Íslendingur


Íslendingur - 02.08.1957, Blaðsíða 8

Íslendingur - 02.08.1957, Blaðsíða 8
KAUPENDUt vinsamlega beðnir að tilkynna af- greiðslunni strax, ef vanskil eru á blaðinu. Föstudagur 2. ágúst 1957 5. síðan í dag: Kains-lögmclið eftir dr. Jón Dúason. Cr HEIMAHÖGIM Kirkjan. Messað í Akureyrarkirkju næstk. sunnudag ki. 10,30 f. h. (K.R.) Messað í Lögmannshlíðarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Prófasturinn, sr. Sigurður Stefánsson vísiterar kirkjuna og predikar. (IC. R.) Hjúskapur. Laugard. 27. júlí voru gefin saman í hjónahand í Akureyrar- kirkju ungfrú Svanhildur Ásgeirsdóttir og Sveinbjörn Kristinsson verzlunarm. Heimili þeirra verður að Ránargötu 26 Akureyri. Sama dag voru gefin saman í kirkj- unni ungfrú Linda Denny Eyþúrsdóttir og Valgarður Jóhann Sigurðsson prent- ari. Heimili þeirra verður Þórsgata 21 A Rvík. Sunnudaginn 28. júlí voru gefin saman í kirkjunni ungfrú Jenny Karls- dóttir og Ingólfur Magnússon bifreiða- stjóri. Heimili Aðalstræti 2 Akureyri. Kveðjusamkoma fyrir lautinant Karen Gudem verður sunnudaginn 1. ágúsl kl. 8,30 e. h. Allir velkomnir. Iljálpræðisherinn. Aheit á Strandarkirkju frá Ingu Gunnarsdóttur kr. 600,00, afhent af- greiðslu Morgunblaðsins, Akureyri. Dánardœgur. Sl. mánudag lézt hér í sjúkrahúsinu ungfrú Valborg Ryel verzlunarmær, tæplega fertug að aldri. Hasard-höggleikur með % íorgjöf verður háður á golfvellinum laugardag- inn 3. ágúst 1957 og hefst kl. 2 e. h. Þátttökugjald kr. 25,00. Veitt verða 3 verðlaun. Verðlaun afhent að keppni lokinni. — Kappleikanefnd. HéroiM ó M'rhrólii tf fpÍlKÍÍÖID Héraðsmót Sj álfstæðismanna í Skagafirði verður haldið á Sauð- árkróki annað kvöld í samkomu- húsinu „Bifröst“. Hefst mótið kl. 8 síðdegis. Ræður flytja Bjarni Bene- diktsson, alþingismaður, og séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ. Ennfremur flytja þau Guðmunda Elíasdóttir, Þuríður Pálsdóttir og Guðmundur Jónsson, óperu- söngvarar, vinsælan söngleik eft- ir Offenbach með aðstoð Fritz Weisshappel. Síðan verður stig- inn dans. Er ekki að efa, að ræðurnar verði fróðlegar og skemmtunin ÖII hin veglegasta. Má benda þeim bæjarbúum, sem ætla sér eitl- hvað út úr hænum um helgina, á að sækja þessa samkomu. A sunnudaginn verður svo héraðsmót í Egilsstaðaskógi fyr- ir Múlasýslur. Verður þar einnig vandað til skemmtiatriða. Hinn 17. júní sl. voru fjögur ár liðin frá því að íbúar Austur- Þýzkalands gerðu uppreisn gegn ofriki og kúgun rússneskra vald- hafa. Uppreisnin var bæld niður af rússneskum skriðdrekum, en það fordæmi, sem fólkið gaf, er það réðist á skriðdrekana með ber- um hnefum, mun seint gleymast. Mfpriír if MirlfflÉ W .