Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 22.08.1956, Blaðsíða 6

Íslendingur - 22.08.1956, Blaðsíða 6
ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 22. ágúst 1956 íþróttir lÁKiatispyriian í á^úst Hafnfirðingar komust ■ fyrstu deild. í annari deild íslenzkra knatt- spyrnuliða er landinu skipt í tvö keppnisvæði: Suðurland og Norð urland-Austfirðir-Vestíirðir. A Suðurlandsvæðinu kepptu í sum- ar 4 lið, og unnu Hafnfirðingar alla leikina. Á hinu svæðinu gáfu ísfirðingar sig einir fram til keppni og þurftu því aðeins að leika einn leik, þ. e. við sigurveg- ara Suðurlands. Leikur Hafnfirð- inga og ísfirðinga fór svo fram í Reykjavík í vikunni sem leið, og voru bæði liðin hörð í horn að taka. Lauk fyrri hálfleik svo, að ekkert mark var gert. í síðari hálfleik skoraði Albert Guðmunds son úr liði Hafnfirðinga 2 mörk, og lauk leiknum með sigri Hafn- firðinga 2 : 0. Voru Hafnfirðing- ar þar með komnir upp í I. deild og keppa í henni á næsta sumri. Fyrir einu ári síðan var Hafn- firðinga ekki getið, þegar um knattspyrnu var rætt eða ritað. En þá gerðist hinn þekkti knatt- spyrnumaður, Albert Guðmunds- son, þjálfari hafnfirzkra knatt- spyrnumanna og hefir á einu ári unnið upp svo sterkt lið þar, að undrun vekur. Að vísu lék hann sjálfur með í keppninni og skor- aði bæði mörkin í úrslitaleiknum, en þrátt fyrir það vekur koma Hafnfirðinga í I. deild undrun og athygli. Lið ísfirðinga telja knatt spyrnufróðir menn einnig öflugra en við hefði mátt búast. Akureyringar íöpuðu fyrir K. R.f S. 1. föstudag léku Akureyring- ar í I. deild við íslandsmeistar- ana, KR. Vann KR þann leik með 3 : 0. Hafa Akureyringar þá tap- að fyrir 4 félögum, en unnið 1 (Víking). Leikarnir fóru þannig: Fram 2 ÍBA 0, Valur 1 ÍBA 0, ÍBA 3 Víkingur 1, Akranes 6 ÍBA 0, KR 3 ÍBA 0. En unnu bæjakeppnina. Þessi niðurstaða er allt annað en góð, og telja margir, að Akur- eyrarliðið sé nú lakara en í fyrra, og nokkur áhrif mun það e. t. v. hafa haft, að í suma leikina vant- aði beztu leikmennina vegna meiðsla þeirra. En eftir úrslitin 6 íslandsmótinu kom það mörgum óvænt, er Akureyr- ingar unnu bæjakcppni við Reykjavík s. I. sunnudag á leikvellinum í Rcykjavik með 5 mörkum gegn 0. Höfðu þeir fyrr í sumar unnið sams- konar keppni á hcimavclli með 4:1. Munu flestir hafa verið vondaufir um, að þeir ynnu aftur, þcgar þeir léku á hcimavclli Reykvíkinga, hvað þó með svo miklum markamun. Og til þessa lciks vantaði tvo helztu leik menn þcirra, Tryggva Gcorgsson og Hauk Jakobsson. Knattspyrnudómarar sunnan- blaðanna telja Akureyrarliðið hafa sýnt óvenju góðan leik í bæj- arkeppninni og haft áberandi yfir hönd í leiknum. Fjögur markanna skoraði Ragnar Sigtryggsson, en Jakob Jakobsson hið fimmta. í þessum tveim Ieikjum bæja- keppninnar hafa þá Akureyringar gert samanlagt 9 mörk gegn 1. Hækkaði Evrópumetið. Evrópumethafinn í