Íslendingur


Íslendingur - 02.05.1958, Side 2

Íslendingur - 02.05.1958, Side 2
2 ÍSLENDINGUR Föstudagur 2. maí 1958 Frd 11 þingi U. N. í E. íþróttamálin efst á blaði. — Frammistaða eyfirzkra íþróttamanna oft með ágætum. Þann 12. apríl s. 1. var 37. þing Ungmennasambands Eyjafjarðar sett að Freyvangi. Hóst það með ávarpi Jónasar Halldórssonar á Rifkelsstöðum, er bauð fulltrú- ana velkomna í hið nýja félags- heimili Ongulsstaðahrepps. Formaður sambandsins, Þór- oddur Jóhannsson setti þingið og gat þess, að vegna samgöngu- erfiðleika í héraðinu væri það nú háð með seinna móti. Þingið sóttu um 40 fulltrúar frá 13 sambandsfélögum auk stjórnar og gesta. Forseti þingsins var kjörinn Guðm. Benediktsson. Formaður flutti skýrslu um störf sambandsins á liðnu starfs- ári, og verður hér drepið á helztu atriði hennar: UMSE réð Einar Helgason íþróttakennara nokkurn tíma til leiðbeininga í frjálsíþróttum og fimleikum. Hafði yfirumsjón með Landsgöngu (á skíðum) á sam- bandssvæðinu og hlaut bikar að verðlaunum fyrir almennasta þátttöku á öllu landinu. Háð var skákmót innan sambandsins, og sigraði UMF Skriðuhrepps. Þrír keppendur sendir á Skíðamót ís- lands, og þrír í Víðavangshlaup I.R., vann sú sveit farandbikar. Sveit send í Maí-boðhlaupið á Akureyri, dg þáttur tekinn í vor- móti á Akureyri, þar sem UMSE hlaut sigurvegara í 5 keppnis- greinum af 7. Héraðsmót haldið á Akureyri 22.—23. júní. Efnt til hópferðar suður á Þingvelli með 55 þátttakendum. Þáttur tekinn í Meistaramóti Norðurlands í frjáls íþróttum og 4 bandalaga keppni. Keppt við ÍBA á 17. júní-móti og farið með sigur af hólmi. Knatt- spyrnumót haldið innan sam- bandsins. Þátttaka í Bændadegi. Tveir félagar UMSE náðu bezta árangri á árinu í íþróttum: Stefán Árnason í 3000 m. hindrunar- hlaupi og Matthildur Þórhallsdótt- ir í 80 m. hlaupi kvenna. Mikil þátttaka sambandsins í mótum utan héraðs reyndist kostnaðar- söm og olli halla á fjárhagsaf- komu sambandsins. í árslok 1957 voru 14 félög í sambandinu með 763 félagsmenn, þar af 569 skattskylda. Þá upplýsti formaður, að leitað hefði verið til Sambandsstjórnar um aðild að skógrækt á komandi sumri, að væntanlegum Bænda- degi og að minningahátíð um Jónas Hallgrímsson í Oxnadal í sumar. Á kvöldfundi hinn fyrri fundar- dag mætti Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi og ávarpaði þing- ið. Kvaðst hann fagna því að hafa loks átt kost á að mæta á þingi UMSE. Þakkaði hann samstarf við sambandið á liðnum árum cg þá sérstaklega á tveim landsmót- um UMFÍ, hinu fyrra á Akureyri en í síðara skiptið á 50 ára íf- mælismóti á Þingvöllum sl. sum- ar, en þar hefði UMSE borið af öðrum héraðssamböndum í um- gengni og framkomu og einnig í góðum íþróttaárangri. Þá ræddi hann um íþróttamálin og gildi íþróttanna. Taldi hann æskilegt, að íslenzka glíman, sem eitt sinn hefði verið höfuðíþrótt eyfirzkra ungmennafélaga, yrði að nýju hafin til vegs. Lauk hann ræðu sinni með því, að í íþróttunum