Íslendingur


Íslendingur - 07.05.1968, Blaðsíða 8

Íslendingur - 07.05.1968, Blaðsíða 8
FORSPRAKKAR KOMMÚNISTA ETJA UNOUNCUNUM FYRIR SIG: Tveir skólapiltar staðfesta sellustarfsemina Þriðjudagurinn 7._maí 1968. FRÁSAGNiR „íslendings“ af sellustarfsemi kommúnista inn- an vébanda Menntaskólans á Ak- ureyri hafa að vonum vakió mikla athygli. Með þeim hefur verið flett ofan af hinum frá- leitustu vinnubrögðum, en þar eiga hlul að máli tveir kennar- ar skólans, skv. upplýsingum formanns Alþýðubandalagsins á Akureyri. Það þarf vart að taka fram, að fyrirlitning almennings ; Raufarhöfn: i i l enn ! * * \ einöngruð \ JfS Raufarhöfn 2.5. ’68. \ Það blæs ekki byrlega enn , } hér í samgöngu- og atvinnu-} * málum. Landleiðin til Kópa-* \ skers er lokuð og veghefill, , } sem átti að ryðja veginn núna } * í vikunni varð frá að hverfa. i jHafísinn liggur hér upp að og » } sjóleiðin er því einnig lokuð.} * Stapafellið hefur legið hér i i inni i nokkra daga og kemst t J ekki úl. Bátar og trillur kom- J * ast heldur ekkert. * 4 Vöruskortur hefur verið / } viðloðan’di lengi í vetur, enda * * hafa samgöngur gengið ákaf-1 t lega misjafnlegaj nema helzt J Jflugið. Tilfinnanlegast hefur i t verið að skorta mjólk lang- / 4 tímum saman. — Gegn þessu } } vandamáli verður að snúast * rffyrir næsta vetur. , , t á þcssum vinnubrögðum kenn- aranna er óhlandin, enda er aug- ljóst hvernig þeir nota aðstöðu sína til að leggja snörur sínar fyrir óharðnaða unglingana, sem fjölmargir eru staddir fjarri ættingjiim sínum og njóta því jafnvel engrar vemd- ar gegn áhrifum frá þcssum á- róðursmöiinum kommúnismans í sinni svörtustu mynd. Nú hafa tveir menntaskóla- ncinendur afhcnt hlaðinu grein, sem þeir segja vera frá nokkr- um þeirra nemenda, sem sótt hafa scllufundina. Þeir Ævar Kjartansson iog Pétur Þórsteins- son afhentu greinina, en Pétur undirritar hana „fyrir höml hlutaðeigandi". Þessi grein þeirra staðfestir sellustarfsemi kennaranna tveggja. Og liún gerir meira. Hún er einnig vitni um þá hættu ,sem nemendum stafar af þeim félagsskap, sem boðið er upp á í kommúnista- scllunni, gefur því miður tilcfni til að álíta, að einhverjir nem- cndanna, sem mætt hafa á sellu- fundunum, séu komnir hættu- lega nærri gryfjunni, sem þeim er stefnt í. Ber vissulega mjög að harma það, ef svo er. Þá er það mjög eftirtektar- vcrt, að það skuli vera unglfng- arnir, en ekki kcnnaramir tveir, sem gefa þær einu skýr- ingar á sellustarfseminni, sem fram hafa koniið frá viðkom- amli aðilum, enda þótt þær séu að vísu harla fátæklegar. Er það raunar í nánu samræmi við ann- að, sem þessir kennarar liafa af- rckað í málinu. Grein þeirra Ævars og Péturs 'fer hér á eftir, en sleppt er „lítilfjörlegum úrdrætti" úr tveim greinum í síðasla thl. „ls- Iendings“, enda benda greinar- höfundar fólki á að lesa þær i heilu lagi: „Nokkur orð að gefnu tilefni frá „ungkommaklíkunni" í MA. „Þar eð dreifing okkar á Viet Narn bréfi no. 3 hefur vakið nokkurn úlfaþyt og hin furðu- legustu skrif, finnst okkur til- hlýðilegt að gera grein fyrir okkar sjónarmiðum og leiðrétta misskilning þann, sem skapazt hefur. í Morgunblaðinu 27. apríl birt- ist grein undirrituð af Sverri Pálssyni, er bar fyrirsögnina „Kommúnistar lauma áróðri