Íslendingur - 30.04.1968, Blaðsíða 8
ISIiNDINGllR
Þriðjudagur 30. apríl 1968.
1. maí hátíðahöld |
HÁTÍÐAHÖLD verkalýðsfélag-
anna á Akureyri og í nágrenni
í tilefni af 1. maí, verða í stór-
um dráttum á þá leið, að í kvöld
verða haldnir almennir dans-
leikir í Sjálfstæðishúsinu og
Samkomuhúsi Dalvíkur og ungl-
ingadansleikur í Alþýðuhúsinu,
en á morgun verður hátíðafund-
ur kl. 14 í Nýjabíói og barna-
skemmtun á sama tíma í Sjálf-
stæðishúsinu. Fyrir fundinn í
Nýjabíói leikur Lúðrasveit Ak-
ureyrar frá kl. 13.15, úti ef veð-
ur leyfir.
Á dansleikjunum, fundinum
og barnaskemmtuninni koma
fram ýmsir skemmtikraftar.
I!ll!llllll!III!llllllll!IIIIIII|IIII!|||l||||||II|||||||||||||||||l|||||(imi||!!l!!HlfItm!mill!ll!!IM!!ll!IIM(ll!lllltllil!IIIIIIIIimillllIll!limilIIIIIIIIIIIIIII!illlllllllllllll
Nýir tímar og viðskiptafrelsi kalla á ný viðhorf:
Sáttfýsi hjá aðilum í m jólkursölumálinul
greinargerð vaentanleg frá kaupfélagsstjóranum í Ólafsfirði
Q „íslendingur" skýrði í
síöustu viku frá deilu milli
Kaupfélags Ólafsfjarðar og
verzlunarinnar Valbergs hf.
þar í bæ um mjólkursölu í
bænum. Málið mun ekki enn
hafa verið tekið fyrir í rétti,
en kaupfélagið var búiö að
kæra Valberg hf. fyrir mjólk-
urflutninga frá Akureyri. —
Blaðið hafði samband við Ár-
mann Þórðarson kaupfélags-
stjóra og innti hann eftir af-
stöðu Kaupfélagsins, en hann
vildi ekkert um hana segja í
símaviðtali. Kvað hann sitt
hvað hafa verið athjigavert í
frétt „lslendings“, og ætlaði
hann að skýra afstöðu sína til
málsins og fréttarinnar og gr
sem send yrði blaðinu líklega
einnig öðrum blöðum. —
Þessi grein var ekki tilbúin
i'yrr en í gærmorgun og náði
hún ekki í tæka tfð hingað til
Akureyrar, svo að hún gæti
birzt nú. En að sjálfsögðu
verður hún birt i næsta blaöi.
Q Eins og lilaðið skýrði
einnig frá, hefur þetta mál,
ásamt öðrufn hliðstæðum mál-
um, komið til kasta Kaup-
mannasamtakanna og Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins.
[]i 1 stuttu viðtali við Sig-
urö Magnússon framkvæmda-
stjóra Kaupmannasamtakanna,
sagði hann, að þetta mál hefði
verið til athugunar undanfar-
in ár hjá samtökunum og hefði
afstaða þeirra verið ítarlega
kynnt í fundarsamþykktum og
bréfaskriftum til mjólkursam-
laganna. Það væri skoðun sam-
takanna, að það væri eðlilegt
að taka tillit til breyttra að-
stæðna verzlunarinnar í land-
inu, og það nyti vaxandi skiln-
ings mjólkursamlaganna, eins
og komið hefði fram m.a. í
Húsavík. Með lögum væri
Framleiðsluráði heimilað að
standa að algerum einstefnu-
akstri í þessu máli, en það
væri greinilegt, að ráðið vildi
í framkvæmd aðlaga sig hin-
um breyttu tímuiii og óskum
neytendanna, eins og kostur
væri. Sigurður kvað málið í
Ólafsfirði óneitanlega líta
heldur harkalega út eins og
væri, en ástæöulaust væri að
ætla annað en það leystist inn-
an þeirra marka, sem nú væru
að rísa upp almennt.
iiiimmiiiimiimimimmiiiiiiimiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiimiiimmiiiimiiiiMiiiMiiiiiimiiimiiiiimiiMiiiiiiiiiimiiiiiiiimjiii
í nýju íbúðarhúsahverfi skammt neðan Dalvíkurkirkju er að rísa m.a. nýtt prestsctur. Það er horn-
húsið næst á myndinni. (Isl.mynd: — herb.)
