Íslendingur


Íslendingur - 29.03.1957, Qupperneq 1

Íslendingur - 29.03.1957, Qupperneq 1
Verðlagsmál landbúnaðar- ins í deigiunni Ráðstefna »norðanmanna« um fram- leiðsluverð haldin í Reykjavík nýlega Árni Jórisson tilraunastjóri er nýlega kominn heim frá Reykjavík, þar sem hann sat fundi Tilraunaráðs og ráðstefnu um verðlagsmál landbúnaðarins. Er hann kom heim, sneri blaðið sér til hans að leita frétta, og fer viðtal við Árna hér á eftir: Aukin áburðarnotkun eykur uppskeruna. — Þú ert nýkominn heim úr höfuðborginni? — Já, ég er nýlega kominn heim frá Reykjavík, en þar var ég á hinum árlegu fundum Til- raunaráðs jarðræktar. Þar eru ræddar tilraunaniðurstöður frá liðnu ári, gerðar vinnuáætlanir fyrir allar tilraunir, sem gerðar verða á tilraunastöðvunum á þessu ári, svo og aðrar tilraunir, sem Tilraunaráð skipuleggur t.d. á bændaskólunum á Hvanneyri og Hólum, en á báðum þessum stöðum eru nú jarðræktartilraun- ir að færast í fast form, þannig að skólarnir hafa ákveðna menn til þess að sjá um framkvæmd til- raunanna, og auk þess hafa þeir fengið nokkra fjárveitingu frá Alþingi til þess að gera jarðrækt- artilraunir. Þá heldur Búnaðar- fræðsla Búnaðarfélags íslands á- fram þeim skipulögðu tilraunum, sem upp voru teknar s.l. ár. Eg tel, að mikið hafi áunnizt varð- andi jarðræktartilraunir, með því að fá fleiri aðila og fleiri 6taði fyrir tilraunir, því alltaf kemur hetur og belur í Ijós, hversu mik- il nauðsyn er á jarðræktartilraun- um og þá sérstaklega í sambandi við grasræktina, en á grasrækt- inni byggist svo til allur búskap- ur á íslandi. Bændur landsins rækta árlega um 3000 ha. af nýju landi, á- burðarnotkun af tilbúnum áburði fer vaxandi með ári hverju, bæði vegna stærra ræktunarlands og ennfremur vegna aukins áburðar á hvern liektara. Heyið, sem tek- ið er árlega af hinu ræktaða landi, er aðalfóður búfjársins. Það skiptir því miklu máli fyrir bændur landsins að nota réttar aðferðir við ræklunina, að hafa eins mikla uppskeru af hverjum ha. eins og hægt er og að grasið eða heyið sé hollt og heilnæmt fóður. I fáum orðum má segja, að þetta séu höfuðviðfangsefni Ámi Jónsson. jarðræktartilrauna í dag og í næstu framtíð. Tilraunir undanfarinna ára hafa leitt það í Ijós, að með auk- inni notkun á tilbúnum áburði á hvern hektara, má auka uppsker- una mjög mikið, þannig að fáist um og yfir 100 heyhestar af hekt- ara. En það hefir líka komið í ljós við rannsóknir á heyi af til- raunareitum, að efnahlutföllin í heyinu breytast mjög mikið, ef hlutföllin á milli áburðarefnanna, köfnunarefnis, kalí og fosfór verða röng, enda þótt grasspretl- an að öðru Ieyti geti verið mikil. Þetta er mjög áberandi, er skort- ur er á fosfóráburði. Getur þá fosfórmagn heysins farið niður í það hálfa við það sem telja verð- ur normalt í heyi eða jafnvel ennþá neðar, þegar um langvar- j andi fosfórskort er að ræða, enda þótt uppskera geti verið allmikil, ef mikið er borið á af köfnunar- efnisáburði. Þannig getur heyið orðið óheilnæmt fóður við ranga áburðarnotkun. ísicnzkar jarðvegs- rannsóknir í Danmörku. — Hvað er fleira að frétta af búnaðarmálunum? — Þann tíma, sem ég var í Reykjavík. stóð Búnaðarþing yf- ir, og kom ég þar eftir því sem ég hafði tíma til. Ég hlustaði þar m. a. á erindi búnaðarmálastjóra um framtíðarverkefni Búnaðarfélags Islands, erindi Páls Zophonias- sonar um stærð býla á íslandi, bæði hvað snerti ræktunarlönd og búpening, erindi Björns Jó- hannessonar um jarðvegsrann- sóknir o. fl. Búnaðarfélag íslands hyggst nú færa nokkuð út starf- semi sína með því að bæta við nokkrum ráðunautum. Þá var á s.l. sumri byrjað á grunni nýs Búnaðarfélagshúss, sem verður 7 liæða bygging við Hagatorg í Reykjavik. Er gert ráð fyrir að steypa upp tvær hæðir á næsta sumri. Dagana 27. febrúar til 5. marz dvaldi í Reykjavík einn af kunnustu búvísindamönnum Dana, prófessor K. A. Bondorff, en hann flutti 3 erindi um