Íslendingur - 02.06.1966, Side 5
Nofekur orá í feelg
f 33. tbl. Dags er birt ræða
Ketils Indriðasonar bónda að
Fjalli í Aðaldal, Suður-Þing.,
er hann flutti 1. maí s.l. í Nýja-
Bíói á Akureyri. Ræða þessi
keinur mér þannig fyrir sjónir,
að belur liefði aldrei verið flutt.
Það vex hvorki maður né mál-
staður hennar vegna. Ég fæ
ekki annað séð, en hér sé á ferð
fullkomið landráðaskraf. Ég vil
spyrja, er liinn pólitíski vett-
vangur í dag, fær um að fá
svona ræður, slíkar hugsanir,
fram á sjónarsviðið? Ég segi
nei. Þjóðmálin ætti að ræða af
stillingu, án æsinga, en hér er
ckki því til að dreifa. Á Sturl-
ungaöld hefði enginn orðið
hissa. Er ekki meiri þörf á að
bera klæði á vopnin, en eggja
menn á upphlaup og lögleysur,
landráð og lagabrot? Hver græð
ir á slíkum aðgerðum? Varla
Ketill Indriðason eða flokkar
þeir, er hann talar fyrir. Þótt
mönnum líki ekki allar fram-
kvæmdir í landinu, verður að
rökræða þær, en ekki eggja til
upphlaups, eða jafnvel mann-
víga. Okkar fámenna þjóð ætti
að geta lifað í friði innbyrðis
sem út á við.
Menn eiga ekki að mála fjand
ann upp í liverju máli, sjá að-
eins svart, — heldur einnig
bjart. Hvað er sjónvarpið frá
Keflavíkurflugvelli? Ekkert
nema bíómyndir. Hvað hefur
bíó veriö starfrækt lengi hér á
landi? Því ekki banna það.
Hverslags þjóð erum við ís-
lendingar, ef við þolum ekki að
sjá bíómyndir? Hafa ekki út-
lendingar, til margra ára, verið
dreifðir um hér á landi? Er
langt síðan að þýzkt fólk fékk
hér aðsetursleyfi? Höfum við
tapað- tungu okkar við að um-
gangast það? Nei. En þýzka
fólkið hefur náð að tala ís-
lenzkuna furðu fljótt. En við
ekki lært þýzkuna. Ekki er
voðinn meiri þ'ar.
Þótt sett sé upp stóriðja hér
á landi, ætti það ekki að
skemma landsmenn. Getur ekki
komið aflaleysisár, síldar eða
fiskjar? Er þá ekki gott að
geta boðið starfandi fólki ein-
hvers staðar vinnu? Er ekki at-
vinnuleysi eitt stórt böl þjóða,
hvar sem er á hnettinum? Fólk
inu fjölgar líka í landinu. Er
það ekki staðreynd? Er ekki
sjálfsagt að líta fram í tímann?
Hvernig væri nú að rifja upp?
Hvað skeði í ráðherratíð Hann-
esar Hafstein? Símamálið. Var
því ekki mótmælt? Fóru ekki
bændur í hópferð til Reykja-
víkur? Hvort var Hannes Haf-
stein framsýnni en sá hópur
bænda, er reið fylktu liði til
Reykjavíkur til mótmæla?
Hver vill missa símann nú? Þó
. dýr sé. Lítum við ekki með
kinnroða nú til þeirra manna,
er þar voru á ferð, að mótmæla
jafn miklu þjóðþrifamáli og
. síminn var og er?
Nú á dögum virðist vera að
færast í vöxt að mótmæla. Allt-
af að rísa upp á skottleggina og
mótmæla. Flest mótmælin
verða þó að vindbólum. Menn
gréinir á; það getur verið rétt;
en allt ofstæki, rembingur og
kjaftháttur verður ekki til að
skýra málin, né veita þeim
brautargengi. Muna menn mold
viðrið, er breyting kjördæma-
skipunarinnar var á dagskrá?
