Íslendingur


Íslendingur - 28.09.1967, Síða 4

Íslendingur - 28.09.1967, Síða 4
SLENMIR Vikublað, gefiö út á Akureyri. — Ofgefandi: KJORDÆMISRÁÐ SJÁLFSTÆÐISfLOKKS- INS í NORÐURLANDSKJORDÆMI EYSTRA - Ritst|óri: HERBERT GUÐMUNDSSON Viðta! YÍð Bergþóru Gústavsdóttur forstöðukonu Pálmholts. Bæjarstjórn þarf að endurskoða afslöðu sína til barnaheimila (ábm.), sími 21354. — Aðsetur: HAFNARSTRÆTI 107 (Utvegsbankahúsift). III hæá sími 11354. Opið kl. 10-12 og 13.30-17.30 virka daga, nema laugad kl 10-12. Pentun: Edda HEIMSKA @ Heimska er eina orðið, sem lýsir nákvæmlega málflutn- ingi Framsóknarmanna þessa mánuðina. Þær vonir eru orðnar að engu, að þeir létu sér segjast að fenginni reynslu í síðustu kosningum. Svo gersamlega hafa Framsóknarmenn brugðizt þessum vonum, að nú keyra öfgarnar þvert um bak hvar sem þeir stinga niður penna eða láta í sér heyra. Enginn frýr þeim vits umfram aðra — í sjálfu sér. En þeir heimska sig á því, að virða enga sanngirni og því ekki dómgreind almennings í landinu. Þeir virða ekki þær kröfur, sem gera verður til ábyrgra stjórnmálaflokka í lýðfrjálsu landi. Slíkt hafa þeir með öllu gefið á bátinn, eins og fram hefur komið hjá formanni FramsóknarFlokksins, sem hefur viðurkennt vanmátt sinn og sinna til þess að mynda sér skoðanir á þjóðmálunum með eðlilegum hætti. Það má á margt benda. í Reykjavík gagnrýna Fram- • sóknarmenn miskunnarlaust það sama, sem þeir sjálfir gera , í Kópavogi. í strjálbýlinu fjargviðrast þeir yfir því, sem þeir J sjálfir þykjast berjast fyrir í Reykjavík. I hverjum málaflokki j þjóðmálanna af öðrum vaða þeir nú um stafna á milli með brugðna branda og þykjast þar öllu vilja umbylta til betri vegar, sem þeim ýmist hugkvæmdist ekki eða reyndist um megn, þegar þeir vpru sjálfir í forystuhlutverki. Fögn- uðurinn yfir erfiðleikum í viðskipta- og efnahagsmálum yf- j irgnæfir nú annað í málflutningi þeirra, enda kenna þeir srjomrnni um að hún skuli ekki hafa haldið eftir réttmætum kjarabótum til almennings, sem þeir fram að þessú hafa talið allt of litlar. Þet+a eru heimskulega aðfarir, eins og almenningur mat réttilega í síðustu kosningum. Og mál er að linni. Eins og komið er, virðist sjálfsagt og eðlilegt, að hið opinbera hlaupi undir bagga og sjái Framsóknarmönnum fyrir nokkr- mm sérfræðingum á góðum launum, til þess að þeir kom- ist í eðlilegt samband við raunveruleikann í þjóðlífinu. GATNAGERÐARGJALDIÐ $ Nokkru fjaðrafoki hefuf verið blásið upp um gatna- gerðargjaldið, sem verið hefur til umræðu hjá bæjarstjórn Akureyrar að undanförnu. Lítill ágreiningur er um þörf á a,uknu fé til gatnagerðar í bænum, en eðlilega greinir menn á um það, hvaða fjároflunarleiðir skuli farnar. Alþýðu- j bandalagsmenn hafa þó lagzt gegn slíkri fjáröflun í hvaða j mynd sem væri og hafa byggt það á þeirri merkilegu upp- götvun, að Akureyringar hafi ekki efni á slíkum „munaði". Sú atvikaröð ,sem leitt hefur til umræðna um þetta gjald, hefur þegar verið rakin hér í blaðinu og verður það ekki endurtekið. Einungis er ástæða til að minna á þá staðreynd, að bygging íbúðarhúsnæðis hefur nú nær því stöðvazt, vegna