Íslendingur


Íslendingur - 30.04.1968, Blaðsíða 3

Íslendingur - 30.04.1968, Blaðsíða 3
 BANDARÍKJAFERÐIR BOÐNAR MEÐ KOSTAKJÖRUM í ÁR — stórkostlegur afsláttur af farmiðum, þjónustu og varningi Á laugartlaginn var kvikmyntlasýning og kynning í Borgarbíói á Akurcyri í sambandi við ferða- lög til Bandaríkjanna í ár, cn þau eru boðin með sérstökum kostakjörum. Er veittur stórkostlegur afsláttur af farmiðum, þjónustu og varningi. — Það eru scndiráð og upplýsingaþjónusta Banda- ríkjanna, sem annast kynningu á þessum nýmælum. Voru fulltrúar þessara aðila staddir hér á Akureyri á laugardaginn og veittu þeir allar upplýsingar um málið. I fréttatilkynningu frá þeim segir m.a.: . „Margt er nú gert til að auka ferðamannastrauminn til Banda- ríkjanna og bjóðast erlendum ferðamönnum nú margvfsleg kostakjör. Á vegum Ferðaþjón- ustu Bandaríkjanna verður byrj- að að dreifa gestakortum, til ferðamanna sem fara til Banda- ríkjanna. Veita þessi kort 10% til 40% afslátt á hótelum, veit- ingahúsum, hílaleigum, verzlun- um, skoðunarferðum o.s.frv. Þá er nú unnið að því að fá samþykkt sérstök fargjöld, fyrir erlenda ferðamenn innan Banda- ríkjanna, sem eru 50% lægri en venjuleg fargjöld, ef dvalist er minnst 14 daga í Bandaríkjun- um og heimsóttarNminnst þrjár borgir. Eru þetta lægstu flug- fargjöld í heimi. Þá eru vænt- anleg ný fjölskyldufargjöld á leið til Bandaríkjanna, þar sem höfuð fjölskyldu borgar fullt verð, en aðrir fjölskyldumeðlim- ir greiða annarrar leiðar verð. Einnig halda áfram ýmis sér- fargjöld, sem flugfélög hafa boð- ið, svo sem „excursion" far- gjöld, sem eru í gildi mikinn hluta ársins, milli Bandaríkj- anna og Islands. Þá eru einnig í gildi svokölluð I. T. -Inclusive ,Tour) fargjöld, sem gilda allt að 30 daga og eru mun lægri en venjuleg fargjöld. Einnig eru fáanleg með verulegum afslætti sérstök hópfargjöld. Margt fleira má nefna, svo sem 50% afslátt á járnbrauta- fargjöldum og sjö meiriháttar keðjur af hótelum og mótelum bjóða allt að 40% afslátt. Margt er að gerast I Banda- ríkjunum, sem er þess virði að vera viðstaddur. T.d. er haldin mikil listahátíð I Lincoln Cent- er í New York í júní og júlí. Meðal þeirra sem þar koma fram má nefna Rómar Óperuna, New York Philharmonic hljóm- sveitina, Royal Philharmonic hljómsveitina frá London, Pitts- burgh synfóníuhljómsveitina, the English Chamber Orchestra, undir stjórn m.a., Andre Prev- Framh. á bls. 6. Landbúnaðarsýningin í Reykjavík 1968: Búfjárræktverðlaunuð myndarlega ★ Einn veigamesti þáttur landbúnaðarsýningarinnar i Reykjavik, sem haldin veröur 9. til 18. ágúst nk., mun verða bú- fjársýning, en það er samkeppn- issýning og verða veitt há verð- laun fyrir beztú gripina, hærri en nokkru sinni áður hefur þekkzt hér á landi. — Sá galli er þó á gjöf Njarðar, að yfirleitt takmarkast búfjársýnirtgin við næsta nágrenni sýningarsvæðis- ins, vegna búfjársjúkdómavarna. ★ Kynbótahross og gæðingar verða þó frá öllu landinu. Stóð- hestar verða sýndir í þrem ald- ursflokkum. Verða veitt 6 verð- laun í öllum flokkum, allt frá 20 þús. kr. niður í 3 þús. kr., en bezti stóðhesturinn fær að auki 30 þús. kr. verðlaun, eða alls 50 þús. kr. Kynbótahryssur verða sýndar í þrem aldursflokkum og eru boðin 6 verðlaun í hverj- um þeirra, allt frá 10 þús. kr. niður í 2 þús. kr., ea aukaverð- laun fyrir beztu hryssuna 10 þús. kr. Þá verða gæðingar sýndir í tveim flokkum, klár- kjallari rinn „HREINSUNARÁR- Nú er að vakna niikill á- hugi á að efla stórlega þjóð- armetnað okkar íslcndinga í sambandi við íslcnzka fram- leiðslu. Hugmynd um „idnað- arár“ er komin fram frá ungu fólki f Hrunamannahreppi syðra. Og fleira er á döfinni. Sams konar áhugi hefur nú þegar orðið til að bæta veru- lcga þjóðarbúskap i Englandi og víðar, þar sem efnahagserf- iðleikar hafa tröllriðið húsum að undanförnu. Við höfum hreint ekki farið varhluta af þessum erfiöleikum. Það er því vel, ef tækist mcð almennings- átökuin, að ráða nokkra bót á. En það er umbóta vant á fleiri sviðum cn