Íslendingur


Íslendingur - 07.08.1959, Page 2

Íslendingur - 07.08.1959, Page 2
2 ÍSLENDINGUR Föstudagur 7. ágúst 1959 Vernhnrður Þorsteinsson menntnsbólnbennnri IN MEMORIAM r Hinn 19. júní síðastliðinn varð Vernharður Þorsteinsson mennta- skólakennari bráðkvaddur að heimili sínu, heimavist Mennta- skólans á Akureyri, litlu miður en 75 ára að aldri. Hann var jarðað- ur á Akureyri 24. júní. Vernharður hafði undanfarna mánuði kennt nokkurs lasleika öðru hvoru, en starfaði þó að kennslu við skólann síðastliðinn vetur og prófaði á stúdentsprófi fáum dögum áður en hann lézt. Þeir, sem bezt þekkja til, segja, að bjart væri yfir síðustu ævi- stundum hans. Vernharður Þorsteinsson fædd- ist á Oddeyri 1. október 1884. Foreldrar hans voru Þorsteinn Einarsson niðursuðumaður, ætt- aður af Jökuldal eystra, og Jakob- ína Sigurðardóttir frá Möðrudal á Fjöllum. Jakobína dó sama ár- ið og Vernharður fæddist, og var hann þá til fósturs tekinn af Elísa- betu móðursystur sinni og manni hennar, Einari Ásmundssyni í Nesi, og þar ólst Vernharður upp. Hann var þó ekki gamall, er fóstri hans dó, og var hann á unga aldri oftlega með frændum sínum í Möðrudal. Vernharður hlaut gott uppeldi og undirstöðumenntun í Nesi. Gekk síðan í skóla, tók stúdents- próf 1906 og varð cand phil. frá Kaupmannahafnarháskóla 1907. Stundaði síðan heimspekinám á- fram í Kaupmannahöfn um nokk- ur ár, en lauk ekki fullnaðarprófi í þeirri grein. Á árunum 1914— 1921 dvaldist hann í Þýzkalandi, Sv.isslandi og Noregi og fékkst við ritstörf og blaðamennsku. Gerðist hann á þessum árum á- gætlega lærður í flestum höfuð- tungum Norður- og Vestur-Ev- rópu, enda til þess tekið, hve mikill málamaður hann var. Að enduðu þessu langa útivistar- skeiði ævinnar hvarf Vernharður heim úr „víkingu andans“ og var 1921—1923 stundakennari á Ak- ureyri. Haustið 1923 varð hann kennar.i við Gagnfræðaskólann á Akureyri, sem nú er Menntaskól- inn á Akureyri, og var kennslan við skólann starf hans upp þaðan. Kenndi alla tíð dönsku, eða fast að 30 árum, en um hríð einnig frönsku. Á efstu árum hvarf Vernharður frá kennslustörfum um fárra ára skeið og fór þá enn utan og dvaldist m. a. alllengi á Spáni. En 1956 tók hann aftur við dönskukennslunni, þó í minna mæli væri en áður. Saga Vernharðs er því nátengd sögu Menntaskólans á Akureyri, og húsakynni skólans urðu að síð- ustu heimili hans, þar sem hinn virðulegi öldungur bjó síðasta ævivetur sinn innan um gáska- fulla drengi Menntaskólans á Ak- ureyri, og bar ekki á öðru en báð- ir yndu vel hag sínum. Þeir eru margir orðnir nem- endur Vernharðs Þorsteinssonar, og engan þeirra veit ég, að ekki beri til hans hlýjan hug og minn- ist hans með þakklæti og virð- ingu. Enda þótt hann kenndi jafn- an þá námsgrein, sem ekki var ætíð í hávegum höfð af velflest- um nemendum, duldist þeim ekki, að við kennaraborðið sat vitur maður, hámenntaður og hjarta- hlýr. Og þá persónu hafði hann til að bera, að ógjarna var við hann bekkzt. Vernharður var af góðu upp- lagi og uppeldi, langdvölum er- lendis, lestri góðra bóka og feg- urðarleit það, sem Danir nefna „kulturmenneske", menningar- og mannúðarmaður. Hann var frjálslyndur, víðsýnn og marg- fróður einstaklingshyggjumaður. Skemmtilegur félagi, ágætlega orðfær og kunni sig manna bezt með öðrum, en þó löngum stund- um einn með sjálfum sér. Allt um það fylgdist Vernharður betur með því, sem gerist í hinum víða heimi, heldur en flestir