Kirkjujörðin Vellir í Svarfaðardal verður seld:
Presturinn flytur til Dalvíkur
RÉTT fyrir slit Alþingis á dög-
unum voim samþykktar ýmsar
söluheimildir varðandi embætt-
isbústaði og embættissetur op-
inberra starfsmanna, bæði
vegna tilflutnings og niðurfeli-
ingar á þeim hluniiiiulum.
M.a. var saniþykkt heimild til
að selja kirkjujörðina og prest-
setrið Velli í Svarfaðardal,
enda er að ljúka byggingu nýs
prestseturs í Dalvík og mun
sóknarpresturinn flytja þangað
áður en langt um líður.
Það er séra Stefán V. Snævarr
prófastur í Eyjafjarðarprófasts-
dæmi, sem þjónar þessari sókn.
Bændur bjartsýnir um
betra vor en í fyrra
• Bændur á Eyjafjarðarsvæð-
iuu og í Þingeyjarsýslum eru
nú bjartsýnir um betra vor en í
fyrra, en þá varð mikiö kal í
túnum, eins og kunnugt er, og
grasbrestur víða. Biaðið hafði
tal af þrem bændum, þeim Þor-
gils Gunnlaugssyni á Sökku í
Svarfaöardal, Sveinbirni Hall-
dórssyni á Hrísum í Eyjafirði
og Halldöri Gunnarssyni á Ein-
arsstöðum í Öxarfir'ði. Voru
þeir sammála um betra útlit í
ár en í fyrra, enda þótt þeir
teldu ekki vissu fyrir því enn-
þá, að öli él væru úti.
# Yfirleitt eru bændur á
þessu. svæði nægilega byrgir af
heyjum og alls staðar mun vera
til nægur fóðurbætir. Fé er víð-
ast enn á gjöfj en hefur verið
viðrað undanfarið í biíðviðrinu.
LÁNA LOFTLEIÐIR
— í VARAFLUGVÖLL í AÐALDALSHRAUMt?
★ Gerð varaflugvallar fyr-
ir millilandaflugið frá Is-
landi og til Islands hefur ver-
ið ofarlega á baugi undan-
farið. Mjög hefur heyrzt um
áhuga á staðsetningu hans í
Aðaldalslirauni, en enginn
hefur viljað staðfesta neitt
um málið. Þá hefur ferðe-
málaráðstefna Aköreyrar
skorað á yfirvöldin, að byggja
þennan völl upp á Akureyri,
en ekki er vitaö um viðtökur
þeirrar áskorunar.
Á Nú flýgur það fyrir, a$
Framh. á bls. 7.
Gömlu og nýju kommúnistakl'ikurnar á Akureyri hertar upp i hatramma baráttu gegn Hannibalistum i Alþýðubanda-
laginu — Einar Olgeirsson mætti á klikufundunum i siðustu viku — Hannibalistar staðfesta klofninginn
ANDSTYGGILEG KOMMÚNISTABARÁTTA
Eins og skýrt cr frá i grcin
inni í blaðinu í dag, hafa að
undanfömu gerzt andstyggilegir
»tburðir i sambandi við komm-
únistakiíku, sem nokkrir kenn-
arar i Menntaskólanum hafa
stofnað til, ásamt litlum hópi
nememja sinna. Nú er komið í
ljós, að hér er um miklu víðtæk-
ari starfsemi að ræða.