ÍÁ l Briiin yfir Jökulsá í Axarfiröi sfærsta mannvirkið Langl komið er nú að byggja nýja brú yfir Jökulsá í Axarfirði, og er það stærsta mannvirkið í brúagerð hér á landi, sem við er unnið í sumar. Er þar að verki brúarflokkur Jónasar Snæbjörns- sonar, og hófst undirbúningur að byggingunni fyrir 2 árum. Til •þeirrar brúar er veitt fé úr brúa- sjóði. Jökulsárbrúin er 72 metra löng hengibrú, en auk hennar verða landbrýr beggja megin, og verð- ur samanlögð lengd brúarinnar fullir 130 metrar. Gamla brúin á Jökulsá þolir nú enga þunga- flutninga, og er því nýja brúin mjög aðkallandi. Væntanlega verður henni lokið á þessu ári. Þá er allmikið brúarmann- Rætt við Guðmund Fyrir nokkrum kvöldum varð tíðindamanni blaðsins litið inn í málningavinnustofu Guðmundar Halldórssonar málara í Brekku- götu 3 B, og blöstu þar við aug- um nokkur olíumálverk í falleg- um litum. Barst þá þessi iðja hans í tal, og skýrði hann frá því, að hann væri nýlega kominn austan úr Þingeyjarsýslu, þar sem hann hefði haldið sína fyrstu málverkasýningu, og hefði um helmingur myndanna selzt á sýn- ingunni. Var sýningin haldin í barnaskólahúsinu á Grenjaðar- stað. Byrjaði ungur, en langt hlé. Þegar við spyrjum Guðmund virki í byggingu yfir Norðurá í Skagafirði við svonefndan Skelj- ungshöfða innan við Silfrastaði. Vinnur þar brúarflokkur Þor- valdar Guðjónssonar. Verður þetta 103 metra löng bitabrú og miklar uppfyllingar við brúar- sporða. Með henni er verið að tengja svonefnda Kjálkabyggð við þjóðvegakerfið. Af öðrum brúm má nefna: Brú yfir Hafrá í Hörgárdal, 30 m., er brúarflokkur Þorvaldar byggði í vor, brú yfir Lónsá hjá Eldjárnsstöðum á Langanesi, 10 m., brú yfir Núpsá í Miðfirði, 12 m. og brú yfir Þverá í Vestur- hópi, 10 m., auk nokkurra smærri brúa. Halldórsson málara að því, hvenær hann hefði byrj- að að mála myndir, kvað hann það hafa verið um 15 ára aldur. — Þá þótti þetta fávitaháttur, segir Guðmundur. — Og eftir það lagði ég aðallega stund á húsa- og húsgagnamálningu. En á miðjum aldri bilaði heilsan, og ég fór þá aftur að föndra við olíuliti. Margt af myndum mín- um hef ég gefið vinum og kunn- ingjum. Ég kann betur við að hafa þær í höndum manna, sem hafa ánægju af að virða þær fyr- ir sér. Það er mér meira virði en verðlausar krónur. Var hvattur til að sýna. — Svo var það í vor, að kunn- I Meistaramót fslands í tugþraut Pétur Rögnvaldsson varð tugþrautarmeistari Tugþraut íslandsmótsins lauk á Akureyri 28. f. m. og sigraði Pétur Rögnvaldsson KR og hlaut í 5903 stig. 2. Ingvar Hallsteinsson FH 5057 3. Einar Frímannsson KR 4613 4. Sigurður Björnsson KR 4506 5. Bragi Hjartarson Þór 4103 6. Eiríkur Sveinsson KA 3659 7. Leifur Tómasson KA 3611 8. Björn Sveinsson KA 3176 Bezti árangur í hverri einstakri grein var: 100 m.: Pétur, Einar og Leif- ur 11,3 sek. Langstökk: Pétur 6,47 m. Kúluvarp: Ingvar 12.50. Hástökk: Pétur og Ingvar 1,72. 400 m.: Pétur 39,14. 110 m.grindahlaup: Pétur 15,0 Kringlukast: Pétur 39,14. Stangarstökk: Einar 3,50. Spjótkast: Ingvar 52,91. 1500 m. hlaup: Sigurður 5.02.6 Einnig var haldin aukakeppni í nokkrum greinum og urðu þessir hlutskarpastir: Þrístökk: Jón Pétursson 14,25. Hástökk: Jón Pétursson 1,80. Sleggjukast: Þórður B. Sig- urðsson 50,19. 800 m. hlaup: Svavar Markús- son 1.57.0. 