Íslendingur


Íslendingur - 21.08.1959, Qupperneq 6

Íslendingur - 21.08.1959, Qupperneq 6
6 ÍSLENDINGUR Föstudagur 21. ágúst 1959 SJ ÖTU G : UlargréÉ Signrdarddttir húsfreyja að Grund Síðastliðinn sunnudag átti frú Margrét Sigurðardóttir húsfreyja að Grund í Eyjafirði 70 ára af- mæli. * Hún er fædd að Fjósatungu í Fnjóskadal, og voru foreldrar hennar Hólmfríður Jónsdóttir og Sigurður Bjarnason fræðimaður, en þau bjuggu síðar lengi að Snæ- bjarnarstöðum í Fnjóskadal, og þar ólst Margrét upp í foreldra- garði. Eftir að Magnús Sigurðs- son bóndi og kaupmaður að Grund missti fyrri konu sína, réðst Margrét til hans sem bú- stýra. Síðar giftust þau og áttu eina dóttur, Aðalsteinu, en hjóna- bandið var skammvinnt, þar sem Magnús lézt árið 1925. Hélt Mar- grét þó áfram stórbúskap á helm- ingi jarðarinnar og var þar bæði bóndi og húsfreyja næstu 12 ár, er hún giftist Ragnari Davíðssyni frá Kroppi, nú hreppstjóra Hrafnagilshrepps. Síðustu árin hafa þau hjón rekið búskapinn á hálfr.i Grund í félagi við dóttur Margrétar, Aðalsteinu, og mann hennar, Gísla Björnsson. Margrét á Grund var frá fyrstu prýðilega vaxin húsmóðurstarfi á stóru heimili. Hélt hún uppi þeirri rausn, er höfuðbólinu sæmdi og ávann sér vinsældir og virðingu sveitunga. Kann hún vel að taka á móti gestum og ræða við þá. Er henni hugleikið að halda uppi þeim anda, er fylgt hafði Grund gegnum aldir, og kirkju þá, er maður hennar hafði reist á staðn- um og gefið söfnuðinum, lætur hún sér mjög annt um, — að hún ekki tapi í neinu þeirri fegurð, er þangað hefir um árabil dregið gesti hvarvetna af landinu. Megi ævikvöld frú Margrétar verða bjart og fagurt. J. Ó. P. Árbók Þingeyinga. Blaðinu hefir borizt nýtt rit, sem hóf göngu sína í sumar. Nefn- ist það Árbók Þingeyinga, og eru útgefendur Suður- og Norður- Þingeyjarsýslur og Húsavíkur- kaupstaður, en útgáfustjórn skipa: Jóhann Skaptason sýslum., sr. Páll Þorleifsson, Jónas Helga- son, Þórir Friðgeirsson, Páll Kristjánsson, Jón Kr. Kristjáns- son og Bjartmar Guðmundsson. I þessum fyrsta árgangi árbók- arinnar er margt greina, sagna og ljóða. Skal þar m. a. nefna grein með myndum um Byggðasafn Þingeyinga að Grenjaðarstað eft- ir Pál H. Jónsson, Hvað óttast minn vin? e. sr. Sigurð Hauk Guðjónsson, söguna Gestir eftir Sóleyju í Hlíð, Sýsluhókasafnið í Leirhöfn eftir P. Þ., ljóð eftir Eg- il Jónasson, Benedikt Björnsson, Guðmund Þorsteinsson frá Lundi, Þórólf Jónasson og Brynjólf Sig- urðsson. Auk þess eru margir fróðleiksmolar um atvinnulíf og menningarlíf í Þingeyjarsýslum. Ritið er vel út gefið, fróðlegt og skemmtandi í senn, alls 210 blaðsíður. Eimreiðirt á 65. óri. Blaðinu hefir borizt 1.—2. h. þessa árs af Eimreiðinni, og er þetta 65. árgangur hennar. Er þetta all-hár aldur á íslenzku tímariti, en meðal þeirra hefir Eimreiðin jafnan setið fyrir há- borði, enda hefir jafnan verið til hennar vandað og hún flutt les- endum sínum mörg ilmblóm úr högum íslenzks skáldskapar og fagurfræði. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi er nú einn ritstjóri hennar, en undanfarin ár hafa rithöfund- arnir Guðm. G. Hagalín, Helgi Sæmundsson og Indriði G. Þor- steinsson starfað að ritstjórn með honum. í kynningarorðum rit- stjóra aftast í þessu hefti er skýrt frá ýmsum nýmælum, sem koma eiga til framkvæmda á þessu ári, og má þar til nefna sérstaka þætti um leiklist, myndlist og tónlist, auk verðlaunaspurninga (get- rauna). Meðal efnis í þessu hefti má geta viðtals ritstjórans við Rík- arð Jónsson myndhöggvara í til- efni af sjötugsafmæli listamanns- ins, útvarpsleikritsins „Bókin horfna“ eftir sr. Jakob Jónsson og grein um Hans Hylen e. Ivar Orgland ásamt nokkrum ljóða- þýðingum H. H. úr íslenzku á norska tungu. Sögur eru í ritinu eftir franska Nóbelsverðlauna- skáldið Mauriac og Ragnheiði Jónsdóttur, ljóð eftir Þórodd Guðmundsson, Hjört Kristmunds- son, Ríkarð Jónsson og Ivar Org- land auk margs fleira forvitnilegs efnis. Allir unnendur íslenzkra fræða og bókmennta óska Eimreiðinni velgengni, meðan hún gegnir því hlutverki að halda uppi merki ís- lenzks skáldskapar og annarrar íslenzkrar listar. Fallegar barnamyndir. TeiknaSar af HALLDÓRI PÉTURSSYNI. Danskt útgáfufyrirtæki og prent- smið'ja „Diva Bogtryk“ hefir fátið gera kartonbækur (með tveim þykktum) með myndum af íslenzkum dýrum fyrir NOTIÐ fiLER í gluggana. ÞAÐ BORGAR SIG. Einkaumboð: Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h.f. Sími 1489. börn. Myndirnar hefir hinn vinsæli listamaður, Ilalldór Pétursson, teiknað. Eru teikningarnar af flestum eða öllum íslenzkum húsdýrum og alifuglum, svo sem: hundi, hryssu með folaldi, kisu með kettlingum, ám og lömbum, kú og kálfum, ennfremur villtum dýrum, svo sem hreindýri og fjallaref. Fuglamynd- irnar eru fjölbreyttar: örn, fjallrjúpa, svanur, æður, mávar, endur og kría. Hver mynd er í mörgum litum. Seinna mun þetta fyrirtæki gefa út dýramynd- ir frá hinum Norðurlöndtmum. Innkatipasamband bóksala h.f. hefir einkasölu á dýramyndum þessum hér á landi, og fást þær nú í öllum bókabúð- um, Verðið er kr. 22.00 (þykkri kart- on) og kr. 16,50, Myndaspjöldin eru Sterk og því erf- itt fyrir óvita-börn að „slátra“ þessari fallegu bók. íslenzk íbúöarhús. neínist glæsileg bók, er Almenna bókafélagið hefir nýlega gefið út og fjallar eins og nafnið bendir til um íslenzka byggingarlist. Er bók- in að meirihluta myndir af útliti húsa utan og innan auk teikninga af innréttingu þeirra, en auk þess eru þar 5 greinar, er varða hús- byggjendur og húseigendur. •— Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins skr.ifar um „Bókina og byggingarnar“, Helgi Hallgríms- son um eldhúsinnréttingar, Sveinn Torfi Sveinsson um einangrun og upphitun húsa, Jón Á. Bjarnason um lýsingu íbúða og Jón Sigurðs- son borgarlæknir um „Hollar í- búðir“. Auk þess er þar þýdd grein um liti og litaval. Myndun- um öllum fylgja skýringar. Hörð- ur Bjarnason og Atli Már hafa annazt útgáfu bókarinnar, en Pét- ur Thomsen tekið meirihluta myndanna. Þarna eru myndir af rúmlega 20 einbýlishúsum í Reykjavík, flest „villum“, allt að 167 ferm. að gólffleti, en einnig nokkrum fjölbýlishúsum, einnig í Reykja- vík. Ekkert hús utan Reykjavíkur er þar sýnt né teikningar annarra en „arkitekta“. Hefði þó verið æskilegt, að í bókinni hefðu einn- ig verið 3—4 myndir úr einhverju smáíbúðahverfinu, af húsum, sem láglaunamanni vær.i bært að rísa undir. Hefðu þá fleiri haft bókar- innar not. En eigi