Íslendingur


Íslendingur - 21.08.1959, Side 1

Íslendingur - 21.08.1959, Side 1
Fró Meisfaramóti Norðurlands. XLV. árg. Föstudagur 21. ágúst 1959 50. tbl. Alþingi sot i U dogo Kosningar 25. og 26. okt. n.k. Sumarþinginu var slitið síðast- liðinn laugardag eftir 26 daga starf. Hélt það 44 fundi (17 í Neðri deild, 13 í Efri deild og 14 í Sameinuðu þingi). Er forseti Sameinaðs Alþingis, Bjarni Benediktsson, hafði gefið skýrslu um störf þingsins, mælti hann á þessa leið: „Þetta þing hefir staðið skem- ur en flest önnur þing, sem háð hafa ver.ið síðustu áratugina og lagafrumvörp, sem þingið hefir afgreitt eru einungis þrjú og ein þingsályktun. Engu að síður mun öllum koma saman um, að þetta þing hafi tekið ákvarðanir, sem muni valda miklu um örlög ís- lenzku þjóðarinnar í framtíðinni. Um þá meginákvörðun, sem gerð hefir verið á þinginu, sam- þykkt breytingar á stjórnar- skránni um nýja kjördæmaskip- un, er alkunnugt, að mönnum sýnist mjög á tvo vegu. En víst er, að við sameinumst allir í því að vona, að vel reynist. Þeir, sem eru á móti, vona, að betur fari en þá uggir og við, sem erum breyt- dngunni samþykkir, að svo reyn- ist, sem við ætlum. Það væri fals af mér, ef ég léti uppi þá ósk, að við ættum allir eftir að hittast hér í þessum þing- sal að afloknum kosningum, eins og vitað er, að ekki muni allir óska minnar hingaðkomu aftur. En hvað sem því líður, þá er það af heilum hug mælt, þegar ég þakka þingmönnum fyrir sam- vistir á þessu þingi og er ég árna þeim og þeirra fjölskyldum allra heilla í þeirra lífi. Ég vil þakka starfsmönnum fyrir ágætt verk á þessu þingi og óska fósturjörð okkar allra heilla.“ Eysteinn Jónsson þakkaði for- seta af hálfu þingmanna góðar óskir og góða stjórn á fundum Sameinaðs Alþingis. Þá óskaði hann forseta og fólki hans vel- farnaðar og bað þingmenn taka undir þær óskir með því að rísa úr sæturn. Þá gekk forseti íslands í salinn og las forsetabréf um þingslit, og tilkynnti þingheimi, að á ríkis- ráðsfundi þá um morguninn hafi verið gefið út bréf um að kjör- dagar við kosningar til Alþingis í haust komanda skuli vera sunnudagurinn 25. og mánudagurinn 26. október. Þá óskaði forsetinn þingmönn- um velfarnaðar, þjóðinni heilla og bað þingmenn minnast fóstur- jarðarinnar með því að rísa úr sætum. Lauk athöfninni með því, að Emil Jónsson forsætisráð- herra bauð þingheimi að hrópa ferfalt, íslenzkt húrra fyrir „for- seta vorum og fósturjörð“. MYNDIR SÍMSENDAR Er Morgunblaðið kom út síð- astliðinn miðvikudagsmorgun, birtust í því myndir frá lands- leiknum í Kaupmannahöfn kvöld- ið áður, og er þar um nýlundu að ræða. Voru myndirnar sendar með loftskeytum frá Kaupmanna- höfn og teknar hér upp í móttöku- tæki, er Landsíminn hefir nýlega eignast tíil slíkra hluta. Voru þau reynd í fyrsta sinn á þriðjudags kvöldið, og náðust eftir nokkrar tilraunir þær skýru og góðu myndir, er Morgunblaðið birti daginn eftir. Úrslit í 1500 m. hlaupi á Meistaramóti Norðurlands í frjálsum íþróttum, sem fram fór hér um síðustu lielgi. Guðmundur Þorsteinsson kemur í mark langt á