Íslendingur - 09.08.1957, Side 5
Föstudagur 9. ágúst 1957
ÍSLENDINGUR
DÖÐ L U R
ný uppskera.
R Ú S í N U R
með steinum, sérstaklega
góðar, — nýkomnar.
Vöruhúsið h.f.
HEILHVEITI
nýmalað.
RÚGMJÖL
nýmalað.
BANKABYGG
nýmalað.
SKORNIR HAFRAR
Vöruhúsið h.f.
Mi utðn Mfa
Þeir, sem eiga matvæli geymd utan hólfa á frystihúsi voru,
verða að liafa lekið þau fyrir 20. ágúst. Eftir þann tíma
verður frostlaust í þessum geymsluklefum.
Frystihús KEA.
Milljónir
Milljónir!
Enn er eftir að draga út vinninga á þessu ári
fyrir
7 milljónir 190 þúsund krónur
hjá
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Sá, sem gleymir endurnýjun glatar rétti til vinn-
ings í þeim flokki. Síðustu forvöð að endurnýja
fyrir 8. flokk í dag, föstudag. Opið til kl. 10 í
kvöld.
Umboðsmaður.
(M)
Við höfum jafnan miklar
birgðir varahluta í
F#ll»
frá Ameríku,
Englandi, Þýfckálandi.
Biðjið ja/nan um
„ORGINAL" Ford hluti,
en þeir fást aðeins hjá
FORD umboðunum.
Eftirlíkingar geta verið
mjög hættulegar.
Bílasalan h.f.
Geislagötu 5 Sími 1649
Carrs súkkulaðikex
Polo súkkulaðikex.
Qorgnrðalan
RÍDHÚiTfiKú r SMI })0C
APPELSÍNURNAR
eru búnar, en nýkominn
er ágætur
APPELSÍNU- OG
GRAPEALDINSAFI
frá Ameríku.
Vöruhúsið h.f.
TAFLMENN
35.50, 46.75, 69.75, 79.50,
109.85, 265.00.
TAFLBORÐ
16.50, 18.50, 20.50, 32.50,
39.50,
JBckcu>erj,ltui
fjuunlaugú Trgggva
nÁtnúsraRo / 'siMf uoo
Gammasíubuxur
margar gerðir.
-Ií
Kerrupokar
4 litir.
*
Treyjur og húfur
stakar og í settum, —
margar gerðir.
Verzl. Ásbyrgi hf.
Sími 1555
BANANAR
TÓMATAR
AGÚRKUR
HVÍTKÁL.
\gi SQuflfirwitnJf
\\ l ■■■„TKí.Tn f/ " :■ ■
og slöngur
fást nú í þessum
stærðum:
475x16
500x16
550x16
600x16
650x16
700x16
650x15
700x15
32x6
34x7
Sendum gegn póstkröju.
Belasalan h.f.
Geislagötu 5 Sími 1649
Dömu
ávalt til í fjölbreyttu
úrvali.
Náttkjólar
Náttföt
Undirkjólar
Skjört (stíf)
svört, hvít og rauð.
Sokkabandabelti,
margar gerðir.
Nylon og
perlon sokkar
í fjölbr. úrvali.
Ycrzt.
AkureyH
Síml: fSÍj
ÍSLENDINGUR
fæst í lausasölu:
í Blaííasölunni.
í Borgarsölunni.
í Blaða- og sælgætissölunni.
í Eddu.
í Verzluninni Hofi.
í Villabúð.
JÓN SVEINSSON (Nonni) :
Glæfrareið
(Úr sögusafninu Á Skipalóni)
Manni hreyfingarlaus. Vatnið náði honum nú upp á læri.
Ef hann heldur sér vel og fær ekki svima, þá er honum óhætt.
Annars er ekki að vita, hvernig fer, hugsaði ég með sjálfum mér.
Eg hugsaði ekkert um sjálfan mig, svo áhyggjufullur var ég yfir
afdrifum Manna hróður míns.
„„Lokaðu augunum!“ kallaði ég til hans aftur og aftur. Svo stóð
ég kyrr á bakkanum og horfði á eftir honum.
Straumurinn hrakti hestinn, og allt í einu beygði hann við upp í
strauminn, svo að hann klofnaði á brjósti lians. Hægt og hægt óð
hann og nálgaðist nú bakkann hinum megin.
