Íslendingur


Íslendingur - 30.04.1968, Blaðsíða 1

Íslendingur - 30.04.1968, Blaðsíða 1
1. MAÍ ÁVARP verkalýðsfélaganna u Akureyri NÚ, eins og jafnan áður, helga vinnandi nienn um heim all- an 1. maí báráttu sína fyrir bættum kjörum og réttlátara þjóðskipulagi. Alþýða manna og samtök hennar fagna unnum sigrum, en líta jafnframt fram á leið til hinna mörgu óleystu viðfangsefna og baráttumála komandi tíma. Helmingur af íbúum jarðar býr nú við skort brýnustu matvæla, hungur, fáfræði og sjúkdóma, og kynþáttamisrétti færist í aukana. Bilið á milli vanþróaðra ríkja og hinna þró- uðu iðnaðarlanda vex, gjáin milli hinna auðugu og hinna fátæku þjóða breikkar og slík öfugþróun ógnar friði í heim- inum i æ ríkara mæli. Þvl rísa kröfur alþýðunnar um heim allan, um efnahagslegt réttlæti þjóða í milli, hærra nú en nokkru sinni fyrr, um afnám kynþáttamisréttis, um frið og allsherjar afvopnun, um afnám allía hernaðarbandalaga. Is- lenzk verkalýðshreyfing styður þessar kröfur hinnar alþjóð- legu hreyfingar og krefst þess, að fulltrúar íslands á alþjóða- vettvangi geri þær að sínum. Hérlendis eru þau verkefni brýnust, að tryggja atvinnuör- yggi og viðunanleg lífskjör með 40—44 stunda vinnuviku. Tafarlaust verður aö útrýma því atvinnuleysi, sem hefur ver- ið viðvarandi um skeiö, og hefja framsýna uppbyggingar- stefnu atvinnuveganna til vegs. Skýrslur sanna, að árgangar, sem bætast á vinnumarkaðinn næsta áratuginn, eru fast aö helmingi fjölmennari en þeir, sem bættust við síöasta ára- tuginn. Hér þarf því stórfellt og markvisst átak að koma til, ef vá á ekki að verða fyrir dyrum á næstu tímum. Með bættu skipulagi atvinnuveganna, er unnt að stytta þann óhóflega langa vinnudag, sem hér hefur tíðkazt, og bæta svo launakjör, að þau færi vinnandi fólki lífvænleg laun, engu að síður. Að því ber verkalýðssamtökunum að stefna með kjarasamningum, samhliða fræðslu og áróðri í verkalýðsfélögunum, sem sannfæri menn um, að yfirvinna umfram dagvinnu sé ekki einasta skaðleg heilsu og hagsmun- um verkafólks, heldur ósamboðin frjálsri og siðmenntaðri verkalýðsstétt. I. maí nefnd verkalýðsfélaganna á Akureyri hvetur allt vinnandi fólk til þess, að sýna hug sinn til hinna alþjóðlegu krafna verkalýðshreyfingarinnar, jafnt sem hinna sérstöku, er íslenzk verkalýðshreyfing gerir sér til handa, með þvi, að taka virkan þátt í hátíðahöldum dagsins, sækja samkomur félaganna og bera merki dagsins í barmi. I. maí nefnd verkalýðsfélaganna á Akureyri. VORGALSI í SJÓFUGLUNUM Á AKUREYRARPOLLI Þessi symfónía, sem Friðrik Vestmann for- stjóri Pedro festi á filmu við Akureyrarpoll á dögunum, er um vorgalsa sjófuglanna, cins og sjá má. Á pappírnum er þetta þögul symfónía, en í reynd er hún óneitanlega hljómmikil og mergjuð, hvað sem um fcgurð ina má segja. Og fyrst minnzt cr á vorið og dýrin, má gjarnan minna kaupstaðarbömin *á, að senn fara kýrnar skvettandi úr fjósunum og að „bráðum fæðast lítil iömb, leika sér og hoppa“. Akureyringar kynna norienzkan sjávarútveg — á sjávarútvegsssýningunni „Islendingar og hafið" i sumar □ Á fundi, scm atvinnumála- nefnd Akureyrarbæjar hélt með nokkrum fulltrúum atvinnufyr- Dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sextugur í dag Dr. Bjarni Benediktsson for- sætisráðlicrra, formaður Sjálf- stæðisflokksins, á sextugsafmæli í dag, þann 30. apríl. Hann hefur á fjórða áratug gegnt ýmsuin af helzlu forystu- embættum í þjóðfélaginu, þar Framh. á bls. 7. irtækja á Akureyri nú nýlega, var ákveðið að Akureyringar tækju þátt i sjávarútvegssýning- unni „lslendingar og hafið“, = UNDANFARNA mánuði ltef- E ur virkjun gufunnar í Náma- = skarði við Mývatn til raf- E orkuframieiðslu verið ntjög á scin haIdin vcrður í Reykjavík í suntar. Ætlunin mun hafa vcr- ið, að Norðlcndingafjórðungur samcinaðist um deild á sýning- dagskrá, eftir að Sveinn Ein- arsson verkfræðingur upplýsti um hugsanlega hagkvæmni slíkrar framkvæmdar í saman- unni, cn ekki mun hafa verið nægilegur áhugi á því hjá heimamöunum. Forráðamenn sýningarinnar buðu því atvinnu- burði við vatnsaflsvirkjanirn- ar. Rafmagnsveitur ríkisins ltöfðp mikinn áhtiga á málinu og könnuðu það, m.a. með ferð málanefndinni að ráðstafa sýn- ingardeildinni, og verða það því Akureyringar einir, sem taka Framh. á bls. 6. yfirntanna stofnunarinnar austur í Mývatnssveit fyrir skömmu. Nú hefur stjórn Lax- Framh. á bls. 7. iiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiimimiiiiiiimiiiiiiiimimmimmiiimmiiiiuiimimmiiiiimiiimmmiimiimnmimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimmiimimmiiiii = Laxárvirkjun seinkað um eitt til tvö ár: | Gufuraforkuver reist við Námaskarð | — fyrsta gufuknúna raforkuverið á landinu =mmmmmmimimimiimimmmmiii

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.