Íslendingur


Íslendingur - 07.05.1968, Qupperneq 3

Íslendingur - 07.05.1968, Qupperneq 3
ÁRMANN ÞÓRÐARSON KAUPFÉLAGSSTJÓRI: MJÓLKURSOLUMÁLIÐ Á ÓLAFSFIRÐI Svar við skrifum blaðanna „íslendings“ og „Vísis“. ÞANN 23. apríl s.l. birta þessi blöð 4. dáika rammagreinar um miólkursölumál í Ólafsfirði, með stórri fyrirsögn um stríð i Ólafsfirði. Heimildarmaður frcttarinnar cr Gunnar Sigvalda- son framkv.stj. Vaibergs h.f. — Þar sem í grcinum þessum eru rangtúlkanir og tilhæfulausar á- sakanir tel ég mér skylt að svara. MjólkursamlagiS á Ólafsfirði hefur frá upphafi heitið Mjólk- ursamlag Kaupfélags Ólafsfjarð- ■r, það var byggt upp af Kaup- félaginu í samvinnu við bændur og er eign þess. Á aðalfundi Kaupfélags Ólafsfjarðar árið 1956 er samþykkt tillaga þess efnis að komið skuli upp mjólk- ursamlagi með tækjum til ger- ilsneyðingar á mjólk. Skuli mjólkursamlagið rekið sem sjálf- stætt fyrirtæki undir yfirstjórn Kaupfélagsins. Þegar verið var að ræða um stofnsetningu þessa samlags, bcntu ýmsir sérfróðir menn á, að vonlítið væri að reka mjólk- ursamlag fyrir svo litla mjólk, sem bændur í Ólafsfirði myndu framleiða. Samt var ráðist í framkvæmdir og þá reynt að haga fyrirkomulagi og rekstri þannig að kostnaður yrði sem minnstur, og því þá meðal ann- ars komið þannig fyrir að sam- lagið er sambyggt sölubúð Kaupfélagsins. Þegar búið er að láta mjólkina í umbúðir, setur samlagið hana inn I kæliklefa, sem neytandinn tekur hana úr, þegar hann kaupir mjólk. Það er notaður sami kælirinn fyrir samlagið og búðina, kostnaður við flutn. og tilfærslu á mjólk- inni er því enginn. Ýmislegt annað er starfrækt sameigin- lega af Kaupfélaginu og Mjólk- ursamlaginu. Um árangur og útkomu á rekstri þessa litla samlags er það að segja, að alltaf hefur ver- ið hægt að gteiða bændum fyr- ir mjólkina dálítið hærra verð en verðlagsgrundvöllur landbún- aðarins hefur gert ráð fyrir, og þar með hærra verð en flest önnur samlög landsins hafa greitt. Nú gerist það með stofnun verzlunarfyrirtækisins Valbergs h.f., að þeir vilja fá hlutdeild I þessum rekstri, það er að segja, þeir geta ekki þolað að öll mjólkin sé seld beint úr Mjólk- ursamlaginu í gegnum matvöru- búð Kaupfélagsins. Samlaginú beri að koma með mjólkina til þeirra lfka svo að þeir geti selt hana eins og Kaupfélagið. Stjórn Mjólkursamlagsins hefur talið, að um aukinn kostnað yrði að ræða ef samlagið þyrfti að flytja mjólkina í fleiri verzlanir, en það eru ekki nema um 100 metrar á milli verzlunar Val- bergs h.f. og Kaupfélagsins. Stjórnin hefur þvi ekki talið á- stæðu til að láta Valberg h.f. hafa mjólk til endursölu. Blöðin Islendingur og Vísir túlka þetta mál m.a. þannig, eft- ir upplýsingum framkvædastjóra Valbergs h.f., — „að svo langt hafi verið gengið í samkomu- lagsátt við Mjólkursamlagið, að bjóða því aðstoð við að koma upp áfyllingarvélum í sambandi við kassaumbúðir. Svarið hefði verið algjör neitun og hefði þvf fylgt m.a. hótun til bænda í Ólafsfirði um viðskiptabann af hálfu Kaupfélagsins ef þeir styddu málstað Valbergs h.f.