Íslendingur


Íslendingur - 06.02.1975, Blaðsíða 4

Íslendingur - 06.02.1975, Blaðsíða 4
Útgefandi: íslendingur hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: sigrún Stefánsdóttir. Auglýsingastjóri: Gísli Sigurgeirsson. Dreifingarstjóri: Drífa Gunnarsdóítir. Ritstjórn og afgreiðsla: Kaupvangsstraeti 4, sími 21500. Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Áskriftargjald: Kr. 1200 á ári. Verð í lausasölu: Kr. 35 eintakið. Fjárhagserfiðleikar sveitarfélaganna Á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldið var í september síðastliðnum, var meðal annars samþykkt eftirfarandi ályktun: „Landsþingið vekur athygli stjórnvalda á fjár- hagserfiðleikum sveitarfélaganna, einkum í þétt- býli, en orsakir þessara erfiðleika eru, að útgjöld sveitarfélaganna hafa vaxið í hlutfalli við verð- bólguna, en tekjur þeirra hafa ekki aukist að sama skapi, enda ekki fengist heimild stjórnvalda til hækkunar helstu tekjustofna ... “, o. s. frv. Einnig skoraði landsþingið á ríkisstjórn og alþingi að hlut- ast til um, að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái sömu hlutdeild í söluskattsauka og í söluskatti. Hér er vissulega ekki að tilefnislausu ályktað. Hagur fjölmargra sveitarfélaga þrengdist geigvæn- lega á síðasta ári. Hlutur þeirra hefur af Alþingi og ríkisstjórn verið fyrir borð borinn. Með löggjöf eru sveitarfélögunum sífellt bundnir nýir útgjalda- baggar, sbr. t. d. ný lög um sjúkratryggingar og tannlæknaþjónustu, en ekki er skeytt um að sjá þeim fyrir nýjum eða meiri tekjustofnum á móti. Þá hefur stjórnleysið í efnahagsmálum, með met- hraða í verðbólguvexti, komiö hart niður á sveitar- félögunum. Verðbólguvöxturinn var um 14% 1972, 25(/, 1973 og í kringum 50% 1974. Með öllum þeim kostnaðarauka, sem af þessu leiðir, er ekki að undra, þó að rekstrarörðugleikar margra bæjar- og sveitarsjóða hafi verið ærið miklir árið sem leið. Á þessu verður að fást leiðrétting. Bæði þurfa sveitar- félögin að fá lánafyrirgreiðslu til að komast úr mestu klípunni nú þegar og síðan þarf með löggjöf, að sjá svo um, að hagur þeirra hallist ekki svo, sem síðastliðið ár, og enn eru horfur á, ef ekki verður að gert. Þetta hefur glöggt komið í ljós við undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar Akureyrar, sem fariö hefur gegnum fyrri umræðu í bæjarstjórn, en verð- ur væntanlega tekin til endanlegrar afgreiðslu í lok þessa mánaðar. Þegar uppkast að áætluninni kom frá bæjarstarfsmönnum og reynt var að verða við óskum um nauðsynlegustu útgjöld, sem mörg eru reyndar lögbundin, og jafnframt reynt að spá um verðbólguna á þessu ári, kom í ljós gap milli gjalda og tekna, gap upp á mikið á annað hundrað milljóna. Þessi mikli vandi verður ekki leystur með því að vanáætla útgjaldaliði, né með tilviljana- kenndum niðurskurði framkvæmda, ekki heldur með 55 milljón króna lántökuheimild eða með því að ýta hreinlega til hliðar hluta vandans og látast ekki sjá hann, eins og raunin hefur orðið í meðferð bæjarráðs á fjárhagsáætluninni. Engin bót er í því að setja upp ranga mynd af því, sem við er að glíma og gefa þar með til kynna, að vandinn sé minni en veruleikanum nemur. Svo best fæst viðunandi lausn, að hin sanna mynd blasi við. Frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir Akureyri þarf því gaumgæfilegrar endurskoðunar við, og sífellt þarf að knýja á um aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins til úrbóta í þágu sveitarfélagnna, eins og núverandi ríkisstjórn hefur gefið fyrirheit um. Þrautreyndir sveitarstjórnarmenn skipa ríkisstjórnina að meiri hluta, svo að þar er skilnings að vænta á nauðsyn þess að sveitarfélögin verði í framtíðinni fær um að gegna sínu