Íslendingur


Íslendingur - 08.08.1958, Page 4

Íslendingur - 08.08.1958, Page 4
4 ÍSLENDINGUR Fostudagur 8. ágúst 1958 Kemur út hvera föstudag. Útgefandi: Úlgáfufélag íslendings. Ritstjórí og ábyrgðannaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólug. 1. Sími 1375. Skrífatofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4. Sími 1354. Opin kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum 10—12. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. S;iiuvÍKiii;t fjárniagiiii, vinnnafl§ og: tækni- menntunar Skapgerð og breytni Úr bókinni „Character and Conduct". — Safn spakmæla eftir ýmsa andans menn nútíðar og fortíðar. — Þýtt hefir Guðrún Jóhannsdóttir fró Áslóksstöðum. í ágætu ávarpi, er Páll V. G. Kolka héraðslæknir flutti á flokks- ráðs- og formannaráðstefnu Sjálf- stæðisflokksins í Sjálfstæðishús- inu í Reykjavík sunnudaginn 6. júlí s.l., benti hann á, að sam- vinna milli fjármagns, vinnuafls og tæknimenntunar ryddi sér nú til rúms í flestum lýðfrjálsum löndum hins vestræna heims, og að Sjálfstæðisflokkurinn hefði á þeim árum, er hann réð nokkru um stjórn landsins, nálgast það mark framar öllum öðrum flokk- um, er með stjórn landsins hafa farið á þessari öld. Fer hér á eftir kafli úr þessu erindi héraðslækn- isins: Heimurinn hefir tekið miklum breytingum í síðastliðin hundrað ár, en kommúnisminn heldur dauðahaldi í það kreddukerfi, sem þá var upphugsað af gáfuðum fræðimanni, við allt aðrar þjóð- lífsaðstæður. Samvinnuhugsjón- in, sem í byrjun var frjósöm og réttlát, er í höndum Framsóknar- flokksins orðin að andlegum kot- ungshætti og smásálarskap, sem ekki grillir út fyrir húðarborðið nú, þegar þörf er á víðsýnni og drengilegri samvinnu milli fjár- magns, vinnuafls og tæknimennt- unar, en slík samvinna er að ryðja sér til rúms hvarvetna í vestræn- um menningarlöndum. Það er því meinleg fyndni í eigin garð þeg- ar slík nátttröll sem kommúnistar og Framsóknarmenn tala um í- hald og tákna með því þá stefnu, sem hefir orsakað örari þróun og framfarir, en þekkzt hefir áður í sögu vestrænna þjóða, hæði hér á landi og annars staðar. Þegar nú- tímasaga íslands verður krufin til mergjar af síðari tíma mönnum, má vel vera, að Sj álfstæðisflokk- urinn hafi þótt fara of geyst á köflum í fj árfestingu, en á örum framfaratímum fer ávallt nokkurt fé og orka í súginn, eins og hjá unglingi, sem ekki hefir lært að samstilla krafta sína og hnitmiða átök sín. Þó er það ómótmælan- legt, að þrátt fyrir gífurlega fjár- festingu til sjávar og sveita á ár- unum 1952—’55, var þá velmegun meiri og almennari hér á landi en í nokkru öðru landi austan Atl- antshafs, rekstur þjóðarbúsins var hallalaus, verðbólgan hélzt í skefjum og eignir þjóðarinnar jukust að mun. Því miður rofn- aði þessi glæsilega þróun, þegar kommúnistar hófu sókn sína gegn efnahagskerfi landsins með verk- fallinu 1955, og eftir að Fram- sóknarflokkurinn lagðist á sveif með þeim 1956 hefir allt sigið á ógæfuhlið, svo að jafnvel sjálfir ráðherrar vinstri stjórnarinnar viðurkenna, að hrun og voði blasi við framundan. E. t. v. er það þó geigvænlegast, að skuldir ríkisins út á við hafa á þessum tveimur ár- um vaxið um rúmar 500 milljónir króna, eða öllu heldur um 800 millj. kr., ef reiknað er með 55% yfirfærslugjaldi, og þó enn meira, ef krónan heldur enn áfram að rýrna að verðgildi. Á sama tíma hafa fæðst hér á landi um 8000 börn og jafngildir skuldaaukning- in því, að um háls hvers hvítvoð- ungs sé hengdur skuldabaggi, sem nemur um eitt hundrað þúsund krónum, ef reiknað er með núver- andi verði erlendrar myntar, því að í erlendri mynt verða skuld- irnar að greiðast. Það er vöggu- gjöf vinstri stjórnarinnar til hvers þess Islendings, sem fæðzt hefir á valdatíma hennar. Lokið er niðurjöfnun útsvara í Húsavík. Var jafnað niður kr. 1956000 á 468 einstaklinga og kr. 471000 á 23 félög, eða samtals kr. 2427000, er það ca. 270000 kr. hækkun frá sl. ári og má það telj- ast mjög eðlilegt. \ \ Farið var eftir sama útsvars- stiga og árið áður, en það er út- svarsstigi fyrir Reykjavík frá 1956 lítið breyttur. Hæstu gjaldendur eru: Félög: Kr. Kaupfélag Þingeyinga 145000 Olíufélagið h.f. 57000 Útgerðarfél. Barðinn h.f. 38150 Vélaverkstæðið Foss h.f. 32700 Brauðgerð K. Þ. h.f. 23900 Trésm.verkst. Fjalar h.f. 22400 Einstaklingar: Helgi Hálfdánarson lyfsali 36790 Jóhann Skaftason sýslum. 