Íslendingur


Íslendingur - 02.06.1966, Blaðsíða 4

Íslendingur - 02.06.1966, Blaðsíða 4
ÍSLENDINGUR BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA f NORÐURLANDSIvJÖRDÆMI EYSTRA Kemur út hvern íimmtudag. — Útgefandi: KJÖRDÆMISRÁÐ. —- Ritstjóri: HERBERT GUÐMUNDSSON (óbyrgðarm.). — Aaglýsingar og afgreiðsla: ÁRNI BÖÐVARSSON, Norðurgötu 49, sími 12182. — Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 107 (Útvegs- bankahúsið) III. hæð (innst). Sími 11354. Opið kl. 10-12 og 13.30-17.30. Laugardaga kl. 10-12. — Setning og prentun: PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR h.f., Akureyri. AUKIN SAMVINNA UM SKIPTINGU ARÐSINS I GÆR runnu út flestir kaup- og kjarasamningar milli verkalýðsfélaga og vinnuveitenda. Viðræður um nýja samn- inga hófust víðast hvar fyrir nokkru og standa nu yfir. Hér á Norðurlandi hafa aðilar þegar gert með sér bráðabirgða- samkomulag, sem miðast við að samræma samninga hér við samninga syðra. Mun hávaðaminna hefur verið í kring um þessi tímamót en oftast áður. Aðrar umræður hafa dreift hugum manna að undanförnu, en þó ráða þær ekki úrslitum um meiri frið- semd í samningum nú en áður fyrr. Þar kemur til stóraukin samvinna samningsaðilanna og sívaxandi gagnkvæmur skilningur þeirra á högum hvers annars. Mat á samnings- grundvellinum byggist nú á þekkingu umfram óskhyggju, þótt enn skorti.á að skrefið hafi verið stigið til fu'lls. Þessari þróun ber að fagna sérstaklega, og vonandi heldur hún áfram stig af stigi í þeim samningum, sem nú standa yfir og öðrum lengra framundan. Friðsamleg skipting arðs- ins er tvímælalaust farsælasta leiðin til réttlátra hagsbóta hvers og eins og þjóðarinnar í heild. EINS KONAR BROS FKKI F.R orðið ljóst ennþá hvernig málum verður háttað innan nýkjörinnar bæjarstjórnar hér á Akureyri. Að því rekur J)ó öðum, þar sem fyrsti fundur bæjarstjórnarinnar verður væntanlega haldinn á þriðjudaginn kemur. Framsóknarflokkurinn lýsti því yfir þegar eftir kosningar, að hann teldi það nú sitt hlutverk, að hafa forystu í bæjar- stjórn, og skal ekki lá þeim ábyrgðartilfinninguna þá loks- ins þeir hafa uppgötvað hana í eigin barmi. Verður að vona að þessi nýlnnda hafi varanleg áhrif á flokkinn, þótt ekki lofi ummæli Dags í dag góðú í Jréim efnum. Dagur segir í dag, að :af Framsóknar hálfu komi til greina það sem blaðið kallar „ósamningsbundin forysta". En blaðið slær svona úr og í um þetta, brosir'í allar áttir með herptum " dráttum, að Framsóknar sið undir þvílíkum kringumstæð- um, og kemst ekki að annarri niðurstöðu en þeirri upphaf- legu, að Framsókn verði þó alltént að hafa forystuna. F.r hlezt á hlaðinu að skilja, að annars sé bænum voðinn vís. Þessi hálfvelgja er ekki stórmannleg „forystu“-hugsjón. Hún er aðeins dulbúið fyrirheit um að Framsóknarflokkur- inn muni hvernig sem allt veltist gæta eigin hagsmuna, og að hann muni ekki taka á sig meiri ábyrgð en samræmist þeim. Annað ekki. Þetta síðasta innlegg Framsóknar í umræðurnar um skip- un bæjarmálanna er vafalaust til lítillar uppiirvunar fyrir Alþýðuflokkinn, sem gerði það að meginatriði fyrir kosn- ingarnar, að mynda ábyrgan meirihluta, eins og AM komst að orði, til þess að „gára lygnu“ fyrrverandi bæjarstjórnar. F.kki yrði „ósamningsbundin forysta" Framsóknar til þess, eftir því sem kratar álitu fyrir kosningar. STÓR OG AFDRIFARÍK VERKEFNl FRAMUNDAN HIN NÝKJÖRNA bæjarstjórn Akureyrar á fyrir höndum að fást. við mörg stór og afdrifarík verkefni. Við úrlausn þeirra dugir ekki hálfvelgja eða einstrengingsleg sjónarmið. Víðsýni og þróttur ráðandi afla þarf til að koma, svo að framgangur málanna verði bæjarfélaginu sú lyftistöng, sem nauðsynlegt er. Stærstu verkefnin eru að koma á skipulegri vinnubrögð- um, eftir auknum kröfum og nauðsyn á samstæðari og örari nppbyggingu. Heildarskipulag af bænum þarf að gera á sem styztum tíma, og það þarf að miða við hagkvæma og íagra uppbyggingu bæjarins jcifnum hcindum. Fram- kvæmdaáætlun um bæjarframkvæmdir þarf að gera með sér- stcjkum undiráætlunum um stórverkefni, eins