Íslendingur


Íslendingur - 17.12.1967, Side 9

Íslendingur - 17.12.1967, Side 9
Viðtalið er skrifað i júlimánuði siðastHðnum íþróttahúsið í byggingu. Hægra megin við það er Gagnfræðaskóli Neskaupstaðar. YFIB Oddskarði var niðaþoka og i Norðfirði tók við peninga- reykur svo magnaður, að Nes- kaupstaður varð ekki greindur fyrr en ekið var fram hjá fyrstu húsunum. — Bæjar- stjórinn, Bjarni Þórðarson, hló, þegar ég minntist á allan þennan reyk og alla þessa lykt. Mér sagði svo hugur um, að hann hefði ekki hlegið yfir reyk- og lyktarlausum bæ. langt skeið verið í fylkingar- brjósti Austfjarðabæjanna. Ber þar margt til. Þetta er stærsti bærinn og þar hefur byggzt upp öllu jafnara en víða ann- ars staðar á fjörðunum. Það má þakka að nokkru legu bæj- arins og nokkuð frábrugðnum atvinnuháttum, þótt hafið sé að sönnu gullkista þeirra, eins og á hinum stöðunum. Hjá Bjarna Þórðarsyni bæj- reikna ég með að Akureyrar- fyrirtæki, Iðja h.f., hefji bygg- ingu á 5 einbýlishúsum, sem þeir hafa fengið lóðir fyrir nú nýlega. Eitt af því sem er á döfinni hjá bæjarfélaginu er að byggja leiguhúsnæði. Við höfum lengi séð fram á það, að hér þyrfti að örva íbúðabygg- ingar á einhvern hátt og ætl- um nú að reyna það, eins og tök verða á. — Aðrar bygging- í fyrra, sömuleiðis barnaheim- ili. Unnið er að endurbyggingu vatnsveitunnar með virkjun á borholum hér inni í firði og lagningu 4—5 km. stofnæðar til bæjarins. Endurbætur á bæjarkerfinu munu svo koma í kjölfarið. Einnig var ætlunin að halda áfram að steypa göt- urnar f sumar, 300—400 m. Og fleira er undir. — Meðal þess sem bíður nú, fært yrði hingað á bílum mest allt árið. Þá framkvæmd tel ég mikilvægan þátt í að leysa það stóra vandamál, sem samgöng- ur á landi eru hér á Austfjörð- um. — Það verður ekki annað sagt en að undanfarin ár hafi verið uppgangstími hér um slóðir. Og þótt lækkandi af- urðaverð og sölutregða hafi valdið erfiðleikum urrí sinn, þá Skipuleggja fjórföldun bæjarins Þetta eru tákn þess, að hjarta Austfjarða slær. Hér í stærsta bæ Austfjarða eru menn að stikla frá barn- ingi til búsældar, eins og aðr- ir íbúar þessa landshluta. Þeir eru stoltir yfir sínu hlutskipti um leið og þeir kvarta og berja sér, eins og sannir búmenn. Auðvitað finnst þeim ekkert ganga, þótt alls staðar blasi við uppbyggingin. Svona er það í velmeguninni. Neskaupstaður hefur um all- arstjóra fræðist ég nokkuð um gang mála f Neskaupstað. — Það hefur gengið fremur hægt undanfarið að byggja upp bæinn, segir Bjarni, — þangað til núna, að menn gefa sér tfma til að byggja íbúðir á meðan nokkur stöðnum er við aðrar framkvæmdir vegna fjárskorts, sem hefur verið til- finnanlegur síðan snemma á þessu ári. Nú eru f byggingu um 45 íbúðir og 10 munu bæt- ast við á þessu ári. Þar af arframkvæmdir liggja að mestu niðri, vegna fjárhags- örðugleika, eins og ég drap á áðan. En það er margt 1 tak- inu og enn fleira á döfinni, þegar fjárhagskreppan leysist. — Stærsta verkefnið, sem unnið hefur verið að undan- farið, er bygging dráttarbraut- ar, en við gerum ráð fyrir að hún verði tilbúin til notkunar f næsta mánuði. Þá er byrjað á nýrri höfn ínni f botni fjarð- arins. Iþróttaliús varð fokhelt Nýja dráttarbrautin, sem tekin hefur verið f notkun. Séð yfir sundlaugina út á höfnina. auk leikuhúsnæðisins, er bygg- ing við barnaskólann og heima vist við gagnfræðaskólann, sem að vísu hefur ekki enn fundið náð fyrir augum fjárveitingar- valds Alþingis. Við viljum þó telja þá framkvæmd mikilvæga og brýna, enda er unglinga- fræðslu ákaflega ábótavant f fjórðungnum enn sem komið er, vegna ónógrar aðstöðu. Loks vil ég í þessu sambandi geta þess að við höfum áætlað að hefja f haust byggingu hér- aðslæknisbústaðar, en skortur á hentugu húsnæði hefur án efa valdið miklu um, að lækn- ir hefur ekki fengizt til að setjast hér að um nokkurra ára skeið. — Þá er nú unnið að við- bótarskipulagi, sem gerir ráð fyrir um fjórfaldri byggð á við þá, sem þegar er risin. Sú byggð verður að mörgu leyti reist við hagkvæmari aðstæð- ur en sú gamla, sem að mestu byggðist í kringum árabátaút- gerðina næst sjónum f mestu brekkunum. — Atvinna Norðfirðinga er mest við sjóinn og f sambandi við hann. Síldarvinnslan h.f., sem rekur síldarbræðslu, er orðin vel búin, og verið er að ljúka við að koma á fót ann- arri síldarbræðslu, en að henni stendur hlutafélagið Rauðu- björg. Samanlagt munu þessar bræðslur geta annaí um 900 tonnum á sólarhring. Söltunar- stöðvar eru 6 talsins, frystihús 2. Við þessi atvinnutæki, stóra báta og marga minni, er mesta atvinnan, en stórir atvinnurek- endur eru einnig Dráttarbraut- in h.f. og Kaupfélagið Fram, sem hefur megnið af verzlun- inni hér í Norðfirði. — 1 samgöngumálum varð gjörbreyting, þegar reglu- bundnar flugferðir voru tekn- ar upp hingað eftir tilkomu nýs flugvallar. En ég tel, að gera þurfi átök varðandi land- samgöngur, þrátt fyrir það. T. d. mætti án efa grafa göng undir Oddskarð, sem þýddi að er ég sannfærður um að hlut- verk Austfirðinga I þjóðarbú- skapnum verður ekki minna á næstunni en verið hefur — og það er ekki vert að vanmeta. Við búumst við mikilli sfld, þótt hún komi ekki að ráði fyrr en f haust, eins og verið hefur. Þetta dýrmæta hráefni verður að halda áfram að nýta. Það viljum við gera að okkar hluta og vonum að þjóðin öll og forsvarsmenn hennar sjái sér hag í þvf, eins og að und- anfömu að við fáum valdið verkefninu. — herb. 9 ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.