væru það ekki „metin“, sem keppa bæri að, heldur það, að iðkendur þeirra gætu gengið heil- ir og hraustir til starfa fyrir þjóð- félagið. Auk íþróttafulltrúa heimsótti þingið Ármann Dalmannsson framkvstj. Skógræktarfél. Eyfirð- inga, Hermann Stefánsson form. Skíðasambands íslands og Stefán Runólfsson úr Reykjavík, stjórn- armeðlimur í UMFÍ og ÍSÍ. Ár- mann vann með þingfulltrúum að skógræktaráætlunum, en hinir á- vörpuðu þingið. Flutti Stefán kveðjur frá íþróttasambandi ís- lands og árnaði UMSE og félög- Vestur-lslendiflgor Framh. af 1. síðu. var, að Vestur-íslendingar ósk- uðu eftir því, að styrkja mætii samstarf og samskipti þjóðbrots- ins vestra við heimaþjóðina, og hefði hann rætt það mál síðar við þáverandi forsætisráðherra, Steingrím Steinþórsson og hann síðan falið sér að gera tiilögur um, hvernig þessum auknu sam- skiptum skyldi hagað. Tillögur þessar hafa nýlega verið prentað- ar sem handrit, og afhenti Árni blaðamönnum eintak af þeiin. Voru þær síðan ræddar og skýrð- ar. Tillögur þessar eru í 5 aðal- flokkum, alls 40, og fylgir þeim ýtarleg greinargerð. Fjalla þær um gagnkvæma landkynningu, heimboð og mannaskipti, marg- vísleg menningarmál, viðskipta- mál o. fl. Hér er ekki rúm til að rekja þær, en margt er þar at- hyglisvert, sem e. t. v. vérður drepið á síðar. Árni hefir nú í prentun all- mikið rit um samskipti íslendinga vestan hafs og austan. Nefnist það Edda og mun koma út í þessum mánuði í miklu upplagi, og verð- ur verulegur hluti af því sendur vestur um haf. í ritið skrifa um 30 kunnir Islendingar vestan haís og austan, þar á meðal forseti og biskup íslands. Árni Bjarnarson mun fara í júnímánuði vestur um haf, og verða í för með honum sr. Benja- mín Kristjánsson, Steindór Stein- dórsson og Gísli Olafsson varð- stjóri, sem fer til að kynna sér lögreglumál vestra. — Aðaler- indi þeirra verður ævi- skrárritun íslendinga í Vest- urheimi, en að því verki loknu um þess allra heilla. Hermann hvatti þingfulltrúa til. aukinnar iðkunar skíðaíþróttarinnar, þakk- aði sambandinu og einkum for- manni þess ágæta framkvæmd skíðalandsgöngunnar og afhenti fagran bikar sem viðurkenningu fyrir þátt UMSE í göngunni. Umræður á þinginu urðu mest- ar um íþróttamálin, enda er íþróttastarfsemi mjög vaxandi meðal samhandsfélaganna. Hefir sambandið hug á að ráða sér íþróttakennara, koma upp íþrótta- völlum og taka þátt í sem flestum íþróttamótum, sem háð verða norðanlands. Þingið samþykkti að vinna að fyrirhugaðri minningarhátíð um Jónas Hallgrímsson í samráði við aðra aðila og vinna með öðrum að því að koma á Bændadegi í ágústmánuði í sumar með líku sniði og í fyrra. Þá skoraði þing- ið á sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu að hlutast til um að snjóbíll yrði keyptur í héraðið fyrir næsta vet- ur, sem fyrst og fremst verði not- aður til sjúkraflutninga, ef þörf gerist. í stjórn UMSE hlutu kosningu: Þóroddur Jóhannsson formað- ur, Kristján Vigfússon ritari, Hörður