri von um að fá skó á eitthvert barnanna, léreftspjötlu eða
tvinnakefli? Og hefir það nokkurn tíma verið rannsakað, hvert
heilsutjón hlauzt af því, er konur skulfu í biðröðinni í morgunnœð-
ingnum og frostinu?
Hrœðslubandalagið vonar og biður um, að þessir góðu, gömlu
haftadagar komi á ný yfir þjóðina. Það er kjósendanna að svara því
á morgun, hvort þeir óska þeirra á ný. Allir þeir, sem forðast vilja
verzlunarhöft og biðraðir við dyr verzlananna,
kjósa Sjólfstæðisflokkinn.
X Jónas G. Rafnar
Tölurnar liafa
inál
Það hefði mátt œt'.a, að reiknimeistarar Framsóknar- og
Alþýðuflokksins hefðu komizt að raun um við að blaða i
atkvœðatölum frá kosningunum 1953, að ekki er unnt að
reikna afstöðu kjósenda til heildsöluverzlunar á alkvœðum
á þar til gcrðar reiknivélar. Því svo hrapallega brugðust
flokkunum tilburðir til slíks þá.
í kosningunum 1953 hugðist Framsóknarflokkurinn
„hjálpa“ Alþýðuflokknum um sína kjósendur á ísafirði og
Seyðisfirði gegn sams konar lijálp Krata í Vestur-Skaflafells-
sýslu og fleiri vafasömum sveitakjördœmum. Úrslit urðu
þessi:
Bandalagið: Sjnlfst.fi.
ísafjörður 1949: 695 616
1953: 607 737
Seyðisfjörður 1949: 173 173
1953: 134 212
Vestur-Skaftafellssýsla 1949: 390 377
1953: 377 408
Þessar tölur þarjnast ekki frekari skýringa. En þœr sýna,
að kjósendur þessara flokka telja sig ekki „töluslaji\ sem
raða megi upp, heldur lifandi manneskjur, er ráðstafi siálfar
atlcvœði sínu eftir bezta viti í kjörklejanum. Þessi satinindi
munu vœntanlega renna upp fyrir atkvœðabröskurunum á
mánudaginn kcmur.