Íslendingur


Íslendingur - 02.05.1958, Qupperneq 1

Íslendingur - 02.05.1958, Qupperneq 1
Tónlistsiviha hefst i sunnudag Tónlistaifélag Akureyrar 15 ára þann dag i Tónlistarfélag Akureyrar er 15 ára á sunnudaginn, stofnað 4. maí 1943. Hefir félagið gegnt þrí- þættu hlutverki: Að reka tónlist- arskóla, styðja starfsemi Lúðra- sveitar Akureyrar og fá tónlistar- menn og hljómsveitir til tónleika- halds hér í bænum. Venjulega hefir félagið gengizt fyrir 3 til 4 tónleikum á ári, ýmist með innlendum eða erlendum kröftum. Hafa þar skipzt á ein- söngvar, píanó-, fiðlu- og cello- tónleikar, og tvívegis hefir Sin- fóníuhlj ómsveit íslands leikið hér á vegum félagsins. Með þessu starfi og hinum öðrum, er nefnd eru hér að framan, hefir Tónlist- arfélagið unnið mikið menningar- hlutverk hér í bænum. f tilefni af afmæli félagsins efn- ir það til „tónlistarviku“, og hefir í því skyni fengið þrjá glæsilega einsöngvara frá Reykjavík: frú Þuríði Pálsdóttur, ungfrú Guð- rúnu Á. Símonar og Guðmund Jónsson. Undirleikari verður ung- frú Guðrún Kristinsdóttir. Tónlistarvikan hefst á sunnu- daginn, 4. maí með einsöng frú Þuríðar Pálsdóttur. Hefir hún ekki sungið áður á vegum félags- ins. Á miðvikudag 7. maí syngur ungfrú Guðrún Á. Símonar, en hún söng á vegum félagsins fyrir 4 árum. Með henni mun Guð- mundur Jónsson syngja nokkur tvísöngslög. Á fimmtudagskvöld- ið syngur svo Guðmundur Jóns- son, og hefir hann ekki sungið hér á vegum félagsins, en margir bæj- arbúar muna söng hans á Ung- mennafélagamóti hér á íþrótta- vanginum fyrir nokkrum árum. Styrktarfélagar Tónlistarfélags- ins eru nú orðnir það margir, að þeir fylla með gestum sínum flest sæti í Nýja Bíó, þar sem tónleikar félagsins eru lialdnir. Er því hætt við, að færri geti nolið þessarar ánægjulegu tónlistarviku en kjósa mundu. Aðalhvatamaður að stofnun Tónlistarfélags Akureyrar var Árni Kristjánsson píanóleikari, en stofnendur þess voru 12. Formað- ur félagsins frá upphafi hefir ver- ið Stefán Ág. Kristjánsson. Hefir hið margþætta starf félagsins að sjálfsögðu mætt mest á honum, þótt fleiri hafi unnið þar af á- huga. í stjórn með Stefáni eru nú Jóhann 0. Haraldsson og Harald- ur Sigurgeirsson. Á þessum tímamótum munu tónlistarvinir í bænum færa félag- Guðmundur Jónsson óperusöngvari. Frú Þuríður Pálsdóttir. Ungfrú Guðrún Á. Símonar. Ungfrú Guðrún Kristinsdóttir. »Afbrýðisöm eiginkona« Leikfélag Akureyrar hefir nú fullæft 4. verkefni sitt á leikárinu, en það er gamanleikurinn „Af- brýðisöm eiginkona“ í þýðingu Sverris Haraldssonar. — Verður leikurinn frumsýndur á þriðju- daginn kemur. Leikstjóri er Jóhann Ogmunds- son og leikendur 9, þar af nokkrir nýliðar. Leikur þessi hefir verið sýndur í Hafnarfirði og víðar við mikla aðsókn og ágætustu viðtökur. Skflrtoiipnerilnii opnuð Nú í vikunni var opnuð hér í bænum ný úra- og skartgripa- verzlun að Kaupvangsstræti 3, þar sem Litla bílastöðin var um eitt