aðrir allt til hinztu stundar. Ilann var í senn heimsborgari og einsetu- maður. Hann kvæntist ekki né stofn- aði heimili. En hann átti marga góða vini, þar sem honum var búið skjól og athvarf, hvort held- ur var hér á Akureyri, á Hóls- fjöllum eða í Skagafirði. Vern- harður var aldrei auðmaður á þessa heims gæði, en auður anda hans var þeim mun meiri, og hann var fágætlega ósnortinn af vél- hyggju og efnishyggju nútímans. Á kennarastofu Menntaskólans á Akureyri naut Vernharður Þor- steinsson virðingar og vinsælda starfsbræðra sinna. Við litum upp til hans vegna menntunar hans og mannkosta. Hann var öldungur- inn í hópnum, og við fundum til yfirburða hans í sannri menntun og þroska. Við kveðjum gamlan kennara og góðan vin og starfs- bróður með söknuði. Skarð Vern- harðs Þorsteinssonar við Mennta- skólann á Akureyri er meira en vandfyllt. Við óskum þess, er leið- ir skilja, að hann megi finna þá fegurð, sem hann þráð.i og dáði. Gísli Jónsson. »Stúlkon ií loftim« Fyrir skömmu síðan var hér á ferð Leikflokkur Róberts Arn- finnssonar og sýndi 3 kvöld í röð gamanleikinn „Stúlkan á loftinu“ eftir ameríska rithöfundinn Ge- orge Axelrod, í þýðingu Hjartar Halldórssonar menntaskólakenn- ara. Leikstjóri var Helgi Skúla- son, og fór hann með tvö hlut- verk. Aðalhlutverkin léku Róbert Arnfinnsson og frú Helga Back- mann, en smáhlutverk lék frú Stella Guðmundsdóttir. Auk þess koma fram nokkrar „raddir“. Leikflokkur þessi hefir sýnt leikinn víða á Norður- og Austur- landi, og hefir honum verið vel tekið, enda mjög vel farið með hlutverkin. Hér í bæ var hann all- vel sóttur, þótt aðgöngumiðar væru mun dýrari en að sýningum Leikfélags Akureyrar. --------□--------- Sandgræðsluflugvélin að störfum í Þingeyjar- sýslum. Undanfarið hefir sandgræðslu- flugvélin verið staðsett austur í Þingeyjarsýslum. Hefir verið dreift grasfræi og áburði í sand- græðslugirðingar í Þingey, á Grímsstöðum, Mývatnsöræfum nálægt Hrossaborg og í Keldu- hverfi. Verið er að setja upp sandgræðslugirðingu á Nýhóli á Fjöllum. V--------------------V- Verilunin Eyjofjörður Framhald af 1. siðu. bú á Dalvík, sem rekið var nokk- ur næstu ár. Nýja búðin byggð fyrir 20 árum. — Ár.ið 1919, — heldur Kristj- án áfram, — keypti ég hús verzl- unarinnar og lóð, ásamt eignar- hluta Magnúsar fyrir 30 þús. kr. Tuttugu árum síðar, eða árið 1939 var byggð ný búð við norð- urenda gamla hússins, og var hún opnuð árið eftir. Verzlunin Eyjafjörður, sem framan af árum var af mörgum kölluð „Grundarverzlun“, en báð- ir stofnendur höfðu rekið eða starfað við verzlun að Grund í Eyjafirði, hefir jafnan notið v.in- sælda og mikilla viðskipta. Verzl- unarhverfi bæjarins hefir smám saman færst norður eftir, um „Bótina“ og Oddeyri, og er verzl- unin því orðin ein innzta verzlun- in í bænum. En fjölbreytt vöru- úrval ásamt lipurri afgreiðslu og ljúfmennsku stjórnenda hefir gert það að verkum, að hún heldur enn hlut sínum í samkeppninni við aðrar verzlanir. 17. júní mótið 1959. 