Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 22.08.1956, Blaðsíða 1

Íslendingur - 22.08.1956, Blaðsíða 1
\LII. árg. Miðvikudagur 22. ágúst 1956 38. tbl. er nu i Dyaomou i Margir sjúkrafiugvellir í undirbúningi norðanlands. Enn er haldið áfram af fullum krafti að byggja flugvelli hér á landi, þar sem'þeirra er brýnust þörf. Og nú í sumar eru víða í und- írbúningi eða byggðir sjúkraflugvellir, sem eingöngu miðast við að litlar sj úkraflugvélar geti athafnað sig á þeim, og er takmarkið að koma þeim smám saman upp í hverju héraði landsins, þai sem skilyrði eru fyrir hendi. Flugvöllur Þingeyinga. í Aðaldalshrauni, um 12 km. innan við Húsavík, er einn hinna stærri flugvalla í byggingu. sem ætlaður verður fullgerður til lendingar venjulegum farþegavél- um í innanlandsflugi. Er norður- endi flugbrautarinnar rétt innan við nýju brúna á Laxá. Nú þegar er búið að fullgera (slétta og bera ofan í) um 270 metra flugbraut, 30 metra breiða, og er hún því þegar lendingarhæf litlum flug- vélum (4 sæta), en ætlunin er að fullgera 350 metra á þessu sumri. Staðurinn er hinn ákjósanleg- asti um aðflug, langur vegur til hinna hærri fjalla, og muri til- tölulega auðvelt að gera þarna svo langa braut, að millilandavéj- ar geti notað hana til lendingav í framtíðinni, ef aðrir flugvellii lokast skyndilega. Sjúkravöllur í Mývatnssveit. í vor og sumar hefir verið starfað að byggingu sjúkraflug- vallar í Mývatnssveit, ,en hann er á svonefndum Eldármelum, skammt norðan við Revnihlíð. Var honum svo langt komið um sl. mánaðamót, að tvær sjúkra^ vélar höfðu þá þegar lent á hon- um til reynslu og tekizt ágætlega. Völlurinn er 300 metra löng og 25 metra breið V-braut, og mun nú að mestu eða öllu lokið. Margir slíkir vellir fyrirhugaðir. Slíkar flugbrautir fyrir sjúkra- vélar eru nú margar í undirbún- ingi. Hafa þegar verið valdir staðir fyrir þær í Hrísey og Dal- vík. Hafa Dalvíkingar hug á að grasfræi í hana, og er hún nú að verða gróin og hörð. Flugstöðvarbygging við Akureyrarvöll. Við Akureyrarflugvöll er fram- kvæmdum haldið áfram af kappi. Hefir að undanförnu verið dælt sandi upp í undirstöðu flugstöðv- arbyggingar vestan við flugvöll- inn, og er bygging hennar í þann veginn að hefjast. Verður þar af- greiðsluhús með viðbyggðum 4 hæða flugturni. Hefir fengizt fjárfestingarleyfi fyrir 500 þús. krónum til byrjunarframkvæmda, og er fyrirhugað að byggja fyrir þá upphæð á þessu ári. Verður flugturninn látinn sitja fvrir af- greiðslubyggingunni, og er þegar byrjað á undirstöðum hans. Gert er ráð fyrir að lengja ílugbrautina nú í haust um 150 metra (í 1550 metra), og eru þá engin vandkvæði á því, að Sky- masterflugvélar geti notað flug- völlinn. Sviplegt slys Það hörmulega slys varð á gatnamótum Mávahlíðar og Lönguhlíðar í Reykjavík síðast- liðið föstudagskvöld, að tveggja ára drengur varð undir stórri vörubifreið og beið samstundis bana. Drengurinn hét Jón og var sonur hjónanna Sigurlínu Jóns- dóttur og Þórarins Heiðars