Íslendingur


Íslendingur - 09.10.1975, Blaðsíða 4

Íslendingur - 09.10.1975, Blaðsíða 4
Útgefandi: íslendingur hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún Stefánsdóttir. Auglýsingastjóri: Valgerður Benediktsdóttir Dreifingarstjóri: Drífa Gunnarsdóttir. Ritstjórn og afgreiðsla: Kaupvangsstræti 4, sími 21500. Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Ástand »0 horfur Öllum er Ijóst að þjóðin á nú við mikla efnahagserfiðleika að etja. Stórkostlegur greiðsluhalli er búinn að vera á utanríkisvið- skiptum okkar um lengri tíma. Ríkissjóður hefur sl. tvö ár verið rekinn með miklum halla og fyrirsjáanlegt er, að verulegur greiðslluhalli verður hjá ríkissjóði á yfirstandandi ári. Hér er mikið alvörumál á ferðinni, því það er öllum ljóst, að ef ekki er hægt að sigrast á efnahagserfiðleikum þjóðarinnar og skapa öryggi og festu í þeim málum, þá er mikil vá fyrir dyrum. Alþingi kemur saman eftir nokkra daga, og mun höfuðverk- efni þings og stjórnar verða að fást við hið erfiða efnahags- ástand þjóðarinnar og freista að finna skynsamlega úrlausn á þeim málum. í því sambandi beinist athygli alls almennings fyrst og fremst að sjálfri fjárlagagerðinni. Því það er öllum ljóst, sem um þessi mál hugsa af skynsemi, raunsæi og ábyrgðar- tilfinningu, að nú verður eltki lengur haldið áfram á þeirri braut, sífellt að hækka fjárlög svo milljörðum króna skiptir og auka síðan skattaálögur að sama skapi. Sú stefna hefur gersamlega gengið sér til húðar, og má með sanni segja að því miður hafi hún verið of lengi ráðandi okkur öllum til ómetanlegs tjóns. Það sem almenningur ætlast fyrst og fremst til af þingi og stjórn, er að tekið sé á aðkallandi vandamálum af festu og djörfung. Um þjóðarbúskapinn gildir hið sama og hjá einstakl- ingum og fyrirtækjum, að til lengdar verður ekki eytt meira en aflað er. Hversu nauðsynlegar og þarflegar sem framkvæmdir og verkefni kunna að vera, verður fortakslaust að taka upp þá stefnu að minnka útgjaldahlið fjárlaganna til þess, að hægt verði að tryggja hallalausan rckstur ríkissjóðs. í þessu sambandi má benda á, að almenn þjónusta hins opinbera og er þá bæði átt við ríki og sveitarfélög, verður ekki til langframa innt af hendi langt undir kostnaðarverði. Þjóðin hefur hreinlega ekki efni á slíkri ofrausn. Enda eru margir slíkir kostnaöarliðir hjá ríki og sveitarfélögum komnir út í hreinar öfgar. Þá eru það skatta- málin. Þau þarf að taka til gagngerðrar endurskoðunar. I þessum dálkum hefur áður verið bent á það óréttlæti sem felst í því, að sterkefnaðir einstaklingar geti í skjóli vafasamra frádráttar- reglna komist þannig út úr skattgreiðslum, að þeir verði því næst skattfrjálsir og dæmi munu vera fyrir því að slíkir aðilar hafi fengið láglaunabætur frá ríkinu. Slíkt nær náttúrlega engri átt og ber tafarlaust að leiðrétta, enda mun það ekki þurfa að verða erfitt í framkvæmd að lagfæra þennan agnúa á skatta- lögum. Þá eru það ákvæðin um helmings frádrátt á tekjum giftra kvcnna. í mörgum tilfellum eru slík ákvæði úrelt og skapa mikið óréttlæti. Það er því áreiðanlega kominn tími til þess að taka þau ákvæði skattalaganna til endurskoðunar. Hví skyldi ekki kvenréttindaár, verða valið til þess að ákveða að tekjur kvenna sem slíkar skuli vera metnar jafngildar til þess að standa undir þörfum þjóðfélagsins og tekjur karlmanna. Yfirieitt má segja að öll ákvæði uin víðtækar undanþágur frá ákvæðum al- mennra laga sérstaklega að því er varðar skattgreiðslur séu mjög varhugaverðar og verði að fara mjög gætilega í, að festa slík undanþáguákvæði varanlega í framkvæmd. Hér að framan hafa verið hafðar uppi noldrrar áhyggjur af þeim efnahagsörðugleikum sem við er að glíma, en þó skal það tekið skýrt fram, að því fer víðsfjarri, að ástæða sé til þess fyrir okkur að vera með sút eða væl. Það ríkir ekkert hallærisástand á Islandi og þjóðin er að mörgu Ieyti vel undir það búin að mæta erfiðlcikunum. Ef við berum gæfu til þess að taka á vanda- málum okkar af djörfung, karlmennsku og dugnaði, munum við með samstilltu átaki þjóðarinnar allrar, fara Iétt með að lcoma okkur út úr þeim vanda sem við nú erum í. — J. G.S. 4 - ISLENDINGUR Þaö gerast engin li en þar er reynt að börnunum til eins mikils alhliöa þrosl og hæfileikar leyfa Rætt við