Íslendingur - 21.08.1959, Page 7
Föstudagur 21. ágúst 1959
ÍSLENDINGUR
7
Kirkjan. Messað í Akureyrarkirkju
n.k. sunnudag kl. 10.30 f.h. Sálmar nr.:
26 — 239 — 354 — 358 — 314. — K. R.
Hjúskapur. Þann 15. þ. m. voru gefin
saman í hjónaband í Lögmannshlíðar-
kirkju brúð'hjónin ungfrú Pála Jóna
Björnsdóttir frá Melum við Akureyri
og Gísli Sigfreðsson, stud. polyt., Lög-
CARLM. SOKKAR
styrktir með perlonþræði.
Sérstaklega sterkir.
Verðið aðeins kr. 8.35.
Vöruhússð h.f.
ELANDAÐSR ÁVEXTIR
ÞURRKAÐIR
í lausri vigt og pökkum.
Úrvalstegund
frá Kaliforníu.
VöruhússS h.f.
TVÖ
LÆKNISHÉRUÐ
hafa verið auglýst laus til um-
sóknar og veitast frá n.k. áramót-
um, en það eru Siglufjarðarhérað
og Vopnafjarðarhérað.
Árni Vilhjálmsson fráfarandi
héraðslæknir á Vopnafirði er 65
ára gamall en Halldór KristJinsson
fráfarandi héraðslæknir á Siglu-
firði varð sjötugur í gær.
Nýju kjöi’dæiiiiii
Menntamálaráð samþykkir að láta
skrásetja öll listaverk Kjarvals og láta
taka ljósmyndir í litum af öllum meiri-
háttar verkum hans.
□
Skólameistaraembættið við Mennta-
skólann á Laugarvatni auglýst laust til
umsóknar vegna uppsagnar fyrrverandi
skólameistara á starfinu, dr. Sveins
mannshlíð.
Hjúskapur. 11. júlí s. 1. voru gefin
saman í hjónaband í Akureyrarkirkju
ungfrú Dagný Sigurgeirsdóttir og
Sveinn Olafsson rennismiður. Ileimili
þeirra er að Njálsgötu 7, Reykjavík.
Nonnahúsið er opið sunnudaga kl.
2.30—4 e. b.
Gjajir í Minningarsjóð Soffíu Stef-
ánsdóttur: Frá tveimur gömlum nem-
endum barnaskólans kr. 1000.00. —
Kærar þakkir. — H. J. M.
Dánardœgur. Nýlátin er í Fjórðungs-
sjúkrahúsinu frú Ingibjörg Eiríksdóttir
Reynivöllum 4 hér í bæ.
Áheit á Strandarkirkju kr. 100.00 frá
S. Á.
Ameríska hreinsiefnið
SPIC AND SPAN
til gólfþvotta og hreingerninga.
Ekkert skrúbb. Ekkert skol. Eng-
in þurrkun. Þér þurfið aðeins að
blautvinda klútinn eða þvegilinn
og strjúka einu sinni yfir og öll
óhreinindi strjúkast af á svip-
stundu. í 12 1. fötu þarf % bolla.
$Uutueéihin:%
LÍTIÐ INN í
Hússapnaverzl. Valbjörh
og kynnið yður verð og gæði hús-
gagna:
Borðsfofusett
Svefnherbergissett
Sófasett
Sófaborð
Útvarpsborð
Blómaborð
Svefnsófar
Skrifborð
Skrifborð
með bókahillu og
vínbar
Garðstólar
Góifteppi
Dívanteppi
Gardínustangir og
Áklæði
í miklu úrvali.
Ennjremur kynnið yður
hinar nýju
Valbjarkarhillur.
Húsgaflnaverzl. Valbjörh
Geislagötu 5. Sími 2420.
Samkvæmt nýju lögunum um
kosningar til Alþingis, verður
kjördæmaskipan svo sem um get-
ur í 5. grdin, svo sem hér segir:
A. Kjördæmi, þar sem kosnir
eru hlutbundinni kosningu fimm
alþingismenn og varamenn þeirra
í hverju kjördæmi:
1. Vesturlandskjördæmi: Borg-
arf j arðarsýsla, Akraneskaupstað-
ur, Mýrasýsla, Snæfells- og
Hnappadalssýsla og Dalasýsla.