sín- um með Mbl. á Akureyri". Var þar birt viðtal við Stefán Eiríks- son, dreifingarstjóra Mbl. á Ak- ureyri. Greinir hann þar „ítar- lega“ frá aðferð okkar við dreif- ingu bréfs þessa. Lokaorð Stef- áns voru þau, að við hefðum ætlað að hagnýta okkur „óvita- skap og greiðvikni barna ásamt hinu víðtæka dreifingarkerfi Mbl“, til að koma boðskap okk- ar á framfæri. Fullnægjandi svar við þess- um ásökunum er raunar sú stað- reynd, að við borguðum börn- unum að meðaltali tuttugu og fimm krónur hverju, sem er snöggtum hærri upphæð en sú, er Mbl. greiðir. Tiíldum við, að við værum ekki með þessu að níðast á blaðburðarbörnum Mbl. heldur að semja við þau sem sjálfstæöan samningsaðila á sama grundvelli og Mbl. A „hið víðtæka dreifingarkerfi Mbl“, reyndi ektyi 1 þetta sinn vegna takmarkaðs upplags bréfsins. Það er athyglisvert, að grein- arhöfundur, skólastjöri Gagn- fræðaskóla Akureyrar, gerir enga tilraun til að lirekja efni „áróðurskálfsins", en slær fram þeirri staðhæfingu, að hann sé hlaðinn „hinum hroðalegustu á- sökunum á Bandaríki Norður- Ameríku", án þess að gera nán- ar grein fyrir þeirri fullyrðingu. Væri þó æskilegt, að fram kæmi hvað við er átt. Nú hefði mátt ætla, að útrætt væri um þetta litla ,,plagg“ i málgögnum „Heimslögreglunn- ar“ á íslandi, en reyndin varð önnur. íslendingur, vikublað Sjálfstæðismanna í Norðurlands kjördæmi eystra, tók fréttinni fegins hendi og gerði úr henni liinn lirörlegasta glæpareyfara. Birtist liann á þriðjungi einnar af hinum finun efnissiðum blaðsins. Það fyrsta, sem við hnjótum um, er nafngiftin kommúnista- klfka. Hér mun vera átt við sam- ræðuhóp nokkurra nemenda og kennara í M.A. Samræðufundir hans hafa verið öllum opnir, og hafa þar mætt að meðaltali milli 15—20 nemendur. Vart er því hér um klíkuskap að ræða. Þarna hafa mætt menn og kon- ur með hinar ólíkustu stjórn- málaskoðanir, og gæti sumum þeirra þótt nafngiftin sár. Hin frjálslegu vinnubrögð, sem þarna hafa tíðkazt, svo og hin mikla og almenna þátttaka af- sanna betur en mörg orð grýlu- söguna um uppvakningu einan- grunarstefnunnar. rGeinarhöf- undur segir, að starfsemi ung- kommaklíkunnar svonefndu sé athugunarverð út af fyrir sig Vinnubrögð æskuBýðsleiðtoga Alþýðubundu- lugsins „undurleg## — segir Verkamaðurinn „VERKAMAÐUR1NN“, mál- gagn Alþýðubandalagsins hér í kjördæminu, hefur kvatt sér liljóðs um „uppátæki tveggja menntaskólakennara og nokkurra nemenda þeirra,“ sem form. Aiþýðu- haiulalagsins á Akureyri lýsti svo. Annar þessara kennara, Jón Hafstein, er fulltrúi Al- þýðubandalagsins f fræðslu- ráði Akureyrar. Það er þvi eðlilegt, að „Verkamaðurinn“ snúi máli sínu einkum að Jóni Hafstein, sem útgefend- ur blaðsins hafa af sinni hálfu kvatt til að vera forsjá æskunnar í bænum. Enda gerir „Verkamaðurinn" það: „Það er út af fyrir sig und- arlegt, að kennari við æðstu menntastofnun f bænum, skuli leggjast svo lágt, að nota sér fáfræði og barna- skap krakka til að tæla þau til að virnia fyrir sig á sama tima og þau eru í vintm hjá öðrmn'*. Framh. á bls. 7. <•>- Fyrsti kísilgúrinn út í vikunni — re/nslusendingar til Englands og Þýzkalands Einbýlishús úr timbri, sem Iðja h.f. byggði austur við Mývatn í fyrra fyrir Kísiliðjuna hf. Bsf. Lundur var stofnað á