“ — Þetta eru tilhæfulaus ósann- indi og lýsi ég fullri ábyrgð of- angreindra aðila vegna þessa rógburðar. Ég hef aldrei sem framkvæmdastjóri Kaupfélags- ins og Mjólkursamlagsins haft í hótunum við bændur um við- skiptabann þótt þeir styddu mál- stað Valbergs h.f. Ég óska þess, að áðurnefndir aðilar sanni þessi ummæli og upplýsi hverj- ir það eru sem ég hef beitt þess- ari kúgun, að öðrum kosti verði þessi ærumeiðandi ummæli gerð ómerk. Gangur mjólkursölumálanna hefur verið þessi i stórum drátt- um. Þann 7. des. 1961 ákvað Framleiðsluráð að Ólafsfjörður skuli vera sérstakt mjólkursölu- svæði samkvæmt heimild 1 22. grein laga um Framleiðsluráð og Mjólkursamlagi Kaupfélags Ólafsfjarðar úthlutað Ólafsfirði sem sölusvæði. Samkvæmt nefndum lögum er landinu skipt í mjólkursölusvæði og er bann- að að flytja mjólk, rjóma og skyr milli sölusvæða, nema með leyfi Framleiðsluráðs. Eru þessi ákvæði sett til verndar fram- leiðslu þeirra bænda sem búa í nágrenni viðkomandi kaup- staða og einnig til að forðast tilflutning á mjólk milli sölu- svæða og þanri aukakostnað sem af slíku leiddi. Með þessari á- kvörðun hefur Mjólkursamlagi Kaupfélags Ólafsfjarðar verið veittur einkaréttur til sölu og dreyfingar á mjólk, rjóma og skyri hér í Ólafsfirði, og flutn- ingur á mjólk frá öðrum sam- lögum hingað, án leyfis Fram- leiðsluráðs, því algjört lagabrot. Mjólkursamlag K.Ó. má að sjálf- sögðu ekki selja mjólk annars staðar en í Ólafsfirði nema með leyfi Framleiðsluráðs. Lög þessi eru sett m.a. til að styrkja atvinnuöryggi bænda. Hugsum ókkur t.d. hversu auð- velt væri fyrir Mjólkursamlag K.E.A. að fylla markaðinn hér í Ólafsfirði, við það mundu bænd- ur hér ekki losna við sínar mjólkurafurðir nema flytja þær eitthvað til og reyna að keppa við stóru samlögin' Kostnaður við slíkt yrði það mikill að von- laust yrði fyrir bændur að halda áfram búskap. Við það töpuðu bæjarbúar því öryggi, sem þeir hafa varðandi mjólkurkaup sln þá tíma árs, sem samgöngur eru erfiðastar. Nú fyrir mánuði síð- an vofði það yfir okkur að lok- ast hér inni um tíma, þegar haf- isinn ógnaði og kaffenni var á Múlavegi. Áðurnefnd lög eru þvi fullkomlega réttmæt og stuðla að því að halda milliliða- kostnaði við sölu og dreifingu á mjólkurvörum niðri. Um kjötið gildir annað, þar eru engin lög til verndar milliliðakostnaði, enda er kjötið flutt að óþörfu til og frá um landið á kostnað bænda. Þann 26. okt. 1966, skrifar 'Valberg h.f. bréf til stjórnar Mjólkursamlags K.Ó. og sendir afrit af því til allra mjólkur- framleiðenda i Ólafsfirði. Þar fara þeir i annað sinn fram á að fá mjólkurvörur frá samlaginu til endursölu. Síðan segir orð- rétt: — „Vegna breyttra að- stæðna á næstunni viljum við taka það skýrt fram, að verði um neitun að ræða munum við nota þá möguleika, sem skapast kunna, til að fara aðrar leiðir, til að verða við óskum viðskipta- vina okkar í þessu efni.