Íslendingur - 02.06.1966, Side 6
Kornið flutt ósekkjað
til landsins
HINN 21. maí kom m.s. „Brú-
arfoss“ til Reykjavíkur með 250
tonn af ómöluðu og ósekkjuðu
korni, ókurluðum maís, sem
flutt var laust í lest skipsins.
Komið var tekið í Philadelphia
í Bandaríkjunum.
Þetta er í fyrsta sinn, sem
korn er flutt til landsins í slíku
ástandi. Að vísu er hér ekki
um stóra sendingu að ræða og
getur skipið að sjálfsögðu tek-
ið mikið meira magn ef slíkri
vöru, en þar sem hér er um
fyrstu tilraun að ræða sem gerð
er til þess að flytja korn inn
ómalað og ósekkjað, þótti inn-
flytjendum sem eru Fóður-
blandan h.f. heppilegt að taka
ekki meira magn að þessu
sinni. Korn þetta verður malað
hér og notað í fóðurblöndu.
- 3 NÝJAR AB-BÆKUR
(Framhald af blaðsíðu 5.)
gengur hann á vit gamalla
minja á Snæfellsnesi með eftir-
minnilegum lýsingum frá þeim
stöðum. I bókinni eru einnig
ræður eftir Þorkel og að lokum
ritskrá hans.
Bókin er febrúarbók AB og
er 350 bls. að stærð, prentuð í
Víkingsprenti h.f., en bundin
hjá Félagsbókbandinu h.f. Kápu
hefur Torfi Jónsson teiknað.
Mannshugurinn er fjórða bók
in í Alfræðasafni AB, en áður
eru komnar bækurnar Fruman,
Mannslíkaminn og Könnun
geimsins.
Sagt hefur verið, að merkasta
viðfangsefni mannsins væri mað
urinn sjálfur. Á stai'fsemi manns
hugans, hugviti og hæfileikum,
byggjast allar framfarir og þekk
ing í tækni og vísindum, og er
því eðlilegt, að um mannshug-
ann sé fjallað í bókaflokki um
þau efni.
Bókin Mannshugurinn kann-
ar og skýrir flóknasta líffærið:
hug mannsins. Heilinn er mið-
stöð skilnings og skynsemi, en
hvernig er starfsemi hans hátt-
að? Hvað er vitað um orsakir
eðlishvatanna, starfsemi heila-
frumanna, stjórn heilans yfir
líkamanum eða eðli minnisins
og getunnar til að læra. Þess-
um spurningum og ótalmörgum
öðrum er leitazt við að svara í
bókinni.
Bókina hefur Jóhann S. Hann ■
esson, skólameistari á Laugar-
vatni, íslenzkað. Er bókin 200
bls. að stærð með 110 mynda-
síðum. Atriðisorðaskrá fylgir.
Bókin var sett í Prentsmiðjunni
Odda h.f., filmur af texta gerð-
. ar í Litbrá h.f., en bókin prent-
uð og bundin hjá Smeetoffset, !
Weert í Hollandi. /j
Þegar m.s. ,,Brúarfoss“ var
smíðaður á sínum tíma voru
settar í lestár hans sérstakar
festingar svo að setja mætti þar
upp skilrúm þegar skipið flytti
laust korn. Að þessu sinni
var öll kornsendingin tekin í
fremstu lestina, þar sem skil-
rúminu hafði verið komið fyrir.
Korninu var skipað út í skip-
ið á þarin hátt, að slöngu var
lagt frá komhlöðunni út í skip-
ið og korninu síðan blásið um
borð í skipið. Útskipun korn-
sendingarinnar tók aðeins rúm-
lega klukkustund.
Ofan á kornið í lestinni var
settur segldúkur og lestartimb-
ur og síðan hlaðið sekkjavöru
þar ofan á.
Gera má ráð fyrir því að
þetta flutningafyrirkomulag á
korni spari ýmis konar kostnað
og því ekki ólíklegt að fram-
hald verði á því að korn verði
þannig flutt til landsins.
JÁRN
°g
STÁL
í úrvali.
slippstödin
PÓSTHÓLF 246 . SlMI (96)21300 . AKUREYRI
SUMARPEYSUR,
verð kr. 175.00
KÁPUR, mikið úrval
KJOLAR, margar gerðir
BLÚSSUR, mjög fallegar,
í 4 litum
MARKAÐURINN
SÍMI 1-12-61
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu
samúð og vinarhug við andlát og útför
INGIBJARGAR BALDVINSDÓTTUR,
Laxagötu 6.
Ólafur Magnússon, Magnús Ólafsson,
Sigríður Ólafsdóttir, Hrólfur Sturlaugsson
og bamabörn.
KA-sfúlkur í keppnisferð
Á MORGUN (föstud.) fer 18
manna hópur úr KA í keppnis-
ferð til Reykjavíkur. Eru þetta
meistara- og 2. flokkur kvenna.
Stúlkurnar keppa við Val og
FH, en Valur er íslandsmeistari
í meistaraflokki og léku Vals-
stúlkurnar úrslitaleik við FH
og sigruðu eftir harða keppni.
Fararstj. er Hafsteinn Geirsson.
Sumarmánuðina
júní, júlí og ágúst
verður
Amtsbókasafnið
opið alla virka daga
nema laugardaga
kl. 4—7 e. h.
Safnið verður lokað laug-
ardag fyrir hvítasunnu.
Bókavörður.
Danskar
SUMARPEYSUR
væntanlegar
fyrir helgi.
Yerzl. ÁSBYRGI
NÝKOMIÐ!
SANDALAR
sterkir, ódýrir.
Stærðir 24—45.
Verð frá kr. 151.00.
PLASTSANDALAR, kvenna,
breiðir, þægilegir og sterkir; verð kr. 162.00.
PLASTTÖFFLUR, 3 gerðir, ódýxar i
GÚMMfSKÓR, drengja,
með hvítum botnum og alsvartir.
SOKKAHLfFAR, allar stærðir
KNATTSPYRNUSKÓR, stærðir 33-46
PÓSTSENDUM.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
Skóbúð
ÍSLENDINGUR FER VÍÐA UM NORÐURLAND
auglýsingasími 11354
AÐALFUNDUR
KAUPFÉLAGS EYFIRÐINGA verður haldinn í Samkomuhúsi
hæjarins, Akureyri, mánudaginn 6. júní og þriðjudaginn 7.
júní 1966.
Fundurinn hefst kl. 10 árdegis mánudaginn 6. júní.
DAGSKRÁ:
• 1. Ráiinsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna
fundarins.
2. Skýrsla stjórnarinnar.
3. Skýrsla kaupfélagsstjóra. - Reikningar fé-
lagsins. - Umsögn endurskoðenda.
4. Ráðstöfun ársarðsins og innstæða innlendra
afurðareikninga.
5. Erindi deilda.
6. Framtíðarstarfsemi.
7. Önnurmál.
8. Kosningar.
Akureyri, 10. maí 1966.
STJÓRNIN.
tSLENDDSGUR 6