Íslendingur


Íslendingur - 06.02.1975, Blaðsíða 5

Íslendingur - 06.02.1975, Blaðsíða 5
'ifar um eldvarnir: að fá boð um eldinn, áður en í óefni er komið. • AÐ BREGÐAST VIÐ A RÉTTAN HÁTT En það er ekki nóg að fá boð um eldinn, þú þarft að bregðast við honum á réttan hátt. Ef þú valcnar eina nótt- ina við eld í íbúðinni eru litl- ar sem engar líkur til að þú bregðist við á réttan hátt, nema þú hafir áður gert þér grein fyrii hvernig brugðist skuli við. Þú þarft því að gera þér ljósa hættuna sem af elds- voða stafai og vera búinn að hugsa fyrirfram til hvaða ráða megi grípa, hvaða möguleikar séu fyrir hendi. Eitt af því sem þarf að vcra ljóst er hvaða undankomu leiöir eru mögu- legar, ef hefðbundnar útgöngu leiðir skyldu lokast (gangur, stigi, útidyr), og eru þá til nauðsynleg hjálpargögn ef fara þarf t. d. út um glugga, þ. e. stigar, brunakaðlar o. þ. h.? Hver fjölskylda þarf að ræða þessi mál innbyrðis og gera áætlun um undankomu i neyðartilfellum. Þá er einnig mjög nauðsynlegt, að fjölskyld an hittist öll á cinhverjum fyr- ir fram ákveðnum stað, eftir að út er komið. Ef þú að næturlagi vaknar við reylc eða eld í íbúðinni þá þarftu að fara að með mikilli gát. Opnaðu ekki hurðir án þess að hafa fyrst þreifað á þeim efst. Ef hurðin er heit eru allar líkur á, að eldur sé hinum megin og jafnvel eldur sem er vannærður af súrefni sem þýðir sprengingu, ef hurð in er opnuð. Þá er ráðlegra að athuga, hvort aðrar undan- komuleiðir séu mögulegar. Það má tefja töluvert fyrir eldi við hurð með því að þétía hana með fatnaði og rúmföt- um (ekki úr gerfiefnum) sér- staklega ef þau eru bleytt. Brothljóð í rúðum og köll milli húsa heyrast vel að næturlari og það tekur slökkviliðið ekki margar mínútur að koma á staðinn. Ef nauðsynlegt er að fara gegnum reykfyllt eða logandi hcrbergi til un'dankomu, þá klæðist í hlífðarföt, en urn- fram allt verið ekki í fatnað' úr gerfiefnum, og skríðið á maganum eftir gólfinu. Þar er oftast mikið minni reykur og hiti. Ef kviknar í pönnu eða fitu potti er best að setja þétt lok yfir og færa pönnuna af hell- unni. Til eru sérstök aspest teppi ælluð til þessara nota. Ef þetta nægir ekki til að slökkva eldinn þá gríptu til handslökkvitækisins, ef þú tel ur þig nokkuð öruggan um að geta ráðið niðurlögum eldsins. Að öðrum kosti lakarðu hurð- inni og glugganum, því eldur- inn getur þá takmarkast við eldhúsið (herbergið), sem eld urinn kom upp í, og hringdu í slökkviliðið. ® SLÖKKVITÆKI Sem betur fer uppgötvast eldurinn oft á byrjunar stigi og er þá afar mikilvægt að hafa handslökkvitæki við hendina. En hvaða hand- slökkvitæki? Þrjár gerðir hand slökkvitækja eru algengastar og fer það eftir efninu sem brennur, hvert þeirra er heppi- legast og áhrifamest. VATNS-handslökkvitækið notum við á efni sem brenna Framhald á bls. 7. Jón G. Sólnes: Y X t I ! t * 4 4 4 4 4 Y Y f | 4 4 4 4 f I ATHUGASEM I síðasta blaði Alþýðumannsins er afslaða mín á bæjarstjórnar- fundi 22. ]j. m. í sambandi við tillögu um orkumál o. fl. gerð að umtalsefni á miður smekk legan hátt. Athugasemdir mínar við um- ræddan tillöguflutaing mótuðust af því, að hún var flutl í sam- bandi við umræður um fundar- gerð Rafveitustjórnar frá 16. des. sl. I þeirri Jundargerð var mjög ákveðin samþykkt um á- stand orkumála og aðgerði: í þeim málum. Ataldi ég að á fundi, sem haldinn var í bæjar- stjórn, daginn eftir hinn 17. des. sl. (meira að segja voru Iveir fundir haldnir í baíjar- stjórn þann dagl skvldi nm- rædd ályklun Rafveitustjórnnr um orkuvandræðin ekki haía verið tekin til afgreiðslu. Míu skoðun var sú, að bæjarstjórn haji borið jxi þegar, að laka fyrir afgreiðslu málsins, eins og það kom frá llafveitustj órn, en ekki að biða með sllíkar að- gerðir í margar vikur. Ems taldi ég, að eðlilegt hefði verið, að tillagan, sem borin var fram á fundi bæj arstj órnar 22. jan. liefði fyrst komið til umræðu