“ Ég spyr, felst ekki syolítil hótun í þessum setningum? Ef ekki verður gengið að kröfum þeirra, munu þeir fara aðrar leiðir, ef til vill ólöglegar? Stjórn Mjólkursamlagsins svar- aði þessu með því að tjá Val- bergi h.f., að afstaða þeirra væri óbreitt frá fyrra svarbréfi. Síðastliðið sumar flytur svo Valberg h.f. allmikið af mjólk til Ólafsfjarðar frá Mjólkursam- lagi K.E.A. á Akureyri. Þessum aðilum var hógværlega bent á að þetta væri ólöglegt, en þeir létu það sem vind um eyru þjóta og héldu áfram meðan Múlavegur var fær. 1 haust fóru fram viðræður milli fulltrúa Valbergs h.f. ann- ars vegar og Mjólkursamlags og Kaupfélags hinsvegar, Var full- trúum Valbergs tjáð að ráðagerð- ur væri fundur framleiðenda til að ræða mjólkursölumálin. Nið- urstaða þessa fundar var sú, að ef fallist yrði á að láta Valberg h.f. hafa mjólk til endursölu, átti samlagið að flytja þá mjólk sem pöntuð yrði af Valbergi h.f. til þeirra, kl. 9 fyrir hádegi, þeim að kostnaðarlausu, en ef sú pöntun nægði ekki í dagssöl- una ætluðu þeir að sækja viðbót sjálfir. Ef umbúðir lækju eða gölluðust átti samlagið að bæta það. Þeir vildu fá sömu sölulaun og Kaupfélagið. Þessi niðurstaða var undirrituð af formanni stjórnar Mjólkursamlagsins og framkvæmdastjóra Valbergs h.f. Á þessum fundi kom það að- eins fram að ráðamenn Valbergs h.f. töldu sig réiðubúna að að- stoða við lánsfjárútvegun vegna kaupa á áfyllingarvél fyrir kassaumbúðir, bein fjárhagsleg aðstoð fékk ekki hljómgrunn og er mér ekki kunnugt um að þeir hafi haft áhuga fyrir að leggja fjármuni i kaup á þeim dýru vélum sem þarf í samlagið. Niðurstaða þessa viðræðu- fundar var síðan lögð fyrir fund mjólkurframleiðenda. Málið var rætt allmikið og að lokum bor- in fram eftirfarandi tillaga: „Fundur haldinn að Hringveri 12. des. 1967 í Mjólkursamlagi K. Ó. samþykkir að svara Val- berg h.f. eftirfarandi: Vegna kostnaðarauka, sem óhjákvæmi- lega yrði við dreifingu mjólkur- innar fram yfir það sem nú er og við óbreyttar aðstæður telur fundurinn ekki fært fyrir Mjólk- ursamlagið að hafa fleiri útsölu- staði, eins og sakir standa nú“ Tillaga þessi var borin upp og samþykkt meö 11 atkvæðum, 2 greiddu atkvæði á móti og 1 sat hjá. Tillaga þessi var send Valbergi h.f. Þann 23. febr. 1968 skrifar Framleiðsluráð landbúnaöarins bréf, sem sent var Mjólkursam- lagi K.E.A., Akureyri, Mjólkur- samlagi' K.Ó. og verzluninni Valberg h.f., Ólafsfirði. Er þar bent á að mjólkurflutn. frá Ak- ureyri til Ólafsfjarðar séu al- gjört lagabrot og aðilum bent á að halda þessum málum 1 því formi sem gildandi lög geri ráð fyrir svo ekki þurfi að koraa til málsreksturs. — Þegar Múlaveg- ur opnaðist í vor hóf Valberg h.f. aftur flutning á mjólk frá Mjólkursamlagi K.E.A. Þessi fyrirtæki sýndu þá áþreifanlega að þau virða hvorki aðvaranir Framleiðsluráðs né gildandi landslög. Við ákváðum því í sam- ráði við Framleiðsluráð að óska eftir við bæjarfógeta að hann sæi um að gildandi lögum yrði framfylgt. Því, að beygja sig undir lands- lög, viröist Valberg h.f. una illa og lætur því Umrædd blöð flytja áróðursgreinar og rógburð um Kaupfélag Ólafsfjarðar og Mjólkursamlag þess. Nú er mikið rætt um hagræð- ingu í ýmsu. Hvaða rök eru þá fyrir því að réttlætanlegt sé að taka mjólkina úr kæliklefa Kaupfélagsins, bera hana út á bíl og aka henni í verzlun Val- bergs