Einar Oigeirsson, hinn af-
dankaði kommúnistaforingi, var
hér á fcrð í síðustu viku, og
mætti liann þá á klíkufundum,
bæði hjá uiigkomniaklíkunni og
klíku gamalla Akureyrar-komm-
únista, en þessar klíkur eru
tcngdar saman nieð Jóni Haf-
steini Jónssyni menntaskóla-
kcnnara og er þeim stefnt út í
hatramma baráttu gegn Hanni-
balistunum í Alþýöubandalag-
inu á Akureyri. — Dreifing Vi-
et-Nam bréfsins í Mcnnlaskól-
anuni og með Mbl. var aöcins
einn liður í að lierða upp ung-
kom maklíkuna og samræma
vinnubrögð hennar og ung-
komma í Reykjavík. En sem bet-
ur fer tókst svo klaufalega til,
sem raun ber vitni og vakiö
hefur andstyggð eina saman.
Starfsemi uiigkominaklíkunn-
ar er athugunar verð út af fyrir
sig, eins og hún er upp byggð
og látin vinna imr.m Mcnnta-
skólans, cn í viðlali við blaöiö
tjáði skólameistari því, að ekki
væri á hans valdi að setja skorð-
ur við slíku, það væri manna á
æðri stöðum. Skólamcistari
kvaðst vita af því, að Viet-Nam
áróörinum og tilheyrandi hefði
verið dreift á dimmission og
oftar í skólanum, og hann kvaðst
einnig hafa fylgzt eftir megni
með gangi þessara mála al-
mennt innan skólans.
Nú liefur form. Alþýðubanda-
lagsins á Akureyri, Jón Helga-
son, ritað Morgunblaðinu bréf,
þar sem hann Iýsir yfir sakleysi
Alþýðubandalagsins varðandi á-
róður og vinnubrögö ungkomm-
anna, sein hann tckur fram að
„tveir kennarar“ Menntaskólans
stjórni. Er dæmið þá orðiö enn
flóknara, hvaö snertir Mennta-
skólann, þar sem aöcins hefur
verið uplpýst um annan þess-
ara tveggja kennara, Jón Haf-
stein, en hinn (og jafnvel hinir)
eru ekki þckklir opinberlega
með nöfnum. Liggja ýmsir af
kennurum skólans undir grun,
unz þeir og skólameistari upp-
lýsa málið, en alit þetta mál
hlýtur að tcljast mjög aivarlegt
gagnvart ncmendum MA, og að-
standendum þeirra, sem að veru-
legu Ieyti cru fjarstaddir og
hafa ekki tök á að fylgjast með
gangi þess. Sá hlutur, sem
Menntaskólanum er gerður með
vinnubrögðum forsprakka ung-
kommanna, cr e.t.v.. það lang al-
Frh. á bls. 6.
PUNKTUM
- BASTA
Mikill er Verka-MAÐURINN,
markaðir allir kantar:
Húsavík sér um helminginn,
Hannibal það. — sem vantar.
Peli.
MIMMIIIMIMIIIIMMMIIIMMMMIIIIIMMMIIMIMIIIMMIMMIMIMIIMMMMIMMIIIMM
1 Tvær frumsýningar l
| eru á döfinni |
S □ Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu á E
E fimmtudaginn „Óvænta heimsókn", eftir J. B. Priestley, und- =
= ir stjóm Gfsla Halldórssonar. Eins og áður hefur verið skýrt E
= frá, er þetta magnað leikrit, sem var á sínum tfma sýnt í Þjóð- =
E leikhúsinu við miklar vinsældir. Og í fyrra var það sett á E
= svið af leikflokki í Hveragerði, undir stjórn Gísla, og hlaut =
= frábærar viðtökur bæði þar á staönum og í Rcykjavík.
E □ Sjálfstæðishúsið frumsýnir f næstu viku sjónleikinn E
= „Sláturhúsið Hraðar hendur", eftir Hilmi Jóhannsson mjólk- =
E urfræðing í Borgarnesi, en þar hcfur þessi nýi sjónleikur E
S verið sýndur margsinnis að undanförnu og hlotið mikið lof =
= fyrir góða skemmtun. Leikstjóri er Ágúst Kvaran, en leik- =
E endur eru 10 talsins. Hljómsveit Ingimars Eydal tekur einnig S
E þátt f leiknum, enda er þetta öðrum þræöi söngleikur.
MIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIMIIIIMIIIIIIIIIMIIIMIIMIIIIIIIIIIIIIMIIMIIIMIMIIIIMIIM