Jú, það gekk nú ögn á. Mót-
mælum rigndi. Sveitirnar áttu
nær að eyðileggjast, réttur
kjósandans yrði drepinn í
dróma, og allt eftir þessu. Nú
heyrist varla á þetta minnzt, og
ekki verður upp tekið gamla
skipulagið.
Nýir tímar. Ný tækni. Nýjar
framkvæmdir. Allt þetta kall-
ar á stórhug, atorku og bjart-
sýni. Var ekki rétt, þegar til
bauðst, að taka því, er boðið
var landsstjórn íslands, af stór-
veldi, að gera veg úr varanlegu
efni, veg frá Keflavík til Hval-
fjarðar, þó þyrfti að leyfa her-
setu í 100 ár. Við vitum nú, að
þarna var hafnað máli, sem ís-
lendingar áttu umsvifalaust að
þiggja. Hersetan í landinu verð
ur hvort eð er fjöldamörg ár,
meðan stríðshættan er í heirn-
inum, sem sífellt er á veikum
þræði. Þá hefði verið kominn
steinsteyptur vegur, landinu að
kostnaðarlausu frá Keflavík til
Hvalfjarðar, hefði gæfa lands-
ins verið meiri, framsýnin
betri. Þá hefðu menn losnað
við að mótmæla vegaskatti,
vegna hins óhemju dýra vegar,
sem nú er keyrður gegn gjaldi,
þetta var framsýnin þá. En
gjald er víðar tekið af vegum
en á íslandi.
Mótmælt var búvöruskatti,
sem rennur til styrktar bænd-
um. En beðið um áframhaldandi
skatt á bændur til Bændahall-
arinnar í Stór-Reykjavík, skatt
sem aldrei verður afnuminn,
nema seldur verði hótelrekst-
urinn. Þannig er samræmið.
Mótmælt var á sínum tíma
rafmagninu, þegar Jón Þor-
láksson var að berjast fyrir raf-
væðingu landsins. Þá sagði
einn, þó greindur þingeyskur
bóndi, í mín eyru: „Veit ekki
mannskrattinn hvað hver metri
af rafvírnum kostar?“ Þannig
leit sá maður á það þjóðþrifa-
mál. Hver vill nú missa raf-
magnið? Þannig má lengi telja.
Og ekki skyldi mig undra, að
eftir nokkur ár, yrði þagað
þunnu hljóði yfir álmálinu svo-
kallaða, kísilgúrmálinu og fleiri
málum, sem í dag hafa fengið
andúð.
En mundu þá ekki þessar
hjáróma raddir, er nú skrækja
hæst, hljóðna við þá tilhugsun,
að hafa verið á móti framan-
greindum málum. Okurteisar
orðræður til dómsmálaráð-
herra, Jóhanns Hafsteins og
dr. Bjarna Benediktssonar for-
sætisráðherra svo og til Jó-
hannesar Nordal og Jónasar
Haralz falla dauð og ómerk, og
eru ekki til sóma neinum þeim,
er þau mælir, fyrr má nú vera
ofstækið og reiðihugurinn, það
eru ekki gáfuleg ummæli. Það
er ástæða til að mótmæla þeim.
Þau eru engar skrautfjaðrir á
framkomu Ketils Indriðasonar í
ræðustól 1. maí 1966. Ég held,
að svona ræðumennska skjóti
yfir markið, því betur. Við
viljum framfarir, ekki kyrr-
stöðu, nútíminn krefst þess. Er
ekki karlmannlegra að bíða, og
sjá hversu fram vindur en
hlaupa fram og verða sér til
minnkunar. Síðasta stríð vai’ð
mörgum þjóðum erfitt, það kom
líka við okkur íslendinga, en þó
fengum við að kynnast mörgum
nýjum tækjum, sem við gátum
fært okkur í nyt, og bera vegir
landsins þess vott. Ýmsar stór-
virkar vinnuvélar héldu leið
sína um landið, með góðum ár-
angri, við tókum þeim tveim
höndum, landið fékk nýjan svip,
og margar nýjar verksmiðjur
tóku til starfa, landi og þjóð til
blessunar.
