Íslendingur


Íslendingur - 29.03.1957, Side 4

Íslendingur - 29.03.1957, Side 4
4 íSLENDINGUR Föstudagur 29. marz 1957 -----—------------------------ Kemur út bvem föstudag. Útgefandi: Útgáfulélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson. Fjólug. 1. Simi 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Cránufélagsgötu 4. Simi 1354. Opin kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum 10—12. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Húsnæðismálin og nýja sljórnin í flestum kaupstöðum landsins standa hálfbyggð íbúðarhús, sem efnalitlir menn hafa ráðizt í að reisa í trausti þess, að þeir fengj u til þess aðstoð hins opinbera í gegnum veðlánakerfið, er sérstök löggjöf var gefin út um fyrir tveim árum. En svo furðulega hefir til tekizt, að er nýja ríkis- stjórnin tók við völdum, hefir ekkert verið gert í húsnæðismál- unum annað en fjölga mönnum í húsnæðismálastjórn, sem það hlutverk virðast hafa með hönd- um að telja lánbeiðnir, sem ríkis- stjórnin finnur enga leið til að uppfylla. Forganga Sjálfstæðisflokksins um stuðning við efnalitla menn til bygginga smáíbúða og síðar veðlánakerfisins, er stærsta spor- ið, sem stigið hefir verið í þá átt að aðstoða fólk til að eignast þak yfir höfuðið. Á árunum 1955— 56 tryggðu Sjálfstæðismenn um 100 millj. króna til lánastarfsemi á vegum hins nýja veðlánakerfis, og voru veitt um 1400 lán af þeirri upphæð. En eftir að ný ríkisstjórn Hræðslubandalagsins og kommúnista tekur við völdum á s.l. sumri, hafa allar smáíbúða- byggingar stöðvast vegna láns- fjárskorts og stjórnin enga til- burði sýnt til að útvega fé til lán- veitinga út á byggingar sam- kvæmt veðlánakerfinu. En blöð stjórnarflokkanna hreyta ónotum að fráfarandi stjórn fyrir að hafa ekki haft nægilegt lánsfé til- tækt í því skyni, er hin nýja stjórn tók við völdum! Aldrei hefir verið gert jafn stórt átak í íbúðabyggingum en á valdatíma fyrrverandi stjórnar, og miðuðu aðgerðir hennar m.a. að því að útrýma heilsuspillandi húsnæði. Þær aðgerðir voru svo vinsælar, að Tíminn hefir þrá- faldlega talið Steingrím Stein- þórsson, félagsmálaráðherra þeirrar stjórnar, forgöngumann þeirra athafna. Hins vegar hefir blaðið ekki komið með neina skýringu á því, hvers vegna svo bregður við, að um leið og Stein- grímur Steinþórsson er látinn af- henda öðrum ráðherra kommún- ista félagsmálin, stöðvast allar lánveitingar til þeirra, er standa í byggingum íbúða fyrir sig og fjölskyldu sína. Aðburðalcysi ríkisstjórnarinn- ar i útvegun lónsfjór til veðlóna- kerfisins er eift Ijósasta dæmið um sofandahótt hennar og van- mótt. I því efni hefir hún haldið að sér höndum en fjargviðrast upp úr svefninum yfir því, að frófarandi stjórn skyldi ekki hafa lagt henni nægilegt lónsfé upp i hendurnar til úthlutunar. Lýðskrum og ábyrgðarliliinning Verkamaðurinn skrifar 15. þ. m. forustugrein með yfirskrift- inni „Ábyrgðartilfinning íhalds- ins“, og þykist blaðið komast að þeirri niðurstöðu, að Sjálfstæðis- flokkurinn stundi lýðskrum öðr- um flokkum fremur og sýni mjög takmarkaða ábyrgðartilfinningu. Ekki verður annað sagt en að Verkamaðurinn sé fremur sein- heppinn í þessu efni. Enginn flokkur mun hafa stundað meira lýðskrum né svikið fleiri kosn- ingaloforð, en flokkur sá, er Verkamaðurin.n hefir verið mál- gagn fyrir, hvort sem hann nefn- ist Kommúnistaflokkur íslands, Sameiningarflokkur Alþýðu — Sósíalistaflokkurinn eða Alþýðu- bandalag. Öllum munu í fersku minni loforð hans fyrir síðustu Alþing- iskosningar. — Kjósið okkur, æptu kommúnistablöðin, — því að annars verður komið á geng- isfellingu eða kaupbindingu. Eft- ir að kommúnistar fengu hlut- deild í ríkisstjórn, var kaupbind- ing fyrsta verk stjórnarinnar. Þjóðviljinn varð óður og upp- vægur á s.l. vori vegna úrskurðar landskjörstjórnar í landlistamáli Hræðslubandalagsins, og kenndi Sjálfstæðisflokknum um þau úr- slit. Kvað blaðið Alþingi vera Hæstarétt í því máli og fór ekki dult með, að þingmenn