Íslendingur - 27.06.1958, Side 2
2
ÍSLENDINGUR
Föstudagur 27. júní 1958
Fjöger ný diuoro hommúiitsta
Imre Nagy og 3 aðrir Ungverjar teknir af lífi
í Ungverjalandi.
í vikunni sem leið var tilkynnt,
að nýlega heíðu 4 Ungverjar ver-
ið teknir af lífi eftir að leynilegur
alþýðudómstóll hefði dæmt þá til
dauða að afstöðnum 12 daga lok-
uðum réttarhöldum. Þessir menn
voru:
Imre Nagy, fyrrv. forsætisráð-
herra,
Pal Maleter, fyrrv. landvarnar-
ráðherra,
og tveir ungverskir blaðamenn.
Sagnir herma, að þrír þessara
manna hafi verið hengdir, en einn
(Maleter) skotinn.
Fregnir þessar hafa vakið megn
an óhug og réttláta reiði um allan
hinn lýðfrjálsa heim, og hafa mót-
mæli út af þessum endurteknu
dómsmorðum kommúnista borizt
hvaðanæva. Þá hafa Júgóslavar
að frumkvæði Títós sent ung-
versku stjórninni harðorða mót-
mælaorðsendingu, þar sem m. a.
er bent á, að grið hafi verið rofin
á Nagy, sem heitið hafi verið fullu
frelsi, er hann yfirgaf júgóslav-
neska sendiráðið í Búdapest. Þá
er einnig minnt á það í orðsend-
ingunni, að á sínum tíma hefði
Rajk fyrrum utanríkisráðherra
Ungverja verið tekinn af lífi fyrir
„landráð“, en síðar veitt uppreist
æru, verið grafinn upp og jarð-
aður með viðhöfn, eftir að hafa
legið langtímum í mold.
Enn hefir miðstjórn kommún-
istaflokksins í Póllandi gefið út
dreifibréf til flokksdeilda pólska
kommúnistaflokksins, þar sem
hún kveðst ekki viðurkenna af-
tökurnar eða réttmæti þeirra og
vísi á bug þeim áburði, að Nagy
hafi verið gagnbyltingarmaður.
Lögfræðingar, rithöfundar og
blaðamenn víða um heim hafa
farið hörðum orðum um réttar-
morðin í mótmælasamþykktum.
Hér á landi hefir atburður
þessi vakið mikla mótmælaöldu.
Sl. föstudag efndu Stúdentaráð
Háskólans, Stúdentafélag Reykja-
víkur, Frjáls menning og fulltrúa-
ráð lýðræðisflokkanna til útifund-
ar á Lækjartorgi í Reykjavík, sem
var afar fjölmennur, en fánar
blöktu í hálfa stöng víðsvegar um
bæinn, meðan á fundi stóð. Ræðu
menn voru: Birgir Gunnarsson
fyrir Stúdentaráð, Bjarni Bene-
diktsson ritstj. fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, Guðm. G. Hagalín fyrir
Frjálsa menningu, Helgi Sæ-
mundsson ritstj. fyrir Alþýðu-
flokkinn, Jón Skaftason fyrir
Framsóknarflokkinn og Sigur-
björn Einarsson prófessor fyrir
Stúdentaráð Reykjavíkur. Einnig
talaði ungverskur stúdent, sem
hér var þá staddur. Fundinum
stjórnaði Tómas Guðmundsson
rithöfundur. Allir fordæmdu
ræðumenn hina nýju morðöldu í
Ungverjalandi, og var máli þeirra
allra mjög vel tekið.
Ályktun fundarins.
í lok útifundarins var svohljóð-
andi ályktun borin upp og sam-
þykkt með samhljóða atkvæðum:
„Fjölmennur fundur, haldinn í
Reykjavík hinn 20. júní 1958 að
frumkvæði stúdenta, mennta-
mcnna og hinno þriggja lýðræðis-
legu þingflokka, lýsir súrum harmi
yfir þeim hryðjuverkum, sem enn
á ný hafa útt sér stað i Ungverja-
landi, þar sem leynilegur dómstóll
hefir verið lótinn standa að morð-
um fjögurra föðurlandsvina.
Verður ekki hjó því komizt, að
lýsa meginóbyrgð ó þessum
hörmulegu atburðum ó hendur
Sovétstjórninni, sem með hervaldi
braut niður frelsisbaróttu ung-
versku þjóðarinnar og heldur
hcnni í heljargreipum.
Ennfremur skorar fundurinn ó
olla íslendinga að lóta jafn vof-
eiflegt dæmi um pólitiskt siðleysi
og mannkynsfjandskap verða sér
ævarandi varnað gegn hvcrskonar
tillótssemi við riki og stjórnar-
stefnur, sem sitja ó svikróðum við
frið og frelsi og eiga ollt vald und-
ir samvizkulausum ofbeldisaðgerð
um."