Hversu er ekki öðru vísi um
að litast á heimili manna nú,
eða á fyrstu tugum aldarinnar,
nú eru stór steinhús byggð í bæ,
borg og sveitum. Heimilin hlý
og vistleg, með teppum á gólf-
um, stoppuðum og póleruðum
húsgögnum, nægum hita og
birtu. Viljum við missa þessi
þægindi? Nei, og aftur nei. Það
er velmegun á íslandi í dag,
blessun, sem við, er könnumst
við tvenna tíma, viljum ekki
skipta á. Okkur langar ekkert
í atvinnuleysi né fátækt, verzl-
unarhöft né ófrelsi. íslendingar
vilja lifa í friði og farsæld, við
kærleik og blessun, og framfar-
ir til lands og sjávar.
Jón G. Pálsson
frá Garði.
340 lestir til Húsavíkur
UM 340 lestir bárust af síld til
Húsavíkur á mánudaginn var
af tveim bátum. Síðan hefur
ekkert skip landað á Húsavík,
og ekki var von á neinu skipi
þangað um miðja'n dag í dag.
Þrjár nýjar ABbækur
ÚT ERU koninar lijá Alnienna
bókafélaginu þrjár nýjar bæk-
ur. Eru það ljóðabókin FAGUR
ER DALUR eftir Matthías
Johannessen, ritstjóra; LYÐIR
OG LANDSHAGIR, annað
bindi, eftir dr. Þorkel heitinn
Jóhannesson, liáskólarektor, og
fjórða bókin í Alfræðasafni AB,
MANNSHUGURINN, í þýðingu
Jóhanns S. Hannessonar, skóla-
nieistara.
Fagur er dalur er fimmta
ljóðabók Matthíasar Johannes-
sén og fyrsta ljóðabók hans,
sem AB gefur út. Er bókin í sex
köflum og er hún að ýmsu
leyti nýstárleg að efni og mun
örugglega vekja athygli. Ber
meginefni bókarinnar sterkan
svip af helztu viðfangsefnum
samtíðarinnar. Nefnast kaflar
bókarinnar Sálmar á atómöld;
Myndir í hjarta mínu; Hér slær
þitt hjarta, land; Goðsögn og
Friðsamleg sambúð.
Fyrsta ljóðabók Matthíasar
var Borgin hló, og kom hún út
árið 1958, Síðan hafa komið
ljóðabækurnar Hólmgönguljóð,
Jörð úr Ægi og Vor úr vetri.
Auk ljóðabókanna hafa einnig
komið frá hans hendi fjórar við-
talsbækur, ritgerðarsafn, leikrit
og fræðirit um bókmenntasögu.
Fagur er dalur er marzbók A1
menna bókafélagsins og er 150
bls. að stærð. Hún er prentuð og
bundin í Prentsmiðju Hafnar-
Kristján frá Djúpalæk:
fjarðar h.f. Hafsteinn Guð-
mundsson sá um útlit og um-
brot bókarinnar.
Lýðir og landshagir, síðara
bindi, eftir dr. Þorkel heitinn
Jóhannesson, háskólarektðr,
kemur nú einnig út, en
fyrra bindið kom út í nóvember
sl. í tilefni af sjötugasta afmælis
degi dr. Þorkels, en hann hefði
orðið sjötugur 6. desember sl.
Þetta síðara bindi af Lýðir og
landshagir eftir dr. Þorkel hef-
ur aðallega að geyma ævisögu
og bókmenntaþætti. Af þsim
mönnum, sem hann lýsir, má
nefna Jón biskup Arason, Skúla
Magnússon, Magnús Stephen-
sen, Tryggva Gunnarsson,
Tryggva Þórhallsson, Rögnvald
Pétursson og Pál Eggert Óla-
son. Ritgerðin um Magnús Step-
hensen þykir með því bezta,
sem Þorkell hefur ritað undir
þessa grein. í bókmenntaþáttun
um fjallar hann um Einar Bene-
diktsson og Knut Hamsun; eru
það fyrstu ritgerðirnar, sem
birtust eftir Þorkel á prenti og
eftirtekt vöktu. Ennfremur eru
þættir m. a. um Bjarna ThOr-
arensen, Stephan G. Stephans-
son og Guðmund Friðjónsson á
Sandi, Gunnar Gunnarsson og
Sigurð Nordal. í snjallri ritgerð
um Njálssögu gerir hann grein
fyrir byggingu og stíl sögunnar
og í tveimur öðrum ritgerðum
(Framhald á blaðsíðu 6).