Þor- valdssonar frá Akureyri, bifreiða- stjóra hjá Olíufélaginu h.f. ___*____ Árehstor d Þelamörh Síðdegis á miðvikudaginn var, varð harður bílaárekstur á þjóð veginum hjá Brúnastöðum á Þela mörk. Rákust þar á Reykjavíkur bifreiðin R 7867 og sem nýr jeppi úr Hörgárdal (A 1083). Allmikl ar skemmdir urðu á báðum bif reiðunum, einkum R 7867, Stúlka, er sat í framsæti jeppans, meiddist eitthvað í andliti, en aðrir, sem í bílnum voru, sluppu ómeiddir að mestu. ___*____ ENGLENDINGAR FÓRU ÓSIGRAÐIR Þann 7. þ. m. fór fram lands- leikur í Reykjavík milli íslands og Englands. Sigruðu Bretarnir með 3 mörkum gegn 2. Síðar léku Bretarnir við KR og unnu með 3:0 og síðan við Akurnesirga og unnu þá einnig með 3:0. Fóru þeir þannig ósigraðir héðan. Vestur-íslendingar í heimsókn Dr. Þórður Þórðarson fcriost hér m i vegum Dr. Þórður Þórðarson, kennari við landbúnaðarháskólann í Fargo, Norður-Dakota er staddur hér á landi þessa dagana á veg- um Efnahagssamvinnustofnunar Bandaríkjanna og í boði Búnað- arfélags íslands, ásamt konu sinni og dóttur. Dvöldust þau hér á Ak- ureyri fyrir og um helgina síð- ustu en héldu til Austurlands fyrradag. Áður hafa komið vegum sömu samtaka þeir Skúli Hrútfjörð og Matthías Þorfinns- son. Þórður mun kynna sér hér íslenzkan landbúnað og gefa leið- beiningar og ráð, sem ýmsum greinum landbúnaoarins mætti að gagni verða. Hefir hann sérstak- iega fengizt við að kynna starfs- íþróttir og vinna þeim útbreiðslu vestan hafs. Þórður Þórðarson er fæddur í íslendingabyggðinni í Pembina-!um °8 bókum, sem lánaðar eru héraði Norður-Dakota 2. nóv.;út um allt ríkiS- Stjórnar hann 1892. Faðir hans var Grímur'líka skiPun fyrirlestra °g skemmt- Þórðarson (Árnasonar Guð- Margra hæða hús steypt á fáum dögum í Rvík Þórðarson. stjórnað bréfaskóla landbúnaðar- háskólans. Deild sú, er hann veit- ir forystu hefir safn af kvikmynd- Skriðmótin valda tímamótum í byggingatækni Nýlega var fjögurra hæða fjöl- býlishús í Rvk steypt upp á 5 sól- arhringum með nýrri aðferð. Eru til þess notuð svonefnd skriðmót, en þau eru 1—1.2 m. á hæð. Eru mót þessi færð upp með vökva- lyftubúnaði jafnóðum og veggÍT hússins hækka, og lyftast mótin 2.5 sm. við hverja færslu. Venju- legur byggingarhraði er ein hæð á sólarhring. Dyra og gluggamót flýta verkinu með því að leggja ' sett í jafnóðum og steypt er. Loft- fram nokkurt fé til byrjunarfram- kvæmda. Þá eru fyrirhugaðar in steypt á venjulegan hátt, og um leið og mótin eru komin upp fyr- slíkar flugbrautir í Höfðahverfi,1 ir hæðaskil, er loftið steypt jafn- að Krossum í Lj ósavatnsskarði og Stóruvöllum í Bárðardai. Gert framt næstu hæð. Skriðmót þessi eru sænsk upp- er ráð fyrir, að hin myndarlega finning og hafa verið notuð í má 1000 metra flugbraut í Flatey á Svíþjóð siðan 1950 en síðan ver-! gjörbyltingu í byggingatækni hér reyna í Reykjavík, hefir Gunn- laugur Pálsson arkitekt fengið keypt hingað. Kostir skriðmótanna eru fyrst og fremst þeir, að unnt er að koma upp stórum byggingum á