Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 22.08.1956, Blaðsíða 2

Íslendingur - 22.08.1956, Blaðsíða 2
2 íSLENDINGUR Miðvikudagur 22. ágúst 1956 Þátttnka í fslnndsmótinu bostnr peningn Happdrætti til að grynna á skuldinni — Það hefir ekki ánægjuna eina í för með sér að mega taka þátt í íslandsmóti í knattspyrnu fyrir félög úti á landi, sagði einn af stjórnendum knattspyrnumálanna hér í bæ við tíðindamann blaðs- ins í gær. — Það kostar mikla peninga, — tugi þúsunda, og eftir þátttöku Akureyrarliðsins í sum- ar er meirihluti kostnaðarins í skuld. Það er dýrt að senda um 15 manna hóp til Reykjavíkur þrívegis á einu sumri og kosta dvöl hans þar, þótt alveg sé geng- ið fram hjá því vinnutapi, sem leikmennirnir bíða við slíkar farir. Við ræddum þetta fram og aft- ur og þóttumst ekki sjá mikla möguleika á því, að knattspyrnu- lið frá Akureyri gæti, vegna hins gifurlega kostnaðar, sótt íslands- mót í knattspyrnu til Reykjavík- ur, á næsta ári, þótt liðið héldi sæti sinu í I. deild, sem enn er þó ekki úr skorið. Til þess að standa að einhverju leyti undir þeim kostnaði, er af þátttöku Akureyringa í íslands- mótinu leiðir, hefir verið efnt til happdrættis, sem dregið verður í um næstu helgi. Verður nú gerð gangskör að því að koma óseldum miðum í verð næstu daga, og vænta forvígismenn knattspyrnu- málanna hér góðra undirtekta bæjarbúa, þegar þeim verða boðn ir þessir óseldu miðar. Með því að kaupa einn eða fleiri miða sýna þeir viðleitni til að létta áð- urnefnda skuldabyrði og þá jafn- framt góðan hug til þeirra ungu manna, er reyna að halda uppi merki bæjarins á knattspyrnuvell- inum. Ldtnir landar vestra BANDARÍKIN FLYTJA ÚT SALK-BÓLUEFNI I öndverðum júnímánuði í sumar lézt í sjúkrahúsi vestan hafs íslendingurinn Jón J. Vopni, ættaður frá Ljótsstöðum í Vopna- firði, en hann fluttist vestur árið 1887. Hann varð 92 ára. Jón J. Vopni var kunnur athafnamaður, er stóð fyrir lagningu járnbrauta og byggingum fjölbýlishúsa. Var ennfremur stofnandi prentfélags- ins Art Press Ltd. Þá gegndi hann margvíslegum trúnaðarstörfum meðal landa í Winnipeg. Kristján Gottfred Johnson lézt í Winnipeg 12. júní 85 ára gam- all. Hann var fæddur á Akureyri og fluttist vestur 1889. Hann bjó lengst af í Winnipeg og rak kjöt- verzlun þar. ____*____ Blaðflvagn d g'dtunun' Ægir Hjartarson hlaðasali, 6em flestir bæjarbúar kannast við, hefir nýlega fengið sér blaðaskáp á hjólum, er hann getur ekið um bæinn eftir þörfum, en aðalstöð hans er við Kaupvangstorg (við Kaupfélagshornið). Hefir hann öll dagblöðin og nokkur vikublöð til sölu í vagninum. Vagninn er haganlega innréttaður, með skúff- um, er draga má út, og blöðin velkjast ekki né blotna, þótt eitt- hvað sé að veðri. Ægir ráðgerir að hafa síðar tóbak og vinnuvettl- inga tiPsölu í Vagiiinum. Karfinn frystur Siglufirði 20. ágúst. Togarinn Hafliði er nýkominn til hafnar með ca. 370 tonn af karfa. Fer farmurinn allur í fryst- ingu. Elliði er væntanlegur úr klössun í