2. Vestfjarðakjördæmli: Barða-
strandarsýsla, Vestur- í saf j arðar-
sýsla, ísafjarðarkaupstaður,
Norður-ísafjarðarsýsla, Stranda-
sýsla.
3. Norðurlandskjördæmi vestra:
Vestur-Húnavatnssýsla, Austur-
Húnavatnssýsla, Skagafjarðar-
sýsla, Sauðárkrókskaupstaður og
Siglufjarðarkaupstaður.
4. Austurlandskjördæmi: Norð-
ur-Múlasýsla, Seyðisfj arðarkaup-
staður, Suður-Múlasýsla, Nes-
kaupstaður og Austur-Skaftafells-
sýsla.
5. Reykjaneskjördæmi: Gull-
bringu- og Kjósarsýsla, Hafnar-
fjarðarkaupstaður, Keflavíkur-
kaupstaður og Kópavogskaup-
staður.
B. Kjördæmi, þar sem kosnir
eru hlutbundinni kosningu sex al-
þingismenn og varamenn þeirra í
hvoru kjördæmi:
1. Norðurlandskjördæmi eystra:
Eyj afj arðarsýsla, Akureyrarkaup-
staður, Olafsfj arðarkaupstaður,
Suður-Þingeyjarsýsla, Húsavíkur-
kaupstaður og Norður-Þingeyjar-
sýsla.
2. Suðurlandskjördæmi: Vest-
ur-Skaftafellssýsla, Vestmanna-
eyj akaupstaður, Rangárvallasýsla
og Árnessýsla.
C. Reykjavíkurkaupstaður er
sérstakt kjördæmi, þar sem kosn-
ir eru hlutbundinni kosningu tólf
alþingismenn og varamenn þeirra.
Tveir kjördagar.
I meðförum þingsins var svo-
hljóðandi bráðabirgðaákvæði
bætt við frumvarpið:
í kosningum þeim, sem fram
fara næst eftir gildistöku þessara
laga, skulu vera tveir kjördagar,
þó ekki í þeim kjördeildum, sem
eru að öllu leyti 'innan takmarka
kaupstaðar eða kauptúns.
Ef öll kjörstjórnin er sammála
og allir frambjóðendur eða um-
boðsmenn þeirra, sem mættir eru,
samþykkja, má kjörstjórn, þegar
kosningu er lokið hinn fyrri kjör-
dag, ákveða, að eigi skuli vera
fleiri kjördagar í kjördeildinni,
enda sé kjörbókin undlirrituð af
frambjóðendum og umboðsmönn-
um, sem samþykkt hafa. Hafi 80%
eða fleiri af kjósendum í kjör-
deildinni kosið eða fengið vott-
orð samkvæmt 82. gr., nægir ein-
róma samþykki kjörstjórnar til
slíkrar ákvörðunar.
Hinn fyrri kjördag skal setja
kjörfund kl. 10 árdegis og hinn
síðari kjördag kl. 12 á hádegfi.
★---------------------★
— f gnmnt —
Duglegur kennari hafði farið
með bekk sinn út í Friðriksborg-
arslot í Danmörku — og sýndi
honum þar stofu frá 17. öld.
„Segið mér,“ sagði liann við
einn af nemendum sínum, sem var
snjöll stúlka: „Hverju takið þið
sérstaklega eftir við þessa stoju?“
Hiklaust svaraði stúlkan:
„Hér er ekkert sjónvarp.“
Móðirin var að heimsœkja 10
ára gamlan son sinn í barna-
sjúkraliúsi. Hún fann að hún
þurfti að átelja liann. „Jody, þú
mátt ekki vera ónotalegur við
hjúkrunarkonuna þína. Geðjast
þér ekki að lienni?“
„Nei, mamma. Mig langar tU
að klípa liana í kinnarnar eins og
pabbi gerir, þegar hann kemur
liingað.“
Dag nokkurn kom bóndi akandi
að nokkuð breiðri á og spurði
fíflið Jamie, hvar bezt voeri að
fara yfir hana. Jamie sagði hon-
um það.
Maðurinn fór út í, en hestur-
inn botnaði þá ekki. Eftir mikla
erfiðleika tókst honum að koma
hestinum aftur upp á árbakkann.
