Íslendingur


Íslendingur - 13.08.1965, Blaðsíða 2

Íslendingur - 13.08.1965, Blaðsíða 2
RITSTJOR! HREIÐAR JONSSON KA-sfrákar sigra fyrir sunnan KN ATTSP YRNUFLOKKUR KA í 4. fl. fór fyrir helgina í keppnisför til Suðurlands og kepptu fjóra leiki. Á föstudag kepptu þeir við jafnaldra sína á Akranesi og unnu þá með yfir burðum 8:3. Á laugardag var svo haldið til Reykjavíkur og keppt við KR. KA vann þann leik líka með 7 mörkum gegn 3. Á sunnudag kepptu þeir við Val og töpuðu þeim leik 5:2, síð ar sama dag léku þeir við FH í Hafnarfirði og unnu þann leik 3:0. Samtals léku þeir fjóra leiki, unnu þrjá og töpuðu ein um, skoruðu 20 mörk en fengu á sig 11. Má þetta teljast góður árangur. Á mánudag fóru dreng Afmælismót Þórs Iiélt áfram í gærkvöldi SEINNI keppnisdagur í afmæl- ismóti Þórs í frjálsum íþróttum fór fram í gærkvöld. — Keppt var í eftirtöldum greinum: 200 m hl. 800 m hl. kringlukasti, stangarstökki, hástökki og 4x 100 m boðhlaupi. Einnig var keppt í hástökki kvenna. irnir í skemmtiferð til Þingvalla og sáu síðan landsleikinn við íra um kvöldið. Drengirnir voru mjög ánægðir með ferðina, sem heppnaðist vel í alla staði. — Þjálfari og fararstjóri var Kári Árnason. . . i Víkingar í heimsókn UM sl. helgi kom hér í heim- sókn 4. flokkur úr Víkingi og lék hér tvo leiki við Þór. Fyrri leikurinn var á laugardag, og sigraði Þór í þeim leik með 5:2. Síðari leikurinn var á sunnu- dag, og sigraði þá Víkingur 2:1. Tal stóðst keppnina NYLEGA háðu skákmeistararn ir Tal hinn rússneski og Larsen hinn danski skákeinvígi til und irbúnings annars einvígis um heimsmeistaratign í skák. — Tefldu þeir 10 skákir, og er 9 var lokið, stóðu þeir jafnir, með 4^/2 vinning hvor. Síðustu skák- ina vann Tal, og hlaut þyí rétt- inn til áframhaldandi skákein- víga, áður en að sjálfum heims- meistaranum kemur. Heimsmeistðrakeppni í plægingu '1 „Ef endistu að plægja, þú akurland fær“, St. G. St. ALLAR búmenntaðar þjóðir telja það mikla íþrótt að kunna vel að plægja. Víða um lönd er keppt í þeirri íþrótt við mikla þátttöku, og árleg plóg- keppni ,um heimsmeistaratign, og titil hefur. farið fram nú um nokkurt skeið. Þykir sú keppni jafnan mikill viðburður, kepp- ast hinar beztu búnaðarþjóðir um að bjóða til hennar. Á hausti komanda verður slíkur leikur háður í Noregi. Eiga Norðmenn þá heiður sinn að verja, þar eð þeir hafa oft SVEINAKEPPNI FRI SEX sveinar frá Akureyri hafa verið valdir í sveinakeppni FRÍ sem hefst að Laugum n.k. laug ardag. Tilhögun þessarar keppni er sú, að stjórn FRl velur fjóra beztu sveina á landinu í hverri grein, sem síðan keppa saman. Á Laugamótinu verður einnig keppt í drengja- og kvennaflokki Þeir sem valdir hafa verið héð an eru: Halldór Matthíasson er keppir í spjótkasti, stangar- stökki og 80 m grind. Björgúlfur Þórðarson í kúluvarpi, Halldór Jónsson í 80 m grind, Haraldur Guðmundsson í 80 m grind, Frið rik Sigurðsson í 800 m hl. og Sig urður Ringsteð í hástökki. staðið framarlega á alþjóðavett vangi í íþrótt plógsins. Þrívegis sem ég man til hafa þeir skip að annað sæti við alþjóðaplæg- ingar, voru það feðgar tveir Odd ur og Árni Braut frá Jaðri sem þar voru að verki, og fyrir fá- um árum vann ungur bónda- sonur úr Líer-sveit nálægt Drammen heimsmeistarasigur í plægingum. Var engu minna um dýrðir við heimkomu hans að • unnum sigri heldur en þegar skiðagarparnir mestu koma heim sem sigurvegarar frá Norð urálfu eða alþjóðakeppni, og er þá langt til jafnað. Plægingamótið í haust fer fram á Hringaríki, á Sörum- bæjunum, í Steinsgrend, en það er rétt hjá stórbýlinu Steini þar sem Sigurður konungur sýr bjó ,svo sem Snorra verður tíð rætt um í Heimskringlu, og þar sem Ólafur Ilaraldsson ræddi við hálfbræður sína Harald, Guttorm og Halfdan um æsku leika þeirra og framtíðaróskir, svo sem frægt er í sögunni. Alls er von á 43 keppendum frá 23 löndum. Þeir eru frá flestum löndum hér í álfu og einnig frá Ástralíu, Nýja-Sjá- landi