Reykjavík einhvern næstu daga. Nokkur skip stunda ennþá ufsaveiðar, og fékk Sigurð ur dágóðan afla um helgina, 900 mál, sem hann lagði hér upp. Washington. — Weeks, verzlun- armálaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt, að Bandaríkin muni miðla öðrum þjóðum, sem lömunarveikin hefur leikið harð- ast„ af birgðum landsins af Salk- bóluefni. Weeks sagði, að veitt mundi verða leyfi til þess að flytja úr landi eina milljón kúbiksenti- metra af bóluefninu næstu mán- uði. Þetta magn nægir til þess að bólusetja 500,000 manns tvisvar sinnum. í Bandaríkjunum hafa rannsóknir leitt í ljós, að 6,3 af 100,000 börnum, sem bólusett hafa verið einu sinni, veikjast af lömunarveiki, en 29,2 af 100,000 börnum, sem ekki hafa verið jólusett. Stundaskrá sundnámskeiðs barna- skólanna alla virka daga vikunnar. Kl. 8,30—9: 5. bekkur 14. stoíu, 5. bekkur 2. stofu (drengir) og 6. bekkur. — Kl. 9,05—9,35: 5. bekkur 13. stofu, 5. bekkur 2. stofu (stúlkur) og Glerár- þorp. — Kl. 9,40—10,10: 5. bekkur 16. stofu og 4. bekkur 6. stofu. — Kl. 10,15 —10,45: 5. bekkur 3. stofu. 4. bekkur 11. stoíu. — Kl. 10,50—11,20 : 4. bekk- ur 7. stofu og 4. bekkur 1. stofu. — Kl. 11,25—11,55: 4. bekkur 8. stofu og 4. bekkur 18. .stofu. — Síðdegis: Kl. 1—1,30: 5. bekkur 14. stofu, 5. bekkur 2. stofu (drengir) og 6. bekkur. — Kl. 1,35—2,15: 5. bekkur 13. stofu, 5. bekkur 2. stofu (stúlkur) og Glerár- þörp. — Kl. 2,30—3,10: 5. bekkur 16. stofu, 4. bekkur 6. stofu. — Kl. 3,15— 3,45: 5. bekkur 3. stoíu, 4. bekkur 11. stofu. — Kl. 3,50—4,20: 4. bekkur 7. stofu, 4. bekkur 1. stofu. — Kl. 4,25— 4,55: 4. bekkur 8. stofu, 4. bekkur 18. stofu. — Ekkert sundnámskeið síðdeg- is á laugardögum. Gjalddagi blaðsins var 15. júní. r kvenna d Akureyri d lörum til Fœreyjo Einhvern næstu daga fer hand- knattleiksflokkur kvenna héðan af Akureyri áleiðis til Færeyja til keppni þar. Fer flokkurinn frá Reykjavik með m.s. Heklu á laug- ardaginn. Er hann í boði íbrótta- samtakanna í Færeyjum, og mun dvelja þar, unz Hekla fer þar um í heimleið. Ráðgert er, að kapp- leikir fari fram annan hvern dag, meðan staðið er við í eyjunum. Fararstjóri og þjálfari liðsins verður Tryggvi Þorsteinsson íþróttakennari, og fer hópurinn á vegum Iþróttabandalags Akureyr ar. Maðurinn minn, Ögmundur Ólafsson, Helga-magrastræti 48, Akureyri, andaðist að heimili sínu 20. þ. m. Oddný Sigurgeirsdóttir. 4-1 hcrberðjo íbúð óskast nú þegar eða sem fyrst. Upplýsingar í sima 1592. Bsndodogur d Loogum Búnaðarsamband Suður-Þing- eyjarsýslu hefir nú um skeið hald ið árlega svonefndan Bændadag á sumrin einhversstaðar á félags- svæðinu, og s. 1. sunnudag var hann haldinn að Laugum. Stjórn- aði Tryggvi Sigtryggsson á Lauga bóli samkomunni. Aðalræðu dags ins flutti Jón Sigurðsson hóndi í Yzta-Felli, en almennum söng stjórnaði Sigfús Hallgrímsson í Vogum. Þá var sýnd kvikmynd. Loks var háð keppni í starfsíþrótt um karla: dráttarvélaakstri og búfjárdómum, og var dæmt um nautgripi, hross og sauðfé. Stefán