Íslendingur


Íslendingur - 07.05.1968, Blaðsíða 5

Íslendingur - 07.05.1968, Blaðsíða 5
Til vinstri er verzlunarhús Valbergs hf., en örin til hægri bendir á verzlunarhús Kaupfélags Ólafs- fjarðar. GUNNAR SIGVALDASON FRAMKVÆMDASTJÓRI: legum. Úrslitum sýndist þó valda að kaupfélagsstjóri lét þau orð falla, að fengi Valberg mjólk til sölu, yrði „stokkað upp í kaupfélaginu". Form. Mjólkursamlagsins tjáði okkur niðurstöðu fundarins og þar með að málinu væri end- anlega synjað, vegna afstöðu kaupféiagsins. Við þessi málalok birtum við yfirlýsingu hinn 15. janúar sl„ þar sem í þessari yfirlýsingu felst í fáum orðum afstaða okk- ar til þessa máls, birtum við hana hér í heild: „Ólafsfirði 15. jan. 1968. Að gefnu tilefni og vegna óska sem okkur hafa borizt, rilj- um við taka fram eftirfarandi, vegna samþ. fundar Mjólkursam- lags K.Ó. þann 12. des. sl., i SAMVINNUVERZLUN, SAMKEPPNI - OG HAGSMUNIR NEYTENDA EF TIL VILL má segja að það sé að bera í bakkafullan læk- inn, að skrifa lengra mál í blöð um mjólkursölumálin f Ólafs- firði. En þar sem mál þessi eru dæmigerð fyrir furðulega túlk- un ýmissa samvinnumanna á „frjáisri verzlun" og áhrifum hennar á hagsmuni framleið- enda og neytenda og kaupfélags- stjórinn í Ólafsfirði hefu’r séð ástæðu til að skrifa hcilsiðu grein í „Dag“ hinn 1. maí sl„ tll þess að koma sjónarmiðum Kaupfélagsins á framfæri i mjólkurdeiiu þeirri, scm nú stendur yfir í Ólafsfirði, þykir okkur rétt að ræða málið dá- lítið nánar opinberlega. Þegar Valberg h.f. hóf starf- semi slna, settum við okkur það mark að leitast við að bæta og auka þjónustu við neytendurna. Við opnuðum nýja kjörbúð, þá fyrstu hér í bænum, hinn 7. des. 1961 og verzlum þar með allar venjulegar matvörur. Nokkru áður fórum við þess á leit að' við fengjum keypta mjólk og mjólk- urvörur frá Mjólkursamlagi Kaupfélags Ólafsfjarðar og kjöt frá Sláturhúsi K. Ó. Svarið var nei, og sennilega er það algjör tilviljun, að sama daginn og kjörbúð okkar var opnuð, var Ólafsfjörður gerður að sérstöku mjólkursölusvæði. Þar með skyldi einokunhrað- staða K.Ó. tryggð á þessari al- gengustu neyzluvöru almenn- ings og allar húsmæður og við- skiptavinir hvers heimilis í Ól- afsfirði skyldaðir til að ganga i gegn um kjörbúð K.Ó., sem síð- ar var byggð, til þess að sækja hana, hvar sem þeir annars bjuggu I bænum. Kjötvörum höfðu samvinnu- menn þó ekki aðstöðu til að méina okkur að dreifa. Við höf- um keypt þær bæði frá Skaga- firði og Svalbarðseyri með tölu- verðum tilkostnaði, sem færist á reikning bænda, en sfðan hef- ur K.Ó. orðið að flytja allt af- gangskjöt til annarra lands- hluta, einnig á kostnað bænda Þetta má heita hagræðing í munni þessarra manna, sbr. hneykslunina yfir þvl, að „óhag- ræðing" sé að þvi að láta Val- berg hafa mjólk til dreifingar. Vart verður því þó trúað að hér sé farið að hagsmunum fram- leiðanda og neytenda, og skiptir þá ekki máli hvort rikissjóður greiðir hluta aukakostnaðarins vegna flutnings á kjötinu. Hvað- an fær hann peninga? Við töldum í fyrstu að af- staða K.Ó. til umsóknar okkar um kaup á ofangreindum vörum til dreifingar væri gerð í fljót- færni og gerðum þvf nokkurt hlé á málaleitun okkar, svo þeim gæfist nckkur timi til að jafna sig á breyttum aðstæðum, en allt kom fyrir ekki. Við skrifuðum þvi mjólkur- framleiðendum bréf dags. 26. okt. 1966, þar sem við skýrðum okkar sjónarmið og bentum m.a. á breyttar aðstæður vegna til- komu Múlavegar og nýrra við- horfa almennt i viðskiptahátt- um. Þetta gerðum við einungis til þess að bændur gætu í tfma gert ráðstafanir til að firra sig fjárhagslegu tjóni. Afstaða stjórnar Mjólkursamlags K.