og Ameríku. Keppendur mæta 4. okt. og nota fyrstu dag ana til að búa traktor og plóg í hendur sér og æfa sig við þá staðhætti, sem þarna er um að ræða, og sem geta verið allfrá- brugðnir því sem er í heima- Magnús enn Akureyrarmeistari - Sigtryggur öldunganteisfari GOLFMEISTARAMÓT Akur- eyrar hefur nýlega fram farið með yfirburðasigri íslandsmeist arans, Magnúsar Guðmundsson ar, en úrslit í meistarakeppni urðu þessi: _ högg. Magnús Guðmundsson 305 Sigtryggur Júlíusson 315 Bragi Hjartarson 327 Hermann Ingimarsson 330 Hafliði Guðmundsson 336 Úrslit í 1. flokki: Hörður Steinbergsson 351 Jóhann Guðmundsson 358 í þessari keppni náði Her- mann Ingimarsson holu í einu höggi, sem er mjög sjaldgæfur viðburður, og lék hann þann hring í 34 höggum, sem eru 3 högg undir „pari“, sem kallað er. Sérstaka athygli vakti á mót inu afrek Sigtryggs Júlíussonar sem náði 2. sæti í meistara- keppni. Hann hefur lítið æft undanfarin 5 ár, unz hann í sumar tók að leggja nýja rækt við íþróttina og þá með þeim árangri að verða Öldungameist ari íslands í Landsmótinu og 2. maður í meistaramóti Akureyr arf — næstur hinum óvinnandi golfmeistara, Magnúsi Guð- mundssyni, og er þó Sigtrygg- ur með rúmlega hálfa öld að baki. SIGTRYGGUR VARD ÖLDUN GAMEIST ARI Öldungakeppni í GA fór fram í fyrrakvöld. Er það 18 holu keppni með forgjöf. Sigurvegari varð Sigtryggur Júlíusson með 68 högg nettó, annar Jón G. Sólnes með 74 högg og þriðji Jóhann Þorkelsson með 77 högg. Var keppnin lengi hörð milli 2ja efstu manna og munaði að- eins 2 höggum á þeim eftir fyrri hring. Sigtryggur Júlíusson reiðir til höggs. Ljósm.: II. S. löndum þeirra. Föstudaginn 8. okt. verður keppt í akurplæg- ingu, plægir hver keppandi teig sem er 0,2 ha. Laugardaginn 9. okt verða plægð gróin tún. Að kvöldi þess 9. lýkur mót- inu með hófi miklu — ,plógfest‘ — í ráðhúsi Oslóborgar, og þar verða verðlaunin afhent. Ekki eru veitt nema ein verðlaun — fyrstu verðlaun — og er það dálítill plógur úr skíra gulli. Minnismerki um mótið verð- ur reist þar sem keppnin fer fram. Myndhöggvarinn Stále Kyllingstad sér um gerð þess, en í því verða felldir steinar frá öllum þeim löndum, sem eiga keppendur á mótinu. Stále Kyllingstað er nokkrum íslend ingum kunnur, það var hann sem sá um að setja Ingólf á stalla í Rivedal 1961 og gerði stöpulinn sem Ingólfur stendur á. ' f sambandi við plógkeppnina verður efnt til búvélasýningar, og einnig verður þar fræðslu- sýning á vegum nefndar þeirrar í Noregi, sem vinnur að þátttöku í baráttunni gegn hungri sem velflest FAO-samtakalöndin standa að. Að mótinu loknu hefst ferða- lag um nokkur búnaðarhéruð Noregs, því auðvitað nota Norð menn þetta tækifæri til land- kynningar, enda koma ferða- mannahópar til Noregs í sam- bandi við mótið frá ýmsum lönd um, svo sem Danmörku, Sví- þjóð, Englandi, Þýzkalandi og jafnvel alla leið frá Japan. — Heimsmeistarakeppni í plæg- ingu er enginn hversdagsvið- burður, Til mikils heiðurs er að vinna fyrir þann sem sigrar og fyrir land hans og þjóð. Auðvitað (?) komum við ís- lendingar hvergi nærri þessum leik. Við verðum víst að láta okkur nægja að rifja upp frá- sögn Snorra um konunginn og stórbóndann á Steini og orða- leik sona hans og stjúpsonar. Það hefi ég raunar oft gert á ferðum um þessar slóðir, og heima á bæjarhæðinni á Steini þar sem sár vítt um akurlönd Sigurðar konungs og lendur þær, sem í haust verða plóg- land 43ja snjallra plógmanna frá 23 þjóðlöndum. Fagurt er einnig að lfta yfir þessa búsæld arsveit af húsahlaðinu heima hjá Stále Kyllingstad. Þar hef- ir listamaðurinn og frú hans sem er rithofundur nokkuð kunnur, búið um sig á svo sér stæðan og glæsilegan hátt, að öllum verður ógleymanlegt, sem eiga því láni að fagna að gista Kyllingstaðhjónin og njóta vin semdar þeirra og gestrisni. Fagurt er Hringaríki, Hringa (Framhald á bls. 7). ÍSLENDINGUy

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.