Íslendingur


Íslendingur - 06.02.1975, Blaðsíða 2

Íslendingur - 06.02.1975, Blaðsíða 2
Það þarf ekki að reka á eftir „Old-boysuruntim4* Bolbeygja áfram, einn tveir .. . Og þá er það hliðbeygjan. Boivinda er líka nauðsynleg. — Uff, þessi er erfið. En það dugir ekki að gefast upp. Þarna tókst mér vel upp. Hestamenn Smíðið múiana sjálfir. Höfum fyrirliggjandi: Borða, hnoð og sylgjur. Einnig leðurfeiti, hóf- olíu, leðursápu, höfuð- leður, mél, reiðstígvél og buxur o. fl. o. fl. Komið og skoðið hestavörurnar. ÍBIJÐIIM Strandgötu Sveitarstjóri Grýtubakkahreppur óskar að ráða sveitarstjóra. Umsóknarfrestur til 28. febrúar 1975. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Jóhannesson, sími 96-33107. Einingarkosningarnar Kosningaskrifstofa A-lisVans lista stjórnar og trúnaðarmannaráðs; verður í Brekkugötu 4, báða kjördagana. Kosningasímar verða 21635 og 22119 Hreyfing er holl og hreyfingu getur fylgt mikil ánægja. Þeir eru sammála um þetta, karlmennirnir, sem Haukur Berg, sund- laugarstjóri, þjálfar í íþróttahúsinu tvisvar í viku. Mæting í tímana er oftast 100% og mættu margir yngri taka þá sér til fyrirmyndar. fslendingur heimsótti hópinn fyrir skömmu og spjallaði aðeins við Hauk á milli æfinga, til þess að forvitnast um það, sem þarna fer fram. — Það þarf sannarlega ekki að reka á eftir „Old boys- urunum“ mínum í leikfimitím unum þeirra. Þeir mæta yfir- leitt allir með tölu og eru elcki ánægðir nema að þeir svitni rækilega. Þó meðalaldur hóps- ins sé 45 ár, þá eru þeir ekki eftirbátar unglinganna í leilc- fimi, nema síður sé, sagði Haukur. Haukur, sem er leikfimis- kenngri að mennt, hefur þjálf- að Old boysarana sína, eins og hann kallar þá, undanfarin 4 ár og gerir það í sjálfboða- vinnu. Þeir hittast á hverju fimmtudagskvöldi og gera æf- ingar og spila blak og í fyrra kræktu þeir sér í aukatíma eft ir hádegi á laugardögum og fara þá eingöngu í blak. — Þeim fannst ekki nóg að liðka sig einu sinni í viku og tóku því fegins hendi við laug- ardagstímunum, sagði Haukur og bætti síðan við, að ef til vill væri eitthvað fleira, sem kæmi inn í með áhuganum fyrir laug ardagstímunum. — Þeir sleppa kannski frá laugardagshreingerningunni heima hjá sér, sagði Haukur glottandi. Sá clsti af Old boysurununi er 57 ára, en sá yngsti er 36 ára og hafa flest allir verið saman á æfingum í fjögur ár. Upphaf þessa var, að Halldór Matthíasson auglýsti leikfimi fyrir fullorðna karlmenn. -- varlega, eins og sjá iná af þess- ari mynd. Fljótlega varð hann að hætta og þá hljóp Haukur í skarðið en í byrjun var hann einn af þeim, sem sóttu tímana sem leikmenn. — Ég hafði ekki kennt leik- fimi og fór út í þetta fyrir þrá- beiðni hinna. En ég sé ekki eftir því. Þessir tímar eru mér miklar ánægjustundir og það er gaman að sjá hversu miklu sprækari strákarnir eru nú en fyrir fjórum árum þegar þeir voru að byrja, sagði Haukur. Þegar litið var yfir hópinn virtust þeir ekki vera síður ánægðir en Haukur. Þeir gerðu æfingarnar möglunar- laust og af svo mikilli lipurð að hvaða unglingur sem er má öfunda þá af. Félagsmálastofnun Akureyrar og Kvennadeild Slysavarnarfélags Akureyrar gangast fyrir skemmfun fyrir aldraða sunnudaginn 9. febrúar kl. 15.00 — 17.00 í Sjálf- stæöishúsinu. Veitingar, skemmtiatriði, dans. Þeir, sem óska eftir akstri á skemmtunina, til- kynni það til félagsmálastofnunar fyrir hádegi á föstudag. — Síminn er 21000. Auglýsið í ÍSLENDINGI 2 - ISLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.