lóðaskorts, en lóðaskorturinn stafar af fjárskorti til nýbyggingar gatna. Verði látið sitja við svo búið, er fram- undan stöðnun í uppbyggingu bæjarins, stórfelldari hús- næðisskortur en nokkru sinni fyrr og stórhækkun húsaleigu, sem raunar er þegar komin fram í mörgum tilfellum. Við þessu er aðeins eitt svar innan ramma þeirrar lög- j gjafar, sem fyrir hendi er: Að létta útgjöldum til nýrrar j gatnagerðar af bæjarsjóði og afla fjármagns með því að | taka sérstakt gjald af húsbyggjendum eftir sérstökum regl- : um, sem settar yrðu. Þetta er að sjálfsögðu umdeilanleg leið, eins og öll skaft- heimta, en hér er um það að tefla, hvort málþóf eigi að stöðva uppbyggingu Akureyrarbæjar misserum saman eða bregða eigi á ráð ,sem heimildir og fordæmi eru fyrir, til þess að berja í brestina. Hvort gatnagerðargjaldið í umtalaðri mynd er endanleg i lausn, skal ekkert um sagt. Vafalaust verður það athugað nánar af löggjafanum og öðrum viðkomandi aðilum, þegar tímabært þykir. Á AKUREYRI eru starfrækt trö bamaheiinili, Iðavellir, sem rek- ifl er af Barnaverrularfélagi Akureyrar og opirt er allt áriff, og Pálmholt, starfrækt af Kven- félaginu Hlíf yfir sumarmánurt- ina. Art IAavöllum er leikskóli og yfirleitt eru börnin þar ein- ungis hálfan daginn. 50—60 börn eru þar í senn, sem er þröngt skipaö, og fá því um 100 böm vist þar. Á Pólmholti era allt að 120 börn allan daginn, þcgar heimilid er ópið Lokun Pálmholts á vctmm og mikil takmörkun á notum af Iðavöllum, þar sem hvert barn er einungis hálfan daginn, leiðir af sér margháttaða og oft vem- lega erfiðlcika fyrir þær fjöl- skyldur og þau börn, sem hlut eiga að máli. í fyrsta lagi eru í mörgum tilfellum crfiðar heim- ilisástæður á einn eða annan hátt, þá em mörg ung hjón að byggja sjálf og mörg vinna úti hvort eð er, ef tækifæri gefst. Undirritaður hefur nokkuð starfað að barnaheimiliamálum, þykist hafa nasasjón af þörfinni fyrir slikar stofnanir, bæði frá sjónarmiði heimilanna og at- vinnulífsins, og hefur lagt sig eftir að kynnast þcssum málum hér á Akureyri, M.a. í því augnamiði er viðtalið, sém hér vel í sveit sett, mikill gróður og 'jýralíf allt i kring. Er aðbúnaðtir fullnægjandi? — Hann er mjög góður, þeg- ar miðað er við allar reksturs- aðstæður. En féleysi og stuttur reksturstími árlega veldur ýms- um erfiðleikum, sem ég tel nauðsynlegt að yfirstíga. Það vantar nýja girðingu og talsvert fleiri leiktæki. Þá væri mikil- vægt að geta fjölgað deildum til þess að skapa viðráðanlegri að- stöðu við gæzluna og það sem henni fylgir, eins og föndur og leiki. Þessi takmarkaði starfs- tí'mi slitur líka tengsl starfs- fólks pg barnanna meira og minna. Ég hef orðið mjög vör við þörfina fyrir að hér yrði opið allt árið. Með þeim úrbót- um, sem ég nefndi áðan, nokkurri hækkun á dvalargjald- inu, sem mér finnst óeðlilega lágt, með því að hætta strætis- vagnaferðunum og fá aukinn styrk frá bæjarfélaginu, væri hægt að hafa opið allt árið. Ég hef trú á því, að ef þessu verði fyr ■ en síðar, því fyrr, því betra — eftir því -sem mér finnst þörfin segja til um. Ba^rinn styrkir heimilið citt- hvað? þyrfti að taka þetta