Íslendingur


Íslendingur - 27.06.1958, Blaðsíða 4

Íslendingur - 27.06.1958, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Föstudagur 27. júní 1958 Kcmnr út hvem föstudas- Útgeíandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólug. 1. Sími 1375. Skrifatofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4. Sími 1354. Opin kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum 10—12. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Dómsmorðin í llngverjalandi Sá atburður, sem mest umtal hefir vakið um allan heim s. 1. viku er aftaka 4 þekktra Ung- verja, Imre Nagy, fyrrv. forsætis- ráðherra, Pal Maleter hershöfð- ingja og fyrrv. innanríkisráð- herra og tveggja þekktra blaða- manna. Sagðir eru þeir hafa verið dæmdir af „alþýðudómstóli“, en sem kunnugt er frá Stalins-tíma- bilinu, kemst slíkur dómstóll ætíð að einni og sömu niðurstöðu: „Að öxin og jörðin geymi þá bezt“, er fyrir slíka dómstóla eru leiddir. í hugum íslendinga hafa réttar- morð verið álitin hinn stærsti glæpur, allt síðan Jón Arason biskup og synir hans voru teknir af lífi í Skálholti fyrir 4 öldum eftir ákvörðun þjónustumanna danska valdsins á Islandi, og hvarvetna um heim, a. m. k. með- al lýðræðisþjóða, er litið alvar- legri augum á þau en flest önnur pólitísk hryðjuverk. Jafnvel stjórnir sósialskra ríkja hafa far- ið þungum orðum um þetta böð- ulsverk. Engum mun dyljast undan hverra rótum þessi réttarmorð eru runnin, sem vita, hverjir eru hinir raunverulegu valdhafar i Ungverjalandi, enda bregður þeim svo í ætt til líkra atburða í Sovétríkjunum, meðan Jósef Stalin var upp á sitt bezta, og „Alþýðudómstólar“ þar kváðu upp flesta dauðadómana yfir fyrr- verandi forvígismönnum sósial- ismans þar. Engar tölur munu vera til yfir fjölda þeirra, sem þannig voru „hreinsaðir" af yfir- borði jarðar, — jafnvel ekki þá, sem árum síðar fengu „uppreist æru“ rotnaðir í gröfum sínum. Margir voru farnir að ætla, að með fráfalli Stalins mundi verða brotið blað í réttarfarssögu kommúnismans, — ógnaröldin með dómsmorðunum væri liðin og valdhafar Sovétlýðveldanna mundu að meira eða minna leyti sveigja réttarfarið í átt til þess, sem gerist með siðmenntuðum þjóðum. Síðustu atburðirnir í Ungverjalandi hafa vafalaust slökkt þann vonarneista í brjóst- um þeirra, er hugðu hugarfars- breytingu væntanlega austur þar. Enda hafa vel þekktir kommúnist- ar á Vesturlöndum talað um heimskulegar og vanhugsaðar ráð stafanir í sambandi við morðin á Ungverjunum fjórum, þótt þeir eigi hafi mótmælt þeim beinlínis. Miðstjórn pólska kommúnista- flokksins hefir tekið fram, að hún „viðurkenni11 ekki þessar aftökur, og Júgóslavar hafa mótmælt þeim harðlega, jafnframt sem þeir vísa á bug öllum ásökunum ungversku leppstj órnarinnar um „íhlutun um innanríkismál“ þeirra. Og hvort sem þessi nýju hryðju verk í Ungverjalandi eru rædd lengur eða skemur, sýna þau þeg- ar og sanna, að ógnaröld Stalin- tímabilsins austan jórntjolds er enn ekki liðin, og því ber hverjum þeim, sem kann að hafa lótið und- an siga fyrir óróðri kommúnism- ans hin síðari ór, að endurskoða afstöðu sina. Plönturnar „litlir Norðmenn“. — Flestir frá Mœri og Raumsdal. — Spáð fram í tímann. HEIMSÓKN ÁLASUNDSKÓRSINS til Akureyrar var ánægjulegur viðburð'- ur, þótt viðstaðan væri stutt og kynn- ing hafi því ekki getað orðið mikil. En samskipti Álasunds og Akureyrar voru löngu hafin, áður en „vinabæjamálið“ var tekið upp á Norðurlöndum. Eg tel, að upptök þeirra samskipta hafi verið í byrjun aldarinnar, eftir stórbrunann á Akureyri, er Álasundsbær gaf Akur- eyri tvö tilsmíðuð hús, er enn standa hér í bænum. Ekki veit ég, hvort mót- tökunefndin hér liefir boðið kórnum að skoða liúsin, en tilhlýðilegt hefði það a. m. k. verið. í SÖNGSKRÁ kórsins rita nokkrir þekktir menn ávörp og kveðjur í tilefni af för kórsins til íslands og þá sér í lagi til vinabæjarins við Eyjafjörð. Meðal þeirra eru ambassador Norð- manna á Islandi, Torgeir Anderssen- Rysst, Haraldur