Íslendingur


Íslendingur - 07.08.1959, Qupperneq 6

Íslendingur - 07.08.1959, Qupperneq 6
6 ÍSLENDINGUR Föstudagur 7. ágúst 1959 Bíllinn er góður - en shilor hreyfillinn fuilri orhu? Eigi hann að skila fullri orku — hámarkshestöflum — á hvern benzínlítra verður benzínið að nýtast til fulls, en það gerir það aðeins með I. C. A. I. C. A. (Ignition Control Additive) eykur afköst hreyfils- ins með því að koma í veg fyrir glóðarkveikj u og skamm- hlaup, sem myndast af glóandi útfellingum í strokknum og kertum. Nýjustu bílar eru sérlega næmir fyrir slíkum truflunum, en það eru eldri gerðir einnig. Allir bílar þurfa Shell-benzín með /. C. A.: Það gerir útfellingar óskaðlegar og tryggir íulla nýtni hreyfilsins. Því hærra, sem þj öppunarhlutfallið er, því nauðsynlegra er I. C. A. Aðeins SHELL-benzín er blandað I. C. A. Reynið SHELL-benzín með I. C. A. og sannfærizt. Línuritið* sýnit áukningu þjöppunarhlutfalls * bilum lielztu framleiðslulanda. Biskupinn verndari ísl. kirkju- félagsins vestra Á nýloknu þingi Hins evangel- iska lútherska kirkjufélags Islend- inga í Ameríku, sem haldið var í Selkirk, Man., var hr. Sigurbjörn Einarsson, biskup Islands, ein- róma kjörinn verndari Kirkjufé- lagsins. Er hann þriðji íslenzki biskupinn, sem kjörinn hefir ver- ið í þann sess. Hr. Sigurgeir Sig- ursson, sem ferðaðist mikið vest- an hafs og prédikaði í íslenzkum kirkjum hér, var fyrsti verndari Kirkjufélagsins, og við lát lians, var hr. Ásmundur Guðmundsson, sem einnig var vel þekktur á með- al Vestur-íslendinga, hafði m. a. þjónað íslenzkum söfnuði í Kan- ada um hríð, kjörinn verndari Kirkjufélagsins. Og nú standa vonir til, að hr. Sigurbjörn Ein- arsson, biskup muni ferðast með- al íslendinga vestan hafs næsta sumar og þá einnig sitja Kirkju- þing, en á því þingi mun verða haldið hátíðlegt 75. afmæli Hins íslenzka kirkjufélags. Á þessu sama þingi voru hr. Ásmundur Guðmundsson og frú Steinunn Magnúsdóttir kjörin heiðursfélagar Kirkj ufélagsins og eru þau fyrstu Islendingarnir, sem heima eiga austan Atlantsála, sem þann heiður hljóta. Embættismenn Kirkjufélagsins, kjörnir á þessu þingi, eru: Séra Eric H. Sigmar, forseti; séra Valdimar J. Eylands, varaforseti; séra Ölafur Skúlason, ritari og Oscar Bjorklund, gjaldkeri. Tveir nýir prestar gengu inn í Kirkjufélagið á þessu þingi, báð- ir frá Akureyri, þeir séra Jón Bjarman og séra Ingþór Indriða- son. Og vonir standa til, að enn einn íslenzkur prestur muni hverfa vestur til starfa á næsta hausti, og verða þá fimm prestar að heiman í þjónustu Kirkjufé- lagsins, hinir eru séra Eiríkur S. Brynjólfsson og séra Ólafur Skúlason. Við hátíðlega athöfn síðasta dag þingsins, sem fram fór á Elli- heimilinu Betel á Gimli, afhenti séra Jón Bjarman málverk eftir Jóhannes Kjarval, sem íslenzka þjóðkirkjan og íslenzka ríkið gefa elliheimilinu. Málverkinu veitti móttöku séra Eric Sigmar, sem þakkaði þessa rausnarlegu gjöf, sem hr. Ásmundur