kúluvarpi, Jirí Skobla frá Tékkó-Slóvakíu, bætti nýlega Evrópumet sitt úr 17,54 í 17,57 metra á íþróttamóti í Berlín. Landi hans, hlaupagammurinn Emil Zatopek, hefir nýlega verið skorinn upp við kviðsliti, og heppnaðist aðgerðin vel. Enn er þó óvíst, hver áhrif það hefir á þátttöku hans í Olympíuleikunum í Melbourne. Filip vann skókmótið. Á alþjóðlegu skákmóti, sem nýlega var haldið í Prag, sigraði tékkneski stórmeistarinn Filip neð 13 vinningum. Næstir urðu Ragosín (Sovét-Rússland) með 12y2, Flohr (Sovét-Rússland) og Pachman (Tékki) með 12 vinn- inga hvor og Svíinn Stáhlberg með 1U/2 vinning. Hefi opnað Klæðskeravinnustofu undir nafninu JÓN M. JÓNSSON H. F. Eins og áður býð ég upp á fjölbreyttasta fataúrval í bæn- um og alltaf kemur eitthvað í hverri viku. Látið okkur annast um föt á yður og við munum gera okkar bezta til að þér verðið ánægður. JÓN M. JÓNSSON H. F. klæðskeri. Sími 1599. Uér og þar Fr&iuii. al á siðu anna“ eins og sama biaö orðar pao. 'lu pess ao leita sannteiKans exu sKipaoxr ó menn eitir tnnein- íngu stjornarlioKKanna, einn eitir tnneiningu Aipy 0 usambanusms og einn eltir tmienungu bettar- samnanas bænua. tlmsvegar lær su stettin, er Iraimeiöir ynr y(J% at utíiutningsvorum þjooarmnar engan tuutrua í neinUinni né heiuur hin ort vaxanUi stett iðn- aöarmanna. Ug pvi luröulegri er þessi kaKraöstoxun, pegar paö er a ahra vitoröi, ao iuesta vanUa- máliö í svonelndum etnatiagsmal- um er að geta haidu5 utjliUrungs- JramleiðsLunm gangandi. . Hver sfjórnar nú? 1' rainsoKnariorustan leggur ríka áherziu á þaó í sambandi við myndun hinnar nýju ríkisstjórn- ar, að undanfarin áratug hafi „stjórn Sjálistæðismanna" setið aó vöidum. Hafi hún skilið eftir sig „strandgóss“, og það sé nú Ijóti arfurinn! Samkvæmt þessari kenningu hefir Framsókn og Al- þýðuflokkurinn ekki komið nærri rikisstjórn á undanförnum árum, hvað þá ráðið nokkru um hinar stórstígu iramfarir, sem Fram- sókn hefir verið að þakka sér, þegar barlómurinn og eymdar- væiið hefir runnið af henni um stundarsakir. Samkvæmt kenn- ingu vinstri blaðanna var stjórn Stefáns Jóhanns „stjórn Sjálf- stæðismanna“, þótt þeir ættu að- eins 2 menn af 6 í stjórninni. Enn fremur stjórn Steingríms Stein- þórssonar, þar sem Framsókn og Sjálfstæðismenn áttu sína 3 ráð- herranna hvor undir forsæti Steingríms. Og hafi Framsókn engan hlut átt að fráfarandi rík- isstjórn með 3 ráðherra af sex, hver er þá hlutur hennar í hinni nýmynduðu stjórn, þar sem hún hefir aðeins 2 ráðherra? Dugnaður við innhcimlu Flestir munu hafa orðið þess varir, að því meiri álögur, sem lagðar eru á almenning, þvi meiri hörku er beitt við innheimtu. Við innheimtu eins af hinum nýrri tegundum skatta (svonefnds sölu- skatts) er fyrirtækjum, sem ekki geta greitt hann fyrir tilskilinn tíma, lokað. Ekki verður séð, að slíkt auðveldí fyrirtækinu greiðslu sJcattsins. í