Íslendingur


Íslendingur - 30.04.1968, Blaðsíða 5

Íslendingur - 30.04.1968, Blaðsíða 5
Verðuppbótin hefur bjurguð hrúefnisöfluninni Bæta þarf hlut frystihúsanna — segir Tryggvi Jónsson frystihu sstjóri í Dulvík — Það er enginn vafi á því, að verðuppbótin á fisk, veiddan frá norðlenzku útgerðarstöðunum, sem greidd hefur verið eftir ákveðn- um reglum undanfarin ár, er höfuðástæða fyrir því, að útgerðin hefur farið aftur vaxandi hér nyrðra að vetrinum. Þetta hefur beinlfnis bjargað hráefnisöfluninni, svo langt sem það nær. En hins vegar blasir það einnig við, að frystihúsunum er ofviða að greiða sinn hlut af uppbótinni. Það ætti raunar að liggja i augum uppi, þegar upplýst er, að þetta er aukabaggi á okkur hér nyrðra, en afkoman annars staðar heldur bágborin, þótt honum sé ekki til að dreifa. Þetta segir Tryggvi Jónsson, sem stjórnar frystihúsi KEA í Dalvík. En við áttum stutt spjall við hann í síðustu viku um frystihúsareksturinn hér um slóðir almennt og nú i vetur. — Togveiðar stóru bátanna hafa orðið til vaxandi bjargar að undanförnu. Þeir voru yfirleitt komnir suður á vertíð, en eftir að atvinnumálanefnd Norður- lands fékk því til leiðar komið, að greidd yrði verðuppbót á afla hér, hafa sumir bátanna ekki farið suður. Það er því tví- mælalaust til athugunar, að auka togveiðamar á þessu svæði, en þær ná ekki enn nema til sumra staðanna. Og þá vakn- ar enn spurningin um nýtingu landhelginnar. Ég tel það ekki hættulegt innan vissra marka, enda sýnir sig, að náttúran svar- ar ofveiðí sjálf, sé um hana að ræða. Þessi ógrynni af smáfiski, sem nú er í Norðurhöfum, er einmitt svarið. Það virðast skap- ast betri skilyrði fyrir nýgræð- inginn, þegar stórfisknum fækk- ar, og þá tekur smáfiskurinn við og vex gífurlega að fjölda. — Verðuppbótin, sem fisk- kaupendur greiða á móti ríkinu, hefur numið um 60% af kaup- verði aflans hér hjá okkur, en að auki látum við bátana hafa ís án endurgjalds. Þetta samsvarar því, að við greiddum arð á borð við þau sárafáu frystihús syðra, sem sýnt hafa bezta útkomu. En munurinn er sá, að við kom- umst ekki hjá þessum útgjöld- um, þótt afkoman sé ekki sam- bærileg á við útkomuna hjá þeim, ekki sfzt vegna breytilegr- ar fiskstærðar. Þessi skylda er okkur þung f skauti, svo þung, að ég sé ekki að það geti gengið til lengdar. Á sumum stöðum hafa sveitarfélögin hlaupið und- ir bagga, en þetta verður einnig þung kvöð á litlum sveitarfélög- um. Það þarf því að leita ein- hverra ráða, til að breyta fyrir- komulaginu á útvegun fjár vegna verðuppbótarinnar. — Það má segja að hafi ver- ið landburður af fiski af tog- bátunum undanfarið, svo að við höfum ekki haft undan í frysti- húsinu hér. Þeir hafa orðið að landa nokkru magni í Hrísey og Húsavík. Frá áramótum höfum við tekið á móti 950 tonnum, þar af frá togbátum um 700 tonn. Við verkun og vinnslu afl- ans hafa unnið hátt í 50 manns, en aðstæðurnar leyfa ekki meira vinnuafl. Þetta er fleira fólk en að jafnaði áður, enda er fisk- urinn óvenjulega smár og því seinunninn og ekkert annað við hann að gera en vinna hann 1 frost. — Við fengum alls um 2.500 tonn f fyrra, en ef framhald verður á þessu núna lítur út fyrir að við fáum mun meira í ár. <$>------------------------- FLATEYINGAR FLUTTIR HEIM Fyrir nokkru fluttu 20 i- búar Flateyjar á Skjálfanda út í