Íslendingur - 21.09.1956, Blaðsíða 6
6
ÍSLENDINGUR
Föstudagur 21. sept. 1956
Þankabrot
Framhald af 4. síðu.
heildina. Framleiða mjólk í nærsveit-
um borga og bæja, kindakjöt í Múla-
og Þingeyjarsýslum, Húnavatnssýslu
og á Ströndum og rækta garðávexti og
grænmeti í stórum stíl á jarðhitasvæð-
um landsins. Eins og bændur hinna af-
skekktari byggðarlaga haga mjólkur-
framleiðslu sinni með hliðsjón af þörf-
um heimilisins eiga bændur í nágrenni
fjölmennustu bæjanna að haga kiöt-
framleiðslu sinni þannig. Við höfum
alls engin efni á að halda uppi offram-
leiðslu á matvælum til að gera þau ó-
nýt cða gefa þau crlendum neytendum,
sem engan skort líða. Ef alþjóðasam-
tök geta ekki greitt framleiðsluverð
fyrir íslenzkt kjöt og fisk til að miðla
sveltandi þjóðum, þá mætti vel taka til
athugunar, hvort íslendingar geta ekki
greitt tilskilin framlög sín til slíkra
stofnana að einhverju leyti í mat. En
kannske hollenzki hagfræðingurinn,
sem nýja ríkisstjórnin hefir ráðið til
að finna lausnina á efnahagsvaridkvæð-
um okkar, taki þetta skipulagsleysi
framleiðslu vorrar til athugunar.
ÞÁ SAMÞYKKTI aðalfundur Stétt-
arsambands bænda tillögu um að heina
þeim tilmælum „til landnámsstjóra og
nefndar þeirrar, sem nú starfar við
endurskoðun nýbýlalaga, að hún taki
til rækilegrar athugunar, hvað hœgt sé
að gera til aS stuSla aS endurbyggingu
eySijarSa (Ibr. hér).“
Þetta kann nú að þykja undarleg
samþykkt frá sama fundi og þeim, sem
bendir á offramleiðslu okkar á kjöti.
Við vitum vel, að engir setjast upp á
afskekktum eyðibýlum, t. d. í Hvann-
dölum, Hvalvatnsfirði, Jökuldals- og
Oxarfjarðarheiði, nema að þangað sé
lagt rafmagn og sími, vegir og helzt
flugvellir. Svo þarf að byggja þar
heimavistarskóla og félagsheimili. Með
tugmilljóna framlögum úr ríkissjóði
kynni að mega endurreisa byggð á af-
skekktum stöðum, þar sem framleiða
mætti meira gjafakjöt handa Bretum,
en hvert mundi framleiðsluverðið verða
á hverju kílógrammi, þegar stofnkostn-
aður ríkis og einstaklings væri rétt
reiknaður? Nútíminn krefst þess, að
hin hagræna hlið hvers máls sé fyrst
höfð í huga, en rómantíkin lögð til
hliðar. Við söknum að sjálfsögðu
gömlu heiðabýlanna, sem geyma sínar
minningar, ljúfar og sárar, en við höf-
um engin efni á að reka þar húskap
lengur. Hitt er jafn sjálfsagt, sem fjall-
að er um í sömu tillögu bændafundar-
ins, að „sporna við því að byggilegar
jarðir fari í eyði“.
ÞÁ HÖFUM VIÐ á þessu sumri
cignazt tvær fegurðardrottningar, Guð-
laugu og Ágústu Guðmundsdætur. Hin
fyrrnefnda hefir reynt við titilinn
„Miss Universe", en hin á að reyna við
„Miss World". Margir eiga erfitt með
að átta sig á muninum, eða hvaða titil
þær bera hér heima. Hvort önnur er
Miss ísland en hin ungfrú ísland o. s.
frv. En það er gaman að þessu, og við
viljum gjarna fá þriðju keppnina upp
úr sláturtíðinni.
„Átján barna jaSir“ skrifar:
„ÞÁ STANDA NÚ göngur og réttir
sem hæst. Fjárbreiðurnar streyma af
fjalli, eru réttaðar og féð dregið sund-
ur í dilka eftir eyrnamörkum. Ungling-
Gæsadúnn
(1. flokks yfirsængurdúnn)
Dúnhelt lérefí
Fiðurhelt léreft
Hvítt og mislitt léreft
Damask.
Verzlunin
Eyjafjörður h.f.
r •
Bláir og hvítir
á drengi og fullorðna.
Verzlunin
Eyjafjörður h.f.
Linoleum dúkar og
renningar
Teppi, 2x3 mtr.
Renningar
í mörgum litum, 67,
90, 100 sm. breiSit
Sendum gegn póstkröfu
um land allt.