grundvclli þeirrar reynzlu, scm þá fékkst, og ér stefnt að því að byggja f framtíðinni sem hagkvæmust einbýlishús úr tinibri, að sjálfsögðu á kostnaðarverði. (Mynd: Herb.) Bsf. Lundur á Akure/ri hefur byggingaframkvæmdir í sumar: Byggir sex einbýlishús • Byggingasamvinnufélagiö Lundur á Akureyri, sem stofn- að var I fyrra til að byggja ein- býlishús úr timbri á hagstæðu verði, hefur byggingafram- kvæmdir í sumar með því að byggja 6 einbýlishús úr stein- steypu. Þetta kann að þykja nokkuð einkennilegt, sagði Nlels Hansson framkv. stj. félagsins, en skýringin er sú, að bærinn gat ekki látið okkur í té í ár þær lóðir, sem skipulagsnefnd hafði mælt með að félagið fengi fyrir timburhús. Hins vegar var aðkallandi fyrir okkur að byrja í ár, svo að þetta varð úr. • Þessi 6 einbýlishús, sem byggð verða í sumar, veröa við Espilund. Þau verða tæpir 160 ferm. alls að bílageymslu með- talinni, hvert hús. Verktaki við tréverkið er Iðja hf. Lóðir þær, sem ætlaðar eru fyrir timbur- húsin eru við ógerða götu í boga upp frá Espilundi. Verða vænt- anlega byggð þar 10 einbýlis- hús úr timbri næsta ár á veg- um félagsins, en lóðirnar eru alls 20 við þessa götu. • Félagsmenn í Bfs. Iaindi eru nú orðnir um 50 talsins og er stöðugt vaxandi áhugi á þeirri starfsemi, sem félagið var stofn- að um. í SÍÐUSTU viku var byrjað að flytja kisilgúr frá Kisiliðjunni h.f. við Mývatn í vöruskemmur við Húsavíkurhöfn. Er gert ráð fyrir að skip taki fyrstu send- inguna út í þessari viku, en tvær fyrstu sendingarnar fara til reynslu til Englands og Þýzkalands. Kísilgúrvinnsla er nú komin í eðlilegt horf, eftir mikinn og vandlegan undirbjining. Þó er enn verið að fikra sig áfram í vinnutilhögun og vinnubrögð- um, enda stefnt að sem hag- kvæmustum rekstri, eins og vera ber. Kísilvegurinn hefur lítið látið á sjá í vorleysingunum, en nokkrir erfiðleikar hafa skapazt þar sem hann endar. Ekki hefur reynzt mögulegt að fara yfir að Laxárvirkjun og niður Aðaldal, heldur hefur orðið ,að fara nið- ur Reykjadalinn, þar sem vegur- inn grefst mikið. JJ11111111111111111111.II.111111111111111II1111111111| 111II111II11| III1111| III | M I GEYSIR SYNGUR I — fer í söngferð = KARLAKÓRINN GEYSIR á = Akureyri heldur samsöngva í = Sjálfstæðishúslnu á mánu- = dag, þriðjudag og miðviku- = ðag í þessari viku. Síðar í = mánuðinum er fyrirhuguð E söngferð til Isafjarðar ,og = Suðurlands. = Kórinn hefur stundað æf- 5 ingar af miklu kappi í vetur = undir sljórn Jan Kisa, sem = er nú einn stjórnandi kórs- = ins, en undirleikari er Philip E Jenkins píanóleikari. Sigurð- = ur D. Franzson hefur radd- = þjálfað kórinn frá því I = haust. = Söngskrá kórsins er mjög vestur og suður fjölbreytt og ekki sízt við = hæfi ungu kynslóðarinnar. = Auk kvartetta, sem fléttast = inn 1 sum lögin, koma fram E með kórnum 6 einsöngvarar. = Þeir, sem vilja gerast = styrktarfélagar Geysis, geta = snúið sér tíl Haraldar Helga- = sonar kaupfélagsstjóra í = KVA eða Sigmundar Björns- = sonar framkvæmdastjóra Vá- = tryggingadeildar KEA. — = Form. Geysis er Jóhann Guð- = mundsson póstmeistari. Aðgöngumiðar að sam- = söngvum kórsins hér á Akur- = eyri verða seldir í Bókvali = og við innganginn.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.