Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 23.06.1956, Blaðsíða 6

Íslendingur - 23.06.1956, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR Laugardagúr 23. júní 1955 f / ■ / -l* -l. OG '\ mm Mp@L,-~ > « Hátíðahöld blaðanna, Stærsta blað landsins, Morgun- blaðið, var 21 síður 17. jiíní, og var þar hvergi orði hallað á flokka, blöð eða menn í tiiefni kosningabaráttunnar. Hin blöðin öll héidu upoi hinu hversdagsleg \ aurkasti, en bezt mun Timauum hafa tekizt við „hátíðahöldin". Var hann 32 síður, og þótt meg- inrúm hans væri fylit hinuin venjulegu auglýsingum kaupfé- laganna um land alit á þeim degi, notaði hann afgangs-rúmið vel til að sletta auri úr pennum rithöf- unda sinna yfir andstæðingana jafnt i óbundnu máli sem bundnu. Enginn skiidi því ugga um, að háttvísin verði biaðinu að bana- meini. ? ? í þjóðhátíðarleiðara Tímans segir: .... Bandaríkin munu teljd það hagstætt fyrir sig, ef Sjálf- stæðisfiokkurinn, sem hefir nú gerzt ógrírnuklœddur málsvari langvarandi hersetu, sigrar í kosningunum. Sovétríkin munu hins vegar telja það hagstætt sér, ef Alþýðubandalagið hiýtur meira fylgi en Sósíalistaflokkur- inn hafði 1953. Stefna þess er nefnilega að slíta sem mest tengsl- in við vesturlönd og gera ísland liáð austurbiökkinni viðskipta- lega og efnahagslega. Stefna þess er að gera ísland að austrænu leppríki.“ Nú hljóta menn að spyrja: Hvað eru þeir að ráðast á með- reiðarmenn 6Ína í varnarmálun- um? Studdu ekki þeir þingmenn, er síðar gengu í Alþýðubandalag- ið, Framsóknarflokkinn dyggilega í síðustu ákvörðunum hans í varnarmálunum? Varð ekki vilji Hræðslubandalagsmanna og kommúnista að einum vilja í því máli? Og hverjir eru það þá, sem æskja Hræðslubandalaginu 6Íg- urs í kosningunum? Það 6kyldu þá ekki vera Suður-Ameríku- menn? Leyfði sér að tala um bæjarmál! Alþýðumaðurinn segir frá út- varpsumræðum frambjóðend- anna á Akureyri sl. mánudag3- kvöld, og er hann stórhneykslað- ur yfir því smekkleysi Jónasar G. framkvæmdir hér í bænum og önnur bæjarmál, rétt eins ig hann vildi láta þakka sér fyrir að hafa ekki „lagzt gegn“ þeim! Það var þó munur með Friðjón. Hann passaði sig með að koma ekki inn á bæjarmálin, en hélt sig fast við atkvæðaverzlunina milli Her- manns, Haraldar og Gylfa, með öðrum orðum við aðalatriði en ekki aukaatriði eins og málefni kjördœmisins og svoleiðis vit- leysu! Stofuylur og vornæðingur. Þá segir Alþýðumaðurinn: „í andsvörum s!o Jónas mjög undan og fór á bak við hurðir, enda að skapgerð enginn baráttumaður, en kurteist prúðmenni, sem kann stofuyl vel.“ Þessi ummæli hafa vakið góð- látlega vorkunnsemi hjá þeim, er nlýddu á málflutning frambjóð- enda umrætt kvöld. Og skal ekki dregið úr sjálfsánægju Alþýðum. yfir hinum hraðlœsa ekjóistæð- ingi sínum. En einhverjum kann að hafa fúndist, að stofuylur kynni að vera mörgura kærari en J. G. R., jafnvel frambjóðendum Hræðslubanddagsins hér og í Húnaþingi. Og eitthvað rekur oss minni til, að „meðreiðarsvein- ar“ ritstjóra Alþm. við Dag hafi talið honum vel vært í „tryggingahægindinu“, og vænt- anlega hefir hann skrúfað frá ofn- unum þar, sr hann kom heim á dögunum úr nepjunni, er lugði gegn honum á yfirreið haus í Austur-Húnavatnssýslu. Eyðimörk og Heljardalsheiði. Fræg eru orðin þau skrif Her- manns Jónassonar, er hann lýsir íslandi nútímans sem „eyðimörk41 og segir, að þjóðin sé nú á „eyði- merkurgöngu“. j Frambjóðandi Alþýðuflokksins (á Akureyri hefir sýnilega haft ýms ritverk Hermanns Jónasson- ar til fyrirmyndar, er hann samdi framboðsræðu sína á dög- unum. Hafa eymdarlýsingar Her- manns haft þau áhrif á þann mæta mann, að hann sér heldur ekkert nema svartnætti framund- an og segir, að þjóðin sé nú stödd á „Heljardalsheiði“. Friðjóni hefir sýnilega tekizt vel að tileinka sér hugsunarháít síns nýja meistara, Hermanns Jónassonar, því að „Dagur“ hæl- ir framboðsræðu hans á hvert reipi. Hvemig skyldi þeim mönnum líða, ef verulega þrengdi að í Rafnar að vera að þvæla þar um Sjáliboðaliðar, sem vilja vinna á kjördegi, eru beðnir að koma á kosningaskrifstofuna í Geislagötu 5 (hús Kr. Kristjánsson- ar) í dag kl. 5. Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins. Feröafólk! Vandaðar ferðatöskur með trégjörðum. Einnig mjög ódýrar ferða- töskur. Svefnpokar, Tjöld o. fl. Brynj. Sveinsson li.f. Sími 1580. KJÓSIÐ RÉTT! Kjósið GLADDIXG Allir veiðimenn þekkja Gladding kastlínurnar. Nýkomnar kastlínur og spinnlínur frá 12—30 Ibs. Verðið mjög sanngjarnt. WEBER NYLONGIRNIÐ er lóksins komið. 12—25 lbs. Hjá okkur fáið þér eins og undanfarið bezta úrval landsins utan Reykjavíkur, af alls konar veiðarfærum. Sendum í póstkröfu. Brynj. Sveinsson li.f. Sími 1580. Pósthólf 225. þjóðfélaginu, sem finnst þeir vera staddir í miðri „eyðimörk“ eða uppi á „Heljardalsheiði“, þegar almenn velmegun og fuil atvinna er í landinu? Sýnishorn aí kjörseðli á Akureyri HETJAN FRÁ PARÍS FÉKK EKKI AÐ TALA Það hefir vakið nokkra undr- un, að dr. Kristni var ekki hleypt að hljóðnemanum við útvarpsum- ræðurnar nú í vikunni. Er það næsta kynlegt, þar sem vamar- málin hafa verið mjög ofarlega á baugi í kosningabaráttunni, og af- staða utanríkisráðherra í því eam- bandi ekki aðeins vakið þjóðar- athygli heldur heimsathygli. Er hugsanlegt, að Framsóknar- menn sjálfir séu orðnir eitthvað I vafa um það, að afrek dr. Krist- ins séu Framsóknarflokknum til vegsauka, þvi að naumast hafa þeir áhyggjur af sóma þjóðarinn- ar? Sem sárabætur fékk dr. Krist- inn að skrifa langhund í „Tím- ann“ um vamarmálin, líklega í trausti þess, að enginn nerinti að lesa greinina. Sú málsvöm er líka svo bágborin, að það hefði á- reiðanlega ekki verið heppilegt fyrir Framsóknarflokkinn, að hún næði eyrum alþjóðar gegn- um útvarpið. Björn Jónsson frambjóðandi Alþýðubandalagsins. Friðjón Skarphéðinsson frambjóðandi Alþýðuflokksins. X Jónas G. Rafnar frambj óðandi Sj álfstæðisflokksins. Bárður Daníelsson frambjóðandi Þjóðvarnarflokksins. A Landslisti Alþýðuflokksins. B Landslisti Framsóknarflokksins. D Landslisti Sjálfstæðisflokksins. F Landslisti Þjóðvarnarflokksins. G Landslisti Alþýðubandalagsins. Þannig lítur kjörseðillinn út, þegar Jónas G. Rafnar, frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins hefir verið kjörinn. Golfkcppnir 1050 Holur KL 30. Æfingabikarinn 27 14.00 Júlí 1. Olíubikarinn, úrslit 36 9.00 4. Einnar kylfu keppni 18 19.30 8. Mickey’s cup 36 8.30 19.-22. Landsmót í Reykjavík 25. Nýliðabikarinn, upphaf 18 19.30 Ág. 3. Upphaf Firmakeppni 18 19.30 8. Fjórleikur 18 19.30 12. Nýliðabikarinn, úrslit 36 8.30 12. Oldungabikarinn 18 13.30 15. Afmælisbikarinn 18 19.30 18. Sama 18 14.00 19. Sama 36 8.30 22. Akureyrarmeistari 18 19.30 25. Sama 18 14.00 26. Sama 36 8.30 Sept. 2. Nafnlausi bikarinn 18 9.00 9. Bændaglíma og kaffidrykkja . 18 14.00 16. Drife og uppáskot 14.00 LISTI SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS i Eyjafjarðarsýslu er D-listi. Kappleikanefnd áskilur sér rétt til að breyta tímanum, ef þörf þykir. Kappleikanefndin. TILKYNNING um umferð á kosningadaginn. Á kosningadaginn 24. þ. m. verður einstefnuakstur settur á Laugagötu, til norðurs og niður í Grófargilið, en þar verða sett merki, sem banna akstur upp á Laugagötuna. Bifreiða- stæði verða merkt norðan Skólastígs og austan íþróttahúss- ins. Þar geta menn sett bifreiðar sínar, en löng staða verður ekki leyfð þar. Á sjálfri Laugagötunni verður bifreiðastjórum bannað að yfirgefa farartæki sín og er þess óskað, að viðstaða verði, í hvert sinn, svo stutt sem ástæður leyfa. Löqreqlustjóri.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.