100 m. Iilaup: 1. Björn Sveinsson KA 11.3 2. Þóroddur Jóhannsson UMSE 11.5 3. Eiríkur Sveinsson KA 11.8 Kúluvarp: 1. Þóroddur Jóhannsson UMSE 12.77 2. Eiríkur Sveinsson KA 12.12 3. Björn Sveinsson KA 12.10 Stangarstölck: 1. Páll Stefánsson Þór 3.45 2. Ingólfur Hermannsson Þór 3.20 Langstökk: 1. Björn Sveinsson KA 6.13 2. Ingólfur Hermannsson Þór 5.82 3. Bragi Hjartarson Þór 5.81 Hástökk: 1. Ingólfur Hermannsson Þór 1.73 2. Eiríkur Sveinsson KA 1.65 3. Páll Stefánsson Þór 1.65 Spjótkast: 1. Ingimar Skjóldal UMSE 51.78 2. Björn Sveinsson KA 47.53 3. Eiríkur Sveinsson KA 45.44 Kringlukast: 1. Þóroddur Jóhannsson UMSE 36.42 2. Björn Sveinsson KA 36.02 3. Eiríkur Sveinsson KA 33.65 Þrístökk: 1. Eiríkur Sveinsson KA 12.47 2. Ingólfur Hermannsson Þór 12.44 3. Björn Sveinsson KA 12.29 Björn Sveinsson vann 17. júní bikarinn fyrir afrek sitt í 100 m. hlaupi, sem gefur 800 stig. Keppni fór fram í knattspyrnu og áttust við meistaraflokkar KA og Þórs, og sigraði KA með 8:2. Einnig var háð körfuknattleikskeppni milli íbúa á Brekkunni annars vegar og liðs frá Eyrinni og Inn- bænum hins vegar og lauk þeirri keppni með sigri Brekkubúa. ☆ Knattspyrna. Vormót í knattspyrnu IV. fl. er lokið. Þór vann KA 4:0. Vormót III. fl.: KA vann með 9:0. IBA og Keflavík. Um fyrri helgi kom knattspyrnuflokkur frá Keflavík hingað til Akureyrar og lék 2 leiki við knattspyrnulið ÍBA. Vann ÍBA báða leikina, hinn fyrri með 5:1 og hinn síð- ar.i með 6:2. Keflvíkingar eru í 1. deild, en tveir af leikmönnum þeirra, Guðmundur Guðmunds- son og Högni Gunnlaugsson, voru um þá helgi í B-Iiði íslands á leið til keppni í Færeyjum. Knattspyrnumenn úr II. fl., sameinað lið KA og Þórs, hafa reynzt mjög sigursælir á þessu sumri og leikur liðsins oft verið með því bezta, sem hér hefir sézt í mörg ár. Lið II. fl. úr Fram og Val hafa komið norður og hafa Akureyrardrengirnir ýmist sigr- að eða gert jafntefli, en engum leik tapað. Sérstaklega vekur sóknar-tríóið, Kári Árnason, Steingrímur Bj örnsson og Skúli Ágústsson mikla athygli fyrir hraða og leikni. Er það von knattspyrnumanna < og knattspyrnuunnenda að piltar þessir haldi hópinn og æfi dyggi- lega, þá er knattspyrnan hér í bæ vel á vegi stödd. ☆ Frjáisar íþrótfir. 5 frjálsíþróttamenn héðan frá Akureyri kepptu í liði „utanbæj- armanna“ gegn B-liði Reykjavík- ur 3.—5. júlí og var árangur þeirra ágætur. Björn Sveinsson var einn stigahæsti maður keppn- innar, og varð hann 2. bæði í 100 og 200 m. og var valinn í báðar boðhlaupssveitirnar (4x400 og 1000), einnig varð liann 4. í spjótkasti með 49.89. Tímar hans í 100 og 200 m. voru 11.4 og 23.7. Ingólfur Hermannsson sigraði í 110 m. grind á 17.3 og varð 2. í hástökki með 1.75 (jafnt Ak.meti E. Steinsen). — Páll Stefánsson varð 5. í stöng með 3.20 og Ing- ólfur 6. með sömu hæð. Ingimar Jónsson vann 400 m. grind á á- gætum tíma 59.8. Guðmundur Þorsteinsson varð 2. í 800 m. á 2.06, 4. og 5. í 400 m. á 54.9, en þar varð Ingimar 4. með 54.7. Mótið var síðari hluti hátíða- haldanna vegna vígslu Laugar- dalsvallarins og fór mjög myndar- lega fram, svo og allar móttökur, sem utanbæjarmenn fengu í Reykjavík, sem voru með afbrigð- um góðar. Framkvæmd þessa stærsta og fjölmennasta íþrótta- móts, sem fram hefir farið hér- lendis, var framkvæmdastjóran- um Sigurgeir Guðmannssyni og mótstjóra Þorsteini Einarssyni til hins mesta sóma. ☆ RóSrarmót íslands var haldið í Reykjavík og urðu ræðarar úr Róðrarklúbb Æskulýðsfélags Ak- ureyrarkirkju Islandsmeistarar á öllum 3 vegalengdum, sem keppt var í, 500 m., 1000 m. og 2000 m. Piltar þessir urðu einnig Íslands- meistarar í fyrra. Nöfn ræðar- anna eru: Róbert og Stefán Árna- synir, Knútur Valmundsson, Jón Gíslason og Gísli Lórenzson. ☆ Framundan er nú fjöldi móta, t. d. Meistaramót Norðlendinga hið 5. í frjálsíþróttum, og fer Framh. á 6. síðu■

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.