Íslendingur


Íslendingur - 23.06.1966, Síða 8

Íslendingur - 23.06.1966, Síða 8
- niðurstöðutölur á aðstöðugjaldaskránni eru kr. 13.532.900.00 BJARNI JÓNSSON úismiður KULM JÓN BJARNASON úrsmiður SAMHLIÐA skrá um álögð úl- svör í ár á Akureyri var á mánu daginn lögð fram aðstöðugjalda skrá. Aðstöðugjöld voru að Jjessu sinni lögð á 553 aðila, samtals krónur 13.532.900.00, þar af á 404 einstaklinga kr. I. 967.100.00 og 149 félög kr. II. 565.800.00. Aðstöðugjöldin eru miðuð við rekstursútgjöld sl. árs og reikn ast samkvæmt aðstöðugjalds- stiga, eftir tegund reksturs. Gjöidin í ár eru kr. 2.175.400.00 hærri samtals en í fyrra, en gjaldendum hefur fjölgað um 64. Samkvæmt aðstöðugjalda- skránni eru hæstu gjaldendur í ár þessir: Eftirtaldir aðilar bera yfir kr. 100.009.00 í aðstöðugjald: 1. Kaupfélag Eyfirðinga kr. 3.633.900.00 2. Samband ísl. samvinnufé- laga kr. 1.448.200.00 3. Utgerðarfélag Akureyringa h.f. kr. 607.400.00 4. Amaro h.f. kr. 281.800.00 5. Valtýr Þorsteinsson kr. 214.800.00 6. Bílasalan h.f. kr. 211.000.00 7. Slippstöðin h.f. ' kr. 210.500.00 8. Byggingavöftiv. T. Björns- - sonar kr. 205.900.00 9. Bifreiðaverkstæðið Þórs- hamar h.f. kr. 193.700.00 10. Kaffibrennsla Akureyrar h.f kr. 193.400.00 11. Súkkulaðiverksmiðjan Linda h.f. kr. 184.600.00 12. Valgarður Stefánsson kr. 150.200.00 13. Kaupfélag Verkamanna kr. 124.500.00 14. VaJbjörk h.f. kr. 124.400.00 (Framhald á blaðsíðu 3) Félög um kísilgúrinn stofnuð í byrjun næsta mánaðar: FRAMLEIÐSLUFÉLAG I MÝVATNSSVEIT OG SÖLUFÉLAG! HUSAVÍK UM SÍÐUSTU HELGI var haldinn stjórnarfundur Kís- iliðjunnar h.f. í nýbyggðu skrifstofuhúsnæði á athafna svæði kísilgúrverksmiðjunn- ar. Var þetta síðasti fundur bráðabirgðafélagsins, sem stofnað var um undirbúning kísilgiirvinnslunnar. Blaðið náði tali af Magnúsi Jóns- syni fjármálaráðherra, sem verið hefur stjómarformað- ur félagsins, og innti hann eftir fréttum af því, hvernig málin stæðu. — Nú eru tæknilegu vanda- málin að fullu leyst, sagði Magnús. Næsta skrefið er því að ganga endanlega frá stofnun framleiðslufélagsins og sölufé- lagsins, og ég býst við að það verði gert í byrjun næsta mán aðar. Framleiðslufélagið verður staðsett í Mývatnssveit og sölu- félagið í Húsavík. Með þeim stjórnarfundi undirbúningsfé- lagsins, sem við héldum um helgina, teljum við raunveru- lega að hlutverki okkar sé lok- ið, og við taki hið endanlega fyrirkomulag. — Allar framkvæmdir ganga eftir áætlun, svo að ekki er ástæða til að ætla annað en áætlanir um þær muni stand- ast. Fyrirtækin, sem taka við, munu efalaust verða mikil lyfti stöng fyrir Mývetninga og Hús víkinga, en til þessa reksturs hefur verið vel vandað, að mín- um dómi. Þá var um helgina haldinn almennur hreppsfundur í Mý- vatnssveit, vegna kísilgúrverk- smiðjunnar, og mætti stjórn Kísiliðjunnar h.f. á þeim fundi, að beiðni Mývetninga, og enn- fremur mætti þar dr. Finnur Guðmundsson fuglafræðingur. Tilefni þessa fundar var að ýms ir hafa óttazt, að náttúru og dýralífi væri hætta búin af verksmiðjunni. Á fundinum urðu miklar umræður, en blað- ið hafði ekki fengið nánari fregnir af honum í gærkvöld. Viðtækjaverzlun í nyjum húsakynnum FYRIR skömmu flutti Radio viðgerðarstofa Stefáns Hall- grímssonar í nýtt eigið hús- næði