fám dögum í stað þess að þær tóku vikur og mánuði með öðr- um aðferðum. Mestallt mótatimb- ur sparast, veggirnir verða sléttir, svo að múrhúðun verður óþörf, a. m. k. utanhúss. Og síðast en ekki sízt: Tímasparnaður og gj aldeyrissparnaður. Enn er ekki séð, hver verðmun- ur verður á hverjum fermetra í þannig byggðu húsi, en líklegt telja, að skriðmótin valdi Skjálfanda verði lendingarhæf í ið tekin í notkun víða um lönd. haust. Hefir tvívegis verið sáð,En mótin, sem nú er verið að landi. 4 * mundssonar)frá Bjarnarstöðum á Hvítársíðu en móðir Ingibjörg Snæbj örnsdóttir frá Hrísum í Helgafellssveit. Er hún enn á lífi vestra, 95 ára gömul. Fluttist fað- ir Þórðar vestur árið 1873 með foreldrum sinum. Settist fjöl- skyldan fyrst að í Wisconsin, en flutti síðar til íslendingabyggðar- innar í Norður-Dakota. Við uppsögn Concordiaháskól- ans 4. júní sl. var Þórður kjörinn heiðursdoktor í lögum við þaun háskóla fyrir dygga þjónuslu í þágu búnaðar- og menntamála Dakota- og Minnesotaríkja. Um starfsferil dr. Þórðar segir Valdimar Björnsson í grein í Heimskringlu 13. júní sl.: „Þórður gegndi herþjónustu tvö ár í fyrra heimsstríði og hóf starfsferil sinn sem landbúnaðar- ráðunautur í Kansas strax á eftir. Hann fékk meistaragráðu við landbúnaðarháskólann í Fargo 1925 og byrjaði þá á kennslu- og forystustarfi því, sem hann hefir haldið áfram samfleytt í nærri 30 ár. Hann hefir verið við fram- haldsnám líka á háskólum í Col- umbus, Ohio, á Leland Stanford háskólanum í Palo Alti, Cal., og á Wisconsin háskólanum í Madi- son. Starf Dr. Þórðar við Fargo há- skólann hefir verið bundið að miklu leyti við námskeið handa fullorðnu fólki — „adult educa- tion“. Hann kom á fót og liefir ana, sem haldnar eru víða fyrir milligöngu háskólans, og hefir tala þeirra skemmtana komizt upp í 2000 árlega í bæjum og borgum víða um Norður- og Suður-Da- kota og Montana. Þórður hefir ekki aðeins brýnt fyrir öðrum, að „lærdómstími ævin er“. Hann hefir fylgt því ráði sjálfur. Kominn á þann ald- ur, þegar flestir leggja námsbæk- urnar á hilluna, byrjaði hann fyr- ir nokkru á bréfanámskeiði í lög- um við La Salle háskólann í Chi- cago. Starfandi meðfram hjá málaflutningsmanni í Fargo, lauk hann því námskeiði 1949, og stóð sig það ár í embættisprófi Dako- taríkis á þann hátt, að honum var veitt málaflutningsleyfi. Heiðurs- nafnbótin, sein honum hefir nú hlotnast er viðurkenning á starfs- ferli, þar sem lærdómur og kennsla hafa fylgzt að um ára- tugi.“ Þórður kvæntist árið 1917 Kat- rínu Ólafsdóttur, Kristinssonar, Ólafssonar hreppstjóra Jónssonar frá Stokkahlöðum í Eyjafirði, kennara að menntun. Bæði eru þau hjón fædd vestan hafs, og hefir hvorugt áður komið til ís- lands. Samt sem áður tala þau bæði ágætlega íslenzku, svo að furðu gegnir. Eiga þau bæði fjölda náinna ættingja hérlendis, er þau heimsækja í ferðinni. Með- an þau dvöldu hér á Akurevri, ferðuðust þau nokkuð um ná- Framh. á 2. Síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.