jarð- vegsrannsóknir, en Bondorff er forstöðumaður fyrir aðaljarð- vegsrannsóknardeild fyrir danska landbúnaðinn. Erindi prófessor Bondorffs voru mjög fróðleg. Þá má einnig tclja ]jað mikilsvert, að hann bauðst til þess að taka til rann- sóknar jarðveg frá íslandi og láta rannsaka hann okkur að kostnaðarlausu, og er þetta injög Framhald á 2. síSu. ___*____ KvöldvakaD er í kvöld Eins og fró var skýrt í síðosta blaði halda Sjólfstæðisfclögin í bænum kvöldvöku að Hótel KEA í kvöld. Þar lcsa kennararnir Gisli Jónsson og Sverrir Pólsson upp stuttor frósögur (samfclld dagskró), sem Jónos Rafnar læknir hcfir tekið saman. Ennfremur mun Árni Ingimundarson skemmta með pianóleik milli atriða. Kvöldvakan hefst kl. 9, og verða ó- seldir aðgöngumiðar seldir í dag kl. 5—7 í skrifstofu flokksins, Hafnar- stræti 101, og kosta þeir 10 krónur. Kvöldvökunni verður væntanlega lokið um kl. 11.30. Verði góð að- sókn að kvöldvöku þessari, mun verða cfnt til fleiri slikra mcð breyttu efni. AÐALFUNDUR verður haldinn í Útgáfufélagi ís- lendings n.k. mánudagskvöld, 1. apríl kl. 8.30 í skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins, Hafnarstr. 101. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Hjálmar Stejánsson í svigkeppni á Ítalíu. »E^§teinn or í §érf!okki medal í§l. iskiðamaniia« segir Norðurlandsmeisfarinn, Hjálmar Stefánsson. Rætt við hann um Evrópuför í vetur og fleira. Eins og skýrt hefir verið frá í blöðum, dvöldu tveir íslenzkir skíðagarpar við æfingar og keppni suður í Evrópu í byrjun þessa árs. Voru það Hjálmar Stefánsson á Akureyri, sem verið hefir Norð- urlandsmeistari á skíðum þrjú síðustu árin, sem Norðurlandsmót hefir verið haldið, og Eysteinn Þórðarson, sem varð fimmfaldur íslandsmeistari á síðasta Landsmóti skíðamanna. Tíðindamaður íslendings hitti Hjálmar Stefánsson að máli nú í vikunni og bað hann að segja les- endum eitthvað úr utanförinni. Æft og keppt í 3 löndum. — Mig hafði um hríð langað til, segir Hjálmar, — að komast utan til að æfa mig í Alpagrein- unum, og varð loks úr því eftir nýárið í vetur. Fékk ég nokkurn fararstyrk frá íþróttasamtökun- um í bænum. Fór utan 8. janúar beina leið til Austurríkis með viðkomu í Englandi og Þýzka- landi. Hitti ég Eystein Þórðarson í Innsbruck, en hann fór utan í desember. Vorum við svo saman við æfingar og keppni eftir það. •— Hvar æfðuð þið og tókuð þátt í mótum? — Við æfðum fyrst 4 daga í Innsbruck. Fórum þaðan til Kitz- biihel og tókum þar þátt í fyrsta mótinu, sem var alþjóðlegt mót. Þátttakendur voru úr flestum skíðalönduin Evrópu. Frá Norð- urlöndum voru þó engir nema við Eysteinn. Alls staðar, þar sem við kepptum, fengum við ókeypis uppihald og ferðakostnað. Þá var okkur boðið til Badga- stein, smábæjar í Austurríki, en þar eru mörg gistihús, heilsuböð og mikið um vetraríþróttir. Þar á að fara fram næsta vetur heimsmeistarakeppni í skíða- íþróttum, og kepptum við þar í bruni í brautum þeim, sem vænt- anleg heimsmeistarakeppni á að fara fram í. Þaðan fórum við til Þýzkalands og vorum þar við æf- ingar og keppni í 10 daga. Þar var þá alþjóðleg skíðavika (í Garmich Partkirchen), og keppt- um við þar í svigi og stórsvigi. Voru í sumum greinum um 70 keppendur. Þá héldum við aftur til Innsbruck og dvöldum þar við æfingar nokkra daga. Góður árangur á itölsku móti. — Meðan við dvöldum þar, var okkur boðið til Ítalíu og vor- um þar 10 daga í Madonna del Campigo. Þar tókum við þátt í þríkeppni (bruni, svigi og stór- svigi) á skíðamóti. Þar komst Eysteinn í sviginu í 9. sæti, sem er mjög góður árangur. Varð t.d. á undan öllu svissneska landslið- inu, sem keppti þar. Ég náði 23. sæti, en milli 60 og 70 kepptu í greininni. Mun árangur Eysteins þarna á mótinu vera hinn bezti, er íslendingur hefir náð á skíða- móti erlendis til þess tima. Rausnarleg verðlaun. — Báðir fengum við silfur- Framhald á 7. tiðu.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.