Auk útifundarins hafa fjölmörg
félög og þing samþykkt harðorð
mótmæli gegn atburðunum í Ung-
verjalandi, svo sem þing norrænna
blaðamanna í Reykjavík, Presta-
stefna íslands, Rithöfundafélag
íslands, Lögfræðingafélag ís-
lands, fundir Sjálfstæðisflokksins,
sem að undanförnu bafa verið
haldnir á nokkrum stöðum á land-
inu o. m. fl.
Árásir á sendiráð.
Þá hefir í mörgum Evrópulönd-
um verið ráðizt að sendiráðs-
byggingum Sovétríkjanna, m. a.
í Kaupmannahöfn og Bonn. Hafa
í þessum árásum verið borin á-
letruð spjöld, kölluð skammaryrði
og slagorð, rúður brotnar í stór-
um stíl o. s. frv. Hefir lögregla
jafnan orðið að skerast í leikinn.
Að því er virðist til svars við
þessu hafa bæði danska og vestur-
þýzka sendiráðið í Moskvu fengið
slíkar heimsóknir, þar sem hundr-
uð rússneskra „æskulýðsfylkingar
unglinga“ hafa kastað grjóti og
flöskum inn um glugga og haft
mikil skrílslæti í frammi, án þess
lögregla væri látin skakka leikinn
fyrr en seint og síðarmeir.
<—xzzzrz—»
é -f. ii' “tJ ~ £•• þ
Gerir »víöreíst«
Einn af Moskvuförunum, sem í
vikunni fór á fund æðsta ráðs
Sovétríkjanna, er Karl Kristjáns-
son, þingmaður Suður-Þingey-
inga. Hann var og einn þeirra
þingmanna úr fjárveitinganefnd
Alþingis, er fór í boði Flugráðs
suður til Capri í páskaleyfinu. —
Einn af sýslungum hans kvað hafa
gert þessa vísu, er hann frétti um
austurför Karls:
Krúsi bauS honum Karli
í kitlandi ferðalag.
Or páskum kom hann frá Kaprí,
Kreml hann skoðar í dag.
Hölðingleg gjöf
Jón bóndi Thorarensen, Löngu-
hlíð, Hörgárdal, hefir afhent fé-
laginu „Krabbavörn“, Akureyri,
kr. 15000.00 sem minningargjöf
um son sinn Stefán Thorarensen,
er lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri 24. janúar sl. ■— Beztu
þökk fyrir gjöfina. — Jóhann
Þorkelsson.
Fyrsti millilanddflugið
til (0 fr« lureyri
Svo sem kunnugt er hefir Ak-
ureyrarflugvöllur oft verið notað-
ur af íslenzkum og erlendum flug-
vélum þegar veðurskilyrði hafa!
verið óhagstæð á Suðurlandi, en
flugbrautir vallarins eru nægileg-
ar algengustu gerðum millilanda-
flugvéla. Um s.l. helgi gerðist það
í fyrsta sinn í sögu flugmálanna
að ferðaáætlun íslenzkrar flugvél-
ar var gerð beint frá útlöndum til
Akureyrar og þaðan aftur við-
komulaust til útlanda. Þetta var
Hekla, flugvél Loftleiða, sem kom
frá Stafangri til Akureyrar s. 1.
sunnudagskvöld til þess að sækja
norska karlakórinn Aalesunds
Mandssangforening, sem gist hef-
ir ísland að undanförnu. Flugvél-
in fór frá Akureyri kl. 2 aðfara-
nótt s. 1. mánudags með 60 far-
þega innanborðs og lenti í Ála-
sundi eftir rúmlega fjögurra
klukkustunda flug.
(Fréttatilkynning frá Loftleið-
um, 24. júní.)
___
Síldarsöltun mikil á Siglufirði
og Eyj afj arðarverstöðvum
Síldveiðarnar hafa undanfarið
gengið framar öllum vonum, en
þær hófust 17. júní. Síldin er stór
og feit, svo að mest af því, sem
veiðst hefir til þessa, hefir farið
í söltun. Aðalveiðin er á vestur-
svæðinu, og fara því flest skipin
til Siglufjarðar eða inn á Eyja-
fjörð. Mikil vönlun er á síldar-
stúlkum á söltunarstöðvunum.
I fyrradag var búið að salta
yfir 40 þús. tunnur alls, mest á
Siglufirði, og þá var meiri sölt-
unarsíld komin til Dalvíkur en á
allri vertíðinni í fyrra.
Lítið af síld hefir farið í
bræðslu enn sem komið er. í
Krossanes hafa 3 skip komið með
síld. Togarinn Þorsteinn þorska-
bítur lagði þar upp 744 mál,
Guðm. Þórðarson 260 og Súlan
40—50 mál. Alls hafa 7 skip sam-
ið við verksmiðjuna um móttöku
bræðslusíldar í sumar.
Nokkur skip hafa orðið fyrir
því að missa nætur eða báta, og
1 nemur það tjón þegar ca. 700—
800 þús. krónum.