að síður er þetta hin eigulegasla bók, sem veitir bæði augnayndi og drjúg- an fróðleik. ^lþróttafréttir gV'- Jóhann Þorkelsson vonn Öldungakeppnina. Öldungakeppni Golfklúbbs Ak- ureyrar vann Jóhann Þorkelsson með miklum glæsibrag. Sigraði keppinauta sína með forgjöf í 71 höggi, en án forgjafar lék hann í 78 höggum og varð jafn núver- andi íslandsmeistara í þeirri keppni (og 2. manns í meistara- móti íslands), Hafliða Guð- mundssyni Akureyri. Tók Jóhann forustuna strax í upphafi og var aldrei í hættu fyr- ir öðrum. Hefir hann aldrei leik- ið betur en í sumar. Magnús Guðmundsson Akureyrarmeistari. Á Meistaramóti Akureyrar vann Magnús Guðmundsson og lék af miklu öryggi. Tók strax forustu í 1. hring og hélt henni til enda, án þess að nokkur næði að ógna hon- um. Sigraði hann í 300 höggum, sem er næstbezti ávangur, sem hér hefir náðst í Meistaramóti Akur- eyrar. (Beztum árangri náði Her- mann Ingimarsson á mótinu í fyrra, 298 högg). Annar varð Gunnar Konráðsson, þr.iðj i Gunn- ar Sólnes og fjórði Jóhann Þor- kelsson. Keppnin um 2., 3. og 4. sæti var mjög tvísýn allan sunnudag- inn, og fóru línur ekki að skýrast fyrri en í 8. hring, er Gunnar tók örugga forustu, í keppnl um Afmœlisbikarinn sigraði Gunnar Konráðsson. Firmakeppnin er nú hafin og í fullum gangi. Leggja keppendur sig þar mjög fram. Lýkur henni væntanlega í næstu v.iku. Hópferð K.A. KA fór hópferð til Sauðárkróks um fyrri helgi og háð.i þar kappleiki í knattspyrnu, hand- knattleik og sundi. Knattspyrnu fullorðinna vann KA 3:1 fyrri leik og 9:2 seinni leik. Hand- knattleiksstúlkur KA sigruðu með 4:3 og 4. flokkur ungra knalt- spyrnumanna 3:1. 1 sundkeppninni urðu þestir hlutskarpastir: 50 m. skriðsund: Óli Jóhanns- son KA 31.8. 50 m. baksundi: Eiríkur Ing- varsson KA 39.6. 50 m. baksundi kvenna: Erla Möller KA 45.6. 50 m. bringusund: Helga Har- aldsdóttir KA 44.1. 50 m. bringusund telpna: Sig- urbjörg Sigurpálsdóttir UMSS 44.4. Árangur telpnanna er ágætur, og er ánægjulegt fyrir Skagfirð- inga að hafa eignast þarna tvær sundkonur, sem eru þegar meðal hinna beztu hérlendis. Sigrún er kornung, og tekur hún miklum framförum í hverju móti. 400 m. bringusund karla: Þor- bergur Jósefsson UMSS 6:55.0. 50 m. bringusund karla: Guð- mundur Þorsteinsson KA 40.2. 50 m. skriðsund kvenna: Rósa Pálsdóttir KA 36.7. 50 m. skriðsund drengja: Odd- ur Sigurðsson KA 36.5. 50 m. bringusund drengja: ÓIi Jóhannsson KA 43.9. 4x50 m. bringuboðsund karla: KA 2:55.5. Akureyrarmet. í mótslok héldu Skagfirðingar veglegt kveðjuhóf fyrir KA-fól’k- ið, og héldu þar ræður Stafán Guðmundsson, Guðjón Ingimund- arson og formaður KA, Hermann Sigtryggsson. Allir voru ræðu- menn sammála um nauðsyn þess, að meiri samvinna væri á íþrótta- sv.iðinu með norðlenzkum íþrótta- mönnum. Ferð þessi var hin á- nægjulegasta, og voru allar mót- tökur á Sauðárkróki með ágæt- um. ---------□---------- I TILKYNNING FRÁ FRYSTIHÚSI K.E.A. Þeir, sem eiga mafvæli ó Frysfihúsi voru, sem geymd eru utan hólfa, verða að hafa tekið þau fyrir 28. ógúst. Eftir þann tíma verður geymsluklefinn frostlaus, vegna hreinsunar ó frystihúsinu fyrir slóturtíð. r — Auglýsið í Islendingi —

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.