Íslendingur - 30.04.1968, Blaðsíða 4
I
ÍSLENDINGUR
Vikublað, gefið út á Akureyri. — Otgefandi: KJORDÆMISRAÐ SJALFSTÆÐISFLOKKS-
lNS í NORÐURLANDSKJORDÆMI EYSTRA. - Ritstjóri: HERBERT GUÐMUNDSSON
(ábm.), sími 21354. — Aðsetur: HAFNARSTRÆTI 107 (Útvegsbankahúsið), III. hæð, sími
11354. Opið kl. 10-12 og 13.30-17.30 virka daga, nema laugard. kl. 10-12. Prentun: Edda
NÆSTA STÓRIÐJUFYRIRTÆKI Á
AÐ BYGGJA Á NORÐURLANDI!
9 Nýlega flutti Alþýðublaðið þær fréttir, að nú væri enn
á ný tekið til við athuganir í sambandi við olíuhreinsunar-
stöð á Islandi, en slík stöð yrð: reist syðra, í nágrenni höf-
uðborgarinnar. Nú er það augljóst, að olíuhreinsunarstöð
yrði meðal allra stærstu fyrirtækja á landinu og raunar
stóriðjufyrirlæki á borð við álverksmiðjuna í Straumsvík.
Auðvitað er þetta mjög þarft og sjálfsagt mál. En hér
þarf að staldra við, því næstu stóriðjugrein á Islandi á að
byggja upp á Norðurlandi.
Um það er naumast að ræða, að olíuhreinsunarstöð verði
byggð upp hér fyrir norðan. Til þess liggja ýmsar ástæður,
sem óþarft er að rekja. En það eru fleiri möguleikar fyrir
hendi og einn af þeim á að nota til þess að byggja upp
stóriðjufyrirtæki á Norðurlandi á grundvelli virkjana í Laxá
í Suður-Þingeyjarsýslu, Námaskarði og Dettifossi. Það afl,
sem tengja má saman frá þessum þrem virkjunarstöðum, er
gífurlegt. Og sterkar líkur benda til, að þessar virkjanir
verði hagkvæmar í framhaldi af því, sem þegar hefur verið
gert.
Satt að egja, eru Norðlendingar orðnir nokkuð lang-
eygðir eftir því, að sjá eitthvað um aðgerðir inþróunarráðs
í sambandi við þessi mál, enda er þegar það langt liðið q,
framkvæmdir við Búrfell og í Straumsvík, að naumast er
lengur til setunnar boðið varðandi næstu verkefni.
Undirbúning að stóriðju á Norðurlandi þarf að vekja af
dvala nú þegar. Og ef frumkvæðið kemur ekki frá iðn-
þróunarráðinu, þá ættu að vera hæg heimatökin fyrir sveit-
arstjórnarmenn eða jafnvel áhugamannahóp, að boða til
fundar á Akureyri og bjóða ráðamönnum til umræðna í
fullri alvöru. Það má ekki dragast lengur, að koma hreyf-
ingu á málið .
UNDARLEGUR MÁLFLUTNINGUR
§ Það er leiðinleg og raunar einnig skaðleg árátta hjá
ýmsum framámönnum Framsóknar, að hafa flest á hornum
sér í sambandi við byggðaáætlanagerð og annað skipu-
lagsstarf varðandi strjálbýlið, sem hafið hefur verið á und-
anförnum árum. Það er orðið fátt í þessum efnum, sem
Framsóknarmenn hafa ekki fundið eitthvað verulegt til for- !
áttu. En umfram allt er það þó þeirra mál, að allt sé of
smátt í sniðum og gangi langt um of hægt fyrir sig.
Óneitanlega er þetta harla tortryggilegur málflutningur.
Áður fyrr höfðu Framsóknarmenn ýmis gullin tækifæri til j
að sýna vilja sinn í verki, en lítið sérstqkt liggur eftir þá j
frá þeim tímum. Og þar sem þeir hafa enn forystuna, eins j
og á Akureyri undanfarin misseri, sannast, að þeim 'er
betur gefið að fjasa um byggðamálin og vinnubrögðin en
að ráða þar bót á. Og þegar allt kemur til alls, virðast
Framsóknarmenn gera sér fremur fátæklega grein fyrir því, •
hvers konar viðfangsefni er hér á ferðinni.