að Glerárgötu 32. Fyr- irtækið rekur þar einnig við tækjaverzlun, sem býður geysifjölbreytt úrval útvarps ’ viðtækja, plötuspilara o. þ. I u. 1. Radioviðgerðarstofan er 8 | ára gömul. Hún hefur verið til húsa í Geislagölu 5 fram að þessum tímamótum. ' Starfsmenn eru 7. Auk viðtækjasölu og þjón | ustu annast stofan marghátt I aða þjónustu við skipaflot- , ann, niðursetningar á fiski- leitar- og siglingatækjum og ' viðgerðir á þeim. Þá hcfur einn af starfsmönnum fyrir- j tækisins þegar verið á nám- ‘ skeiði í sjónvarpsvirkjun, og ! hefur það þannig hafið und- | irbúning að því að mæta upp | setningu og viðhaldi sjón- varpstækja, þegar íslenzka sjónvarpið hefur innreið ' sína hingað norður. Það vakti athygli, þegar | hin nýju húsakynni voru tek i in í notkun, að sett hafði ver ið upp í vérzluninni fyrsta sjónvarpstækið hér norðan- lands, ásamt innanhússmót- I takara, þannig að gestir og I gangandi gátu litið sjálfa sig i á sjónvarpsskerniinum. Myndin er af sjónvarps- | tækinu, og á skerminum mót , ar fyrir mynd af fólki í verzl uninni, ef Ijósmyndin prent- ast vel. MATSTOFA KEA FULLGERÐ UNDANFARIN tæp 4 ár hefur KEA verið að byggja upp mat- stofu (cafiteriu) í Hafnarstræti OHÐSENDING FRÁ ÍSLENDINGI TIL ÁSKRIFENDA BLAÐIÐ vill í vinsemd beina því til áskrifenda, að inna af höndum áskriftargjald fyrir yf- irstandandi ár. Á undanfömum árum hafa póstkröfur verið sendar til innheimtu á áskrift- argjaldinu, en kostnaður við það er mikill, auk vinnu. Því er það fróm ósk blaðsins, að áskrifendur greiði gjaldið að þessu sinni á skrifstofunni í Hafnarstræti 107, 3. hæð, eða seridi í pósti að öðrum kosti. Það mundi í senn spara blaðinu fé og fyrirhöfn. (Framhald á blaðsíðu 7) 89. ÞVí er nú lokið og er mat- stofari nú prðin með hinum vist legustu á landinu. Allur frá- gangur á smíði og húsgögnum er til sóma. 80 manns komast í sæti á matstofunni í senn. Starfsfólk er 14 manns. Opið er frá kl. 8 árdegis til 11 síðdegis allan árs- ins bring. KEA ÁTTRÆTT ÞANN 19. þ. mán. átti Kaup félag Eyfirðinga áttræðis- afmæli. Þess er minnst á ár- inu með ýmsu móti, m. a. útgáfu dagatals og til stend- ur að gefa út afmælisrit. Á afmælisdaginn voru gluggar kaupfélagshússins við Kaup vangstorg skreyttir sérstak- lega, eins og sézt á mynd- inni hér að ofan. Drengjameistaramót íslands á Akureyri DREN G J AMEIST AR AMÓT íslands fer fram á Akureyri dagana 2.—3. júlí n. k. Drengir sem fæddir, erú 1948 og síðar liafa rétt til þátt- töku. Kcppni hefst báða dagana kl. 14.00. Keppnis- greinar verða þessar: Fyrri dagur. 100 m. hlaup, kúluvarp, hástökk, 800 m, hlaup, spjótkast, langstökk, og 200 m. grindahlaup. Seinni dagur. 110 m. grindahlnup, kringlukast, stangarstökk, 300 m. hlaup, þrístökk, 1500 m. hlaup, og 4x100 m. boðhlaup. Þátttiikutilkynningar her- ist Hreiðari Jónssyni íþrótta vellinum Akureyri, sími 12722 fyrir 30. þ. m. Skipuleggjum íerðir endurgjaldslaust L&L Fyrir hópa og einstaklinga LÖND O G L E I Ð I R . Sími 12940 | ÍSLENDINGUR BLAÐ SJÁLFSTÆDISMANNA í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA 52. ÁRG. FJMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1986 26. TBL. Álögð aðsföðugjöld á Akureyri sfóðust áæílun

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.