mikilvæga hlutverki. G. J. Tómas Búi Böðvarsson ski DLRIIMIM GERIR EKKI BOÐ Á UIMDAIM SÉR Þaö kviluiar ekki í hjá mér. Þannig hugsa sjálfsagt niargir. En þrátt fyrir það Ies maður allt of oft í blöðum fréttir af brunum í heimahúsum, sem valda meiri eða minni skaða. Það þarf held- ur ekki mikið til að eldur sé laus. Oft nægir ein eldspýta, sem liggur þar sem barn nær til, eða kertaljós, sem stendur of nálægt gluggatjö'dunum. Nei, eldurinn gerir engin boð á undan sér og því miður erum við flest illa undir það búin að kunna að bregðast við á réttan hátt. — íslendingur fór þess á leit við Tómás Búa Böðvarsson, slökkviliðsstjóra á Akureyri, að hann gæfi lesendum blaðsins nokkur holl ráð um það hvernig rétt er að bregðast við þegar kviknar í og hefur Tómas Búi nú orðið. Brunatjón, sem tryggingar- félögin bættu, voru samtals um 80 milljónir króna árið 1973, en því miður eru elcki öll brunatjón bætt, þar sem nokkuð algengt er, að innbú sé lágt eða ekki vátryggt. Er ekki fjarri lagi að áætla, að brunn- ið hafi fyrir um 100 millj. kr. það ár, sem er aðeins hluti af því, scm varð eldinum að bráð á ári hverju árin fyrir 1970 Ástæðan fyrir því, að upphæð in er ekki enn hærri, er án efa mest að þakka aukinni á- herslu á fyrirbyggjandi aðgerð ir eftir tilkomu Brunamála- stofnunar ríkisins. Slökkvilið Akureyrar hefur einnig á síðustu árum lagt aukna áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir. Liður í þessu starfi er m. a., að hvetja fólk til um- hugsunar um eldvarnir og þá eldhættu, sem víða leynist í heimahúsum. • AÐVÖRUNARTÆKI Til eru á markaðnum ódýr aðvörunartæki fyrir íbúðar- hús, sem gefa til kynna að eld- ur sé laus. Er þar um að ræða bæði hitaskynjara og reyk- skynjara. Hitaskynjarinn gefur til kynna óeðlilegan hita með væli, en reykskynjarinn óeðli- legan reyk með skærum tón. Uppsetning á þessum tækjúm cr afar einföld og gæti hver sem er gert það á hálfum klukkutíma eða svo. Það þarf ekki að orðlengja það, hversu mikilsvert það er ! I Gott í gráum hvers- dagsleik- anum Að áskorun Gunn og Gunu- laugs Kristinssonar koma hjón in Harriet og Knútur Otter- stedt með uppskrift vikunnar: Fiskur með hrísgrjón- um: (fyrir 4 persónur) 1 stór pakki af ýsu- eða þorskflökum 2 msk. smjörlíki eða smjör 2 dl hrísgrjón 2 tsk. salt 4 dl. vatn 1 tsk. karry (paprika í teningum) Lcggið fiskiflögin í smurða, eldfasta skál og hellið hrísgrjónunum yfir. Salti og karrýi stráð yfir og smjörbitar lagðir ofan á hrísgrjónin. Vatni helit yfir. Lok eða málm pappír settur yfir skálina og fiskurinn er síðan bakaður við 200 gráður í ca. 40 mínútur. Ef paprika er notuð þá er hún sett ofan á hrísgrjónin áður er. skálin er sett í ofninn. Gott e: að bera fram hrásalat með þessum rétti. Súkkulaðigrautur: (fyrir 4 persónur) 3/4 I. mjólk 5 msk. (50 gr.) majzenamjöl 5 msk. (35 gr. kakao) IV2 dl. strásykur 1 msk. vanillusykur (eða dropar) Majzenamjöli, kakao og sykri er blandað saman í potti. Hellið mjólkinni yfir og þeytið ❖♦j-mkk* ❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖!♦❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖• V V V vv V V %**♦ V V V V V V V V %• v V V V V * saman. Látið blönduna sjóða upp samtímis því að þeytt er og látið sjóða í 3 mín. Bragð- bætið grautinn með vanillu- sykri og heilið honum síðan í skál. Stráið örlitlum sykri yfir. Látið grautinn standa á köld- um stað í 2 —3 tíma og berið hann síðan fram með rjóma- blandi. Að lokum skora hjónin á þau Hermann Sigtryggsson og Rebekku Guðmann að koma með næstu uppskrift. ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦$* ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ • 4 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.