Alþýðu- bandalagsins mundu aldrei þola „þingmannastuld“ þeirra flokka, er að Hræðslubandalaginu stóðu. En er rnálið kemur til kasta AI- þingis, standa Sjálfstæðismenn einir gegn „þingmannastuldin- um“. Þá voru kommúnistar orðn- ir aðilar að ríkisstjórninni og töldu ekki taka því að vera að rísa gegn ákvörðun eða úrskurði landsk j örstj órnar! Eitt aðalmál kommúnista í kosningunum var að gera landið varnarlaust, og lögðu þeir meiri áherzlu á það en allt annað. En er til þess kemur að bera það mál fram til sigurs í ríkisstjórninni, kiknar stjórnin á því í heild. Við- ræðum við Bandaríkjamenn um brottflutning varnarliðsins er frestað um óákveðinn tíma. Þannig hafa kommúnistar svik- ið öll sín helztu stcfnumól. Róð- Handritamálið á dagskrá á ný — Um rím og stuðla — Gengið A annarra tal — Verkefni fyrir hjálparverð lagsnefnd. HANDRITAMÁLIÐ hefir nýlega skotið upp kollinum í dönskum blöð- um eftir all-langa þögn. Hafa nokkrir valinkunnir Danir stungið niður penna og hvatt til þess, að íslendingum verði afhend handritin. Telja þeir, að hér sé um þjóðardýrgripi íslendinga að ræða, og sú röksemd sé nú úr gildi fallin, að íslendingar geti ekki varð- veitt þau eða að fræðimenn hafi þeirra ekki not í Reykjavík. Um ísland séu nú daglegar. loftsamgöngur austur og vestur um Atlanzhaf. Það sé ekki leng- ur einangrað og afskekkt land, heldur liggi það nú í þjóðbraut. Telja þeir einsætt, að ef þjóðaratkvæði færi frain meðal Dana um málið, mundu úrslitin verða íslendingum í vil. Það er okkur öllum óblandið gleði- efni, að heyra tekið á þessu viðkvæma máli af slíkum skilningi og velvilja í dönskum blöðum. SUNNLENZKIR hafa löngum átt á takteinum eitt dæmi um rangan frani- burð norðlenzkra, en það er framburð- ur þeirra orða, er byrja á hv, svo sem: Hvað, hver, hvcrnig o. s. frv., þar sem h-ið er borið fram sem k. Telja sunn- lenzkir, að af þessu stafi rímskekkjur í norðlenzkum stökum og jafnvel önd- vegisljóðum góðskálda, þar sem hv og k sé notað jöfnum höndum í stuðla og höfuðstafi í sömu vísunni, og vitanlega þurfa slíkar vísur að lesast með norð- lenzkum framburði, ef þær eiga að teljast rétt kveðnar. EN HÉR eru ekki Norðlendingar einir í sökinni, ef sök á að kalla. Ég var að blaða í Ijóðabók Þorskabíts (Þorbjarnar Bjarnarsonar) nú um helgina. Hann er Kjósverji (Sunnlend- ^ ur) að uppruna, alinn upp í Borgar- firði og fór síðan vestur um haf. Ekki er líklegt, að hann hafi orðið fyrir norðlenzkum áhrifum um framburð tungunnar, en þó kveður hann: Ó, kærleiks herra! Ilvar sem völd þín eru, þar hverfur burtu fals og reiðibál. Annars er það sennilega ókannað, hvort Norðlendingar eru einir um það að stuðla jöfnum höndum með liv og k, HAGNÝTING Á APPELSÍNUBERKI. Nú eru allir ávextir orðnir mjög dýrir og það svo, að al- menningi er ókleift að kaupa nýja ávexti nema rétt til bragðbætis einstöku sinnum. Það er hörmu- legur misskilningur að skatt- leggja ávexti svo, að aðeins fáir hafi ráð á að kaupa þá, svo nokkru nemi, því hér á landi vantar tilfinnanlega C-vitamin- gjafa yfir veturinn. Þyrftum við húsmæðurnar að berjast fyrir því með oddi og egg, að skattar og tollar á nýjum ávöxtum yrðu lækkaðir að mun eða afnumdir yíir vetrarmánuðina. Það gerði minna til, þó ávextirnir væru dýr- ari yfir sumarið, þegar nóg fæst af nýju grænmeti. Þegar appelsínur eru keyptar, eru sjálfsagt flestir sem fleygja berkinum, en það ættum við ekki að gera. Guli börkurinn á appel- sínunum er ákaflega auðugur af C-vitamíni, einnig inniheldur liann nokkuð af karotini, sem breytist í A-vitamín í líkaman- um. Það er því sjálfsagt að hag- nýta hann sem bezt. Einnig er í berkinum mjög gott bragðefni. Börkinn er hægt að nota í marmelaði, saft og hlaup, einnig sulta hann og nota síðan til þess að krydda með sætar súpur og alls konar hrauð og kökur. Litað- an börk má nota til þess að skreyta með kökur og tertur. Hér herrastólarnir voru þeim meira virði en kosningaloforðin. Og af- leiðingar þessa lýðskrums