Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 22.08.1956, Blaðsíða 4

Íslendingur - 22.08.1956, Blaðsíða 4
4 íSLENDINGÚR Miðvikudagur 22. ágúst 1956 Kemur út hveru miðvikudag. Útgefandi: Útgáfufélag islendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1. Sími 1375. Skrifstofa og afgreið.-la í Cránufélagsgötu 4. Sími 1354. Skrifaiofutími: Kl. !0—12, 1—3 og 4—6. á laugardögum aðeins 10—12. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Seglum ekið eftir vindi Málgögn ríkisstjórnarinnar ræða að undanförnu um það, að „stjórn Sjálfstæðisflokksins“ hafi ekki skilað nýju ríkisstjórninni góðum arfi. Jafnvel Tíminn ber sig mjög upp undan því, að mikil dýrtíð sé í landinu, sem geti gert stjórninni erfitt fyrir um að rétta við efnahagslífið, sem hún telur eitt af aðal-hlutverkum sínum. Þegar rætt var um nýju álögurnar í vetur sem leið, var haft eftir fjármálaráðherra Framsóknarflokksins í „stjórn Sj álfstæðismanna“, Eysteini Jónssyni, að með þeim álögum hefði stjórnin farið „hina einu færu leið“ og að þörfin fyrir álögurnar væri bein afleiðing af verkföllunum árið á undan. Hann hafði og áður haldið því fram, að áður en stofnað var til hinna löngu verkfalla, hefði náðst nokkurn veginn jafnvægi í efnahagslífinu, en því jafnvægi hefði verið raskað með óbilgjörnum kaupkröfum og verkföllum. Það er ekki fyrr en Hermann Jónasson getur ekki lengur horft upp á það, að annar maður en hann sjálfur sitji í stóli forsætisráðherra, að Eysteinn tekur skyndilega að endurskoða þetta álit sitt með þeim afleiðingum, að hann og meðráðherrar hans úr Framsókn segja upp stjórnarsamvinnunni, án þess að hafa tiltækar nokkrar ástæður aðr- ar en þær, að „ekki sé hægt að leysa efnahagsmálin í samvinnu við Sjálfstæðismenn“(!). Og rökstuðningurinn var eitthvað á þá leið, að þar þyrfti að gera svo róttækar breytingar, að ekkert þýddi að ympra á tillögum í þá átt við samráðherrana! Þegar hér var komið, reyndu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins að fá Framsóknarráðherrana til að fallast á aðgerðir til að halda dýrtíð- inni í skefjum út þetta ár til þess að ráðstafanir þær, sem gerðar voru til bjargar útflutningsframleiðslunni rynnu ekki þegar út í sand- inn. Þessu höfnuðu Framsóknarráðherrarnir, og afleiðingarnar eru nú sem óðast að koma í ljós. Framfærsluvísitalan hækkar með hverjum mánuði, og um næstu mánaðamót hækkar kaupgjaldsvísi- talan um hvorki meira né minna en 6 stig. Hvort slík þróun er hentug til lækningar á „sjúku efnahagslífi“ verður svo nýja stjórnin að gera upp við sjálfa sig. Hver er „arfurinn"? Þótt Tíminn ræði nú um slæman arf frá „stjórn Sj álfstæðisflokks- ins“, þá var þessi „arfur“ ekki sérlega slæmur í lýsingu Framsóknar- þingsins síðasta. Þá þóttust líka Framsóknarmenn hafa einhverju ráðið um stjórnarathafnir undanfarin ár, meira að segja ráðið stefnunni og orðið að toga og draga Sjálfstæðismenn með sér! Og í stjórnmálayfirlýsingu 11. flokksþings Framsóknar er hinum „slæma arfi" m.a. lýst svo, að innflutningur stórvirkra ræktunarvéla, búvéla og verkfæra hafi verið í stórum stíl, jarðræktarlögin stórlega endur- bætt, byggð