22600 Karl Kristjánsson alþm. 20070 Þorgeir Gestsson héraðsl. 19420 Jónas Jónasson kaupm. 17370 Björn Jósefsson læknir 16780 Guðbjörg Óladóttir 16310 Sig. P. Björnsson spsjstj. 16100. Joðge. Eftir sumarleyfið. — Þurrir vegir og „þvottabrefti“.— Heiður þeim, sem heiður ber. ÞÁ ER NÚ blaðið komið úr sínu sumarleyfi, og þykir mér því vel hlýða að minnast lítillega á sumarleyfi yfir- leitt og ýmislegt í sambandi við þau. Að vísu standa þau enn yfir hjá mörg- um, því að ekki loka öll fyrirtæki sam- tímis „vegna sumarleyfa". Eg geri t. d. ráð fyrir því, að mörgum hentaði illa, að pósthúsið og símastöðin auglýstu, að lokað yrði næstu 3 vikur vegna sumar- leyfa, að maður tali nú ekki um hank- ana eða sjúkrahúsin. Hins vegar hygg ég, að allt mundi vera í lagi með að útvarpið lokaði svo sem eina viku að sumrinu. EN ÞÁ ER að komast að efninu. Þegar við ökum inn í bæinn að norð- an eða sunnan, blasa við okkur yfir- lætislítil spjöld, þar sem okkur er til- kynnt, að við getum fengið tjaldstæði sunnan sundlaugarinnar. Hér er um eftirtektaverða þjónustu að ræða, er bærinn lætur ferðamönnum í té og hef- ir lagt nokkurn kostnað í, m. a. með því að byggja snyrtiklefa á tjaldstæða- sviðinu. Mér er kunnugt um, að þessi þjónusta hefir verið viðurkennd af ferðamönnum, sem ekki hafa ráð á að húa allt sumarleyfið í gistihúsum, og mér er nær að halda, að Akureyri sé eini bærinn á landinu, sem svo notalega tekur á móti gestum og gangandi. EITT AF VANDAMÁLUM þeirra, er njóta sumarleyfa eða orlofs, er að taka ákvörðun um, hvernig leyfinu skuli varið. Og þar kemur margt til. Sá, sem er að byggja sér hús, vinnur meg- inhluta leyfistímans að byggingunni. Annar bregður sér í heyskap til kunn- ingja eða ættingja í sveitinni eða skreppur í sfld til Raufarhafnar eða Siglufjarðar. Enn aðrir atliuga ferða- auglýsingar ferðafélaga eða ferðaskrif- stofa og skreppa í nokkurra daga ferð inn í óbyggðir landsins eða suður yfir höf. Loks eru nokkrir, er leggja land undir fót með malpoka á baki og kanna ókunnar slóðir, og margt fleira mætti nefna. ÞEIR, SEM FERÐAST hafa um sveitir Norðurlands síðari hluta júlí- mánaðar, hafa notið stakrar heppni. Þá ríkti hér nyrðra sól og sumar, að vísu í kaldara lagi, — en flesta daga bjart veður og þurrt. E. t. v. hefir þurrkurinn verið óþarflega mikill, því að hvar sem litast var um vegu, lagði rykmökkinn undan hjólum ökutækjanna í átt til himins, og ofaníburður veganna þá rokið í tonnatali út í veður og vind. I slíku tíðarfari er heflun vega nær ó- vinnandi verk, og því skapast hin ill- ræmdu „þvottabretti" á vegunum, cr slíta ökutækjum fyrir aldur fram. VERZLUNARMANNAHELGIN er liðin, en þá er umferð mest á vegum Sjúlfsprófun nauðsynleg. „VerSi ég vör einhvers þess í fari annarra, er mér ekki fellur, er ég vön að stinga hendi í eigin barm og grennslast um, hvort ég sjálf bý ekki yfir einhverju á- þekku. Þó að mannfólkið sé hvað öðru ólíkt, er margt sameiginlegt með öllum. Svo er og um lönd, sem mikil fjarlægð skilur, að margt hliðstætt getur með þeim verið. Sjálfsprófun er nauðsynleg og samanburður á okkur og öðr- um mönnum, bezti leiðarvísir til mannþekkingar. Mannþekking eykur réttlætiskennd og slævir brott ómilda dóma.