skeið. Eigandi verzlunarinnar er Frank Michelsen, og er þessi verzlun útibú frá aðalverzlun hans í Reykjavík, sem er löngu þekkt víða um land. Er verzlunin vel bú- in að úrum og skartgripum, en auk þess selur hún borðbúnað, postulíns- og kristalvörur o. fl. Innrétting öll og frágangur er eftir ströngustu kröfum tízkunnar, unnin af ýmsum fagmönnum hér í bænum og í Reykjavík. Verzlun- arstjóri er frú Katrín Lárusdóttir. TOGARARNIR Kaldbakur kom af veiðum 23. apríl sl. Landaði hér 253 tonnum af ísvörðum fiski í hraðfrystihús- ið og skreið. Fór til Reykjavíkur í slipp og viðgerð 27. f. m. og er þar enn. Svalbakur kom af veiðum að- faranótt 30. apríl. Afli áætlaður ca. 230 tonn. Fer í ketilhreinsun. Harðbakur kom af veiðum 25. apríl. Landaði liér ca. 188 tonn- um af ísvörðum fiski í hraðfrysti- húsið og skreið. Fór aftur á veið- ar 26. apríl s.l. Sléttbakur kom af veiðum til Sauðárkróks 25. apríl s.l. Land- aði þar í hraðfrystihúsin 230 tonnum af ísvörðum fiski. Fór aftur á veiðar s.l. mánudagsmorg- un frá Akureyri. Norðlendingur landaði á Sauð- árkróki 21. apríl s.l. 247 tonnum af ísvörðum fiski. Fór aftur á veiðar frá Akureyri 23. apríl. inu þökk fyrir það menningar- starf, er það vinnur, og árna því gengis um ókomin ár. Unnið ttrS ti uuhnum tcngslum vii Vcstur-blendinga Nefnd skipuð til að vinna að málinu. Nýlega skipaði ríkisstjórnin 5 manna nefnd, er vinna skal að aukn- um samskiptum Vestur-lslendinga og heimaþjóðarinnar á grundvelli tillagna, er Árni Bjarnarson bókaútgefandi á Akureyri hefir gert að beiðni Steingríms Steinþórssonar fyrrv. forsætisráðherra. Nefndina skipa: Árni Bjarnarson, formaður, sr. Benjamín Kristjánsson prest- ur að Laugalandi, Steindór Steindórsson menntaskólakennari, Hall- grímur F. Hallgrímsson aðalræðismaður Kanada og Egill Bjarna- son auglýsingastjóri Reykjavík. Formaður nefndarinnar, Árni Bjarnarson, átti tal við blaða- menn Akureyrarblaðanna s. I. sunnudag ásamt meðnefndar- manni Steindóri Steindórssyni, og gerði lauslega grein fyrir til- lögum þeim, sem áður getur og fyrstu verkefnum nefndarinnar. Kvaðst hann hafa ferðast um ís- lendingabyggðir vestra sumurin 1946 og 1947 og safnað ýmsum sögulegum fróðleik, er íslenzku landnemarnir höfðu haft með sér að heiman eða skráð vestra eftir minni og munnmælum. Hefði Norðri tekið að sér útgáfu á þess- um sagnaritum, og væru þegar nokkur bindi komin út. Árni kvaðst hafa orðið þess (Framhald á 2. síðu.) Fatahreinsun Vigfúsar og Árna, sem um nokkur ár hefir starfað í Strandgölu 13 B, flutti fyrir skömmu síðan í nýtt húsnœði við Hóla- braut (sunnan Gránufélagsgötu). Fatahreinsun er nú sjálfsögð iðn- grein í hverjum kaupstað, og eru tvœr slíkar starfandi hér í bœ og virðist ekki skorta verkefni. Hið nýja húsnœði Fatahreinsunarinnar er stórum betra og rýmra en það, er hún átti áður við að búa. — Ljósm,: Gísli Olafsson.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.