Ó. var enri óbreytt og óhagganleg. í samræmi við eindregnar óskir viðskiptavina ókkar útveg- uðum við þeim, — þegar þannig var komið niálum, mjólk frá Ak- ureyri, þeim algjörlega að kostn- aðarlausu. Mjólkina fáum við smásöluverði frá Akureyri, geymum hana i merktum köss- um í kæli niðri i kjallara, og dreifum henni til viðskiptavina okkar á Isama verði og hún er keypt á Akureyri. Fyrir þessa viðskiptahætti skulum við nú dæmdir sem ótýndir lögbrjótar. Mjólkin frá Akureyri varð brátt svo eftirsótt, að við gát- um yfirleitt ekki annað eftir- spurn, en það hefur áhrif á af- komu bænda hér, vegna þess, að verulegur hluti mjólkur þeirra fer í vinnslu og fellur við það i verði til þeirra. Við þessu fáum við þó því miður ekkert gert að óbreyttri afstöðu stjórnar K.Ó. og Mólkursamlags- ins. Eftir óskum bænda kom form. stjórnar Mjólkursamlags K. Ó., Nývarð Ólfjörð, að máli við okk- ur sl. haust og óskaði .eftir end- urnýjun umsóknar okkar viljum við lýsa því yfir, að við erum reiðubúnir að sækja mjólkina samlaginu að kostnað- arlausu, en gerum ráð fyrir að starfsmenn samlagsins afhendi mjólkina á bíl. Hvað viðkemur afhendingar- tíma, erum við reiðubúnir til að sækja hana þegar hún er til- búin til afhendingar og förum auðvitað ekki fram á yfirvinnu starfsmanna þess vegna. Einnig viljum við taka það fram, að við erum, eins og fram kemur á viðræðufundinum, reiðubúnir að veita fyrir- greiðslu vegna væntanlegra kaupa á fitusprengingartækjum, ef þess væri óskað.“ Svo sem þessi yfirlýsing ber með sér fellur aðalviðbára kaup- félagsstjórans um óhagræði og kostnaðarauka af afhendingu mjólkurinnar til Valbergs um sjálfa sig. Þann kostnað hefur Valberg lýst yfir að það sé reiðnbúið að greiða. Nú er hins vegar eftir að vita hvort Kaupfélagið vill áfram fórna hagsmunum bænda hér í Ólafsfirði til þess eins að sitja að ósanngjamri einokun á mjólkursölu hér. Við erum reiðubúnir að ræða samkomu- lag á ofangreindum grundvelli. Kjósi hins vegar K.Ó. þann kost að halda áfram kæru fyrir dóm- stólum á okkar hendur fyrir að veita viðskiptavinum okkar þá þjónustu að kaupa fyrir þá mjólk á Akureyri vg Hfhenda þeim á sama verði héi 1 Ólafs- firði, þá þeir um það. Víst er að slíkar aðfarir munu vekja at- hygli svo um munar um land allt. Væri vissulega vel ef þetta mál yrði til þess að athugað yrði frá grunni úrelt skipulag á afurðasölumálum landbúnaðar- ins í landinu, framleiðendum og neytendum til hagsbóta. F.h. Valberg h.f. Gunnar Sigvaldason. llllltlllllllllllllllllllllllIIMMIIIilllIlllltllllMIIIIIIimilllllllllllMIIIIIIIIIHIIIilllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII F 51 Askorun til Akureyringo og núgrunnu um stuðning við | Prestsembættið í Kaupm.höfn | þá haldinn um málið með full- trúum okkar og kaupfélagsins. Fundurinn var boðaður með góðum fyrirvara og voru kaup- félagsstjórinn og form. Mjólkur- samlagsins viðstaddir. Til gam- ans má geta þess að fundurinn hófst með karpi á milli þeirra um hvor ætti samlagið, bændur eða K.Ó., en um það mál sýn- ist sitt hverjum. Niðurstöður þessa fundar voru teknar fyrir á almennum fundi bænda og forustui^ianna K.