Lögbirtinga- blaðinu 16. þ. m. eru 64 húseignir auglýstar til uppboðs samkvæmt kröfu bæj argj aldkerans í Reykja- vík til „lúkningar fasteignaskatts 0. fl. 1956“, en sá skáttúr mun vera lagður á að súmrina' um sama leyti og útsvör. Um útsvör sín fíí menn að vita í byrjun júlí eða ágúst og þá sennilega fast- eign askattinn um leið. Blekið er því vart þorrnað á tilkynningunni um skattinn, áður en auglýsing unj uppboð á fasteign skattgreið- an dans er komin í blöðin vegna va nskíla hans á skattinum! P. Krossviöur 09 þitplötur Þakpappi — Timbur og margt fleira til bygginga. Byggmgavöruverzlun Akureyrar h.f. Þrifabað Það er þægilegt að þvo háfið og allan líkamann samtímis. Sitja í fótabaði og raka sig. Verð kr. 3,00. Sundlaug Akureyrar. NÝJA-BÍÓ í kvöld kl. 9: Töframóttur tónanna Amerísk tónlistarkvikmynd í litum, byggð á sannsögulegum viðburðum úr lífi Sol Huroks, sem um langt skeið hefir unnið hvað ötullegast að því að kynna amerískum al- menningi sígilda klassiska tónlist og listdans. M. a. koma fram í myndinni Ezio Pinza, Metropolitan- óperusöngvari Roberta Peters Metropoliton-óperusöngkona, T am- ara Toumanova Primaballerina og Isaak Stern fiðlusnillingur. — Aðal- hlutverk: David Wayne og Anna Bancroft. Næsta mynd: HINAR DJÖFULLEGU (Les Diaboliques) (The Fiends) Geysispennandi, óhugnanleg og framúrskarandi vel gerð og leikin, ný frönsk mynd, gerð af snillingn- um Henri-Georges Clouzot, er stjórn aði myndinni „Laun óttans". Mynd þessi hefur hvarvetna slegið öH/að- sóknarmet og vakið gífurlegt umtal. Óhætt er að fullyrða, að jafu spenn- andi og taugaæsandi mynd hafi varla sézt hér á landi. VERA CLOUZOT SIMONE SIGNORET PAUL MEURISSE. — Bönnuð innan 16 ára. — BORGARBÍÓ Sími 1500. Næsta mynd: MARTRÖÐ MINNINGANNA (So lange du da bist) Mjög áhrifamikil og spenn- andi, ný þýzk stórmynd, byggð á sögu eftir Villy Corsari, sem komið hefir út í íslenzkri þýð- ingu. Danskur texti. Aðalhlutverk: Maria Schell (vinsælasta leikkona Evrópu), O. W. Fischer, Hardy Kriiger. Hólfdúnn Börnum innan 16 ára verður ekki hleypt inn í fylgd með fullorðnum. Hvarvetná, þar Sem myndin hejir verið sýnd, haja kvikmyndáhúsgest- ir verið beðnir að skýra ekki kunn- ingjum sínum jrá ejni myndarinn- ari til þess að eyðileggja ekki jyrir þeim skemmtunina. — Þess sama er hér með beiðst aj islenzkum kvik- myndahúsgestum. STÚLKA ÓSKAST til starfa við Hressingar- skálann Strandgötu 13 B. margir litir, nýkomið. Gólfdúkalím Þakmólning o. fl. Byggingavöruverzlun Akureyrar h.f. EINA HUGGUNIN. Þegar Charlie Chaplin tilkynnti annarri konu sinni, að hann vildi skilja við hana, sagði hún: — Konu eins og mig fœr þú aldrei aftur. — Það er líka mín einasta huggun, svaraði Chaplin. Hólfdúnn Gæsadúnn Sængurveradamask Sængurveraefni einlit, rósótt Lakaléreff Léreft einbreitt, tvíbreitt. Ásbyrgi h.f.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.