undan nœsta manni. Hann sigraði einnig í 400, 800 og 3000 m. og var í sigursveit KA í 1000 m. boðhlaupi. — Sjá frásögn af mótinu á bls. 5. Félagið »Malbik« stofnað Á þriðjudaginn var stofnað í Reykjavík félag, sem hefir það hlutverk að sjá um rekstur á full- kominni malbikunarstöð með til- heyrandi tækjum, er annist gatna- gerð í kaupstöðum og kauptúnum landsins. Félagið hlaut nafnið „Malbik“. Hver kaupstaður leggur fram 100 þús. kr. stofnfé, og eru stofn- endur eftirtalin bæjarfélög: Hafn- arfjörður, Akranes, ísafjörður, Sauðárkrókur, Ólafsfj örður, Ak- ureyri, Húsavík, Neskaupstaður og Kópavogur. Auk stofnenda er öðrum kaupstöðum og kauptún- um frjálst að gerast félagar. í bráðabirgðastjórn vöru kjörnir: Ásgeir Valdimarsson bæjarverkfræðingur, Akureyri (formaður), Stefán Gunnlaugs- son bæjarstjóri Hafnarfirði og Jóns Arasonsr-hdtíi að Hyitkdþverd og Frenongi Stytta Jóns biskups Arasonar á klausturrástunum að Munkaþverá, sem afhjúpuð verður við hátíðlcga athöfn á sunnudaginn. Eins og áður hefir verið getið, fer fram hátíðarguðsþjónusta í Munkaþverárkirkju n. k. sunnu- dag, 23. ágúst, í tilefni af því, að afhjúpuð verður þann dag mynda- stytta sú, er Guðmundur Einars- son frá Miðdal hefir gert af Jóni biskupi Arasyni. Listamaðurinn verður viðstaddur afhjúpunina. Guðsþjónustan hefst með skrúðgöngu klerka í kirkju kl. 1 e. h. Altarisguðsþjónustu annast séra Sigurður Stefánsson, pró- fastur á Möðruvöllum, og séra Pétur Sigurgeirsson, Akureyri en séra Friðrik A. Friðriksson prófastur á Húsavík, prédikar Kirkjusönginn annast kirkjukór ar Munkaþverárkirkju og Glerár hverfis undir stjórn Áskels Jóns sonar, söngstjóra. Við afhjúpun styttunnar flytur séra Benjamín Kristjánsson aðal- ræðuna og væntanlega verða þar fleiri ræður og ávörp, ef veður leyfir. Að lokinni þessari athöfn verð- ur kaffisamsæti í Freyvangi, sem félög byggðarinnar sjá um, og gefst þar öllum, er þess óska, kost- ur á að taka til máls. Daníel Ágústínusson bæjarstjóri Akranesi. Stjórnin mun boða til fram- haldsaðalfundar, er gengið hefir verið frá lögum og samþykktum félagsins. ------X------ Fékk 9 stóra hákarla Svalbakur kom á laugardaginn með 275 tonn af karfa af Vestur- Grænlandsmiðum og aftur á mið- v.ikudagsmorgun með 51 tonn eft- ir eins og hálfs sólarhrings úti- vist. Kaldbakur kemur á sunnu- daginn og Harðbakur á mánu- eða þriðjudag af Nýfundnalands- miðum. Er Svalbakur kom hingað síð- astliðinn laugardag hafði hann meðferðis 9 stóra hákarla, er hann hafði veitt í ferðinni, en þeir munu allir verða nýttir að fullu. 100 ÞÚSUND KASSAR FRYSTIR. í þessum mánuði mun verða hraðfrystur 100. þúsundasti kass- inn frá síðustu áramótum að telj a, en innihald hvers kassa vegur 50 til 56 Ibs. -------□-------- MERKI FYRIR AKUREYRI Bæjarstjórn hefir samþykkt eft- ir tillögu bæjarráðs, að efnt verði til samkeppni um gerð merkis fyr- ir Akureyrarbæ, er á einhvern hátt verði táknrænt fyrir Akureyri og góð verðlaun verði veitt fyrir þá tillögu að merki, sem bæjarráð velur.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.