Allt gekk vel góða slund, og ég var vongóður um, að Manni
kæmist yfir heilu og höldnu. En allt í einu brá mér í brún. Hest-
urinn hallaði sér skyndilega á hliðina upp í strauminn. Manni datt
af baki og hvarf á samri stund.
Ég skildi undir eins, hvernig á þessu stóð. Manni hafði eitthvað
tekið í tauminn og hesturinn þá bylt sér til, svo að hann missti jafn-
vægið. Ég vissi, að það var alltaf varasamt að láta hesta ekki ráða
sér sjálfa í svona straummiklu vatni.
Mér varð það íyrst fyrir, að ég féll á kné og fórnaði upp hönd-
unum.
„Almáttugi, góði guð! Hjálpaðu bróður mínum og láttu hann
ekki drukkna!" kallaði ég í örvæntingu minni.
Þá sá ég, að straumurinn hafði náð tökum á hestinum, svo að
hann stefndi beint niður eftir ánni. Þannig leið örstutt stund, svo
að ég vissi varla í þenna heim né annan.
Allt í einu stóð ég upp og kaliaði: „Guð minn góður! Hvað er
þetta þarna!"
Ég sá eitthvað hreyfast í vatninu við hliðina á hestinum. Ég stóð
sem steini lostinn og starði á þetta.
Hesturinn hafði nú snúið við aftur og óð beint til lands. En mikil
var gleði mín, þegar ég sá á höfuð Manna bróður míns við hliðina
á honum. Manni hafði ekki sleppt tökum á faxi hestsins, þó að hann
dytti af baki.
Nú sá ég greinilega höfuð hans og axlir upp úr vatninu.
„Guði sé Iof!“ kallaði ég himinglaður.
Því næst hrópaði ég eins hátt og ég gat: „Þetta var ágætt, Manni.
Ilaltu þér. Þetta fer allt vel. Þú varst duglegur.“
Ég vissi ekki, hvort hann heyrði til mín. Hesturinn var nú kom-
inn alveg að bakkanum, og Manni hélt sér dauðahaldi í faxið.
Loksins komust þeir upp úr. „Manni“, kallaði ég aftur, „slepptu
ekki snærinu. Haltu vel í hestinn.“
Eg var lnæddur um að hann mundi sleppa taumunum á hestin-
um. Þá mundi hann hlaupa frá honum undir eins.
En þegar Bleikur komst upp úr ánni og Manni hékk í faxinu á
honum sá ég, að liann fótaði sig á bakkanum og greip í snærið við
snoppuna á hestinum.
Þá sneri hann sér í'átlina til mín og veifaði til mín hendinni.
Ég sá, að hann hélt í hestinn, og virtist hann vera hress og ó-
meiddur.
„Þetta tókst vel, Manni,“ kallaði ég yfir ána. „Þetta fór prýði-
lega.“
Nú lyfti Manni höndunum, brá þeim fyrir munn sér og kallaði
hárri og skærri röddu:
„Nonni, heyrirðu til mín?“
„Já, Manni, ég heyri hvert orð.“
„Ég er rennvotur.“
„Já, ég Sé það. En það er ég líka.“
„Datztu líka í ána?“
„Já, alveg á kaf.“
„Þá erum við báðir votir. Hvað skyldi mamma segja, þegar við
komum heim?“
Ég var feginn, að ekkert amaði meira að honum en þetta. Ég var
hræddur um, að hann væri hálfdauður úr hræðslu. En nú t sá ég,
að hann var miklu hugrakkari en ég hafði búizt við.
„Manni“, kallaði ég aftur, „vertu alveg rólegur. Mainma þarf
ekkert að vita, að við höfum vöknað.“
„Heldurðu ekki?“
„Nei, áreiðanlega ekki. Þegar við komum heim, getum við haft
fataskipti svo lítið beri á, og þá þarf enginn að vita af iþessu.“
„Heldurðu, að við getum það?“
„Það vona ég, Manni. En nú þurfum við að reyna að ná saman
aftur.“
„Já, það verðum við að gera. Mér er farið að verða kalt.“
„Því trúi ég vel. Þú ert svo votur.“
„En hvernig eigum við að ná saman, Nonni?“
„Ég veit það ekki enn. Ég þarf að hugsa mig dálítið um. Gakktu
fram og aftur um bakkann og teymdu hestinn á eftir þér og reyndu
að halda á þér hita.“