á fundi í syórn Laxárvirkjunar og komið þaðan til afgreiðslu bæj- arstjórnar. Til þess var nægur tími. Rætnislegum hugleiðingum hlaðsins um „livaða meðmæli jón G. Sólnes muni flytja flokks bræðrum sínum í ríkisstiórn- inni“, vísa ég til föðurhúsanna. Eg tel ekki að störf mín á liðnum árum i bæjarstjórn, og á öðrum vettvangi hér í bænum, gefi thefni til þess, að væna mig um eitt eða annað, sem orðið geti til þess að spilla fyrir hagsmunamálum bæjarfélagsins eða Norðlendinga yfirleitt, hvorki í orkumálum eða öðru. Með þökk fyrir birtinguna, Jón G. Sólnes. HLJÓÐMEIMGUIM EFTIR: Jón Hlöóver Áskelsson 2. þáttur Mengun andrúmslofts og um- hverfis ei víða farin að þrengja kosti mannlífsins og eru flestir á einu máli um að grípa þurfi til skjótra bjarg- ráða á því sviði. En því miður hafa aðrir vágestir fengið að starfa óáreittir í skugga hins mikla mengunartals, en þar á ég við hávaðamengunina. Hávaðinn er ekki aðeins hætlu legur heyrninni, því að hann raskar einnig og veikir aðra þætti líkamsstarfseminnar. I Mexíkóborg átti eftirfar- andi dæmi sér stað: Risastór fallhamar gekk dag og nótt, og framleiddi þann mesta hávaða, sem heyrst hafði í borginni til þess tíma, um leið og stórir triábolir voru keyrðir niður í jörðina. Afleiðingar hávaðans létu ekki á sér standa, því öll starfsemi í ná- grenni þessa fallhamars lagð- ist niður vegna torkennilegra veikinda starfsfólksins, sem lýsti sér í ógleði, höfuðverk oj> annari vanlíðan fólksins. Fólk- ið hlaut strax bata, þegar ham- arinn þagnaði. Max Planck stofnunin í Vestur-Þýzkalandi kannaði, hvernig á því stæði, að verka- menn, sem unnu á hávaðasöm um vinnustöðum, eins og við járnbrautina, ættu við fleiri fjölslcylduvandamál að stríða og sálræna erfiðleika en til dæmis verkamenn, sem unnu í hijóðlátu umhverfi. Og þar virtist hávaðinn vera skað- valdurinn Vísindamenn, sem unnið hafa að uppfinningu nýrra vopna, hafa gert tilraunir með eyðileggingarmátt hljóðsins, og tókst þeim að útbúa vopn, sem sendi frá sér hátíðnihljóð, er gerði út af við tilraunadýr á svipstundu. Þannig birtist eyðileggingar máttur hljóðsins í einni eða annarri mynd. Hávaðinn er kominn í okkar nánasta um- hverfi, hann hefur flust með tækninni inn á heimilin, vinnu staðina og að ógleymdum skemmtistöðunum, þar sem ástandið er mjög alvarlegt. Þess vegna er baráttan gegn hljóðmengnun ekki síður tíma bær en baráttan gegn menguti lofts og láðs. Hávaðinn er margslungið fyrirbæri, sem ger ir baráttuna gegn honum sýnu erfiðari. I fyrsta lagi slævir hávað- inn heyrnina og getur valdiö heyrnardeyfð eða jafnvel hluta heyrn- arleysis á því heyrnarsviði, sem hávaðinn berst til eyrans. Það hefur aftur á móti í för með sér, að hlutaðeigandi krefst aukins hljóðstyrks, svo hann fái notið eða greint hljóðið. í öðru lagi er skynjun á hávaða háð afstöðu olckar til þess hlutar, senr hávaðanum veldur. Til að mynda lætur ungl- ingi, sem eignast hefur mótov • hjól, vel í eyra vélargnýr síns farartækis, og raunar finnst honunr hljóðin njóta sín best, ef hljóðdeyfirinn er fjarlægð- ur. Þessi sömu hljóð raska svo sálarró þeirra vegfarenda, sem ekki hafa fallið fyrir mótor- hjólatískunni. Ekki er heldur óalgengt, að unglingur afgreiði alla sin- fóníulónlist með einu orði, hávaði eða arg. Ég held, að þeim finnist þetta í raun og veru, því tískubundin afstaða til annarrar tegundar tónlist- ar, að viðbættri litilli tónlistar þekkingu, gerir sinfóníuna að óþægilcgum hávaða í eyrum þeirra. Að öllu samanlögðu rná því segja, að hávaði í eyrum hvers einstaklings séu þau hljóð, sem honum leiðast, og sem hann vill ekki að berist til eyrans. Næsta grein fjallar um áhrif tækniþróunar á fram- vindu tónsköpunar og tónlistar neyslu á þessari öld, og um hljóðmengun þá, sem leitt hef- ur af þeirri þróun. Best að auglýsa í ÍSLENDINGI ÍSLENDINGUR - 5

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.