þcssum, þeg- ar þjódarmetnaðurinn er ann- ars vcgar. Það er t.d. stórmál, að uppræta þann sóöaskap, sem víða gcrir vart við sig í byggðum og óbyggðum, og er af mannavöldum. Kærulcysi og sóðaskapur hafa sett um of svip á ýmsa framleidslu þjóð- arinnar. Ór því þarf auövitad að bæta og er það injög vcru- legt atriði í að bæta afkomu atvinnuveganna. En það þarf stcrkari lýsingarorð, þegar lit- ið er til útlits ýmissa mann- virkja o'g náttúrunnar sjálfrar. Þar er ástandið sums staðar svo Iiroðalegt, að engu tali tekur. Og það er í rauninni hlálegt, að einungis hugarfars- breytingu þarf til að valda byltingu í þessu efni. Það er ekki milljónafyrirtæki að þrífa í kring um sig og temja sér sómasamlegar umgengnisvenj- ur. Það væri því ekki illa til fundid, að efna til „hreinsun- arárs“ og stefna með því að viðeigandi umgengni við okk- ar faliega land, Island. VIÐKVÆMT MÁL Þau blöð og tfmarit, sem taka afstöðu til manna og mál- efna, hljóta fyrr eða síðar að koma við einhvcrs manns kaun og spila á viðkvæma strengi. Þetta er óumflýjanlegt í frjálsu þjóðfélagi, þar sem þessir aðilar eru frjálsir að skoðanamyndun og málflutn- ingi. Enda er þaö í rauninni lífæð frelsisins. Nú er það að sjálfsögðu vandmeðfarið, að skrifa um það, scm snertir einhvem persónulega, sama hve lítið, og þá ekki sízt fyrir það, hve fá við erum og eigum tiltölu- lega náin kynni saman. Ég verð stöðugt var við þetta í starfi hér á blaðinu, enda hefur það um nokkurt skeið gerzt töluvert nærgöng- ult í ýmsum efnum, þótt það sé að okkar dómi hvergi um of. Flestir taka þessu með um- hugsun og velvilja, eins og til- ætlunin er. En þeir eru einn- ig til, sem rjúka upp til handa og fóta í vanhugsaðri hneyksl- un. Og loks eru þeir einnig til, sem láta sér sárna, en hafa ekki orð á því, nema e.t.v. éftir dúk og disk. 1 öllum til- vikunum verður þó eitthvað til að ýta frekar við þeim málum, sem blaðið hefur ymprað á. Það er auðvitað umdeilan- lcgt, hvcrnig eigi að skrifa um liin einstöku mál, þcgar það er á annað borð viðkvæmt efni. En enginn góður mál- staður er þó svo heilagur, að hann liafi efni á að fordænta aöfinnslur. Þar duga aðcins Ljósastillingar Hófum nýlega ljósastillingar fyrir hægri umferð. Hafið samband við verkstjórana. — — Fljót og góð afgreiðsla. ÞÓRSHAMAR H.F. BIFREIÐAVERKSTÆÐI — BIFREIÐAEIGENDUR Ljósasamlokur FYRIR HÆGRI UMFERÐ 6 — 12 og 24 volta BÍLAPERUR OG STEFNULJÓSABLIKKARAR 6 — 12 og 24 volta Þ0RSHAMAR H.F. VARAHLUTAVERZLUN hestar og verkringar. 6 verð- laun verða veitt, frá 8 þús. kr. ‘ niður í 2 þús. kr., en aukaverö- laun eru 7 þús. kr. fyrir bezta hestinn. — Eigendur hrossanna ann- ast ög kosta flutning þeirra til og frá sýningunni og greiða þátttökugjald fyrir stóðhes^ 3 þús. kr., fyrir hryssur 2 þús. kr. og gæðing 2 þús. kr. — Beiðni um þátttöku I sýningunni send- ist Búnaðarfélagi fslands fyrir 15. maí nk. BRJOTUR H.F hefur skurðgröfur og ámoksturstæki. Einnig jarðvegsbor, 3 stærðir. Vanir menn. Fljót og góð af- greiðsla. rökstudd svör, sem auðvitað er þeim mun auðvcldara að gefa, sem málstaðurinn er betri. Sé hann hins vegar ekki nógu góður, verða aðfinnslurnar e. t.v. ástæða til umbóta. Og þá er markinu náð. HLJÚÐVARPIÐ ENN Mikil eftirvænting ríkir liér norðanlands í sambandi við væntanlegt endurvarp sjón- varpsins, enda hafa Norðlend- ingar supmir af því, að sjón- varpið hafi farið vel af stað cfnislcga. Og vonandi brcgzt ekki sú áætlun, að sjónvarpið nái hingað fyrir haustið. Ann- að væri hneyksli. En Norðlendingar mæna einnig eftir betra cndurvarpi hljóðvarspins. Það er enn á al- geru frumstigi sums staðar, svo að þar er raunverulega um hneyksli að ræöa. Og þetta mun eiga við víðar f srjálbýl- inu. tír þcssu verður að bæta nú þegar af viðunandi mynd- arskap. Húni. N A R F I næðingur minnisstæðast frá þingpöll- unum í vetur? — Hvað honum Stefáni okkar í Auðbrekku tókst að gera mikið veður út af litlu, án þess að nokkur botnaði nokkuö í nokkru. 3 ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.