áburðarverksmiðja, keyptir 10 nýtízku togarar og dreift milli landshluta, fjármagn Fiskveiðasjóðs stórum aukið, fjöldi vél- báta til fiskveiða ýmist fluttir inn eða smíðaðir innanlands, bygg- ingar og endurbætur fiskiðjuvera studdar með ríkisábyrgðum og lánum, unnið að jafnvægi við sjávarsíðuna með úthlutun atvinnu- aukningarlána til þeirra landshluta, sem verst eru settir, stofnuð Lánadeild smáíbúða og síðar almennt veðlánakerfi vegna kauptúna og kaupstaða, komið upp stórvirkj unum við Sog og Laxá og nú síð- ustu árin unnið að rafvæðingu dreifbýlisins samkvæmt 10 ára áætl- un. Ennfremur rekinn greiðsluhallalaus ríkisbúskapur, sum árin með verulegum greiðsluafgangi, er varið var til lánasjóða Búnaðarbank- ans, Fiskveiðasjóðs, til íbúðalána í kaupstöðum, til hafnargerða, skólabygginga, endurbygginga stórbrúa, sparifjáruppbóta, atvinnu- leysistrygginga og til stofnunar sérstaks framkvæmdasjóðs til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Jafnframt hafi ríkisskuldir verið lækkaðar og skattar og tollar á almenningi. Þannig lýsir 11. flokksþing Framsóknarflokksins hinum „slæma arfi“, er „stjórn Sjálfstæðismanna“ skilar eftir h. u. b. 15 ára völd. Munu margir telja, að stundum hafi ríkisstjórn hér á landi tekið við lakari arfi. Sézt ljóst af þessum málflutningi stjórnarblaðanna og þó sérstaklega Tímans, að seglum er ætíð ekið þar eftir vindi. Stundum segir þar, að Framsóknarmenn hafi átt frumkvæðið að öllum fram- íörum í landinu síðustu 10—15 árin, en þess á milli er allt, sem gert Kajna Icjörbúðir undir nafni? — ■ Kommúnisk barnafrœðsla. — / leit að afgreiðslum þjónustufyrir tœkisins. — Vítaverð vanhirða. Ilúsmóðir skrifar: „MIKIÐ HEFIR verið rætt og ritað um kosti sjálfsafgreiðslubúða, sem nú er íanð að nefna kjörbúðir. Hefir því verið haldið mjög á lofti, að þar ættu menn svo mikið valfrelsi eða kjörfrelsi, að þeir gætu sjálfir valið sér þá vöru- tegund, er þeir vildu, gripið hana í inn- kaupatöskuna og greitt við útgöngu. Ég hefi ekki orðið vör við þetta val- frelsi. Eitt sinn ætlaði ég að kaupa mér kaffi og gekk inn í þá einu „kjör- öúð“, sem þá var til hér í bænum. En par var aðeins til ein kaffitegund, draga-kaffi. Þar átti ég enga völ, þútt mér líkaÖi önnur kaffitegund betur. Mér fannst því kjörfrelsið þarna svip- að og í Rússlandi, þar sem menn geta mætt á kjörstað til að kjósa eina flokk- inn, sem fær að hafa mann í kjöri.“ ÉG VAR NÝLEGA að lesa bók, sem er nokkuð sérstæð í íslenzkum bókmenntum, enda skrifuð af þekktum rithöfundi, sem sjálfur hefir „afklæðzt persónuleikanum“ og gerzt miðill kommúnismans á íslandi. Bókin á að teljast skáldverk, en mun skrifúð í anda kennslubóka, sem notaðar eru i barnaskólum í Sovét. Bókin nefnist Sálmurinn um blómið, II. bindi, en efni bókarinnar er það, að gamall mað- ur er að fræða 8 ára telpu um þjóðfé- lagsmál, trúmál og siðfræði. Leyfi ég mér að taka hér upp sýnishorn úr bók- inni, þ.e. hafa hér stuttan kafla, er kalla mætti bókmenntakynningu, sem nú er mjög í tízku. Það er landafræði- tími hjá gamla manninum: „OG JÖRÐIN SNÝST og snýst. Þarna er Ameríka og nú er að verða