Verzlunin
Eyjaf jörður h.f.
Kjöttunnur
Höfum til 1. flokks beyki-
tunnur.. — Athugið að það
margborgar sig að kaupa
góðar umbúðir um verð-
mikla vöru.
Verzlunin
Eyjafjörður h.f.
Framh. af 5 aíðu
legar. „Mér er nær að halda,“
segir dr. Halldór í formála að
bókinni, „að kenna megi veruleg-
u-n hluta íslenzkrar æsku öll aðal-
atriði íslenzkrar málfræði, þau
sem skýrð eru í þessari bók. Ég
hefi nokkra reynslu í því að kenna
miður gefnum nemendum ís-
lenzka málfræði, og varð niður-
staða mín sú, að furðumargt
mætti kenna þeim.“
Þegar dr. Halldór hafði lokið
við að semja Kennslubók í setn-
ingarjræði og greinarmerkjasetn-
ingu, sem út kom í fyrra, taldi
hann nauðsynlegt að semja einn-
ig málfræðibók í samræmi við
hana, ætlaða sömu nemendum
eða nemendum á svipuðu stigi.
Bókin er 168 hls. og skiptist í 9
aðalkafla. Bandið er snoturt og í
sama stíl og bandið á Setningar-
fræðinni. Bókin er prentuð í
Prentverki Odds Björnssonar h.f.,
Akureyri.
Þilplötur
harðar (Valborð)
Þilplötur
mjúkar (Tex)
Krossviður
Smíðafura.
Byggingavöruverzlun
Akureyrar h.f.
Húsnæði
Vantar reglusamt fólk til
umsjónar í Varðborg í
vetur. Heppilegt fyrir tvær
konur eða barnlaus hjón.
Upplýsingar í síma 1262.
Unoleiimi
gdlfdnkur
nýkominn.
Byggingavöruverzlun
Akureyrar h.f.
STÚLKU R
Ein eða tvær stúlkur eða eldri
konur óskast um næstu mán-
aðamót eða síðar í haust.. —
Upplýsingar í Skjaldarvík.
STEFÁN JÓNSSON.
SMÁBARNASKÓLINN
byrjar aftur þriðjudaginn 2.
okt. n.k. Börnin mæti til við-
tals mánudaginn 1. okt. kl. 1—
2 e.h. í skólanum, Gránufélags-
götu 9 (Verzlunarmannahús-
inu).
JENNA og HREIÐAR
Möðruvallastræti 3,
símar 1829 og 1237.
arnir eru einnig að „koma af fjalli", þ.
e. úr sveitinni, og skólastjórarnir farn-
ir að draga í sundur. Þessi sundur-
dráttur unglinganna mun þó sérstæður
hér og ekki þekkjast nema á Akureyri.
Annars staðar vita börnin með löngu’n
fyrirvara, í hvaða skóla þau eiga að
ganga.
Þegar ég var að alast upp, var skóla-
skyldan skemmri en nú. IComust þá
færri börn til framhaldsnáms en nú,
síðan slíkt varð að skyldu. En þá gálu
líka foreldrar barnanna og börnin sjálf
áðið því, í hvaða skóla var farið. Þá
gat enginn skólastjóri „dregið" strák-
nn eða stelpuna hans pabba úr hópn-
jm eins og fjallalamb í haustréttum.
3g eitthvað finnst mér „sovézkur"
keimur af þessum óvanda, er ríkir um
kiptingu barnanna á Akureyri milli
kólanna, og í litlu samræmi við frels-
shugmyndir íslendingsins, og hví eiga
foreldrar og börn að eiga þar minni
rétt en ættingjarnir í Oxnadal og Bárð-
ardal?“
___*____
Yv kennslubók
RAFELDAVÉL (stór)
(amerísk) lítið notuð til
sölu. — A. v. á.
4 herbergi og eldhús til
leigu frá 1. okt. n.k. Sá,
sem getur útvegað hús-
hjálp hálfan daginn, eða
allan, situr fyrir.
A. v. á.
G iimmístígrvél
barna og unglinga,
finnsk og tékknesk,
ýmsir litir.
Ennfremur
Gúmmístígvél
karlmanna,
margar tegundir.
Hvannbergsbræður
Skóverzlun.
Kjötsala
Seljum úrvals dilkakjöt nú um næstu mánaðamót.
Söltum fyrir þá, sem þess óska.
Höfum til 1. flokks beykitunnur. .
Allt sent heim.
Verzlunin Eyjafjörður h.f.
0. J0HNS0N & KAABER H.F.
Söluumboð:
I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN
Akureyri.
»Ilmurinn
er indæll
og bragðið
eítir því«