Íslendingur


Íslendingur - 13.08.1965, Qupperneq 4

Íslendingur - 13.08.1965, Qupperneq 4
BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA f NORÐURLÁnDSKJÖRDÆMI EYSTRA Kemur út hvern íöstudag. — Útgeíandi: KJÖRDÆMISRÁÐ. — Ritstjóri og ábyrgðar- xnaður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1, sími 11375. Auglýsingar og afgreiðsla: BJÖRGVIN JÚLÍUSSON, Helga-magra stræti 19, sími-12201. Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 107 (Útvegsbankahúsið) III. hæð (innst). Sími 11354. Opið kl. 10-12 og 13.30-17.30. Laugardaga kl. 10-12. Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri. Hvað vilja Framsóknarmenn? SVO nefnist ein kaflafyrirsögn í sunmidag&pistlr Tímans 8. þ. m., og er ekki seinna vænna að velta þeirri spurningu fyrir sér. Allt bendir tiJ, að Framsóknarmenn vilji fyrst og fremst komast í ríkisstjórn, svo sem gefið er í skyn í niður- lagi kaflans: ' „Aðeins sterk og samstillt stjórn, sem hvíiir.á breiðum grundvelli getur fengizt við þessi vandamál svo að vel sé.“ Vanstilling Framsóknarmanna yfir því að vera utan stjórnar tvö samfelld kjörtímabil leynir ekki á sér, enda málflutningur Tímans eftir því. Óábyrgari stjórnarandstaða hefur aldrei verið rekin á Jslandi, hvað þá í öðrum menn- ingarlöndum, og má þá telja kommúnistablöðin með. Sum- ir 'kunna að segja, að slíkt sé ótrúlegt, en blöðin tala sínu óyggjandi máli. Eitt aðal-„vopn“ Framsóknar í baráttunni gegn ríkis- stjórninni eru hækkandi fjárlög frá einu ári til annars. Það telur hún benda á sukk og óráðsíu. Samtímis gengur hún fram fyrir skjöldu í öllum launakröfum stéttanna og telur þær sjaldnast nægilega háar, og ættu þó Framsóknarmenn sem aðrir að vita, að útgjiild ríkisins eru í beinum tengsl- um við almennt launakerli á hverjum tíma. En annað er að vita en viðurkenna á því heimili. Samtímis því, sem Framsókn ýfir sig yfir háurn útgjöld- um hins opinbera, berst hún skelegg gegn hverri tilraun til tekjuöflunar, er mæta skal útgjöldunum, s. b. ummæli hennar um hækkun söluskattsins á sínum tíma. Hún ræðst á ríkisstjómina fyrir að hafa náð tekjuafgangi framan af valdaárum hennar, — nú fyrir greiðsluhallá. Hvorugt finnst henni samandi: að ríkisbúskapurinn beri sig eða beri sig ekki! I þessari sömu Tímaklausu stendur skrifað: „Framsóknarmenn hafa lagt til, að fyllsta aðgæzla yrði höfð í ríkisrekstrinum og reynt að sporna þar gegn hvers konar óþarfa eyðslu, sukki og tvíverknaði." I lvað varðar aðgæzlu í ríkisrekstrinum og sparnað á út- gjöldum ríkisins má minna á örfáar tillögur Framsóknar í þá áttina, en áf mörgum er að taka. í'rír þingmenn Framsóknar flytja tillögu um fjárhagsleg- an stuðning ríkisins við orlofsheimili. Kynni að kosta eitt- hvað. Tveir Framsóknarþingmenn flytja tillögu um undirbún- ing löggjafar um embætti lögsögumanns. Ekki yrði hann ólaunaður. Framsóknarmaður flytur ásamt Hannibal Vald. frv. til laga um verkfræðiskrifstofu Vestfjarðakjördæmis. Tæplega yrði luin „gratis“. Tveir Framsóknarþingmenn flytja tillögu um þjóðarat- kvæðagreiðslu um samkomustað Alþingis. Hvað kostar þjóðaratkvæðagreiðsla? Tveir Framsóknarþingmenn flýtja frv. til laga um verk- fræðiráðunauta ríkisins á Norður-, AúStur- og Vesturlandi. Myndi það ekkert kosta? Og loks flytja 6 þingmenn Framsóknar frv. til laga um sjö nýja héraðsskóla, og fylgir í greinargerð, að gert sé ráð fyrir, „að ríkið kosti héraðsskólana AÐ ÖLITJ LF.YTI, bæði byggingu þeirra og rekstur“. — Dálítill böggull, að manni finnst til að byrja með. Tækifærispólitík Framsóknar er orðin mörgum leið, og þá engu síður gömlum áhaugendum hennar en hlutlausu fólki. Hvergi er unnt að henda reiður á því í