Zophoniasson gjaldkeri, Sveinn Jóhannsson og Eggert Jónsson meðstjórnendur. verður æviskráin gefin út á svip- aðan hátt og „Hver er maðurinn“, lögfræðingatal, kennaratal og önnur slík mannfræði. Mun séra Benjamín Kristjánsson búa rit- verkið undir prentun. Nefndar- mennirnir þrír munu vinna að skráningunni en Gísli taka mynd- ir af Vestur-íslendingum o. fl. meðan hann dvelur vestan hafs. Gert er ráð fyrir, að Vestur-ís- lendingar kjósi aðra slíka nefnd úr þeirra hópi, og munu nefndiru- ar hafa samráð um þau mál, er hér um ræðir. Meðal þeirra er stofnun íslendingahúss í Winni- peg, þar sem gert er ráð fyrir miðstöð þessara samskipta, svo sem gagnkvæmri fréttaþj ónustu, ritstjórn vestur-íslenzku blaðanna, upplýsingaskrifstofu og félags- heimili fyrir íslendinga í borg- inni og ýmsu fleira. Sjómannaheimilið á Siglufirði hefir nú starfað í 19 ár. Sam- kvæmt skýrslu þess starfaði það s. I. ár frá 29. júní til ágústloka. Forstöðukona heimilisins var Lára Jóhannsdóttir. Gestafjöldi var 3825 í júlímán- uði og 1838 í ágúst. Baðgestir urðu alls 1772. Heimilið er rekið af stúkunni Framsókn nr. 187, en nýtur nokkurs styrks frá ríkis- sjóði (5000 kr.), stórstúkunni (3000), Siglufjarðarbæ (1000) og Síldarútvegsnefnd (2000). Þá áskotnast því nokkur fjárupphæð árlega í gjöfum og áheitum skips- hafna á síldveiðum. BLÖÐ OG TÍMARIT QorQGróálári Zr -• ’ HÁDtfÚS TORG /. SÍMtyitÖfj '.K . v Ahureyrorbær hefir greitt 1 lillj. til bygg- ingo »verkamanna- hústaða« Fyrir bæjarráðsfundi 17. apríl lá símskeyti frá Félagsmálaráðu- neytinu þar sem upplýst er, að samkvæmt hinum nýju lögum um húsnæðismálastofnun o. fl. er sveitarfélögum gert að greiða ár- lega 24 kr. minnst af hverjum í- búa sem framlag í Byggingasjóð verkamanna, en í áætlun fyrir þetta ár var reiknað með 18 kr. á íbúa, eða um 150 þús. kr. Þær ca. 50 þús. kr. er á vantar verða því að takast á næstu fjárhagsáætlun. í sambandi við þessar upplýs- ingar tók Jón G. Sólnes til máls á síðasta bæjarstjórnarfundi. Kvað hann Akureyrarbæ vera búinn að leggja í þenna byggingasjóð um 2 milljónir króna síðan lögin um verkamannabústaði tóku gildi, eða allt frá árinu 1931 og staðið flestum bæjarfélögum betur í skil- um. Hins vegar hefði bæjarstjórn engan ráðstöfunarrétt á þessu fé, en Byggingasjóður verkamanna veitti einhver hagstæðustu lán til húsabygginga, sem nú þekktust. Fátækustu barnafj ölskyldurnar, Rósin þío Eg er rósin, sem þögnina þrái, ég er þögul að skapa mín verk, ég er rós þín í einu og öllu, ég er auðmjúk og viðkvœm en sterk. Eg er rósin í háttsettum heimum, ég er hugsjón hvers dauðvona manns, ég er ástin, sem gaj honum gleði, ég er gœjan í tilveru hans. Eg cr rósin i dalbúans draumi, ég er dýrð hans og komandi líf, ég er kröjtug í stríðandi stormi, ég er stöðugt hans vörður og hlíf. Ég er rós þín, svo voldug á vorin, að ég vitna um kœrleika minn, ég er sál þinni bjartasta birta, ég er bliðasti líjgeislinn þinn. Eg er rós þín í brekkum