h.f. sem byggð hefur ver- ið svo að segja við hliðina á Mjólkursamlaginu og matvöru- búð Kaupfélagsins, bera hana þar inn og greiða síðan þessari verzlun sölulaun fyrir að annast söluna. Starfsmenn samlagsins og Kaupfélagsins hefðu minna fyrir því að selja mjólkina sjálf- ir beint til neytandans. Ef hún er send heim, væri fyrirhöfnin svipuð. Hver á svo að greiða þennan aukatilkostnað vegna Valbergs h.f.? Ekki þeir sjálfir, nei, — heldur bændur, — eða ef til vill Kaupfélagið? — Ég tel ekkert vit i slikri óhagræð- ingu og sóun á fjármunurn. Ég held að Valberg h.f. og Kaup- mannasamtökin verði að sætta sig við að skipulag sé haft á dreifingu og sölu landbúnaðar- vara og milliliðakostnaðinum haldið niðri til þess að hinn al- menni neytandi geti fengið þess- ar nauðsynlegu vörur á sem lægstu verði og bændur fái sem mest fyrir sínar vörur. Hvaða vit er i þvl að allir matvöru- kaupmenn þessa lands geti feng- ið mjólkurvörur i umboðssölu á kostnað bænda. — Ég tel að frelsi í yerzlun sé æskilegt, en frelsi án þess að því sé stjórnað og ákveðnum reglum fylgt, hlýt- ur að leiða til ófarnaðar fyrr eða síðar. Að lokum vil ég upplýsa, að innan skamms eru , væntanlegar vélar til að fitusprengja mjólk og jafnframt tæki til áfyllingar vegna kassaumbúða. Mjólkur- samlag K.Ó. væntir því þess, að stutt verði í það að Ólafsfirðing- ar geti fengið hjá því fitu- sprengda mjólk bæði í 1 liters plastpokum og 10 litra kassa- umbúðum. Ég vona að Ólafs- firðingar beri gæfu til að stuðla að sem hagkvæmastri, ódýrastri og beztri eigin framleiðslu. Ármann Þórðarson. ATHUGASEMDIR RITSTJÓRA UM leiö og ég þakka Ármanni Þórðarsyni kaup- félagsstjóra fyrir þcssa greinargerð af hans hálfu um mjólkurstríðið í Ólafsfirði, sem svo hcfur yer- ið kallað, vil ég taka fram eftirfarandi: Fréttin um mjólkurstriðið var ekki birt' að beiðni Valbergs hf„ eða annarra aðila að strfð- inu. Blaðið hafði lauslegar spurnir af málinu, eins og gerist og gengur, og leitaði síðan eftir upplýsingum með þeim hætti, sem raun ber vitni. Hvað viðvíkur hótuninni um viðskiptabann af hálfu Kaupfélagsins, vil ég aðeins segja það, að svo stöddu, að þar er átt við yfirlýsingu á fram- leiðendafundinum, sem kaupfélagsstjórinn skýr- ir frá. Þá tel ég rétt að ítreka stefnu blaðsins í mjólk- ursölumálinu almcnnt, en hún er sú, að innan hvers mjólkursölusvæðis fái þeir aðilar að selja mjólk, scm hafa til þess viðunandi aðstöðu, sem að sjálfsögðu er metið eftir fyrirfram settum reglum. Það er grundvallaratriði, að þeim að- ilum, scm fullnægja slíkum reglum, sé gert jafnt undir höfði, svo að þeir standi jafnfætis þess vegna gagnvart viðskiptavinuin sínum. Annað cr mismunun og-eöa einokun sem reynslan hefur kennt okkur íslendingum, að feli í sér hemil á framfarir og kjarabætur. Sú ákvörðun að vekja umræður um stríðið í Ólafsfirði sérstaklcga, var tekin beinlínis til að fá fram afstöðu aðila neyt- cndamarkaðsins til þessa máls almcnnt, enda er hér um að ræða mjög sláandi dæmi, að dómi blaðsins. Kitstj. 3 ISLENDINGUR i

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.