3000 m. hlaup: Svavar Markús- son 8.50.6. Kriglukast: Þorsteinn Löve 51,57 (lengsta kast í ár). Stangarstökk: Valgarður Sig- urðsson 3,60. Mótstjóri var Haraldur Sig- urðsson, sýsluskrifari, Akureyri. ingjar mínir hvöttu mig til að koma upp sýningu á myndum mínum, og réðst ég þá í að fara með um 30 myndir austur að Grenjaðarstað. Mest eru þetta olíumálverk, landslagsmyndir, „fantasíur“ o. fl. Af þeim seldi ég 14. Nokkuð hefi ég íengizt við húsgagnamálningu jafnframt, en bakið þolir það ekki, að ég leggi fyrir mig húsamálningar. Þess vegna hefi ég aftur horfið að þessu föndri. Er honum heilsugjafi. — Þessi iðja hefir verið niér ótvíræður heilsugjafi, bætir Guð- mundur við, og ég mun halda henni áfram, meðan ég stend uppi, og helzt vildi ég velta út af með pensilinn í hendinni. Myndir Guðmundar eru yfir- leitt í björtum litum, og hann málar ekkert eftir reglustiku. All- ar „fantasíur“ hans seldust á sýn- ingunni á Grenjaðarstað, en þær eru margar athygliverðar. »Bezt að velta utaí með pensilinn í hendinnú Ánnél! íslendings Ilallgrímskirkja að Saurbæ á Ilval- fjarðarströnd vígð við liátíðlega at- höfn. Danska stjórnin heiðrar Björn Pálsson sjúkraflugstjóra fyrir flug til Græn- lands eftir sængurkonu á sl. vetri. Sjö ára gömul stúlka í Vestmanna- eyjuin vcrður fyrir hifreið og bíður bana. Efri hæð hraðfrystihússins Heima- skagi á Akranesi brennur með öllu, sem þar var innanstokks. Tjón mjög tilfinnanlegt. Norræn vinabæjamót haldin á Siglu- firði og Akranesi. Borað eftir vatni í Vtestmannaeyjum og komið niður á góða vatnsæð á 95 m. dýpi á h. u. b. miðri Heimaey. Rdðvilltir slúðrarar í sambandi við farmanna- deiluna hafa stjórnarblöðin, og þá einkum Tíminn, sakað Sjálfstæðisflokkinn um að standa að baki henni og þá sér í lagi aðalritstjóra Morgun- blaðsins, Bjarna Benediktsson fyrrv. ráðherra. Er þessi kenn ing nánast sagt furðuleg, þar sem sömu blöðin hafa hingað til talið Bjarna og aðra for- ustumenn Sj álfstæðisflokksins fulltrúa atvinnurekenda og „braskara“. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn eigi meiri ítök í stéttarfélög- unum en Framsókn og Kratar til samans, er hann víða Íítils ráðandi í félögum þeim, er sagt hafa upp kjarasamning- um á þessu ári. Til sönnunar því, að Sjálf- stæðisflokkurinn fagni hinni löngu deilu farmanna, birti Tíminn nýlega mynd af frétt Morgunblaðsins um afdrif til- lögunnar um gerðardóm, þar sem sagt var, að farmenn hefðu hafnað henni einhuga. Tíminn skýrði sjálfur frá úr- slitum með þeim orðum, að tillögunni hefði verið hafnað einróma. Hver er munurinn? Þá er upplýst, að Framsókn- armenn hafa lætt þeirri slúður- fregn út um sveitir landsins, að Eimskipafélag íslands liafi greitt farmönnum alldrjúga peningaupphæð þann dag, er þeir greiddu atkvæði um til- löguna. En nú er mörgum spurn: Hvers vegna höfnuðu Skipa- deild SIS og Skipaútgerð rík- isins fyrstu sáttatillögunni?

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.