Íslendingur


Íslendingur - 06.02.1975, Blaðsíða 1

Íslendingur - 06.02.1975, Blaðsíða 1
Berklar komnir upp í M.A. Berklar hafa koinið upp í Menntaskólanum á Akureyri. Hér er um nýsmiíun að ræða hjá uin 20 neinenduin. Aðeins einn er á Kristneshæii af þessum orsökum. íslendingur hafði samband við skólalækni Menntaskólans í gær og sagði hann að fyrst hefði orðið vart við berklatil- felli í skólanum í lok janúar. Þá var hafin rannsókn á nem- enum og starfsliði skólans. Við hana kom í Ijós að um það bil 20 nemendur eru nýsmitaðir. Önnur rannsókn verður gerð á öllum nemendum og starfs- liði að mánuði liðnum. Þeir nemendur sem hafa smitast fara á 9 mánaða lyfjagjöf og að sögn læknisins eiga þeir ekki að hljóta neinn skaða á lungum þar sem smitið upp- götvaðist þetta fljótt. Smittilfellin fundust í öll- um bekkjum skólans og þau virðast vera yfirgnæfandi með- al nemenda sem búsettir em utan heimavistarinnar. Að- spurður sagði læknirinn að ástæðulaust væri með öllu að loka skólanum vegna berkla- smitsins. Berklavarnastöðin hefur nú tekið að sér rannsókn og með- ferð á þeim nemendum, sem hafa smitast. Niðurstöður úr mvndatökum munu liggja fyr- ir á næstu dögum. IMy áætlun- arleið IMorðurflugs Norðurflug hefur tekið upp þá nýjung í rekstri sínum að halda uppi áætlunarflugi milli Akureyrar og Sauðárkróks og hafa ferðir þessar gefið góöa raun. Flug milli þessata tveggja staða tekur um 20 mín útur og kostar far aðra leiðina 1700 krónur á mann. Að sögn Sigurðar Aðalsteins sonar hjá Norðurflugi hefur verið flogið daglega til Sauð- árkróks að undanförnu, en þegar saingöngur á landi batna er ætlunin að fækka ferðunum niður í 3 á viku. Afgreiðslutími verslana á Akureyri endurskoðaður í jan., febr. og mars loka kvöldsölurnar kl. 20.00 á kvöldin. Fyrir skönnnu tók til starfa nefnd, sem á að end- urskoða gildandi reglur um afgreiðslutíma verslana á Akureyri. Samkvæmt nú- gildandi reglum um af- greiðslutíma loka allar al- mennar verslanir kl. 6 frá f mánudegi til fimmtudags. Á föstudögum er opið til kl. 7, en flestar verslanir hafa lokað á laugardögum. Kvöldsölurnar hafa leyfi ti! að hafa opið til kl. 11.30 öll kvöld á tíinabilinu frá 1. apríl til áramóta, en frá 1. jan. til marsloka er lok- unartíminn kl. 8 á kvöldin. Nefndin, sem Iítur á sig sem fulltrúa neytenda, tel- ur æskilegt að einhverjar tilslakanir verði gerðar á þessum reglum og að gilö andi listi yfir vörur sem má selja í kvöldsöíunum verði cndurskoðaður. Mjög skiptar skoðanir eru ríkjandi um reglur þess ar og því hefur nefndin sent bréf til Félags verslunar- og skrifstofufólks, Verslunar- mannafélags Akureyrar Kaupmannasamtakanna, Kaupfélags Eyfirðinga, Kaupfélags verkamanna og til kvöldsöluleyfishafa og óskað eftir tillögum þeirra og ábendingum um breyt- ingar á samþykktum þeim sem nú gilda. Eiga þessir aðilar að hafa skilað áliti fyrir 15. þessa mánaðar. Þrír menn eiga sæti í nefndinni og eru það Freyr Ófeigsson, Sigurður Jó- hannesson og Sigurður Jóli. Sigurðsson. íslendingur hafði samband við þessa þrjá menn og spurði þá hvernig þeir vildu breyta ?.f Framhald á bls 6. Efni í blaðinu ■ dag: Grein um bruna- varnir í heimahúsum „01d-boysararnir“ heimsóttir í íþróttahúsinu Fastir miðsíðu- þættir, leiðari um erfiðleika sveitar- il'élaga o. m. fl. B Af hverju skilja KA og ÞÓR? KA og Þór eru skilin að skipt- um í meistaraflokki í knatt- spyrnu en þau hafa keppt und ir merki ÍBA í mörg ár. Það hefur oft verið talað um að félögin hættu samvinnu, en þó koin þessi ákvörðun ýms- um á óvart, sérstaklega þar sem búið var að tilkynna um þátttöku liðs ÍBA í II. deild. Tilkynningarfrestur um þátt- töku í deildárkeppni KSÍ rann út 31. des. sl en á fundi 27. jan. tilk. stjórn Þórs. að félag- ið hefði sótt um frest til að tilkynna uin þátttöku í deildar keppninni til janúarloka og hefði nú sótt um að fá að spila í III. deild undir nafni Þórs. Að fengnum þessum upplýs- ingum hafði stjórn KA sam- band við formann mótanefnd- ar KSÍ og óskaði einnig eftir undanþágu frá gildandi regl- um um þátttökutilkynningar, vegna fyrrgreindra orsaka Leyfið fékkst og nú hefur KA sent formlega beiðni um að fá að spila í II. deild í sumar. Svar við þeirri beiðni mun liggja fyrir um næstu helgi. En af hverju skilja KA og Þór að skiptum? Haraldur Sigurðsson, for- maður KA, sagði í viðtali við íslending að honum skyldist að ástæðan fyrir ákvörðun Þórs væri sú að knattspyrna á Akureyri væri á svo lágu stigi að hún næðist ekki upp nema félögin skildu. — Ég er hins vegar á ann ari skoðun, sagði Haraldur, Ég held að ástæðan fyrir öldu- dal knattspyrnunnar hér sé vanræksla á þjálfun ungling- anna, en þjálfun þeirra hefur verið vanrækt síðan þeir Ein ar Helgason og Kári Árnason hættu. En úr því að svona er Framhald á bls. 6. Einingar- kosningar um helgina Kosning stjórnar, trúnaðar- mannaráðs og endurskoð- enda verkalýðsfélagsins Ein ingar fer frain við allsherj- aratkvæðagreiðslu um næstu helgi, 8. og 9. febrú- ar. Kosið verður á skrifstof um félagsins á Akureyri, Dalvík, Hrísey og Ólafs- firði og stendur kosningin frá kl. 10 — 19 báða dag- ana. Tveir listar eru í kjöri að þessu sinni. A-listi borinn fram af stjórn og trúnaðar- nrannaráði og B-listi borinn fram af ITelga Guðmunds- syni o. fl. I formannskjöri eru af A-lista Jón Helgason, núverandi formaður Eining ar, og af B-lista Jón Ás- geirsson, formaður Alþýðu- sambands Norðurlands. IBA-liðið á tindi frægðarinnar. Mynd þessi var tekm á Akureyrarflugvehi þegar liðið kom heim sem sigurvegari í Bikarkeppninni fyrir nokkrum árurn.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.