Þess er skemmst að minnast, að í umræðum um Norður-
landsáætlunina á Alþingi í vetur hélt Gísli Guðmundsson i
hjartnæma ræðu um mikilvægi þess, ag áætlunin yrði til-
búin nú í sumar eða haust, og deildu Framsóknarmenn hart
á ríkisstjórnina fyrir seinagang í málinu. Þetta tók „Dagur"
upp fyrir hálfum mánuði í leiðara og dró hvergi af. Á.sama
tíma blasir það við, að framkvæmdaáætlun Akureyrar, sem
Framsóknarmenn tóku að sér að hafa forystu um að undir-
búa, er enn á frumstigi, en ákvörðun um gerð hennar var
þó tekin ekki nema hálfu ári eftir að undirbúningur að
Norðurlandsáætlun hófst. Það hallar ekki á ríkisstjórnina í
þessum samanburði og er þó stærðarmunur verkefnanna
ærinn.
Þegar að þessu er gætt, verður ekki annað sagt en að
málflutningur Framsóknarmanna um byggðamálin sé harla
undarlegur og innihaldslítill.
iiiimiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiimiiiMiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiM
Ungkommar í áróðursham
— SÓDA ÚT BÆINN NIED ÁRÓÐURSPÉSUM OG
SPILLA DIMMISSION MENNTASKÓLANEMA
K
= UNGKOMMAR hér á Akur-
= eyri hafa nú fengirt smá snert
= af fjörkipp, eftir margra ára
= dá, og eru þeir nú í nokkrum
S áróðursham. Þetta gerist f
= beinu framhaldi af og tengsl-
E um við sífellt Keflavíkurtrítl
= ungkomma f Reykjavík, enda
= má rekja þrártinn frá örfáum
= ungkommum úr Reykjavík,
= sem stunda nám f MA, og á-
E lfka margra kennara þar í
= skóia.
= Fjörkippur þessarar ung-
= kommaklíku lýsir sér í þvf, að
E hún sóðar út bæinn með ár-
= óðurspésum um Viet-Nam og
= með inntökurömmum Æskul.-
= fylkingarinnar ! Reykjavík, á-
= samt beiðni um fjárstuðning
við þann félagsskap til að efla
stuðning hans við kommúnista
f Viet-Nam.
Þá hefur klikan einnig unn-
ið það sér til frægðar, að stór-
spilla dimmission menntaskóla-
nema og skólahelgi MA með
þessum plöggum sfnum.
Vinnubrögð þessarar ung-
kommaklíku eru að vonum hin
andstyggilegustu. Hún hefur
gert sér far um að plata sak-
laus börn til að bera- út áróð-
urinn .einkum blaðburðarbörn
í starfi hjá Morgunblaðinu.
Og aðfinnslum vegna þessara
vinnubragða hefur forsprakk-
inn, Jón Hafsteinn Jónsson,
menntaskólakennari, svarað
með fúkyrðum.
Óhætt er að fullyrða, aðS
ungkommaklíkan f Mennta-=
skólanum hefur fárra þökkE
fyrir starfsemi slna og vinnu-=
brögð hér á Akureyri. Ung-=
kommar hafa jafnan átt erfittE
uppdráttar hér hin seinni ár,=
og þetta framferði þeirra gef-=
ur þeim sannarlega litlar=
framavonir. — Og þess vegnaE
er þessi sjálfskynning þeirra=
nokkurrar umlíðunar verð, út=
af fyrir sig.
Akureyringar þurfa nú ekki=
að fara í grafgötur um það,E
hvers konar söfnuður ung-=
kommar eru. ÚtsendararnirE
frá Tjarnargötu 20 fara aftur=
til heimahúsa með sneypunaE
eina að veganesti. Verði þeimE
að, eins og til var stofnað. =
......Illl.....llllllllllllll....llllllllll.....llll.....llll....III....I...........I.......