allt á eigin arma. Það er óhjákvæmilegt að sinna þessari þörf. En það væri líka hægt að gera reksturinn hagkvæmari? — Eins og ég pagði áðan, þá er dvalargjaldið óeðlilega lágt að mfnum dómi. Það mætti hækka það nokkuð, án þess að það yrði nokkrum ofviða. Eins ^finnst mér strætisvagnaferðirnar óþarf ar. Það er einnig annað við þær, sem mér finnst miður. Þegar börnin koma svona og fara, án þess að við sjáum nokkurn tíma foreldra eðá aðstandendur þeirra, þá er þetta engu líkara en að við fáum þau og sendum eins og póstinn okkar. Það er einmitt mjög mikilvægt atriði í starfsemi barnaheimilis, að nokkur tengsl skapist á milli starfsfólksins og heimilanna. Þecs vegna gerði ég tilraun með foreldrakvöld fyrir nokkru. Það tókst sæmilega, en þar kemur aftur til sögunnar þessi stutti starfstími, sem takmarkar alla hluti. Hvernig hefur þér svo h'kað starfið að öðru leyti? — Það hefur verið mjög ánægjulegt. Við höfum verið ákaflega heppnar með börn og Bergþóra Gústavsdóttir í hópi nokkurra af börnunum á Pálmholti. (lsl.mynd: — herb.). fer á eftir, lil orðið. Þar cr rætt við Bergþóru Gústavsdóttur for- stöðukonu Pálmholts.* Hún er fóstra að mennt og hefur stjórn- að Pálmholti í sumar við góðan orðstýr. Og livernig er starfsemi Pálm- holts háttað? — Það er rekið yfir sumar- mánuðina og að þessu sinni hálfum mánuði lengur en áður. Við erum hér 11 stúlkur, 8 við gæzlu og 3 f eldhúsi, og önn- umst um 115—120 börn, þegar mest er. Þau eru hér allan dag- inn, eru sótt og send i strætis- vagni. Þeim er skipt í tvær deildir hér tnni, en úti hafa þuu sameiginlega geysilega stóra lóð með dálitlu af leik- tækjum, þar sem þau geta unað megnið af dvölinni Heim-ilið er — Jú, hann veitir báðum barnaheimilunum smávegis styrk, einnig nokkrum barna- heimilum utan bæjar. En út- gjöld Akureyrarbæjar til þess- ara mála eru ekkert sambærileg á við það sem aðrir bera, hvergi nærri. Sjálfboðaliðsstarf, eins og Kvenfélagsins • Hlífar við rekstur Pálmholts, vegur þarna nokkuð á móti, en það hrekkur ekki til svo að viðunandi geti talizt. Konurnar f Hlff leggja á sig ótrúlega mtícið starf fyrir þetta heimili og mér finnst það væri hreint engin goðgá, þótt bæjarfélagið brúaði bilið svo að unnt yrði aö hafa opið hér allt árið. Það þyrfti þó hvergi að kvarta í samanburöi við aðra. Bæjarstjórnin þarf að endur- skoða afstöðu sfna til þessara mála. Annars gæti svo farið áður en varði, aö bæjarfélagið Hlífarkonur gera það sem 1 þeirra valdi stendur til þess að all'. geti gengið sem bezt. Að vísu finnst mér, að forstöðu- konustarfið mætti vera sjálf- stæðara og það yrði að vera það ef starfstíminn lengdist. Ætlarðu að , halda áfram næsta sumar? — Nei, það er erfitt að binda sig svona hluta úr árinu. Ég fer suður í Kópavog og tek þar við forstöðu barnaheimilis, sem Kópavogsbær hefur verið að byggja upp á undanförnum ár- um. Ég vil biðja blaðið að flytja börnunum okkar hér í sumar beztu kveðjur og þakkir fyrir skemmtilega samveru og öðrum þeim, sem við höfum átt skipti við f \sambandi við starfsemina hér. ' — herb. ÍSLENDINGUR 4

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.