og gatnagerð og skólabyggingar. Og þannig rekur hvert verkefnið annað. Akureyri ríður því á. að bæjarstjórnin verði sem sam- stæðust, hvort sem hún verður skipt í meiri- og minnihluta <eða starfar á sama grundvelli og áður. Hagur og heill bæj- arins er það sjónarmið sem verður að ríkja um skipan bæj- arnlálanna. ÍSLENDINGUR 4 Ánægður með frammistöðuna, þótt I ekki tækist að sigral sagði Guðni JónssonJ fyrirliði Akureyrar- < liðsins IBLAÐIÐ l>að fyrirliða Ak- | ureyrarliðsins, Guðna Jóns- | son, að segja álit sitt á, I fyrsta leik liðsins að þessu sinni í nýbyrjuðu Islands- inóti í 1. deild. — Mér fannst við hafa al- gera yfirburði í leiknum. | Framlínan var mjög góð, og I við áttum mörg tækifæri, | sem því miður fóru forgörð- ’ ( um. Liðið var allt annað og 1 betra en það var í Noregs- ferðinni, náði betur saman. Kári og Valsteinn áttu góð- | an leik. — Mark Þróttar kom að- , eíns mínútu fyrir leikslok, og ég tel það eins og hverja | aðra óheppni eftir gangi 1 leiksins. Lið Þróttar var l ekki eins sterkt og ég bjóst I við eftir sigur þess í Reykja- i víkurmótinu. — Ég er ánægður með | 1 frammistöðu okkar, þótt okk ( ur tækist ekki að sigra. RITSTJÓRI: HREIÐAR JÓNSSON Valsteinn Jónsson hefur þarna komizt framhjá Jóni Björgvinssyni miðverði Þróttar. r Islandsmófið í knafíspyrnu hafið: Skolhæfnin og marksæknin brugSusi Akureyrarliðinu í fyrsta leiknum - en það gerði jafnfefli við Þrófí 1:1 Á MÁNUDAGINN og þriðju- dagskvöld voru leiknir fyrstu leikir í íslandsmóti 1. deildar í knattspyrnu í ár. Eru úrslit leikjanna birt á öðrum stað á síðunni. Akureyrarliðið mætti Þrótti, nýbökuðum Reykjavíkurmeist- urum, í fyrsta leik sínum. Lauk honum með jafntefli 1:1, en Ak ureyringar skoruðu sitt mark á 15. mínútu fyrri hálfleiks, sem var jafnframt fyrsta mark skor að í þessu íslandsmóti, og tókst Þrótturum ekki að jafna fyrr en undir lok leiksins. í stórum dráttum gekk leik- urinn þannig fyrir sig, að Ák- ureyringar höfðu yfirburði í samleik og hraða, sköpuðu sér fjölda marktækifæra á móti að- eins tveimur til þremur tæki- færum Þróttara. En æfinlega brást Akureyringum bogalistin, þegar að markinu kom. Skotin geiguðu eða klúðruðust, og eina mark þeirra varð fyrir hálf- gerða tilviljun. LÁN f ÓLANI. Lið Akureyringa mætti nú sem fyrr til fyrsta leiksins án telj- andi æfingar í keppni. Þó hef- ur Noregsför liðsins í síðustu viku án efa haft á það nokkur góð áhrif, enda þótt það tapaði báðum æfingaléikjunum þar. _ Þrátt fyrir æfingarleysið hóf Akureyrarliðið keppnina nú með meiri glæsibrag en oftast áður. Samleikur þess var ágæt- ur og hraði og úthald í viðun- andi lagi. En mjög skipti um, þegar að því kom að skora mörkin. Skothæfnin og mark- sæknin brugðust. Það var því lán í óláni, að leikið var við Þrótt, sem reyndist hafa á að skipa mun lélegra liði en við var búizt eftir sigur þess í Reykjavíkurmótinu nýlega. Akureyrarliðið vann eitt stig í þessum leik, dýrmætt stig, sem á að verða því uppörvun, þótt illa gengi að nýta góða möguleika. Það vantar aðeins herzlumuninn, til að reka hæfi- legan endahnút á góðan sam- leik. Að því verður væntanlega V HIÐ ÁRLEGA Vormót frjáls ■I íþróttamanna fer fram n. k. •“ föstud. á íþróttavellinum og •J hefst kl. 20.00. Keppt verður ’■ í 7 greinum, 100, 400 og 1500 *• m. hlaupum, kúluvarpi, \ kringlukasti, langstökki og keppt innan liðsins, að tengja þessa nauðsynlegu þætti traust- ar saman fyrir næsta leik, að þremur vikum liðnum. STADAN í I. DEILD ÞRÍR LEIKIR liafa nú fariö 1 fram í fslandsmóti 1. deildar \ í knattspyrnu. ÍBA og Þróttl ur gerðu jafntefli 1:1, ÍA í vann ÍBK með 2:1, og KR i vann Val með 1:0. | Staðan er því þannig: i KR 1 1 0 0 1:0 2 ÍA 1 1 0 0 2:1 2 J (BA 1 0 1 0 1:1 1\ Þróttur 1 0 1 0 1:1 lk ÍBK 1 0 0 1 0:1 0 t Valur 1 0 0 1 0:1 hástökki. Fer keppni einnig ’■ fram í sveina- og drengja- ■■ flokkum. Þátttökutilkynn- •" ingar berist Hreiðari Jóns- «“ syni, íþróttavellinum, símar 12722 og 11237. í 5 i: l Vormót frjálsíþróttamanna

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.