biskup var frumkvöðull að, og minntist á þau sterku bræðrabönd, sem tengja íslendinga beggja megin hafsins. Auglýsið í íslendingi. UM „VERZLUNAR- MANNAHELGINA" var umferð á þjóðvegum með mesta móti. Eng.in slys urðu þó af akstri hér norðanlands, enda sýndu ökumenn óvenjulega var- færni og tillitssemi í akstri sín- um. Eitt ökuslys varð sunnanlands um þá helgi, 'þar sem ung kona lemstraðist. Um næstu helgi á undan óku 3 bílar út af veginum á Akureyri og nágrenni, en slys urðu ekki teljandi nema á öku- manni einnar bifreiðarinnar. -------------□-------- íþróttir (Framh. aj 2. síðu,.) fram hér á Akureyri 15.—16. ág. Sundmót Norðlendinga verður í septemberbyrjun og um svipað leyti Bandalagakeppni í frjálsum íþróttum á Kjalarnesi. Meistaramóti Akureyrar í frjálsíþróttum er að mestu lokið, en úrslit og umsögn verður að bíða næsta blaðs. Tvö sundmet voru sett nýlega á sundmóti, er KA gekkst fyrir, voru þar að verki Helga Haralds- dóttir, sem synti 50 m. bringu- sund á 42.4 sek. og Rósa Pálsd., sem bætti met sitt í 50 m. bak- sundi í 45.1 sek. Erla Möller synti á 45.8 og bætir hún tíma sína stöðugt í baksundinu. Eiríkur Ingvarsson og Óli Jóhannsson syntu 50 m. skr.ið á 31.4 sek. Er það rösklega gert hjá Óla að ná jafntefli við methaíann. Iþróttablaðið Sport er nýlega útkomið og flytur að vanda marg- víslegan fróðleik urn það helzta, sem er að ske í íþróttamálum okk- ar. Fjöldi mynda prýða ritið. í- þróttamenn eru hvattir til að kaupa blaðið, sem er ómetanlegt þeim, sem áhuga hafa á íþróttum. Ritstjóri blaðsins er Jóhann Bernharð. ------X------ Vestmanneyingur golfmeistari Fyrir nokkru var Meistaramót íslands í golfi háð í Vestmanna- eyjum. íslandsmeistari 1959 varð Sveinn Ársælsson Vestmannaeyj- um. Sigraði á 310 höggum. Næst- ir urðu Akureyringarnir Hafliði Guðmundsson (311 högg) og Hermann Ingimarsson (314 högg). NOTIÐ i^uB^s GLER í gluggana. ÞAÐ BORGAR SIG. Einkaumboð: Byggingavöruverzlun Tómosar Björnssonar h.f. Sími 1489. BÆNDUR Á HÓLS- FJÖLLUM HIRÐA TÚN SÍN Blaðið átti á miðvikudag tal við Kristján Sigurðsson bónda á Grímsstöðum og sagði hann tíð- arfar hafa verið framúrskarandi gott fram að sl. helgi, en þá kóln- aði talsvert í veðr.i. Spretta er mjög góð, og margir bændur eru þessa dagana að hirða tún sín. Rigningarsúld var komin og hiti aðeins 7 stig. Óvenjulega mikil umferð ferðamanna var um Fjöllin um verzlunarmannahelgina, og hefir vart orðið meirá svo vitað sé áður. ------X------- — f 0omni — — Heyrðu mig Siggi, ég sá, að þú lœtur fœra þér tvo kokteila í rúmið á hverjum morgni, alveg eins og þú hefðir einhvern til þess að dreklca með. Já, ejtir einn kokteil finnst mér ég vera allt annar maður, og auð- vitað verð ég að gefa lionum einn líka. — ilafa nokkrar af bernsku- vonum þínum rœtzt? — Já. Þegar mamma togaði í liárið á mér, þegar ég var lítill, óskaði ég jiess, að ég hefði ekkert.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.