*
Verkföll á kaupskipaflofanum
og í 4 iðngreinum
Samið við prentara
Aðfaranótt síðastliðins þriðju-
dags hófst verkfall háseta og
smyrjara á kaupskipaflotanum,
eftir að sáttafundur kvöldið áður
hafði reynzt árangurslaus. Af
skipum Eimskipafélagsins og
Skipaútgerðar ríkisins voru þá
engin í höfn í Reykjavík, en síðan
hafa Esja og Gullfoss komið þar
til hafnar og stöðvast. Auk þess
eru nokkur skip SIS þegar stöðv-
uð og tvö flutningaskip annarra
félaga.
Prentarar og bókbindarar náðu
samningum við atvinnurekendur
án þess að til verkfalls kæmi. Fá
þeir 2% kauphækkun auk þeirra
5%, sem öll stéttarfélög fá sam-
kvæmt lögunum um Utflutnings-
sjóð. Samið var til eins árs með
tilteknum varnagla varðandi al-
mennar kauphækkanir á því tíma-
bili.
Járniðnaðarmenn, bifvélavirkj-
ar, blikksmiðir og skipasmiðir í
Reykjavík hófu verkfall í fyrri-
nótt.
Þrír dómar
í »okurmálinu«
JOHANNESJÖRGENSEN:
»Fjarstýrt« félag
Dagur segir frá aðalfundi Fram-
sóknarfélags Eyjafjarðarsýslu í
fyrradag, og þar með, að Bern-
harð Stefánsson á Akureyri hafi
verið endurkjörinn formaður
þess, varaformaður Hólmgeir
Þorsteinsson á Akureyri, en af 3
meðstjórnendum er einn búsettur
á Akureyri. Hefir Akureyri þar
með meirihluta í stjórn Fram-
sóknarfélags Eyjafjarðarsýslu og
bæði formann og varaformann.
Sennilega eru formennirnir báðir
í Framsóknarfélagi Akureyrar, og
er furðulegt, að Eyfirðingar skuli
ekki finna menn úr hópi flokks-
ins í sýslunni, sem treysta mætti
lil slíkra trúnaðarstarfa sem for-
mennsku í félagi þeirra.
Þá segir Dagur, að komið hafi
fram mikill áhugi fyrir „áfram-
haldandi sókn Framsóknarmanna
í sýslunni“.
Hvenær hófst þessi sókn? Mið-
að við kosningarnar 1949 og aft-
ur 1956 tapaði Framsóknarflokk-
urinn 34 atkvæðum á því tíma-
bili. Hins vegar jók Sjálfstæðis-
flokkurinn fylgi sitt á sama tíma
um 125 atkvæði.
Einn hlauf 570 þús. kr.
sekt.
I sambandi við gjaldþrot Ragn-
ars H. Blöndal h.f. vorið 1955,
kom í ljós, að verzlunin hafði
fengið að láni fé hjá lögfræðing-
um og fésýslumönnum, og greitt
af því hærri vexti en þekktust hjá
lánastofnunum. Var þá sérstök
rannsóknarnefnd skipuð ó Al-
þingi, er hafa skyldi með höndum
rannsókn á því, hvort stunduð
væri í Reykjavík lánastarfsemi
með okurvöxtum, og hverjir
stunduðu þá atvinnugrein. í fram-
haldi af starfi nefndarinnar var
mál höfðað gegn 4 slíkum mönn-
um, er komið höíðu við sögu
„Blöndalsmálsins“, og var dómur
kveðinn upp af sakadómara fyrir
fám dögum í máli 3 þeirra.
Hlaut Brandur Brynjólfsson
lögfræðingur 570.000 kr. sekt,
Hörður Ólafsson hdl. 188.100 kr.
sekt og Eiríkur Kristjánsson
kaupmaður 66.300 kr. sekt. Máli
eins hinna ákærðu, Sigurðar
Berndsen kaupsýslumanns, var
ekki lokið. Allir fengu þessir
menn frest til að ókvarða, hvort
jieir kysu að áfrýja dómnum.
___
Nonnahúsið er opið á sunnudögum
kl. 2.30—4 e. h.
Auglýsið í íslendingi —
ShASverus
Streyma himins sljörnusandar
úr stundaglasi eilífðar,
er dagur jaðra trauður treður
á töjraklœði vornóttar.
Ajtanroðans döpru draumar
úr djúpum nœtur senda glit,
líkt og dreggjar vœmra vína
varpi um kristal glóðalit.
Angurmóður einn ég reika
auðnarlandsins þyrnibraut; -
til dvalar meðal dagsins barna
djúpri J)rá, eg bœgja lilaut.
Vinasnauður vel mér leiðir
í vergangsklœðum heims um
torg;
reynast vera rammlœst hofin
rökkursyni í dagsins borg.
Aliasverus aldinn grípur
enn á ný sinn göngustaf,
hverfur inn í liúmsins ríki,
hrakinn J)röngsýn dagsins af.
Meðan sólar eldur eyðist
undir dökkri nœturskör,
líkt og fljóti fölar veigar
um feigðarbleika gleðivör.
Sig. Ðraumland
íslenzkaði.