Kristjánsson úr Fnjóskadal sigr- aði í dráttarvélaakstri, en Jón Geir Lúthersson, einnig úr Fnjóskadal, vann allar greinir búfjárdómanna. Um keppnina sáu Skafli Benediktsson ráðunautur og Stefán Ól. Jónsson kennari. Á eftir var dansað. Veður var bjart og þurrt, með- an á hátið þessari stóð, og sótti hana margt manna úr héraðinu og víðar að. Hinir margeftirspurðu j' DÖMUJAKKAR komnir aftur. Bláir, rauðir og grænir Verzl. DRÍFA Sími 1521. r- ld*;ila á allskonar vörum hefst fimmtudaginn 23. þ.m. í gömlu búðinni. Urval af nýjum vörum í nýju búðinni. Anna & Freyja Köld tíð - Dauíir þurrkar Það sem af er ágústmánuði hefir tíðarfarið verið óvenju kalt, einkum norðanlands og austan, og engir teljandi þurrkar verið um norðurhluta landsins. Hafa hey þar hrakizt nokkuð sumstað- ar, og heyskapur tafizt vegna stirfinnar veðráttu. Um miklar úrkomur hefir þó ekki verið að ræða. Norð-austanátt hefir lengi verið ríkjandi hér nyrðra og ekk-1 ert lát á henni enn. Berjaspretta I virðist ætla að verða í lakara lagi, en karlöfluspretta.. gæti orðið sæmileg, a. m.: k. í innsveitum, efj næturfrost stöðva ekki vöxtinn of snemma. Sunnanlands hefir verið önd- vegistíð undanfarnar vikur, og er þar vel látið yfir garðávaxta- og berjasprettu. Dánardœgur. I fyrradag lézt að heimili sínu, Ilelgamagrastræti 48 hér í hæ Ögmundur Ólafsson, trésmiður, gjg. tugur að aldri. / FJÓRTÁNDA ÁRSÞING SAMBANDS ÍSLENZKRA RAFVEITNA var haldið á Akureyri dagana 14. til 17. ágúst. Sóttu það rafveitustjórar 21 rafveitu á landinu og gestir þeirra, alls um 60 manns. Rædd voru rafmagnseftirlits- mál, fræðslumál rafveitustarfs- manna, alþjóðasamstarf og fleiri hagsmunamál rafveitna. Mjög fróðleg erindi voru flutt á þinginu um rafveitumál og nú- tíma rafmagnstækni. Sýning á rafmagnsmælitækj um o. fl. var haldin í Gagnfræðaskóla Akureyrar meðan á þinginu stóð. (Fréttatilkynning frá stj'örn Sambands ísl. Rafveitria). Dr. Þórður MrDarson Framhald af 1. siðv grennið, og kynntist fnr frændliði sínu í báðar > >n þá rhóðtirætt ;hennat.aer;::'j ,.. , ... . . einmg ey- firzk. Lata þau v • ...; ■■.•(■, .. > . , . , A]og vel vfir komunm hinga' , „ ; . *. . ° J og fegurð her- aðsins. Ajía Lundargötu 12. Ópinberar ikomur verða fimmtudag, föstudag, .augardag og sunnudag kl. 8.30 e. h. alja dagana. Guðmundur Markússon tafar á þessum samkomum. — Verið hjartanlega velkomin. NÝKOMIÐ Nylonsokkar, sainnlausir. Nylonsokkar, með saml. saum. Nylonsokkar, með svörtum saum. Nylonsokkar, með svörtum saum og hæl. VerzL Drífa Sími 1521. Tír*$tone Bremsuborðar, flestar stærðir. Viftureimar, margar stærðir. Lok á vatnskassa Lok á benzíngeyma Rofgeymar, 6 og 12 volta. Ljósaörygggi allskonar. Ljósasamlokur Ljósaperur Þokuljós AfturM , jOS ^ ousköfur Þvottakústar Kveikjuhlutir, margskonar. Vindlakveikjarar' Feitisprautur . Þéttikantur Handverkfæri o. m. m. fl. Sendum gegn póstkröfu. Bílasalan h.í. Geislagötu 5. Sími 1649.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.