málgögnum flokksins, hvað hann vill, og niðurstaðan verður því alltaf á eina lund: Framsókn vill komast aftur í ríkisstjórn. Það er leitt fyrir annan stærsta stjórnmálaflokk landsins (eða það var hann við síðustu kosningar), að eiga enga aðra hug- sjón en þessa eina. Tíminn þarf því ekki að halda spurn- um fyrir því lengur, hvað Framsóknarmenn vilji. Kjósend- ur hans og raunar allur landslýður er farinn að skilja það. EC HEF • alltáf gaman af alls konar tölum, og. því [yrir- bæri, sein kallað er á erlendu hiáli „Statistik" etia ciuhvað þess hátt- ar. I'ess vegna greip ég Hagtíðindi fegins hendi, þar sem ég kom inn í skrifstofu hér í bænum og rakst þar fljótlega á skrá yfir bilaeign Islendinga, sem eykst árlega nreira en þjóðin sjálf. Þar segir að í landinu hali verið x árslok 1964 31924 bilreiðir, og þar sem í þeim flota eru 417 stx'xrbifreiðir (al- menningsbifreiðir), sem taka allt að 40 inanns, þá ætttx engin vand- kvæði að véra á því, að allir Is- lendingar geti labbað samtímis út í bilreið og ekið eitthvað að heim- an. Að vísu ertx nokkuð margar vörtxbifreiðir með aðeins 2ja til 3ja manna rúmi, en þar sem veru- legur hluti af þjóðinni eru börn innan við-5 ára aldur, er ekkert athugavert við að sitja undirþeim, svo að fleiri höfuð verði i hverj- um venjulegum bíl en hann er gclinn út fyrir. Þá a’tti þetta að geta tekizt með góðu móti. Ef ein- hver afgangur verður getur hann tvímennt á 308 biíhjólum. EN AÐ ÖLLU gamni slepptu, þá skiptust bifreiðategundir þannig um sl. áramót: Fólksbifreiðir 7 farþega og færri 25228, átta far- þcga og flciri (þar í strætisvagn- ar) 417 og vörubifreiðir 6279. Af þessum flota var Reykjavík að sjálfsögðu í hæsta sæti með 13729 bifreiðir alls, næst Gullbringu- og Kjósarsýsla ásamt Hafnarfirði með 2890 og í 3. sæti Eyjafjarðarsýsla og Akureyri með 2044. llifreiða- tcgundir eru ótrúlega margar, eða 113 af fólksbifreiðum og 109 af vörubifreiðum, og er það mál út af fyrir sig í sambandi við vara- hlutainnkaup að leyja innflutn- ing á hvaða bifreiðategund í heiminum sem er. Af fólksbifreið- urn voru 12.2% af tegundinni Ford, 12.0% fólksvagnar og 9.4% Willys jeppar. Af vörubifreiðum voru tvær tegundir langsamlega liæstar, Chevrolet með 20.2% og Ford með 19.1%. Langferðabif- reiðar voru til í hverjum kaup- stað og sýslufélagi ncma Stranda- sýslu, en tiltiilulega flestar, miðað VlSNA ÞÁHKAS&0T • BÍLAEIGNIN • ERFIÐLEIKAR SIGTJRJÓNS • 33% VERÐHÆKKUN Á VEITINGUM við alla bifreiðaeign, munu þær vera í ÁrnessýSlu. Svo tölum við ekki meira um það. ÞAÐ VIRÐIST margt blása í fang Sigurjóni Alþýðumanns- ins, að því er skilja má af skrif- um hans í síðasta blaði. Hann seg- ir mann hafa vaðið að sér á miðri götu og kveðið sig hafa farið mcð helv..is lygi um liann í blaðinu. En þetta var þá „vitlaus" maður, þegar til kom, þ. e. Sigurjón hafði einhvern tíma sagt eitthvað um allt annan mann og sættust þeir upp á það. En lesandinn er mjög litlu nær. VlSNA BÁLKUR Elli sækir að. Óð ég gerði oft til þín, á því sérðu litinn. Gömlu ferðafötin mín fara að verða slitin. Peli. Ennþá skín og yljar mér ástarsýnin bjarta, minning þín, sem ávalt er innst í mínu hjarta. Dofnar skinn og daprast trú, dvín að sinni bragur. Læknir minn og líkn ert þú langi vinnudagur. Á Þorláksmessu. Gleymast hríðar fannefld flóð, firðar blíðu vona. Enn er tíðin trygg og góð, tíminn Iíður svona. Byrgir iióla húmið grátt, hrekst af bóli skíma, gengin sól að legi lágt, líður tíminn svona. Kristinn Bjarnason (Ómar frá ævid.). EN SIGURJÓN náði sér fljótlega niðri. Hann tekur sig til rétt fyrir hádegið laugardaginn fyrir Verzl- unarmanna- og bindindismanna- helgina í ausandi