bjart í henni, og þeir eru farnir að telja peningana, sem þeir græddu í gær á að drepa og sprengja fólk í Kóreyju. Og jörðin snýst og snýst og snýst. Sjáðu! Nú er að verða bjart í Kóreyju. Þeir búnir að lesa morgun- bænirnar sínar og biðja hann Jesús að hjálpa sér til að drepa og sprengja mikið af fólki í dag. Og jörðin snýst og snýst. Nú er að verða bjart í Indó- Kína, liérna! Frakkar byrjaðir að drepa fólkið þar, af því að það vill sjálít eiga landið sitt. Og jörðin snýst. Og nú er sólin komin upp á Malakka- skaga, og Engl^ndingarnir, sem þar eiga heima, eru komnir í kirkju, og þar eru haldnar ræður og sungnir sálm- ar um hann Gvuð og hann Jesús, og svo hlaupa Englendingarnir út til að drepa fólkið, af því að það viO sjálft eiga landið sitt. Og jörðin snýst og snýst og snýst. Nú er að verða bjart í landinu hans Jesús. Það er hérna! Og þar segir fólkið, þegar það er komið á fætur: „Hann Jesús var platari." Og þarna sérðu Egiftaland, þar sem pýra- mítarnir eru. Þar lifa nú voðalegir ormar innan í fátæka fólkinu, svo að það er alltaf skelfing afllaust og lasið. En það má ekki lækna það. Riku mennirnir vilja það ekki. Þeir halda, að fátæka fólkið verði þá svo fjörugt, að það bara komi hlaupandi og taki peningana þeirra. Og jörðin snýst, og nú er að verða bjart í Moskva. Hún er hérna! Stalin kominn á fætur til að gera nýja fimm ára áætlun. Og nú er orðið hjart í Kaupmannahöfn og líf- vörður kóngsins ennþá að stappa og snúa sér í hring. Og nú er líka orðið bjart í Afríku, þar sem nergarnir búa, sjáðu. Og Englendingarnir, sem þar eru, búnir að lesa Faðirvorið sitt og komnir út til að skjóta og hengja aum- ingja nergana, af því að þeir vilja sjálfir eiga landið sitt ....“ EINHVERN VEGINN, sennilega af slysni, hefir barnafræðaranum láðzt að sjá sólina koma upp í Eystrasaltslönd- unum hjá fólkinu, 6em EKKI(?) „vill sjálft eiga landið sitt“, eða kannske kemur sólin alls ekki upp, þar sem er „myrkur um miðjan dag“. En hvað sem því líður, þessi lexía hlýtur að gefa nokkra hugmynd um barnafræðsl- una í því Sovét-íslandi, sem kommún- istar og „bandingjar" þeirra eru nú sem óðast að leggja grundvöllinn að. X X skrifar: „ÉG ÞURFTI NÝLEGA að kaupa mér* ljábrýni og fór af gömlum vana í Járn og Gler kaupfélagsins okkar. Þar var mér sagt, að þau fengjust nú í kornvöruhúsinu. Ég spurði, hvort það væri ekki á hak við verzlunarhúsið eins og í gamla daga. Nei, það er niðri í Skipagötu. Ég þangað, gekk þar fram og aftur, las á skilti og varð einkis vís- ari, unz kunnugur maður benti mér á geysimikið bárujárnshús. Ég var lengi að finna hinar réttu dyr. Gæti það ver- ið Kaupfélaginu okkar ofviða að setja upp skilti við dyr kornvörugeymslunn- ar, þó ekki væri nema úr pappa, til að flýta fyrir mönnum, sem þangað þurfa að fara? Ég held, að flestar aðrar verzlanir mundu hafa gert það fyrir löngu. Ég minnist þess líka, hve mér hefir orðið mikil leit úr áburðarafgreiðslu KEA á vorin. Hún er nefnilega sjaldan tvö ár í sama stað, ýmist við Skipa- götu, niðri á Oddeyrartanga eða úti á Gleráreyrum. Aldrei hef ég séð leið- beiningarskilti þar að lútandi eða aug- lýsingar um flutning. Ef Kaupfélagið vill sýna í verki þá fyrirmyndar „þjón- ustu“, sem formælendur þess eru alltaf að hrósa því fyrir, ætti það að setja upp leiðbeiningarskilti við vöruaf- greiðslur sínar, m. a. við áburðaraf- greiðsluna, þótt enga sölusamkeppni sé þar að óttast.