Íslendingur


Íslendingur - 17.12.1967, Síða 16

Íslendingur - 17.12.1967, Síða 16
 ISlENDINGURl Sunnudagur 17. deseaiber 1967. Heimilishjáipin á Akureyri aukisi FLUGUFREGN UM HANNIBAL OG BJÖRN í RÍKISSTJÓRN! Jólahaldið undirbúið. mikil verzlun — tvær jóla„vertíðir“ í JÓLAHALDIÐ er á næstu grös- um, undirbúningur þess setur nú svip sinn á bæi og kauptún og sveitafólkið er í kaupstaðar- ferðum. 1 borginni og stærri bæjum er talsvert um skreyt- ingar í verzlunum og á götum úti, og víða er tekið til við að koma upp jólatrjám. M.a. hefur verið sett upp myndarlegt jóla- tré á Ráðhústorgi á Akureyri. Eins og vanalega, verzlar al- menningur mikið fyrir jólin, það þarf að kaupa margt til ár hjá verzlunareigendum heimilisins og gjafir til vina og vandamanna. Þegar gengisfell- ingin var í aðsigi, keypti fólk kinstrin öll af ýmsum vamingi,^ sem venjulega hefur fallið und- ir jólakauptlðina. Blaðið hafði því samband við nokkrar verzl- anir og innti eftir því, hvort minna væri verzlað fyrir jólin af þessum sökum. Svörin voru misjöfn, en í heild virðist verzl- unin álíka mikil og verið hef- ur, ekki minni að ráði, nema í þeim verzlunum, sem selja stóra hluti, húsgögn, heimilistæki o.þ. u.l. Þar var gengiskauptíðin jólakauptíð um leið. Myndirnar hér fyrir ofan eru frá Húsavík og Ólafsfirði. Mynd- in til vinstri er tekin i Val- berg hf. í Ólafsfiröi, en til hægri i Öskju hf. 1 Húsavík. — Jólavarningur í hillum og jóla- pakkar á borðum. <S> FÁLKINN í Rcykjavík hefur gefið út nýstárlega og skemmti- lega hljómplötu í samvinnu við Æskulýðssamband kirkjunnar f Ilólastifti. Heitir hún Jólavaka og eru á henni jólasöngvar og sálmar, auk jólaguðspjailsins. Er hijómplatan miðuð við það, að unnt verði að hafa helgistund á heimilunum sjálfum á jólunum. Börnin, sem flytja jólavökuna, eru úr Barnaskóla Akureyrar. Þau eru þátttakendur i sunnu- dagaskólastarfi Akureyrarkirkju og hafa sungið við barnamessur á jólunum undir stjórn Birgis Helgasonar söngkennara, sem er orgelleikari sunnudagaskól- ans. Stjórnar hann flutningi jólavökunnar og leikur undir á pipuorgel Akureyrarkirkju. Hljómplötunni hefur þegar verið geysivel tekið. Seldist fyrsta sending upp á fáum dög- um. Önnur sending er væntan- leg nú um helgina. Hótíðohöld ó 100 óra afmæli Sauðórkróksstaðar undirbúin I MARZMÁNUÐI sl. kaus bæjarstjóm Sauðárkróks nefnd tii að undirbúa hátíða- höld i tiiefni af 100 ára byggðarafmæli staðarins, ár- ið 1971. Nefndin hefur þegar starf- að all mikið. Ákveðið hefur verið, að koma á sögusýningu og listmunasýningu, gefa út sögu staðarins, sem Krist- mundur Bjarnason fræðimað- ur að Sjávarborg hefur unnið að. Loks hefur verið ákveðið, að efna til samkeppni um skjaldarmerki fyrir kaupstað- inn. Verða greiddar 20 þús. kr. fyrir þá tillögu, sem fyrir valinu verður. SÉRSTÖK nefnd hefur unnið að* því undanfamar vikur á vegum bæjarstjómar, að kanna leiðir til aukinnar heimillshjálpar á Akureyri. Með auglýsingu leitar nefnd- in nú eftir stúlkum i þeim til- gangi að aukin verði hjálp við heimili, þar sem erfiðleikar steðja að, og eins, þar sem ósk- að kann að vera eftir aðstoðar- stúlkum i einhverjum mæli. Loks leitar nefndin eftir ungl- ingsstúlkum til barnagæzlu og léttra heimilisstarfa. Takist fyrirætlanir nefndar- innar, verður komið á fót eins konar miðlunarstofnun. Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir, að vinnulaun verði greidd af heim- ilunum, þar sem ekki eru sér- stakar ástæður fyrir hendi. Framhald á bls. 15. — sjónleikurmn í Alþýðubandalaginu heldur áfram, fær Hannibal silfurlampnnn? H'VORKI hefur genglð né rekið með úrslit í deilumálum Alþýðu- bandalagsins. Hannibal heldur áfram að skrifa í Verkamann- inn, sem seldur er á tíkall á meðan, og Lúðvík svarar jafn- harðan í Þjóðviljanum. Hlífast þeir ekki við opinskáum um- ræðum um innanflokksmálin. Mitt í öllu þessu endalausa amstri, hafa flogið fyrir fhigu- fregnir um það, að Hannibal og Björn yrðu teknir inn í ríkis- stjórnina eftir áramót, verðlaun- aðir fyrir góðverk fyrir rikis- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Lítið fer fyrir nánari skýringum á þessum góð- verkum, og allt er þetta hlægi- legt. Erfiðleikar Hannibals eru ekki á eina bókina lærðir i þess- um deilum innan Alþýðubapda- lagsins. Þaö mun nú komið á daginn, að hann á ekki eins auðvelt með hreyfingar og menn hugðu. Með því að fara aftur í samstarf við kommúnista eftir kosningamar, glataðist eina gullna tækifærið til þess að stofna nýjan flokk, sem út af fyrir sig hefði bjargað málun- um. Hannibal virðist þvi til- neyddur að halda sjónleiknum áfram af sinni hálfu, og spum- ingin er bara sú, hvort hann fær silfurlampann fyrir frammi- stöðuna. Þessi gamanleikur er um leið sorgarleikur, alla vega mikið „stykki". Alvara málsins er sú, að á meðan broddarnir deila, er hagur umbjóðendanna í háska, launastéttanna í landinu, Það veit enginn hvað morgundagur- inn ber í skauti sínu, hvað við- víkur þeim, sem þar hafa verið valdir til forystu. Þetta er mik- il óvissa, en við henni mátti búast, eins ug allt er i pottinn búið. Nýstárleg og skemmtileg hljómplata: JÓLAVAKA Kvöldvökuútgófan 10 úra — hefur gefið út tuttugu og sjö bækur Á ÞESSU ÁRI á Kvöldvöku- útgáfan hf. á Akureyri 10 ára afmæli. Á þessu árabili hefur útgáfan sent frá sér 27 bækur, þ.á.m. safnritin Skáld- konur fyrri alda, Islenzkar ljósmæður og Því gleymi ég' aldrei. Einnig hefur hún gef- ið út allmargar ævisögur. 1 tilefni af afmælinu hefur útgáfan endurprentað þrjú málverk, Seglbát eftir Finn Jónsson, Mótorbát eftir Gunnlaug Scheving og Gam- alt hlóðaeldhús á Gautlönd- um eftir Gunnlaug Blöndal. i

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.