Íslendingur


Íslendingur - 13.08.1965, Qupperneq 5

Íslendingur - 13.08.1965, Qupperneq 5
Á HNOTSKOGI ÖTRÚLEGT en satt samt, að tveir litlir bókstafir breyti svo merkingu orðs, ef þeir falla úr, að helzt líkist byltingu í Rúss- landi! Óráðanlegt. Þannig var orðið, sem átti að standa í grein minni um sagnar og sögu slóð- ir. Óráðlegt, það orð komst gegnum prentvélina, hvort sem 'það er villupúkanum að kenna, eða pennaglöpum höfundar í handriti. Samt sem áður: Tákn- rænt fyrir margt í sögu íslend- inga. En ég var að tala um ann að í greininni. Dularfull fyrir- brigði, sem áður þóttu óráðan- leg, þ. e. óræð gáta. Annað kom og fram í tilefni af greininni og sem var óráðlegt, þ.e. ekki hent í að ráðast. Valinkunnur kunn- ingi sendi mér bréflínu og vildi ekki kannast við að það væri kaþólskan, sem fundið hefði upp að telja hin heiðnu fræði syndsamlega galdra, heldur of næmir siðbótamenn seinni alda. Nú er það eins og að tala við klettinn, að mæla við mig, ef ég vil við bregða að hugsa sjálf ur mitt ráð. Viðurkenni ég t.d. ekki þessa athugasemd kunn- ingjans. Þó kemur hér nokkurt bergmál, en að vísu ekki frá því, sem talað væri við klettinn, heldur ekki kletturinn að syngja sjálfur. Því að liann veit vel, að eyðileggingarstarf siðbótar- manna var aðeins bergmál af kaþólsku brautryðjendastarfi í sama dúr. Þar söng enginn klett ur af sjálfs sín siðbót, endur- ómaði aðeins það sem í aldanna djúpum lá. Jafnvel Guðbrandur Þorláksson, sem enginn getur horft framhjá, fremur en vold- ugri, velhlaðinni vörðu á öræf- um, var ekki saklaus í þessu máli. Svo að segja eini bauta- steinn hans er fögur útgáfa á biblíunni, sem þó margur mundi vilja án vera, ef Guðbrandur í þess stað hefði safnað og Mtið prenta stóra bók af fornum dönskum, sem nú eru gleymd- ir. Og séra Páll í SeMrdal, var hann ekki ein sarofeld hljóm- kviða og bergmál frá innsta eðli hinnar fornu kaþólsku, eins og fyrirrennarar hans og samtíðar menn vítt um Evrópu. Hér má koma að eftirmála, er lýtur að efni, sem varð formáli að síðari alda íslenzkri kristni, jafnvel fram á þennan dag: Guðsorða- bókaframleiðsM lútersks siðar á ísMndi, varð með þeim end- emum, að hvergi á byggðu bóli er önnur eins hugraun að Msa. Má svq að orði kveða, að fátt sé nýtiMgt í þeim bókmenntum annað en Passíusálmar Hall- gríms Péturssonar og ræður Haraldar NíeMsonar, að ó- gMymdum nokkrum úrvals sálm um núverandi þjóðkirkju, ortum eftir 1850. Rétt er að viðurkenna einnig Mynstershugleiðingar. En ÍSLEKDINGUR pví miður sést það ekki á titil- bMðinu að þessari virðingar- verðu og málfögru bók, að hún er þýdd af sjálfum Fjölnis- mönnum. Mundu þessi góðu verk ekki vera bergmál almúg- ans, alþýðunnar, sem alltaf hef- ir geymt margt af því bezta, sem með mannMgu eðli þrosk- aðist, alla leið úr ■ heíðnum dómi, án áhrifa frá því sem for- ráðendur voru að gaM utan í klettinn á mörgum stöðum og marga stund? Siðbótin lúterska, sem lög- tekin var á IsMndi 1551, þrjá- tíu og fjórum árum eftir upp- haf sitt í ÞýzkaMndi, tók að sér að ljúka verki hinnar síðustu og verstu katólsku héidendis, við að koma fyrir kattarnef heiðnum dómi og menningar- Mifum hans. Þegar kristni var tekin árið 1000, munu hugir manna lítt hafa breytzt um sinn og heiðnin haldið velli um lang- an aldur. Þjónar katólskrar kristni, sem sumir voru þó mik- ilhæfir menn, fundu þetta og það æsti þá til orrustu. Þættir þeir í skapgerð manna, sem heiðið eðli hafði mótað gegnum margar kynslóðir, strengdust til átaka gegn heiðindómi, eða því sem af honum var skyldast að varðveita. Lúterstrúin hlaut sömu örlög. Katólskan hélt þó velli mjög lengi eftir