Hann tók þá að ávíta Jamie af
miklum krafti, en ekki beint kur-
teislega. Hann spurði reiður hvers
vegna Jamie hefði gefið sér svona
skakkar upplýsingar.
Jamie svaraði rólega: „Nú, ég
hef oft séð endur fara hérna yfir
og þœr eru þó ekki eins langleggj-
aðar og hesturinn yðar.
★---------------------★
Aðsfoðar Friðrik.
Fullráðið er nú, að Ingi R. Jó-
hannsson skákmeistari verði að-
stoðarmaður Frliðriks Ólafssonar
stórmeistara á kandidatamóti í
Jugóslavíu, er hefst 6. sept. n. k.
★
HAFSKIPABRYGGJA
Á KÓPASKERI
í fyrradag lagðist Dísarfell að
bryggju á Kópaskeri, og er það
fyrsta stóra skipið er þar leggst
að. Undanfarið hefir verið unnið
að lengingu bryggjunnar og
dýpkun hafnarinnar. Fögnuðu
heimamenn þessum viðburðS, er
þeir telja marka tímamót í sögu
kauptúnsins.
★
RITSTJÓRASKIPTI
urðu nýlega við Morgunblaðið.
Lét Einar Ásmundsson hrm. af rit-
stjórn, en við starfi hans tók Matt-
hías Johannessen, sem undanfarin
ár hefir verið fréttamaður hjá
blaðinu, m. a. skrifað mörg eftir-
tektarverð viðtöl.
★
BRJÓSTMYND
AF LÁRUSI RIST
Hinum landskunna íþróttafröm-
uði Lárusi J. Rist sundkennara,
hefir verið reistur minnisvarði
við sundlaugina í Laugarskarði í
Hveragerði, sem Lárus kom upp
á sínum tíma og kenndi við árum
saman. Er þessi varði reistur af
gömlum nemendum hans í tilefni
af áttræðisafmæli Lárusar í sum-
ar, og verður varðinn afhjúpaður
á morgun.
Minnisvarðann gerði Ríkarður
Jónsson, en hann er brjóstmynd
á steindrangi.
★
HREINDÝRA-
VEIÐAR
liafa verið leyfðar í Múlasýslum
frá 7. ágúst undir eftirliti hrein-
dýraeftirlitsmanns, Egils Gunn-
arssonar á Egilsstöðum í Fljóts-
dal. Leyft er að fella 600 dýr, eða
jafnmörg og í fyrra, en þá voru
ekki felld nema 200. Veiðar þess-
ar eru erfiðar og lítt ábatasamar,
þar sem markaður fyrir hrein-
dýrakjöt hefir reynzt lélegur.
En veiðar þessar eru liður í
verndun hreindýrastofnsins og
eiga að koma í veg fyrir offjölg-
un.
ÞórSarsonar.
□
Landsþing Sambands íslenzkra sveit-
arfélaga háð í Reykjavík.
□
Biskup landsins visiterar í Norður-
Þingeyjarprófastsdæmi og hluta af
Norður-Múlaprófastsdæmi.
□
Andrés Björnsson skipaður dagskrár-
stjóri Ríkisútvarpsins og Sigurður
Bjarnason alþingismaður formaður Ut-
varpsráðs.
□
Brúðhjónin Ásdís Óskarsdóttir frá
Vík og Benedikt Gunnarsson listmálari
gefin saman að Lögbergi á Þingvöllum,
undir berum himni.
□
Matthías Þórðarson (frá Móum) rit-
höfundur og ritstjóri andast í Dan-
mörku.
NÝJA BÍÓ
Sími 1285
Föstudag kl. 9, laugardag kl. 5 og 9
og sunnudag kl. 5 og 9:
SUMAR í NAPOLI
Þýzk söngva- og gamanmynd í lit-
um. Leikurinn fer fram á fegurstu
stöðum Ítalíu, Capri, Salerno og
Napoli.
Aðalhlutverk:
WALTRAUT HAAS
CHRISTINE KAUPMANN
og tenórsöngvarinn
RUDOLF SCHOCK.
Sunnudag kl. 3:
GÖG og GOGGE
í Villta Vestrinu
CREPE-NYLON
Sundbolir
Verð kr. 262.00.
ÁSBYRGI
Ljósdrapplituðu
HANZKARNIR
koma um helgina.
Verzl. Ásbyrgi