eyna aftur, eftir vetur- setu í Húsavfk. Stunda þeir nú róðra frá nýju höfninni og afia mjög vel. Rætt við Björn Ólafsson framkvæmdastjóra í Húsavík og Asgeir Agústsson sveifarstjóra ú Raufarhöfn: Vantar togbáta og síldariðnað ÞAU úrræði eru liklegust til að örfa atvinnulífið á auslanverðu held það sé aðeins sanngirnis- Norðurlandi nú í náinni framtíð, að hefja togbátaútgerð og koma krafa, að þær verði teknar til upp sfldariðnaði. Þetta kom fram i viðtölum, sem blaðið átti við framkvæmda nú í sumar. þá Bjöm Ólafsson framkvæmdastjóra Fiskiðjusamlags Húsavikur -----— og Ásgeir Ágústsson oddvita og sveitarstjóra á Raufarliöfn. , ■ Ámi Lárusson að skera niður rauðmaga i reyk. Hrognkelsavertíðin gengur misjafnlega: Hrognin fara fyrir rúm 3 |)ús. tunnan Hrognkelsavertíðin fyrir Norðurlandi gengur misjafnlega, þó yfirleitt heldur treglega, bæði vegna aflatregðu og af hafíshættu, sem hræðir menn frá að leggja. En verð á grá- sleppuhrognum hefur nú hækkað aftur og virðist unnt að selja þau út vlðstóðulítið. Fyi yfir 5 þús. kr. fyrir tunnuna, Það er nú komið um og yfir Við hittum að máli einn í hrognkelsaútgerðinni í Dal- vík, Árna Lárusson, þar sem hann var að skera niður rauðmaga í reyk. Hann kvað vertíðina hafa verið að byrja, þegar haffsinn bar að, og hefði aflinn þá verið dágóð- tveim amm var verðið komið en fór í fyrra niður í 2 þús. kr. 3 þús. kr. ur. Nokkuð af netum hefði farið undir ís og týnzt. En sfðan hefði afli verið heldur tregur. Árni kvað það enn á mörk- unum, að hrognkelsaveiðin borgaði sig, eftir hina gífur- Framh. á bls. 6. Bjöm: — Það er í athugun hjá okkur hér í Húsavík, að reyna að fá leigða togbáta yfir vetrarmánuðina, enda hefur ekki verið unnt að afla nægi- legs hráefnis þann tíma með þeim bátaflota, sem við höfum. Þetta hefur verið hörmung í vetur og nú sfðast hefur hafís- inn gert okkur mikla skráveifu. Eini umtalsverði aflinn, sem hér hefur borizt á land að und- anfömu, er af togbátum frá Sigluf., Ólafsfirði og Dalvík, en á þessum stöðum hefur ekki verið unnt að taka við öllu af togbátunum. Við höfum að vísu reynt, að flytja kola að sunnan og bolfisk frá Akureyri, en það em engin vinnubrögð, þegar mikið magn vantar. Úr þessu verður að reyna að bæta, og all- ar lfkur benda til, að togbáta- útgerð sé helzta úrræðið! Ásgeir: — Hér og jafnvel einnig á Þórshöfn liggur bein- ast við að koma upp síldariðn- aði. Það væri að sjálfsögðu í beinu framhaldi af þvi, að sfld- in hefur tekið þessa staði helj- artökum að segja má. Hér þarf ekki stórt síldariðnaðarfyrir- tæki og vel væri hugsanlegt að byggja það upp í tengslum við annað slfkt fyrirtæki annars staðar, þannig að framlcitt væri undir einu og sama merki. Þetta tel ég vera númer eitt fyr- ir okkur, ásamt endurbyggingu , frystihússins, sem brann í vet- ur, og nokkurri framtfðarupp- byggingu útgerðarinnar. Hún hefur setið á hakanum að und- anförnu, vegna sfldarinnar, og það tekur vafalaust nokkurn tíma að koma henni verulega á laggirnar aftur. En að því ber hiklaust að stefna. Úrbætur í atvinnumálum á þessum stöð- um eru svo aðkallandi, að ég Bræðurnir Rúnar (t.h.) og Rcimar að greiða netið. Skipið er rússneskt og var það að taka síðustu saltsíldina i Dalvík frá í fyrraliaust. (ísl.myndir: — herb.) 5 ISLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.