“ George Eliott (Mary-Ann Evans) 1810—1880. Frœgur skáldsagnahöfund- ur. Ensk. Fyrirlitning. „Frelsarinn kenndi, að menn- irnir væru börn Guðs og þeim bæri að líkjast honum. „Verið fullkomnir eins og faðir yðar á himnum er fullkominn.“ En hann gjörði meir en kenna. Orð hans og öll framkoma við mennina, sýndu að það voru Guðs börn, sem hann átti tal við. Það skipti engu, hvort heldur hann ávítaði harðlega, flutti heilög spekiorð eða skipti orðum við þá sjúku, sem hann læknaði. Maðurinn átti fullan rétt virð- ingar. Hver einasta mannssál var dýrmæt. I hans augum var enginn skríll til, sein sniðganga mátti né sýna lítilsvirðingu. Enginn var svo djúpt fallinn, að ekki ætti kost fyrirgefningar og afturhvarfs. Trénu, sem ekki ber ávöxt, skal ekki kasta, heldur bera áburð að rótum þess og hlú að þeim. Á sín- um tíma mun það bera ávöxt. Það stendur í víngarði Guðs og er eign hans.“ Pastor Pastorum, Henry Latham. „Tennyson tók hart á fyrirlitn- ingu. Að fyrirlíta, bæri vott um skort á skilningi. Dramb og fyrir- litning væri ómenning. Sönn sið- landsins og fer'öalög fólks mest á ár- inu. Fjöldi fólks fór þá til Austurlands, og var talið, að í Egilsstaðaskógi hefði aldrei verið fleira fólk samankomið, en þar var héraðsmót Sjálfstæðismanna haldið sl. sunnudag. Mikill mannfjöldi var þá einnig í Vaglaskógi, og vora dansleikir haldnir þar í hinum gaml a Brúarlundi á laugardags- og sunnudag ,s- kvöld, og komust færri að en vilt’lu. Allmikil ölvun mun hafa verið á þijss- um aðal-samkomustöðum norðan la nds og austan, en ekki hefir þó frétrt af slysförum af völdum hennar. Okmrt'enn virðast nú óðum vera að öðlast sl.iln- ing á þeirri hættu að blóta Bakkus: við stýrið, og mun það nú nálega einsdæmi,, að atvinnubílstjórar bragði áfengi við: akstur. Ileiður þeim, sem heiður ber. menning eykur skilning á mann- legu eðli. Sé sá skilningur fyrir hendi, á fyrirlitning erfitt upp- dráttar. Hver sá, sem fyrirlítur meðbræður sína, er andlegt vesal- menni. Víðsýni maðurinn, sem kynnzt hefir heiminum í hans mörgu myndum, virðir sjónarmið annara engu síður en sín eigin og skilur þau. Tennyson — A. Memoir, by his son. Sannleikur. „Ollum ber að starfa undir merki sannleikans. Ástunda hann í hugsun, orðum og athöfnum. Hver sá, sem sniðgengur sann- leika í smámunum, hikar ekki við að troða hann fótum í því, sem mikilvægt er.“ Lord Iddesleigh, 1818—1887. Merkur enskur stjórnmálamaður. „Sannur sálarfriður byggist eingöngu á trúmennsku við sann- leikann.“ Dr. Johnson. CJrið ? I Hegranesi gengið var til glímu, er griSin höjSu bændur sett og veitt, um þaS á Island aldrei kveSna rímu, þó enginn haji meiri drengskap beitt. Þeir sakamannsins íþrótt allir virtu, hans afrek höfSu sér í minni fest, á bratta hlíS þeir breiddu Grettisskyrtu, svo börn og aldnir muni frœgan gest. Nú gilda sjaldan griS í heimi lengur, þaS grei'nir víSa reynslan furSu skýr, þess geldur margur röskur dáSa- drengur, sem du ga vill og seint frá hœttu snýr. Þcir rá '■■Samenn, er löndum stœrstu stjórna, ei stan da viS sín heit og töluS orS, því vttrður skammt á milli frelsisfórna, þá falla lietjur, böSlar drýgja morS. AS stjórna heiminum frá Hcgranesi þó' henti vart, ég gleSi mína finn, er þar vex ennþá tryggS og töSugresi, sv o treysta bóndi má á drengslcap þinn, alj þínum griSum þjóSin örugg játi e r þaS sem bjargar, glíma lífs skal háS, þó suSur í löndum blóSi gróSur gráti, er GuS og menn og trú er hædd og smáS. En skilur þjóSin glœpi þá sem gerast, þau griSarof, er beygSu stærri lýS? AS ströndum vorum stórar fregnir berast, er stundin komin, Dags- og lokahríS? Er liS á verði aS gœta marks og miSa og moldar, er til sóknar vörnum snýr, vill fjöldinn unna hverjum Gretti griSa, cr gengur fratn og nú til fangs sig býr? 27. júní 1958. ÁRNI G. EYLANDS.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.