Íslendingur


Íslendingur - 06.02.1975, Blaðsíða 6

Íslendingur - 06.02.1975, Blaðsíða 6
Laufásprestakall: Barnaguðs- þjónusta í Grenivíkurkirkju nk. sunnudag kl. 10 f. h. — Messað á Svalbarði sama dag kl. 14.00. — Sóknarprestur. Kristniboðshúsið Zion: Sunnu daginn 9. febr.: Sunnudaga- skóli kl. 11 f. h. Öll börn vel- komin. Fundur í Kristniboðs- félagi kvenna kl. 4 e. h. Allar konur hjartanlega velkomnar. Samkoma ld. 8.30. Ræðumað- ur Guðmundur Ó. Guðmunds- son. Allir velkomnir. Fíladelfía, Lundargötu 12. Al- menn samkoma sunnudaginn 9. febrúar kl. 4.30. Guðmund- ur Ó. Guðmundsson kynnir starf Gídeonsfélagsins. Allir velkomnir. Sunnudagaskóli hvern sunnudag kl. 11. öll börn velkomin. — Fíladelfía. IOOF 2 - 15502078V2. Framhaldsaðalfundur Golf- klúbbs Akureyrar verður hald inn að Jaðri 12. febr. kl. 8 sd. Varbarfundur Vörður F.U.S. á Akureyri liélt félagsfund 28. janúar sl. Til umræðu voru bæjar- málefni almennt, aulc ný- kominnar tillögu um fjár- hagsáætlun bæjarins. A fundinn mættu Sigurður Jó hann Sigurðsson, bæjarfull- trúi, og Tómas Ingi Olrich, varabæjarfulltrúi. — Voru þeir frummælendur fund- arins, en að máli þeirra loknu voru opnaðar hring- borðsumræður og urðu þær hinar líflegustu. Fundar- stjóri var Sverrir Leósson, formaður Varðar. Kláusarnir Framhald af baksíðu eins og sjálfsögðum hlut, heldur finna að ýmislegt þarf að athuga. Milli þátta kemur fram fólk og útskýr- ir hvað það er, sem er að gerast í leiknun: Þetta verð ur til þess að börnin fylgj- ast betur með söguþræðin- um og njóta efnisins betur. Leikendurnir skila allir hlutverkum sínum með sóma og tekst vel að ná ti! barnanna. Hins vegar er ég ekki viss um að söngurinn í leikslok hafi komið nógu vel til skila. Að mínum dómi er það vel þess virði fyrir öll böm á skólaaldri að sjá Litla Kláus og Stórr. Kláus og áreiðanlega geta foreldrar haft góða skemmtun af að fara með börnum sínum. Hins vegar tel ég að yngri börn skilji ekki nógu vel hvað er að gerast og fyrir þau verður leikritið of lang dregið.“ Samkoma votta Jehóva að Þingvallastræti 14, 2. hæð, sunnudaginn 9. febrúar kl. lð. Fyrirlestur: Kynlíf og hjóna- band samkvæmt sjónarmiði Guðs. Allir velkomnir. Endurskoðun iAf hverju skilja KA og ÞÓR Framhald af bls. 1. greiðslutíma verslana á Ak- ureyri. Freyr Ófeigsson sagði: — Ég tel að það eigi að rýmka opnunartíma versl- ana, en hve mikið er erfitt að segja um að svo stöddu. Þó tel ég það lágmarks- kröfu að verslanir verði opnar til kl. 10 á föstudags- kvöldum. Um opnunartíma hjá kvöldsölunum þá hef ég það að segja að mér finnst eðlilegast að þær hafi opið til lcl. 11.30 öll kvöld allí árið um kring. Sigurður Jóhannesson sagði: — Eðiilega vil ég að ákvæði um lokunartíma sölubúða á Akureyri séu þannig að þau fullnægi þörfum neytenda á hverj- um tíma, bæði neytenda hér í bæ, utanbæjarfólki, sem sækir þjónustu sína til bæj- arins og ferðafólki, sem hér hefur viðdvöl. Við endur- skoðun reglugerðarinna/ þarf því að hafa þessi sjón- armið í huga, meta hvao þessi þjónusta lcostar og hvernig hægt sé að veita hana án þess aö íþyngja með of mildu vinnuálagi því fólki, sem þjónustuna veitir. Sigurður Jóh. Sigurðs- son sagði: — Ég lagði þao til á sl. nefndarfundi að ákvæðum um lokunartíma söluturna og sambærilegra sölustaða yrði breytt nú þegar þannig að heimilað yrði að hafa þessa sölustaöi opna allt árið frá kl. 8.00 til kl. 23.30. Hins vegar óskaði meirihluti nefndar- innar eftir því að beðið yröi eftir áliti þeirra sem fengið hafa bréf frá okkur og að allar breytingar yrðu gerðar samtímis. Hvað viðkemur opnunar tíma almennra verslana, þá vil ég rýmkun á honuin þannig að fólk fái meira svigrúm til verslunar, og þá á ég fyrst og fremst við þann tíma sem fjölskyldan getur farið saman íil verslunar utan dagslegs vinnutíma. Ég tel að þetta þyrfti ekki að hafa í för með sér leng- ingu á vinnutíma verslunar- fólks heldur annað fyrir- komulag á honum. Framhald af bls. 1. komið þá vonast ég til að þessi ákvörðun um skiptingu verði til góðs fyrir knattspyrnu á Akureyri og mega þá allir vel við una. Aðspurður sagðist Haraldur vera á móti þvi að öðrum deildum ÍBA verði slcipt. Þá kom einnig fram, að Einar Helgason verður trúlega