Íslendingur - 28.09.1967, Qupperneq 8
Sœluhús risið d
Öxnadalsheiði
— Var skýrt Sesseljubúö
SlÐASTLIÐINN sunnudag var
vígt sæluhús á öxnadalsheiði,
sem Slysavarnadeild kvenna á
Akureyri lét reisa þar. Prestarn-
ir séra Birgir Snæbjörnsson og
séra Pétur Sigurgcirsson önnuð-
ust vígsluna, en síðan var hús-
ið afhent Slysavamafélagi Is-
lands til nota.
Sesselja Eldjárn, formaður
kvennadeildarinnar, afhenti hús-
ið, en við því tók Hannes Haf-
stein erindreki Slysavarnafélags-
ins. Húsið var skýrt Sesseljubúð
eftir Sesselju Eldjárn, sem hef-
ur verið í fararbroddi norð-
lenzkra slysavarnakvenna um
áratugaskeiö og lagt að mörkum
frábært starf.
Sæluhúsið Sesseljubúð stend-
ur ofan vegar austast á Öxna-
dalsheiði. Það er tæpir 20 fer-
metrar að grunnfleti, búið upp-
hitun, vistum og loftskeytatækj-
um. Þetta nýja og velbúna hús
pætir úr brýnni þörf fyrir húsa-
skjól á þessum slóðum síðan
Bakkasel fór í éyði.
Ef myndin prentast vel, má sjá loftnctaskóg á húsaröð við götu cina í Reykjavík. Þannig og þaðan af verra er útlft íbúðarhúsa
þar syðra, eflir að sjónvarpsloftnetum hcfur verið hrúgað óskipulcga upp cftir geðþótta hvcrs og eins. (Isl.mynd: — herb.)
nuti
r
ástæða er til þess að búa í haginn vegna endurvarpsins norður
AF ÖLLUM sólarmerkjum að
dæma virðist ætlunin að endur-
varpsstöð íslenzka sjónvarpsins
fyrir Norðurland verði reist á
Vaðlahciði næsta sumar og tek-
in í notkun næsta haust. Mun
þá mikill meirihluti Norðlcnd-
inga eiga að geta notið sjón-‘®>~
varpsins, enda þótt líklcgt sé að
reisa verði minni stöðvar á ein-
staka stað.
í þess sambandi hefur hug-
mynd um sjónvarpsnotendafélag
hér á Akureyri skotið upp koll-
inum af og til og virðist nú
tímabært að hugleiða hana í
fullri alvöru.
Verkefni slíks félags yrði að
sjálfsögðu fyrst og fremst að
gæta hagsmuna sjónvarpsnot-
enda hér um slóðir gagnvart
sjónvarpsdeild Ríkisútvarpsins
og sjónvarpstækjaseliendum.
Einnig að stuðla að sem hag-
kvæmastri og lýtaminnstri upp-
■setningu sjónvarps- og móttöku-
tækja.
Ef lesendur blaðsins hafa á-
h«ga á að tóta í Ijósi sfeoðante
sínar um þetta mál, er þeim
boðið að hafa samband við það
í sfma eða f pósti. Væri slfkt vel
þegið og vel til fundið í þvl
skyni að gefa hugmynd um af-
stöðu alnrennings til stfks fé-
lags.
SÖFNUÐU 135 ÞÚSUNDUM
LIONSKLÚBBURINN Huginn á
Akureyri afhenti á sunnudaginn
var ágóða af 100 króna veltu
sinni vegna skíðalyftunnar í
Skemmdarstarfsemi unglinga veldur
stórtjóai á götulýsingu Akareyrar
— bœjarbúar verða sjálfir að taka í taumana
A UNDANFÖRNUM árum
hefur Rafveita Akureyrar
hvað eftir annað orðið fyrir
verulegu tjóni vegna
skemmda á götuljósum víðs
vegar í bænum, af völdum
unglinga, sem hafa haft götu-
Ijósin að skotmarki í snjó-
kúlu- og grjótkasti. Nú í
haust hcfur þessi l'araldur
haldið áfram og magnazt svo
að við ekkert verður ráðið
nema bæjarbúar taki sjálfir
í laumana og kcnni ungling-
unum að virða þessi öryggis-
tæki fyrir alla umfcrð uni
bæinn.
í tilkynningu frá Rafveit-
unni, sem blaðinu barst fyrir
helgina, segir rri.a. á þá ieið.
að I haust hafi þessi
skemmdarstarfsemi ungling-
anna' ekki einungis skilið
eftir sig brotnar götuljósa-
perur við heilu göturnar,
heldur einnig mölbrotna
skerma lokaðra götuljósa
Hefur þetta valdið miklu
beinu fjárhagstjóni, en til
viðbótar er svo tímafrekt
verk að bæta fyrir þessar si-
felldu skemmdir, að Rafveit-
an telur sér ekki lengur fært
aðistanda í því, þar sem verst
er ástatt.