rigningu og hrakviðri og stöðvar fólk á_ miðri götu, þ. á. m. frú klyfjaða inn- kaupatöskum, bögglum og mjólk- urbrúsum. Sigurjón kveður kon- una hafa verið afundna og arga, og hver skyldi vera hissa á því. Næst segist hann hafa hitt mann, sem okkur skilst hafa komið beint úr „Ríkinu“, og hann vill sem minnst láta tefja sig. Tveir strák- ar, sem hann stöðvar í mestu um- ferðinni sunnan við Kaupfélagið svara honum litlu, segjast ætla bara að fara eitthvað um helgina og eru svo hlaupnir. Enn reynir hann að stöðva mann og spyr, hvert hann ætli, en hinn spyr á móti: Hvern fjandann varðar þig nm það? og svona gengur það. Eina bjarta svarið, sem Sigurjón fær, er frá tveim ungum stúlkum, sem segja honum, að þær ætli í Vaglaskóg, og það er cina fólkið, sem 'svarar honum ekki út af. Enda segir Sigurjón, að þær verði „eflaust góðir gestir í Vaglaskógi". EKKI MUN Sigurjón hafa getað fundið óhentugri tíma til að for- vitnast um, hvar fólkið ætlaði að halda sig um helgina. Hann vel- ur mesta annatímann í mestu um- ferð vikunnar og í versta veðri hennar. Ekki von, að fólkið sett- ist á gangstéttarbrún og þyldi honum ferðaáætlun sína. En þar að auki virðist margt þcss fólks, er hatin stöðvaði þenna morgun í ösinni í miðbænum, hafa álitið hann einn þeirra, sem of snemma að morgni þess dags hefði fengið sér „eiiium of mikið“, og er varla unnt að lá fólkinu það, eins og á stóð. Hefði hann aðeins spurt til vegar sem ókunnugur maður á ferð, mundi hann hafa fengið greiðari svör. „Peli“ sltrifar: EG ER einn af mörgum, sem nenni ekki að bera með mér hitabrúsa og brauðpakka að heim- an á vinnustáð, enda neyti oltast einskis milli máltíða. Þó kemur það nokkrum sinnum fyrir, ef ég fer óvenju snemma til vinnu að morgni, að ég fer inn á sjálfsölu og fæ mér kaffibolla og fransk- brauðsneið með osti tim kl. 10 á morgnana eða um 4-Ieytið á dag- inn, ef ég sé fram á að komast ekki í kvöldmat fyrri en cinhverri tíma eftir 7, en þar á getur á ýmsu oltið, þar scm vinnutími minn er ekki fastbundinn. „NÝIÆGA gekk ég inn í sjálf- sölu KEA-kjiitbúðarinnar og vakli mér venjulegan skammt, brauð- sneið mcð ostflögu og kaffibolla, rétti stúlkunni við „kassann" hin- ar venjulegu 12 krónur, en hún kvað vanta 4 krónur upp á. Ég reiddi þær skilvíslega af hendi, en tók j’afnframt að hugleiða, hvort ekki mundi nú borga sig betur að stinga einhverju matarkyns í tösk- una sína á morgnana, er svo stór- felld verðhækkun verður á slíkum veitingum, cn ég hafði síðast koni- ið þarna 2—3 vikum áður. Mér er ekki kunnugt tnn, að auglýst haft verið liækkun á kaffi, brauðum, áleggi, sykri eða neinu því, sem við kaupum á ]icssum stiiðum, svo að a.ðalorsiikin fyrir 33% hækkun á einstökum skiimmtum hlýtur að' vera hækkuð laun.og svo eru sum- ir að halda því fram, að launa- hækkanir þurfi ekki að hafa neirt áhrif á verðlag. Sams konar hækk- un mun hafa orðið á báðum sjálf- sölustöðunum, Sigmúndar-„terí- unni" og Óskars-„teríunni“, en gott væri að heyra eitthvað um, hvort ekkcrt cftirlit sé með verð- lagi á slíkum stiiðum og þá um leið, á hverju svo gífurlegar hækk- anir byggjast," ÁFENGISS ALAN 1. apr. til 30. júní 1965 HEILDARSALA. Selt í og frá: Reykjavík Akureyri fsafirði Siglufirði Seyðisfirði kr. 76.990.705,00 kr. 8.162.030,00 kr. 2.705.975,00 kr. 1.602.280,00 kr. 2.773.920,00 Á sama tíma 1964 var salan eins og hér segir: Selt í og frá: Reykjavík Akureyri fsafirði Siglufirði Seyðisfirði kr. 64.222.685,00 kr. 7.514.160,00 kr. 2.116.150,00 kr. 1.543.975,00 kr. 2.223.370,00 Áfengisvamarráð. (Heimild: Áfengis- og tóbaks- verzlun ríkisins). 4 ÍSLENDINGUlt

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.