Íslendingur


Íslendingur - 27.06.1958, Blaðsíða 8

Íslendingur - 27.06.1958, Blaðsíða 8
ÍSLENDINGUR íæst í Söluturninum Hverf- isgötu 1, Reykjavík. 5. síðcm í dag: Hans Speidel hershöjSingi Atlantshajsbandalagsins Úr heimahögum Kirkjan. Messað í Akureyrarkirkju á sunnudaginn kemur kl. 10.30 f. h. •— P. S. Fimmlugur varð 20. þ. m. Skafti Ás- kelsson framkvæmdastjóri dráttarbraut- arinnar. 50 ára hjúskaparajmœli áttu hjónin Þóra Hallgrímsdóttir og Páll Skúlason kaupmaður 20. þ. m. Hjónaejni. Ungfrú Ilrafnborg Guð- mundsdóttir (Tómassonar framkv.stj.) og.Pétur Ilólm stúdent frá Hrísey. Málverkasýningu opnar Guðmundur Halldórsson málari að Sólgarði í Saur- bæjarhreppi á morgun. A sýningunni verða 54 olíumálverk. Sýningin verður opin aðeins á morgun og sunnudag frá 9 árdegis til 9 að kveldi. Nœ'turlœknar. Föstud. 27. júní Erl. Konráðsson. -— Laugard. 28. júní Einar Pálsson. — Sunnud. 29. júní Einar Pálsson. — Mánud. 30. júní Pétur Jóns- son. — Þriðjud. 1. júlí Erl. Konráðs- son. Gunnar Huseby keppir sem gestur á Islandsmótinu hér á Akureyri um helg- ina í kúluvarpi og kringlukasti. Kosningar til Bunaðarþings fara fram á sunnudaginn. Hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar hafa komið fram tveir listar, sem merktir eru B. og D. Efstu menn á B-lista eru Ketill Guðjónsson og Garðar Halldórsson, en á D-lista Árni Jónsson og Árni Ásbjarnar- son. Þann sama dag fara fram sveitastjórnarkosningar og kosn- ingar sýslunefndarmanna, og eru það víða listakosningar. Að standa við orð sín Dagur birtir í fyrradag ræðu forsætisráðherra, Hermanns Jónassonar, er hann flutti þjóð- inni 17. júní s.L, en þar segir Hermann m. a.: ,,Hér ó landi hefir það alltaf verið talið skylt hverjum góð- um dreng að standa við orð sín." Líklega hefir hugur forsæt- isráðherrans hvarflað að lof- orðum Hræðslubandalagsins um brottför varnarliðsins, nýju leiðirnar í efnahagsmálunum og öll hin loforðin, er hann stílaði ræðuna! Moskvaíör ísl. þingmanna Annáll Íslendings Borgjirzkir gœðingar og vinur þeirra. — Ljósm. vig. Hópferð á hestnm til Þingfvalla Eins og skýrt hefir verið frá í fréttum verður landsmót hesta- mannafélaga háð í Skógarhólum við Þingvelli nú í sumar, dagana 17. til 20. júlí. Þar verður sýning á kynbótahrossum og góðhestum, ennfremur kappreiðar og boð- reiðar. Hestamannafélagið Léttir hér á Akureyri hyggst efna til hóp- ferðar á hestum til Þingvalla að þessu tilefni og væntir sem allrar mestrar þátttöku Akureyringa og Eyfirðinga í slíkri för. Einnig er gert ráð fyrir hópferð í bíl, ef næg þátttaka fæst. Þeir, sem hyggjast fara á hest- um suður þurfa að vera búnir að tilkynna þátttöku eigi síðar en sunnudaginn 6. júlí. Æskilegt er að þeir, sem hyggjast fara þessa för tilkynni það til stjórnar fé- lagsins sem allra fyrst, til þess að hægt sé að taka ákvörðun um það hvort félagið tekur þátt í hópreið inn á sýningarsvæðið og hvort það getur sent sveit eða sveitir í boðreiðarnar. Um nánari tilhögun þessarar ferðar verður fundur meðal þátt- takenda eftir að þeir hafa tilkynnt þátttöku sína. Líklegt er talið að fara verði í byggð vestur fyrir Blöndu en þaðan um Hveravelli, Kjöl og Biskupstungnaafrétt suð- ur. Til Þingvalla verður hópurinn að vera kominn eigi síðar en um miðjan dag fimmtudag 17. júlí. Vonast er til að hægt verði að hafa samflot með Skagfirðingum eftir að vestur er komið. Á Þingvöllum er gert ráð fyrir að tilhögun verði sem hér segir: Kynbótahross verði sýnd í fimm flokkum. Stóðhestar, tamdir með afkvæmum, tamdir, sýndir sem einstaklingar og bandvanir. — Hryssur sýndar með afkvæmum og sem einstaklingar. — Góð- hestasýning, þrír frá hverju fé- lagi, nema 7 frá Fák. Hafa hestar Léttis þegar verið valdir sem kunn ugt er. — Forsýningar í hverju héraði, sem fara fram um þessar mundir eru vegna kynbótahrossa. — Boðreiðinni verður hagað á svipaðan hátt og boðhlaupi. Er reiðin 800 m. og fjórir hestar í sveit með 200 m. sprett hver, en riðið er með boðhlaupskefli, sem knapar láta ganga