Ó. og Mjölkursamlagsihs. Á þessum fundi mistúlkuðu þessir aðilar mjög niðurstöðu hins fyrri. Mistúlkun þessi lá í því að gera grein fyrir tilboðum okkar sem afdráttarlausum og endan- Ilringveri og þar sem okkur virðist að afgreiðsla málsins hafi verið á röngum forsendum og misskilningi byggð: Þau atriði, sem rædd voru á sameiginlegum fundi Valbergs og fulltr. Mjólkursamlagsins og Kaupfélagsins voru af okkar hálfu aðeins hugmyndir að samningi og alls ekki nein skil- y.rði af okkar hendi sett fram, enda málið rætt þar á frum- stigi, og virtust allir gera ráð fyrir áframhaldandi umræðum urii það. Þar sem samþ. fundarins byggist á því að um óviðráðan- legan kostnað yrði að ræða, vegna flutnings á mjóikinni vegna skilyrða frá okkar hendi nz. á = til = BLAÐINU hefur borizt greinargcrð um prestsem- bættið í Kaupmannahöfn, á- samt áskorun til Akureyr- inga og nágranna um stuðn- ing við þetta embætti, sem fellt var niður af fjárlögum rikisins í ár. Áskorunin er undirrituð af 4 kunnum Ak- ureyringum. Með greinargerðinni fylgja umsagnir um starf séra Jón- asar Gíslasonar, sem gegnt hefur prestsembættinu í Höfn, m.a. frá próf. dr. med. J. Riishede við taugaskurð- deild Ríkisspítalans í Kaup- mannahöfn, Hauki Þórðar- syni yfirlækni á i Reykja- lundi, Þórði Möller yfir- lækni á Kleppi, Páli Sigurðs- syni tryggingayfirlækni, svo og nokkrum Islendin^um, sem leitað hafa lækniriga i Höfn eða átt þar ástvini í þeim erindagerðum eða til annarrar dvalar. Allar þessar umsagnir eru á einn og sama veg. Þar er lögð mjög rík' áherzla á mik- ilvægi preststarfsins fyrir landa, sem búsettir eru í Danmörku, eða eiga þangað Mjólkursamlagsins. Fundur var .T. erindi til lengri eða skemmri dvalar við nám, til lækninga o.s.frv. Rúmið leyfir þvi miður ekki að þessar umsagnir séu raktar, en sumar þeirra og ýmsar aðrar hafa þegar birzt annars staðar Hér á eftir fer hins vegar niðurlag greinargerðar og á- skorunar Akureyringanna fjögurra: „í dagblöðum í Reykjavík hafa nokkrir áhugamenn birt ávarp til almennings um, að ákveðið sé að efna til al- mennrar fjársöfnunar til þess að halda prestsstarfinu áfram þetta ár i trausti þess, að embæt.tið verði aftur tek- ið upp á launaskrá ríkisins næsta ár. Ávarpið er m.a. undirritað af biskupi Islands, herra Sig- urbirni Einarssyni, Þóröi Möller yfirlæknir á Kleppi, Eysteini Jónssyni frv. ráðh., Ragnhildi Helgadóttur frv. alþingismanni og auk þess 5 öðrum þekktum áhrifamönn- um 1 Reykjavík. Kirkjumálaráðherra hefur einnig lýst sig mjög fylgj- andi þessu máli. Biskup hefur tilkynnt í dagblöðum, að biskupsskrif- stofan, prestarnir i Reykja- vík og dagblöð taki á móti fjárframlögum. Til hagræðis fyrir þá, sem búa hér á Ak- ureyri og f nágrenni og vilja veita þessu máli lið, taka prestar bæjarins og skrifstof- ur blaða á móti fjárframlög- um og liggja þar frammi söfnunarlistar til móttöku fr^mlögunum. Það, sem mestu máli skipt- ir er, að söfnunin verði al- menn, en ekki hvað hver einstaklingur gefur mikið. Smáupphæðir, 10 kr., 25 kr. eða 100 kr. gera stórupphæð, ef margir eru gefendurnir. Ýmsir einstaklingar hér hafa heitið þessu málefni góðum stuðningi nú þegar. Við, sem undirritum þessa blaðagrein, væntum þess, að Akureyringar leggi sig fram um að styrkja þetta starf, svo það falli ekki niður. Séra Birgir Snæbjörnsson, Séra Pétur Sigurgeirsson, Björgvin Jörgensson, Freydis Laxdal." IMI11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 5 ISLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.