Telja má útilokaö að bæj-
arbúar veröi ekki varir við
þessa skemmdarstarfsemi,
þegar jafnvel er um að ræða
eyðileggingu á hverju ein-
asta ljóskeri við heilu göt-
urnar. Það eru eindregin til-
niæli Rafveitunnar, að bæjar-
búar sinni þessu máli og geri
sitt ýtrasta til þess að stöðva
þennan ófögnuð. Ella má bú-
ast við verulegum truflunum
á götulýsingunni í bænum og
þar með alvarlegu hættuá-
standi fyrir vegfarendur.
þegar dimma tekur.
Hlíðarfjalli. Nam hann rúmlega
135 þúsund krónum.
Framlag Hugms er myndar-
legur vottur nm einhog Akmr-
eyringa við framkvæmd þessa
máls. Árangurinn af öHn sam-
anlögðu er sá, að gera má ráð
fyrir þvi, að skíðalyftan verði
fullgerð i næsta mánMði og
verði því til afnota fyrir skfða-
iðkendur á komandi vetri. í þvf
sambandi má bæta við, að næsta
skíðalandsmót verður haldið 1
Hlíðarfjalli 1 vetur.
200 KRÓNUR
• Enn ciga nokkrir áskrifendur
ISLENDINGS eftir að greiða á-
skriftargjald blaðsins fyrir 1967.
Eru þcir vinsamlega beðnir að
póstleggja það eða koma því til
blaðsins með öðrum hætti hið
allra fyrsta. Áskriftargjaldið er
200 krónur.
• Vegna furðulegra sögu-
sagna, þykir rétt að taka það
fram, að cngar fyrlrætlanir eru
Framh. á bls. 7.
ISLENDINGUR
Fimmtudagur 28. sept. 1967
Sesseljubúð á öxnadalsheiði.
(Isl.mynd: — herb.).
Fallþungi dilka meiri en / fyrra
— litlu minna sett á, þrátt f/rir minni heybirgðir
GÖNGUR og réttir hafa
staðið yfir að uudanförnu og
er fyrstu réllum víðast hvar
lokið. Slátrun er hafin á öll-
um slálurslööum í kjördæm-
inu, en þeir eru nú 8 talsins.
Áætiaður fjöidi slálurfjár
borinn saman við sláturfé í
fyrra bendir ekki til teljandi
fækkunar líffjár, þrátt fyrir
niinni heybirgðir víða. Er
líklegt að einkum tvennt
komi til, góð verkun heyj-
anna og allveruleg heymiðl-
un, sem staðið hefur yfir og
stendur yfir enn. Hins vegar
muii eftir að ráða fram úr
kostnaöarhliöinni við hcy-
miðiúnina í stórum dráttum.
hafði sdmband við
slátuinúsin um helgina og
fckk hjá þeim upplýsingar
um áætlaðan fjölda slátur-
fjár. Fer sö skrár hér á eftir:
í Ólafsfirði ef áætlað að
slátra um 2.000 fjár, svipaö
og undanfarin tvö ár. í Dal-
vík 10.000, en það er 1.000
fleira en í fyrra og 2.000
fleira en 1965. Á Akureyri
36.000, eða 2.000 fleira en í
fyrra og 3.000 fleira en 1965.
Á Svalbarðseyri 12.500, svo
til sama og 1 fyrra en 1.000
fleira en 1965. 1 Grenivlk
3.500, en það er álíka og tvö
undanfarin ár. 1 Húsavik
36.000, eða 2.000 fleira en i
fyrra og 5.000 fleira en 1965.
Á Kópaskeri 28.000, en þaö
er 4.000 fleira en undanfarin
tvö ár og stafar fyrst og
fremst af því, aö slátrun var
nú, hætt á Raufarhöfn. Á
Þórshöfn 13.000, en það er
um 800 færra en tvö undan-
farin ár.
Það sem af er sláturtíðinni
hefur einkum verið slátnað
fé úr heimahögum og heiur
þaö reynzt mun vænna en í
fyrra. Þá hefur fé af fjalli
einnig reynzt vænna alls
staðar í kjördæminu. Litur
því bsprilega út með afrakst-
ur sauðfjárbúanna að þessu
leyti. Hins vegar er verðá-
kvörðun á r.ýju kjöti ókom-
in, þegar þetta er skrifað. \