breyting- una. Þjónar hennar heyrðu hina gömlu hljóma í sál sinni, léku bara lagið til bræðravíga. Barátta með oddi og egg er ein- kenni ísMnzkra ráðamanna, sá „ismi“,, sem viðurkenndur skal, ráði niðurlögum jafnvel þeirr- ar fyrnsku, sem liggur eins og falinn eldur í þjóðareðlinu. En múgurinn hugsar sitt og er seinn til breytinga. Hann varð- veitir forn verðmæti af aMfli, meðan stætt er á hólminum, en hlýtur afhroð og geldur Torfa- lögin — í þögn. Meðan heiðnir forráðamenn berjast fyrir kat- ólsku, breyta síðan eftir nokkr- ar kynslóðir um hjúp og berjast sem katólskir fyrir lútersku og eyðileggja mikið af bókum og öðrum menningarverðmætum, með ofstæki og galdrahjátrú, þegar þeir eru orðnir lúterskir, — situr alþýða manna þrumu- Mstin og skilur hvað er um að vera. Hér er aðeins valda- barátta gömlu Sturlunga-aldar í algMymingi. Tímarnir hafa bara breytt aðstæðunum og menningarformunum. Upp yfir gnæfir svo einstaka trúarhetja. Sagnfræðingar valda sjálfum sér mikilli fyrirhöfn við heila- brot um, hvers vegna Sturlunga öldin bjó yfir svo miklum and- stæðum, sem raun ber vitni. — Annars vegar blómgast sagna- list og bókagerð meðal frið- samra viturra spekinga. Hins- vegar blikar á vígreiðir grimm- lundaðra ofstopamanna sem að vísu eru það mikil glæsimenni, og atgervismenn, og komast svo skyndilega í fremstu raðir, að svo virðist sem ýmsir þeirra hafj stokkið alskapaðir út úr höfðí hinnar grísku Aþenu. Hér liggur hundur grafinn, þótt grunnt sé á honum. Meðan rit- spekingar horfa skyggnum aug um á örlög þjóðar sinnar og skapa af tilefnum og með sökn- uð í huga, bókmenntir um horfna gullöld í hillingum, sníð ur sundurlaust þjóðfélag, — sem eins og íslenzkur úrvals- höfundur hefir sagt, var að verða forngripir meðal þjóð- anna, — afreksþrá og frægðar- löngun ungra vaskleikamanna of þröngan stakk á eina hlið, of í'úman á aðra.' Allt tekur að loga í óeirðum. Sturlu Sighvats syni hinum vígsterka og ætt- mönnum hans, hafa eflaust bor ist'fregnir af ógnarveldi Djengis Khans og Ogdai Khans, sem náði alla leið inn í Evrópu. Slíkir menn geta orðið fyrirmyndir. Þeir eru stjörnurnar á himni samtíðarinnar. Auk þess getur 20. aldar mönnum orðið erfitt að neita því, að Hú’nablóð hafi runnið í æðum einhverra land- námsmanna, og þá niðja þeirra. Um þjóð Djengis Khans er það vitað, að hún var af Húna-ætt- um. Og þó að allt þetta sé um svo langan veg að sækja, að fararefni hrökkvi fáum, verður jafn kostnaðarsamt að neita lík indum. En eins og vit og snilld Snorra Sturlusonar minnir á herstjórnarlist mongólsku Khan anna, svo draga sér í lagi íslenzk ar galdra-ofsóknir dám af vatns veitu-eyðileggingum Mongóla í Mesópótamíu. S. D. HERFERD GEGN HUNGRI Ávarp framkvæmdanefndar HGH TVEIR M'iðj-U'-hlutar -mann- kyns, um tvö þúsund milljón ir manna, búa við hungur. . • - • * < *' '*•'■■''.■ *. Bilið milli þessa' h{utg mapn- kynsins og íbúa iðnþróaðra ríkja breikkar stöðugt, eins og sjá má af því, að s.l. ára- tug hafa meðaltekjur vaxið um 200 dollara á hvert mannsbarn víða á vestur- löndum, en ekki nema um 10 dollara á mann í vanþró- uðum ríkjum. Enda er ævi- skeið íbúa vanþróaðra landa 30—35 ár eða helmingi styttra en í Evrópu. Öllum, sem kynnt hafa sér þessar staðreyndir, má vera ljóst að heill mannkyns er undir því komin, að þetta bil verði brúað. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 1961, að samtökin skyldu beita sér fyrir því, að hag- vöxtur vanþróaðra ríkja verði a. m. k. 5% árlega fyr- ir lok þessa áratugs. U Thant framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, hefir lýst því yfir, að með þessu móti megi tvöfalda lífskjör íbúa van- þróaðra ríkja innan næstu 25—30 ára. Matvæla- og land búnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna hóf þegar skipu- lagningu á svonefndri Her- ferð gegn hungri, en það er sjálfboðastarf, sem nú er rekið víða í löndum, og fer vaxandi. Vandamál vanþró- aðra ríkja er fólgið í því, að þau skortir bæði fjármagn og þekkingu til þess að nýta auðlindir sínar sjálf. Her- ferð gegn hungri miðar að því, að íbúar iðnþróaðra ríkja hjálpi íbúum vanþró- aðra landa til þess að hjálpa sér sjálfir. Þessi viðleitni hefir þegar borið mikinn ávöxt, en betur má. Þó að þjóðartekjur íslend- inga séu þriðjungi meiri en bezt gerist í vanþróuðum ríkjum, hafa íslendingar enn ekkert lagt fram til þessa mikla sjálfboðastarfs. — Nú hafa 11 landssambönd æsku- fólks, Æskulýðssamband ís- lands, stofnað framkvæmda- nefnd Herferðar gegn hungri sem mun kynna vandamál vanþróaðra ríkja héi'lendis og vinna að því, að íslend- ingar leggi fram sinn skerf í þessum alheimsátökum við hungrið. íslendingum mun auðskilið, hvern ábyrgðar- hlut þeir bera í þeirri bar- áttu. - Skroppið austur í Svartárkot ÓMAR FRÁ ÆVIDÖGUM, nefn ist ljóðabók, sem blaðinu hefir borizt, eftir Kristin Bjarnason, afkomanda Bólu-Hj álmars, óg er hún nær 11 arkir að stærð. Ekki hefur oss gefist tóm til að lesa hana vandlega, en henn ar mun verða getið nánar síð- ar. SKINFAXI 1964 og 1,—2. h. 1965 hefur blaðinu borizt. — í fyrra árgangi skrifar Stefán Ól. Jónsson um starfsíþróttir (sem sumir vilja kalla keppni í starfs leikni), þar er útvarpsræða Christian Brönding um norræn an lýðháskóla á íslandi, skák- þáttur, afrekaskrá UMFÍ, frá héraðssamböndunum o. m. fl. í nýjasta heftinu er skýrt frá tilhögun hins merka Laugai'- vatnsmóts UMFÍ, sem nýlega var haldið sem eitt fjölmenn- (Framhald af blaðsíðu 8). Við spyrjum hann um bíla- ferðir, og telur hann þær fara vaxandi. Á einni viku í sumar hafi m. a. 9 háfjallabílar rennt þar um hlað ýmist ofan af ör- æfum eða á leið inn á þau. Þá berst tal okkar að veiðivötnun- um tveim, sem þar er skammt á milli, og hann fræðir okkur um það, að minkurinn sé orð- inn ískyggilega ágengur við vötnin. Sonur hans hefur feng- izt við minkaveiði og náð 17 minkum í vor með aðstoð ágæts minkahunds úr búi Carlsens minkabana. Sennilega hefur sá hundur verið annar tveggja, er geltu að okkur, er við ókum í hlaðið. Minkarnir halda sig asta íþróttamót, sem háð hefur verið á landinu til þessa, stutt lýsing af skólasetrinu Laugar- vatni e. Bjarna Bjarnason skóla stjóra, minningar nokkurra ung mannafélaga frá fyrri lands- mótum, knattspyrnuþáttur, skákþáttur, afrekaskrá o. m. fl. Ritstjóri ritsins er sr. Eiríkur J. Eiríksson þjóðgarðsvörður. mikið við þessi silungsvötn inn af Bárðardal, búa um sig í bökk um þeirra, og mun ærið verk- efni að halda þeim í skefjum, hvað þá útrýma þeim af þess- um slóðum. Þá hafa einnig ver- ið unnin 4 greni í afréttum og byggð og hefur minkabaninn Tryggvi sonur Harðar, einnig lagt hönd að verki þar ásamt Þóri Ingjaldssyni á Öxará sem annast hefur grenjaleitir og grenjavinnslu nokkur undanfar in ár. Meindýrin geta oft tafið bóndann frá hinum daglegu bú störfum, og er hætt við, að slík aukastörf fari fremur vaxandi en minnkandi. Ef betur hefði staðið á, mund um við hafa forvitnast um ým- islegt fleira, og var þó förin ekki farin í því skyni, heldur til að sjá eitthvað af landinu okkar, meðan aðrir landar eyða sumarleyfinu í Suðurlöndum eða vestan hafs. En þess vil ég að lokum geta, að nafn þessa stórbýlis inn af Bárðardal er næsta villandi. Mætti höggva aftan af því fjóra stafi. J.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.