og brúnum, ég hef baðað þinn hrjóstuga svörð, gegnum bros mitt er lán þitt og lukka, ég er líjið að skapa á jörð. Ég er rós þinna tignustu tinda, ég á töfra, sem huga þinn ber, ég á bœnir í Ijájasta Ijóði, ég á leikvöll, sem hentar bezt þér. Ég er rós þín á deyjandi dœgri, ég er dyggðin, — í hjartanu meyr, — ég á rósir í vetrarins veldi, ég á vini í frostköldum leir. Eg er rós þín, sem lífga og liji, ég á líjið, — en heimurinn deyr, — ég er rós þín og kœrleikans kveðja, ég er kœrleikans mildasti þeyr. Ég er rós þinna veikustu vona, ég er vorið og sólskríkjan þín, ég er sumarsins glitrandi gylling, ég er glóð, sem að eilífu skín. A. Guttormsson. sem helzt þyrftu á slíkum lánum að halda, mundu látnar sitja fyr- ir þeim, ef bæjarfélögin hefðu einhvern íhlutunarrétt um þetta mikla fé, er þau greiddu í sjóðinn, en víða byggju nú atvinnurekend- ur, útgerðarmenn, iðnaðarmenn og fastlaunamenn í þessum svo- nefndu „verkamannabústöðunT1. Kvað Jón fyllstu ástæðu til, að þessu máli yrði hreyft á næsla fulltrúaþingi bæja- og sveitafé- laga, því einlivern íhlutunarrétt ættu bæja- og sveitafélögin sið- ferðilega kröfu á að fá um ráð- stöfun þeirra milljóna, er þau eru skylduð til að greiða í þenna Byggingasjóð. SoUlijargaviDisfa í Brossanesi Stjórn Krossanesverksmiðjunn- ar hefir leitað eftir heimild bæj- arstjórnar til lántöku að upphæð 1J/2 millj. króna til endurbóta á verksmiðjunni og með það fyrir augum, að koma þar upp soð- kjarnavinnslu, en með henni nýt- ast mikil verðmæti, er nú renna beint í sjóinn. Erindi þessu fylgir greinargerð frá forstjóra Vélsm. Héðins í Reykjavík, sem gert hefir athugun á nauðsynlegum breytingum mið- að við fulla nýtingu hráefnisins, með svokallaðri heilmjölsfram- leiðslu. Telur forstjórinn það staðreynd, að 20% mjölefnisins renni í sjóinn með skilvindu- vatninu, er samsvari 7 kg. af mjöli úr hverju síldarmáli, sem verksmiðjan vinnur. Framkvæmdir þær, breytingar og viðbætur, sem gera þarf í verk- smiðjunni í þessu skyni áætlar forstjóri Iléðins að kosti um 1.5 millj. krónur. Hagnaður af þeim fari svo að sjálfsögðu eftir hrá- efnismöguleikum verksmiðj unnar. Gerir hann ráð fyrir, að með 50 þús. mála vinnslu á ári og 5 þús. tonna vinnslu karfa og fiskúr- gangs, yrði hreinn hagnaður á ári 614.500 krónur. Áður munu hafa komið fram tillögur um soðkjarnavinnslu í verksmiðjunni, þótt ekki hafi orð- ið af framkvæmdum. Andrés hafði misst konuna sína og sóknarpresturinn var kominn í heimsókn til þess að hughreysta hann. — íhugaðu það, Andrés minn, að nú er hún hamingjusöm og slær hörpuna með englunum. — Ég er anzi hræddur um, svaraði Andrés, að hún slái held- ur englana með hörpunni. Bekkurinn átti að skrifa stíl um Múhameð, og Ester, sem var 12 ára skrifaði m. a. á þessa leið: — Þegar Múhameð lagði af stað frá Medina til Mekka, tók hann aðeins það allra nauðsyn- legasta með sér: Ulfalda og 5 eig- inkonur.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.