SJÖxSJÖ TILBRIGDI
við hugsanir
Ljóð. Bókaútgáfan Sindur, Akureyri 1966.
KRISTJÁN EINARSSON
lióf ungur að yrkja og hefur
jafnan síðan verið athafna-
samur á ljóðaakrinum. Hef-
ur hann nýlega sent frá sér
áttundu ljóðabókina, þótt
enn sé um miðjan aldur.
Sumir Ijóðadómendur leitast
löngum við að sýna fram á,
að síðasta ljóðabók livers
höfundar sé „sú bezta“, þ. e.
að hverju skáldi fari fram
með aldri, aukinni þekkingu
og lífsreynslu. Hér verður
enginn samanburður gerður
á þessari og fyrri ljóðabók-
um Djúpalækjarskáldsins.
Það orti strax vel á ungum
aldri en hefur æ síðan vaxt-
að pund sitt vel, þótt ævi-
kjör þess leyfðu því ekki
langdvalir í lieimsborgunum
eða undir lieiðhimni suð-
rænna landa. Brauðstritið
liefur ekki náð að slökkva
þann eld, sem kviknaði í
ungu brjósti þess, en þó má
vera, að sá tregi, sem mjög
víða kemur fram í Ijóðum
þess, eigi sízt nú, sé að
meira eða minna leyti sprott
inn af áhrifum umhverfis og
lífskjara.
Enginn er Kristján efnis-
hyggjumaður, — síður en
svo. Þó finnst honum oft,
sem liann fari „villtur veg-
ar“, enda skírskotar heiti
einnar bókar hans til þess,
svo og þetta litla ljóð hans
í 7x7 tilbrigðum:
Sjáir þú í myrkrið mæna
mann, sem greinir engan
veg,
þreytulotinn, þöglan, einan.
Það er ég.
Mann, sem hefur launveg
leitað
ljóss, er öðrum skærra
brann,
ævilangt en ekki fundið.
Eg er hann.
Eru frosin orð á tungu,
augu sljó og brosin treg?
— Þú munt ekki þekkja
manninn.
Þetta er ég.
Kristján frá Djúpalæk
yrkir bezt undir þeim hátt-
um og í því ljóðformi, sem
þjóðinni hefur löngum ver-
ið hugstæðast og mun von-
andi lengi lifa, þótt að því
sé kappsamlega vegið nú til
dags. Þegar hann reynir að
söðla yfir á rímleysuna,
vinnur hann sin lélegustu
verk, s. b. óljóðið á blaðsíð-
um 19—20. Þá verður þessi
staka úr öðru ljóði lífvænni:
Bezt við rokkinn ríman
hljómar.
Reyn hve lokkar hennar
kliður,
er þú sokk um síðkvöld
prjónar.
Seztu á stokkinn hjá mér
niður.
Þótt Kristján færi ungur
að lieiman, leitar hugurinn
í mörgum Ijóðum hans heim
á bernskuslóðimar á nyrztu
ströndum, og kápusíðu þess
arar nýju bókar prýðir ljós-
mynd af brimsorfnum hnull-
ungum fjörunnar, sem var
fyrsti leikvangur drengsins
á Djúpalæk, — fjörunnar,
sem ýmist var
„kysst af bárum í sumar-
blænum
eða brimi sleikt og sorfin
í stormi og hríð“.
Og um þenna fyrsta leik-
vang segir:
Aldrei ég, fjara, unaði þínum
gleymi.
Glóðlieitur sandur um
greipar sem tími rann.
Og dásamleg undur frá
djúpsins óræði heimi,
öll dýrustu gull minnar ævi,
ég hjá þér fann.
Fer ég svo ekki frekari
orðum hér um, en tel Kristj-
áni óhætt að halda áfram að
yrkja.
J. Ó. P.
5 ISLENDINGUSL