Hólmfriði Guðmundsdóttur kennara I vangefinna barna — Á þessu hausti var hafin starfræksla sérstakrar deildar í Barnaskóla Akureyrar fyrir börn með ýms- ar sérþarfir, þ. e. börn sem af einhverjum orsökum geta ekki notið kennslu í almennri bekkjardeild. í deildinni eru nú 11 börn og koma þau úr mismun- andi skólahverfum. Hér er ekki um að ræða svokall- aðan hjálparbekk heldur bekk fyrir kennsluhæf vangefin börn. Sérkennsludeild í þessari mynd hef- ur ekki verið starfrækt hér áður. Tveir kennarar Hólmfríður skilgreindi sér- kennslu, sem kennslu barna og unglinga, sem ekki geta notið kennslu í almennum skóla vegna líkamlegra, and- legra eða félagslegra orsaka. Líkamlegar orsakir geta t. d. verið lömun, blinda, heyrnar- leysi, skemmdir á heila og fl. Andlegar orsakir geta verið margar, þar á meðal geðtrufl- anir, afleiðingar heilaskaða og f 1., en af félagslegum orsökum má nefna hegðunarvandkvæði ýmis konar og hamlanir sem stafa t. d. af erfiðum heimilis- ástæðum. Sérkennslan fer ýmist fram í sérstökum deildum innan al- mennra skóla eða í sérskólum, sagði Hólmfríður. — Af sér- skólum má nefna Blindraskól ann, Heyrnleysingjaskólann, Skólann fyrir hreyfihömluð annast kennslu barnanr mundsdóttir og Valdís Jó lærður kennari kennsluh Valdís er talkennari. En hvað er sérkennsla? fyrir skömmu til þess að ingu og jafnframt til að sem varða börn með sérþj börn, Öskjuhlíðarskólann fyr- ir kennsluhæf vangefin börn og Fjölfatlaðraskólann. Talgallar algengir Síðan vék Hólmfríður að því hvernig námið er byggt upp í sérdeildum eins og þeirri sem nú er starfrækt 1 BA. í flestum tilfellum hafa nemendur slíkra deilda mikla þörf fyrir talkennslu. Talgall- Fötlun getur verið margs konar og búið er að koma á fót ýmsum skólum fyrir b Tegund fötlunar: Skóli: Blind og sjóndöpur börn ........................... Blindraskóli Heyrnarlaus og heyrnardauf börn ................... Heyrnleysingjaskóli Lömuð og hreyfihömluð börn ........................ Reykjadalur, Mosfellssveit Börn með hegðunarvandkvæði......................... í sérstökum deildum Börn með geðveilur................................. Á geðdeild barnaspítala Hringsins, Dó Greindarskert börn má flokka niður eftir greindarvísitölu: Þau sem hafa greindarvísitöluna 0—25 kallast örvitar og njóta hælisvistar 25—50 kallast fávitar og dvelja einnig á hælum 50—70 kallast kennsluhæf vangefin og sækja nám í Öskjuhlíðarskóla og sérdeild BA 70—85 kallast tornæm börn og þau eru í hjálparbekkjum og stuðningskennslu Va Ef um er að ræða fleiri en eina teg. fötlunar er talað um fjölfötluð börn og þau njóta kennslu í í Samheiti yfir kennslu allra þessara barna er sérkennsla og hún fer annað hvort fram í sérskóli Athygli skal vakin á því að ekki má taka greindarvísitölu bai’na of alvarlega þar sem hún get ❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖‘^^♦❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖.^•❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖.•♦❖.♦..'v Gott í gráum hvers- anum Að áskorun Júlíu Þórsdóttur og Hjartar Unasonar koma hjónin Guðrún Stefánsdóttir og Halldór Ágústsson hér með uppskrift vikunnar: Fiskgratin: 400 gr. soðinn beinlaus fiskur 75 gr. smjör 75 gr. hveiti 3—4 dl. fisksoð 2—3 egg 1 tsk. sykur salt Smjörið og hveitið er bakað upp og þynnt með soðinu. — Jafningurinn er tekinn af plöt unni og eggin sett út í og hrært vel ásamt sykrinum og saltinu. Eldfast mót er smurt vel að innan og stráð raspi. Svolitlu soði hellt í mótið og síðan er fiskurinn látinn í og bökuðu sósunni hellt yfir. Raspið er sett yfir ásamt litl- um bitum af smjöri. Bakað í ofni í ca. klukkustund, eða þar til það er orðið ljós brúnt að ofan. Borðað með heitum kartöflum og fitu ef vill. í eftirmat bjóðum við svo flauelsgraut: 40 gr. smjör 40 gr. hveiti 30 gr. rúsínur 1 msk. sykur 1M: 1. mjólk salt eftir smekk. Smjörið og hveitið bakað upp, þynnt út með mjólkinni og suðan látin koma upp. Syk- ur, rúsínur og salt látið út í og soðið í 4—5 mínútur. Gott er að bera berjasaft með eða bara mjólk. •❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖*:•❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖ ❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖.j ;•❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.