á milli sín að enduðum hverjum spretti. Tvær sveitir keppa í senn og ræður tími úrslitum. Þá verður keppt í 400 m. stökki, 300 m. stökki og 250 m. skeiði. Þess er að vænta að Akureyr- ingar og Eyfirðingar sjái sér fært að fara sem allra flestir á hestum suður yfir fjöll og sýni þar með blómgandi félagslíf í Létti og vax- andi mátt hestamennskunnar sem íþróttar hér norðan lands. Vitað er að sjaldan hefir á síðari árum verið til jafn mikið úrval fagurra gæðinga hér um slóðir og einmitt Sjálfstæðisflokkurinn tilnefndi enga fulltrúa Utvarpið skýrði frá því í fyrra- dag, að hópur íslenzkra þing- ] manna legði af stað til Moskvu' morguninn eftir (í gær) í boði æðsta ráðs Sovétríkjanna, en ] þessi boðsferð hefir staðið fyrir! dyrum um all-langt skeið. í för- ina fóru: Emil Jónsson, Pétur Pét- ursson, Karl Kristjánsson, Sigur-^ vin Einarsson, Alfreð Gíslason og • Karl Guðjónsson. Sjálfstæðis-’ flokkurinn tilnefndi hins vegar engan til fararinnar. | A útifundinum í Reykjavík, sem haldinn var til að mótmæla dómsmorðunum í Ungverjalandi, sagði ritstjóri Alþýðublaðsins í1 ræðu sinni: „Nú stendur fyrir dyrum ferð íslenzkra alþingismanna til Rússlands. Ég legg til, að þeir forfallist frá að sækja Rússa heim. Ég gæti hvorki vakað þar né sofið, meðan blóðið er að storkna í Ung- verjalandi.“ Mælt er, að þessari tillögu H. Sæm. hafi verið tekið af fundar- mönnum með dynjandi lófataki. Hins vegar hafa flokksbræður hans á Alþingi ekki virt hana mikils, fyrst þeir eru Jjegar flogn- ir til Moskvu. Sú afstaða Sjálfstæðisflokksins að „forfallast“ frá Jsessari ferð, mælist hvarvetna vel fyrir. HnMóldiium ol Lougdldodi var slitið 15. júní, og luku 36 námsmeyjar prófi. Hæstu einkunn hlaut Inga Þorhjörg Svavarsdóttir Akureyri, 9,34. Kennarar við ! skólann á liðnum vetri auk for- | stöðukonunnar, ungfrú Lenu Hall grímsdóttur: Ungfrú Sigrún Gunnlaugsdóttir (vefnaður), ung- frú Ingibjörg Þórarinsdóttir (þvottur og ræsting) og ungfrú Hrafnhildur Hallgrímsdóttir (hús- stj órn). Námsmeyjar gróðursettu í vor 2 þús. birkiplöntur í nágrenni skólans og aðrar 2 þús. á vegum skógræktarfélags hreppsins. nú. Það er því von og ósk stjórn- ar Léttis að hlutur félagsins og þar með Eyfirðinga og Akureyr- inga megi vera sem glæsilegastur á landsmóti hestamannafélaga í sumar. Það skal enn vinsamlega ítrekað, að menn tilkynni þátttöku sína til stjórnar félagsins sem allra fyrst. (Fréttatilkynning frá Hesta- mannafélaginu Létti.) Ibúðarhúsið Brekkuholt á Stokkseyri brennur að öllum innviðum og megin- hluti innanstokksmuna. Vísitala framfærslukostnaðar fyrir júnímánuð reiknast 193 stig. Farþegagjöld til útlanda hækka um 55% og farmgjöld með íslenzkum kaup- skipum um 18—55%. Kristján Búason, prestur í Olafsfjarð- arþingum, vígður í dómkirkjunni í Reykjavík. Hinn nývígði prestur pré- dikaði. Sr. Jóhann Hannesson þjóð- garðsvörðui' kjörinn löglegri kosningu sem prestur í Þingvallaprestakalli. Sótti einn um brauðið. Joseph T. Thorson, hæstaréttardóm- ari í Kanada, af íslenzkum ættum, heimsækir Island ásamt frú sinni. Frá Ferðafél. Akureyrar Farið verður í Herðubreiðarlindir um næstu helgi, og ráðgert að ferðin hefjist í kvöld (föstud. 27. júní) kl. 20.30 frá Ferðaskrifstofunni og komið heim á sunnudagskvöld. Þátttaka til- kynnist Jóni D. Ármannssyni, sími JO árd starfsafmœli Síðastliðinn mánudag voru 50 ár liðin, síðan Olafur Thoraren- sen bankastjóri gekk í þjónustu Landsbankans. Var hann fyrstu 10 árin bankagjaldkeri við útibú- ið hér, en síðan bankafulltrúi við aðalbankann í Reykjavík, unz hann tók við stjórn útibúsins á Akureyri árið 1931. Ólafur hefir frá fyrstu starfsár- um sínum notið virðingar og vin- sælda yfir- og undirmanna við stofnunina, og eigi síður við- skiptamanna bankans. Mörg tímabundin vandræði félítilla manna hefir hann leyst og reynzt Jteim jafnan ráðhollur og velvili- aður. Öll stjórn hans á útibúinu hér hefir verið traust og mjög til fyr- irmyndar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.