og allra svika þeirra á kosningalof- orðunum hafa m. a. verið að koma í Ijós við kosningar í verk- lýðsfélögunum undanfarið, þar sem þeir missa stjórnortaumana í hverju félaginu eftir annað. Og svo mun ófrom halda, mcðan róðherrastólarnir eru þeim fyrir öllu. eða hvaða sýslumörk í landinu skipta ' hagyrðingum í tvo flokka í þessu efni. NOKKURT ORÐASKAK hefir orð- ið í blöðunum undanfarið út af orð- takinu: „Hvergi hræddur hjörs í þrá“, og vilja sumir halda því fram, að hann eigi að lesast: Hvergi smeykur hjörs i þrá. Ekki skal ég leggja dóm á, hvernig þessi talsháttur er til orðinn, en komi hann fyrst fyrir í vísunni: „Sóma gæddur svaraði þá“, er ekkert álitamál um, hvort réttara er. Vísan er hring- hend, og kæmi því orðið „smeykur'* inn í vísuna eins og skollinn úr sauð- arleggnum. En vísan er sögð þannig gerð: Sóma gœddur svaraði þá, sárum mœddur pínum: Ei er ég hrœddur hjörs í þrá, hlífum klœddur mínura. Ó. X. skrijar: „ÉG SÉ í BLÖÐUNUM, áð Jón Ingimarsson ásamt tveim konum hér í bæ sé kominn í einhvcrskonar hjálpar- verðlagseftirlitsnefnd, og mun hlutverk þeirrar ncfndar vera eftirlit með verð- lagningu á vörum og þjónu6tu í bæn- um. Ég býst við, að nefnd þessi geti haft nóg að gera. Fyrsta verk hennar ætti að vera það, að fara inn i opin- bert veitingahús að kvöldlagi og kaupa sér gosdrykki. Ríkið hlýtur að borga allan útlagðan kostnað nefndarinnar. Morguninn eftir ætti nefndin að kaupa sér rauðxnaga í matinn og kynna sér álagninguna á honum Ég þykist vita, aS verkefnin séu ótæmandi." fara á eftir nokkrar uppskriftir af því, sem má búa til úr berkinum: APPELSÍNUHLAUP ÚR BERKI. 250 gr. börkur (það hvíta með), 6 dl. vatn, í hvern hálfau 1. af safa: 6 dl. sykur, 5 gr. sít- rónusýra, safi úr stórri sítrónu. Börkurinn saxaður í söxunarvél, sem áður hefir verið þvegin úr sódavatni og síðan skoluð vel. Maukið vegið og vatninu hellt köldu yfir, þetta látið standa í 2 til 3 daga á köldum stað. Þá er börkurinn soðinn í ca. 1 klst. við hægan hita, lok haft á meðan. Reiknað er með, að næstum ekk- ert vatn gufi upp. Börkurinn sí- aður frá á þéttum klút. Saftin soðin dálítið með sykrinum, áður en sítrónusýru og sítrónusafa er blandað í. Hlaupið prófað með því að láta ofurlítið á undirskál og vita hvort það hleypur. Þegar hlaupið er hæfilega soðið, er því hellt í lítil glös, bíði í 2 daga áð- ur en bundið er yfir. Þetta hlaup er gott, en það verður ekki mjög stíft. APPELSÍNUSAFT ÚR BERKI. Börkur af 10 stórum appelsín- um, 900 gr. sykur, 40 gr. citrónu- eða vínsýra, 1% 1. sjóðandi vatn, tæp 2 gr. benzoesúrt natron. Það hvíla skorið mjög vand- lega innan úr berkinum og því fleygt. Börkurinn skorinn gróft, settur í leir- eða glerkrukku, einnig má nota emalerað ílát. Heita vatninu, sem citrónsýran og bensoesúrt natron hefir verið leyst upp í, hellt yfir. Látið standa með loki yfir í 2 til 3 sól- arhringa. Hrært í við og við. Sí- að á línklút, sykurinn leystur upp í saftinni og henni síðan hellt á vel hreinar flöskur og þeim lokað. Þegar saftin er not- uð, er hún blönduð með vatni og ísmolar settir í liana. Þetta er mjög góður og ódýr svaladrykk- ur. Sé berkinum safnað smám saman, er vatnið með sýrunni og rotvarnarefninu sett í hátt, vítt í- lát, t. d. flösku með víðum stút, börkurinn látinn í eftir hendinni, ílátinu lokað vel á milli. Að öðru leyti farið eftir uppskriftinni. SULTAÐUR APPELSÍNUBÖRKUR. Appelsínubörkur, 1 y2 kg. af soðnum berki, 500 til 750 gr. sykur, 2% til 4 dl. vatn eða soð af berkinum, x/2 tesk. citronu- eða vínsýra. Börkurinn lagður í bleyti í kalt vatn í 1 til 2 daga, skipt um vatn nokkrum sinnum. Settur í nýtt vatn og soðinn, þar til hann er alveg meyr, ca. 1 til 2 tíma. Tekinn upp í sigti og helm- ingurinn af hvíta berkinum skaf- inn burt. Börkurinn veginn og sykurinn mældur eftir því, sett í pott ásaint vatninu, soðið við hægan hita þar til börkurinn er glær og lögurinn þykkur, ca. 1—

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.