þjálf - ari KA í sumar og eru félags- mcnn mjög ánægðir með þá ráðstöfun. Haraldur Helgason, formað ur Þórs, sagði í viðtali við blaðið, að hann vildi sem minnst um málið segja annað en það, að Þór telji að skipt- ing félaganna verði þeim til góðs og hún hafi þau áhrif að fleiri menn fari í knattspyrn- una og meiri breidd náist. — Hvað fjárhagnum viðkæmi þá yrði hann erfiðari, en það vandamál yrði leyst á einhvern hátt. ísak Guðmann, formaður ÍBA, hafði þetta að segja um skilnað félaganna: — Mér finnst vera bæði jákvæð og neikvæð hlið á þessu máli. Ég held, að skilnaðurinn geti orð ið til þess að KA og Þór styrk- ist félagslega og þess er full þörf. Hins vegar er ég hrædd- ur við hinn þrönga fjárhag fé- laganna og held að hann geti orðið þeim fjötur um fót. En hvað sem því líður, þá hefði það verið lágmarkskurt- eisi af stjórn Þórs að tilkynna KA fyrr um ákvörðun sína um að hætta samvinnunni við þá. — Skilnaðurinn var að vísu búinn að liggja í láginni lengi, eða síðan IBA var í II. deild fyrir nokkrum árum, en hrein afstaða hafði aldrei verið telc- in. Þegar ÍBA féll úr II. deild í sumar magnaðist orðrómur- inn og því boðaði ég til fundar með stjórn KA og Þórs í des sl. til þess að fá þessi mál á hreint. Formaður Þórs mátti hins vegar aldrei vera að þvi að mæta. né heldur gefa mér svar fyrir 20. des., eins og ég fór fram á. Ég dró því þá ályla un, að Þór óskaði eftir áfrani- haldandi samvinnu og lét skrá ÍBA í II. deild áður en innrit- unarfrestur rann út, þann 31. des. Síðan gerðist það næst, aö þann 27. jan. er ég boðaður á fund hjá Þór, þar sem hin óvænta yíirlýsing er opinber- uð. IXiauðungaruppboð Samkvæmt kröfu Ásmundar S. Jóhannssonar og Gunnars Sólnes, héraðsdómslögmanna, verða bifreiðarnar A-3126, A-233 og R-3986 og drátt- arvél Ad-523 seldar á nauðungaruppboði til lúkn ingar fjárnámsskuldum. Uppboðið fer fram við lögregluvarðstofuna á Akureyri föstudaginn 14. febrúar nk. kl. 14.00. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Akureyri, 4. febrúar 1975. BÆJARFÖGETINN Á AKUREYRI. SjálfstæðisféKag Akureyrar Aðalfundur verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu, litla sal, mánudaginn 17. febrúar kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Athugið breyttan fundardag frá tilkynningu í bréfi. STJÓRNIN. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna, Akureyri: FUIMDUR Sjálfstæðisfélögin á Akureyri halda almennan fund mánudaginn 10. febrúar 1975 kl. 20.30 (8.30 e. h.) í Sjálfstæðishúsinu (neðri sal). Fundarefni: Rætt um fjárhagsáætlun bæj- arins fyrir árið 1975. öllum heiniill aðgangur. STJÖRNIN. Greiðsla á olíustyrk á Akureyri fyrir mánuðina september-nóvember 1974 hefst á bæjarskrifstofunni, Geislagötu 9, þriðjudaginn 11. febrúar næstkomandi. Olíustyrkur fyrir ofangreint tímabil er kr. 1.800.00 á hvern íbúa, sem býr við olíuupphitun. Styrkurinn greiðist hverjum framtelj'anda til skatts og einnig vegna maka og barna, sem eru á framfæri hans og eigi eru sjálfstæðir framtelj- endur. Þó skulu lífeyrisþegar, sem njóta bóta samkv. 19. gr. laga um almannatryggingar (hafa tekjutryggingu) og aðrir lífeyrisþegar, sem hafa svipaðar heildartekjur, fá greiddan styrk, sem nemur IV2 styrk einstaklings vegna þeirra sjálfra. Miðað er við, að sá sem styrks nýtur, hafi verið búsettur í sveitarfélaginu meiri hluta tímabilsins. Á bæjarskrifstofunni verða fáanleg eyðublöð, sem ber að úlfylla um leið og olíustyrks er vitjað. Fyrslu útborgunardagana verður greiðslum á olíustyrk hagað þannig: Þriöjudaginn 11. febrúar og miðvikudaginn 12. febrúar til íbúa við götur, er byrja á bókstöfun- um A —E (Aðalstræti — Espilundur). Fimmtudaginn 13. febrúar og föstudaginn 14. febrúar: Götur frá F —K (Fjólugata —Kvista- gerði). Mánudaginn 17. febrúar og þriðjudaginn 18. febrúar: Götur frá L —R (Langahlíð —Reynivell- ir). Miðvikudaginn 19. febrúar og fimmtudaginn 20. febrúar: Götur frá S —Æ (Skarðshlíð — Ægis- gata) og býlin. Greiðslu olíustyrks fyrir ofangreint tímabii Iýkur að fullu 28. febrúar. Athugið, að bæjarskrifstofan er opin virka daga frá kl. 8.30-12.00 og 13.00-16.00. Akureyri, 3. febrúar 1975. BÆJARRITARI. 6 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.