Guðmundsson, am- bassador, Olav Oksvik þingmaður, ís- lenzki ræðismaðurinn í Álasundi o. fl. NORSKI AMBASSADORINN minn- ist á sókn Norðmanna á síldarmiðin við Island frá síðustu aldamótum og hval- veiðar þeirra og hvalvinnslu hér fram- an af öldinni. Þá hafi hópur Norð- manna komið liingað fyrir hálfri öld til að leggja síma um landið, og margir þeirra hafi ílenzt hér. Loks á stríðsár- unum hafi margt norskra fiskimanna flúið til Islands undan liernámi lands- ins og hlotið þar sömu skilyrði og landsmenn sjálfir til lífsbjargar. Þá minnist hann á skiptin á skógræktar- Verkfallssvipan á lofti fólkinu, sem farið hafa fram um nokk- urt skeið milli þessara frændþjóða. Loks minnist hann á fyrstu flugferðina írá Vigra-flugvelli til Reykjavíkur á þjóðhátíðardegi íslendinga 1958. — Aalesunds Mandssangforening — sem hafi með sér plöntur, — „litla Norð- menn, sem vonandi verði síðar stórir íslenzkir ríkisborgarar". Og hlutverk kórsins sé að „treysta með valdi tón- anna sáttmála góðrar og órjúfanlegrar vináttu". OLAV OKSVIK telur, að vart haíi jafn margir útlendingar gist Island hlutfallslega og fólk frá Mæri og Raumsdal, og þá fyrst og fremst fiski- m'enn. Þá skýrir hann frá því, að er hann heimsótti sjálfur Island á Snorra- hátíð rétt eftir að Islendingar stofnuðu lýðveldið, liafi hann spurt þekktan, ís- lenzkan stjórnmálamann að því, hvort liann áliti, að þetta fámenna land gæti risið undir þeim útgjöldum, er sjálf- stæðum ríkjum legðust á herðar, en hinn hafi svarað: Det kjem an pá silda, „Þetta var máltæki, er hann hafði lært af Sunnmæringum á Islandsferð- um þeirra", bætir liann við. KARLAKÓRINN FRÁ ÁLASUNDI er stofnaður 22. sept. 1883, og er því 75 ára á hausti komanda. Er förin hingað því í og með farin í tilefni af því merk- isafmæli. I kórnum eru 56 menn, en söngstjóri hans, Edvin Solem, hefir stjórnað honum sfðan 1926. Hann er mikill tónlistarmaður, organisti, hljóm- sveitarstjóri og tónskáld, og hefir frá 17 ára aldri stjórnað kórum, fyrst KFUM-kór, síðan „Borgund Korforen- ing“, og frá 1925 liefir hann verið org- anisti við Álasundskirkju. í SÖGU AKUREYRAR, er hirt nið- urlag á ræðu, er bæjarfógetinn hélt á aldamótahátíð fyrir héraðið 25. júní 1900, en sú samkoma fór fram á Odd- eyri og var fjölsótt. Þar gerðist hann spámaður fram í tímann, og þótt sum- um hafi þótt spáin draumórakennd þá, munuin við ekki vera á sama máli nú. En látum hann hafa orðið: „Að hundrað árum liðnum koma niðjar vorir saman hér á Oddeyri, ekki beinlínis á þessum stað, því hér standa þá byggingar, nei, lieldur uppi á tún- unum hér einhversstaðar, þar sem þá heíir verið afmarkaður staður einungis til þess, að halda árlegar hátíðir á. Hvernig lítur þá út hér við Eyjafjörð? Fólkið utan með firðinum kemur til hátíðastaðarins á gufubátum, sem að Hásetar og aðrir undirmenn á kaupskipaflotanum eiga í verk- falli. Þegar það verkfall leysist, munu vera opnir möguleikar fyrir matsveina að gera verkfall, og að því verkfalli leystu yfirmenn skip- anna. Fyrir slíkum möguleika eru fordæmi, því að samningar hinna ýmsu „stétta“ meðal farmanna renna ekki allir út á sama tíma, og mun verkfallapostulum okkar þykja slíkur háttur vel henta. Með slíku móti virðast möguleikar á að halda kaupskipaflotanum okk- ar árlangt í höfn, svo að engar afurðir okkar verði fluttar á er- lendan markað og engar nauð- synjar fluttar heim. Sj álfstæðismenn hafa oft bent á nauðsyn þess, að samið yrði við öll félög verkamanna og kvenna, iðnaðarmanna og sjómanna til eins og sama tíma, þ. e., að samn- ingar allra félaga innan ASÍ væru uppsegjanlegir í einu, í stað þess, að nú má vænta verkfalls hjá þessu félagi í dag og hinu í næstu viku. Þegar farmenn gera verkfall verða hafnarverkamenn atvinnu- lausir, og þegar hafnarverkamenn gera verkfall, stöðvast skipin, þótt enginn eigi í verkfalli um borð í þeim, o. s. frv. En gegn samræm- ingu kjara og sama uppsagnar- tíma stéttarfélaga beita kommún- istar sér ætíð, er kjósa að hafa verkfallssvipuna á