Skíðamót Norðurlands
haldið um næstu helgi
NÆSTKOMANDI laugardag og
sunnudag verður Skírtamót
Norrturlands haldirt í Siglufirrti.
Gert er ráð fyrir mikilli þátt-
töku, enda eru skírtamenn á
Norrturlandi i górtri æfingu eft-
ir veturinn og bærti Skíðamót
tslands á Akureyri og Unglinga-
meistaramót tslands á skiðum
í Ólafsfirrti.
Artstarta í Siglufirði er góð,
eins og kunnugt er, og þjálfað
starfslið fyrir hendi til að ann-
ast stórmót.
Það má því búast við
skemmtiiegu Norðurlandsmóti.
Fjölmennt innanhússmót í frjálsum hjá HSÞ
íslandsmet í langstökki kvenna
Fyrir nokkru hélt Hérartssam-
hand Surtur-Þingeyinga innan-
hússmót i frjálsum íþróttum art
Laugum. Kcppendur voru 40 frá
7 félögum. Sett var Islandsmet
í langstökki kvenna, án atrcnnu.
Það var Kristín Þorhergsdóttir,
sem stökk 2.67 m.
Sigurvegarar í einstökum
greinum urðu þessir:
í hástökki með atrennu:
Karlafl. Sigfús Illugason M 1.70
m,. drengjafl. Indriði Arnórsson
GA 1.55 m, sveinafl. Knútur
Óskarsson E 1.58 m. 1 hástökki
án atrcnnu: Karlafl. Birgir
Steingrimsson V 1.43 m,
drengjafl. Indriði Arnórsson GA
l. 38 m, sveinafl. Knútur Ósk-
arsson E 1.45 m.
1 langslökki án atrennu:
Karlafl. Birgir Jónasson B 3.06
m, drengjafl. Jakob Jónasson E
2.83 m, sveinafl. Ingi Vngvason
M 2.82 m. (Gestur í drengjafl.
Jóhannes Geir UMSE 2.94 m.).
Þristökk án atrennu: Karlafl.
Birgir Jónasson B 9.15 m,
drengjafl. Indriði Arnórsson
GA 8.38 m, sveinafl. Ingi Yngva-
son M 8.51 m. (Gestur í drengja-
fl. Jóhannes Geii UMSE 8.68 m.)
Kúluvarp: Karlafl. Sveinn
Pálsson V 11.08 m, sveinafl.
línútur Óskarsson E 11.91 m.
(Gestur í karlafl. Sig. V. Sig-
mundsson UMSE 11,61.)
I hástökki kvenna með at-
rennu: Björg Jónsdóttir V 1.37
m. (Gestur Hafdís Helgadóttir
UMSE 1.40.)
t langslökki kvenna án at-
rennu: Kristín Þorbergsdóttir G
2.67 (íslandsmet).
Kúluvarp kvenna: Bergþóra
Ásmundsdóttir V 8.23.
INNANFÉLAGSMÓT ÞÓRS í ALPATVÍKEPPNI:
Bjarni
ÚM sfðustu helgi hélt í-
þrótlafélagið Þór á Akureyri
fjölmennt innanfélagsmót í
Alpatvíkeppni í Hlíðarfjalli.
Veður var heldur leiðinlegt,
en mótið fór þó sæmilega
fram.
í karlaflokki var keppt
um glæsilegan bikar, sem
Jensson
gamlir skíðamenn félagsins
gáfu. Hlaut hann Bjarni
Jensson, en annar varð Þór-
arinn Jónsson og þriðji Jón
Erlendss'on.
t unglinga- og drengja-
flokum urðu úrslit þessi:
15—16 ára, sigurvegari Arn-.
grimur Brynjólfsson, 13—14
sigraði
ára, Guðmundur Sigurðsson,
11—12 ára, Arnar Jensson,
10 ára og yngri, Gunnar Jak-
obsson.
í stúlknaflokki sigraði Sól-
veig Jensdóttir.
Eftir að mótinu lauk á
sunnudag, voru verðlaun af-
hent í Skíðahótelinu.
ISLENDINGUR 4