“ NÝLEGA SAGÐI einn borgari mér þá sögu, að hann hefði bá fyrir skömmu komið að, þar' sem verið var að rífa gamla sjúkrahúsið okkar, sem áformað er að breyta í fjallahótel. Kom hann þar að, sem talsvert bóka- safn lá á tvístringi út um jörðina, á- samt ýniiss konar gömlum og þá senni- lega ónýtum tækjum. Voru bækurnar bæði á íslenzku og erlendum málum, sennilega lækna- og vísindabækur, en eigi aS síður bœkur. M.a. gretp hanu þar upp skrifaða bók, er reyndist vi-ra einskonar dagbók sjúkrahússins frá síðustu árum 19. aldar og fyrstu árum 20. aldar. Voru þar skráðlr innlagð r sjúklingar, staða þeirra í lífinu. sjiiit- dómseinkenni, dvalartími og dvaiar- kostnaður. Virtist bókasafn þetta hafa legið þarna fyrir veðri og vindum nokkur dægur. Hér er um mjög vítaverða vanhirðu að ræða, hver sem þar ber sök á. Gamlar bækur eru munir, sem ekki er ætíð unnt að endurnýja, og verða því oft ekki metnar til verðs. Ég tala nú ekki um skrifuð heimildarrit eins og dagbækur sjúkrahúsa. Hvert áíall það hefir orðið íslenzkri mannfræði, ætt- fræði og sagnfræði, er t.d. kirkjubæk- ur hafa brunnið eða glatazt á annan hátt, skilja flestir meðalgreindir menn. Og ef sjúkrahúsin sjálf hirða ekki um að varðveita gamlar dagbækur sínar í eigin bókasafni ber að afhenda þær opinberum bókasöfnum eins og Lands- bókasafninu eða Amtsbókasafninu. Ef þessi gamla sjúkradagbók, er að fram- an hefir verið greint frá, er ekki fokin út í veður og vind eða hefir verið hirt af einliverjum, sem slík rit kann að meta, ættu hlutaðeigendur þegar í stað að bjarga því, sem eftir kann að vera af henni og öðrum gömlum bókum þar í dyngjunni. hefir verið, verk „stjórnar Sjálfstæðismanna“. Þannig rekur eitt sig á annars horn hjá blöðunum, og er ekki við öðru að búast eins og allt er í pottinn búið. Vísnabálkur Þá kemur hér framhald af vísnasyrpu, er Bragi frá Hoftún- um hefir sent oss: Kölski beit sig bölvandi, brast út eitursviti: „Hvert f heita Helvíti hér var feitur biti.“ Höf. ókunnur. Urðin gárótt er til sanns eg við tárast hana. Eg bið að árar andskotans, eldi að nárum morðingjans. Höjundur Stefán Tómasson lceknir og bóndi að Egilsá, blindfullur á tófu- greni. í fornu letri finnst það skráð — færist þetta svo í lag. — Vil ég því segja — ef vel er gáð að veturinn komi á laugardag. Höf. ókunnur. (Gömul rímvísa.) Mostrarskeggja eg minnast hlýt — mig þótt beygi elli — hvert 6Ínn er ég augum lít upp að Helgafelli. (Höf. sennil. Jón G. Sig., Hofg.) Eitthvað má að öllu finna — aum er veröldin —, sitt er að hverjum sona minna, sagði kerlingin. (Gamall húsgangur.) Þá ég lá við gljáar gjá, gráa sá ég hjá mér á. Snjáinn frá sér flá með tá fá og smá í stráin ná. ÞoiSteinn Jakobsson. Tvær næstu vísur hefir Bragi frá Hoftúnum botnað, en höfund- ar fyrri hlutans eru ónefndir:

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.