lofti gegn bj argræðisvegum þjóðarinnar. Stærsta verklýðsfélag landsins, Dagsbrún í Reykjavík, hefir ný- lega gert þá samþykkt, að fara ekki fram á kauphækkun nú, held- ur það eitt, að fá rétt til að segja upp samningum hvenær sem er með eins mánaðar fyrirvara. Fé- lagi þessu stjórna kommúnistar, og er tilgangurinn auðsær: Að hafa vinnufriðinn sem ótryggast- an, láta allt kyrrt liggja, meðan kommúnistar eru í ríkisstjórn, en geta strax reitt verkfallssvipuna á loft, ef upp úr slitnaði samstarf- inu. Engin þjóð mun búa við slíkt öryggisleysi og íslendingar varð- andi vánnufriðinn, og heíir skæru- hernaður kommúnista í verklýðs- félögunum leitt óbætanlegt tjón yfir efnahagslífið í landinu. Ætti ekki að koma til mála skemmri uppsagnarfrestur en 6 mánuðir, og gera þarf ráðstafanir til þess, 'að uppsögn allra stéttarfélaga beri upp á sama tíma. Allar þjóðir stefna að því að tryggja vinnu- friðinn, og hafa Danir nú nýlcga tryggt vinnufrið til þriggja óra í slútur- húsum, kjötiðnaði og mjólkurbú- um, en það eru þær stofnanir, er mest veltur ó fyrir útflutnings- framleiðslu Dana að gengið geti hindrunarlaust. Mættu Islending- ar mikið af Dönum læra í þessu efni. staðaldri ganga um fjörðinn, og tele- fónþræðir ganga þá út með firðinum öllum beggja megin, og þar blasa þá við hátíðagestunum fögur hús niður við sjóinn, með blómgörðum fyrir framan. Hrísey og allar klappir eru hvítar af fiski, sem þar er til þerris. Fólkið innan úr Firðinum kemur á vögnum sínum, og þegar það ekur nið- ur eptir Firðinum vestan megin Eyja- fjarðarár, þá blasir við því Staðar- bygðin sem eitt samhangandi tún; þá ganga þaðan daglega vagnar ofan á hrúna yfir Eyjafjarðará hjá Gili, með ost og smjör úr hinum stóru mjólkur- samlagshúum á Bygðinni, og þegar yfir brúna er komið, halda vagnarnir áfrarn ofan í kaupstaðinn, sem þá er ein ó- slitin heild, með 10—12 þúsund íbúa. Afurðirnar eru þar seldar fyrir peninga þeim, sem hezt býður, og aplur keyptar nauðsynjar hjá þeim kaupmanni, sem bezt selur, því þá eru engin pöntunar- félög til. Á Pollinum liggja ótal skip með viðhafnarblæjum, og hinu íslenzka Vísnabálknr Nýlega fóru Þingeyingar í hóp- ferð vestur um land og fengu til flutnings stórar fólksflutningsbif- reiðar frá Sleitustöðum í Skaga- firði. Meðan á förinni stóð kvað Agli Jónassyni á Húsavík hafa orðið þessi staka af munni: Þegar um landið þingeyskt mont þýtur á Skagfirðingi, ekki er kyn, þótt veður vont verði í Húnaþingi. Þá eru nokkrar stökur eftir Braga frá Hoftúnum: Skorta ljós og skorta yl skóli finnst oss strangur. Þræla meðan þrek er til, það er lífsins gangur. Undir útvarpsumrœðum. Engin ræða er hér góð eða sálum kraftfæði. Hrollur fer um heila þjóð að heyra þetta kjaftæði. I Reykjalundi. Reykjalundi leynist í lífsins sigurkraftur. Margur heill á heilsu því héðan kemur aftur. Fegrun tungunnar. Tungu fegurð temjum oss, tali betra unnum. Orðs er liegurð andans linoss ei sem meta kunnum. Slðbúii dfoisljMji til vinar míns Jóns Benediktsson- ar prentara á sextugsafmœlinu 15. júní 1958: Góðan áttu í öllu þátt œsku mátt er styrkan gerði. Sigldu hátt í sólarátt, silfur-grátt þó hárið verði. Beztu árnaðaróskir með fram- tíðina, góði sundbróðir. ALBERT. Kmh m frrst upp Mattbíasarsifaí Félagsmenn í Matthíasarfélag- inu á Akureyri eru nú orðnir ná- lægt hundrað að tölu, en voru rúmlega fjörutíu þegar stofn- fundur félagsins var haldinn 5. maí sl. í blöðum og útvarpi hefir þess verið getið, að þeir, sem ganga í félagið fyrir 1. júlí n. k. teljast stofnfélagar. Þeir, sem hafa í hyggju að gerast félags- meðlimir, eru beðnir að láta stjórn félagsins vita um það fyrir næstu mánaðamót. Styðjið gott málefni og gangið í Matthíasarfélagið. F. h. félagsstjórnar. Marteinn Sigurðsson. þjóðmerki við sigluhún. Það eru fiski- skip Eyfirðinga. Allir hátiðagestirnir eru vel búnir úr íslenzku klæði, er unn- ] ið hefir verið í hinni miklu klæðaverk- ^ smiðju við Glerá.“

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.