Íslendingur


Íslendingur - 09.10.1975, Blaðsíða 5

Íslendingur - 09.10.1975, Blaðsíða 5
Lraftaverk í sérkennslubekk — Það cr óskapleg þolinmæðisvinna að kenna börnum með sérþarfir og oft sést enginn árang- ur lengi cn svo koma smáglætur sem hvetja kennarann og gefa starfi hans tilgang, segir Hólmfríður, en hún er hér að ofan við kennslu í sérkennslubckk BA ásamt Valdísi Jónsdóttur. koma ta ienn&luhæfra ia, þær Hólmfríður Guð- nsdóttir, en Hólmfríður er æfra vangefinna barna og Við heimsóttum Hólmfríði fá svar við þessari spurn- forvitnast um ýmis atriði arfir. ar eru tiltölulega algengari (í 95% tilfella) hjá börnum með lága greindarvísitölu en börn- um með eðlilega greind og þarf að sinna þessu atriði sér- staklega mikið í kennslu barn- anna. — Hér á landi er mikill skortur á talkennurum, sagði Hólmfríður, en við erum svo heppin að hafa einn slíkan bú settan á Akureyri og önnumst við kennslu barnanna saman. Við erum enn varla komnar almennilega í gang með bekk- inn, enda stuttur timi síðan við byrjuðum. Sérkennslu- bekkurinn hér á Akureyri er samansettur af nemendum með mjög ólíkar þarfir og eng inn má ætla að kraftaverk ger ist þó börnin séu komin í sér- kennslubekk. Það er óskapleg þolinmæðisvinna að kenna börnum með sérþarfir og oft sést enginn árangur lengi, en svo koma smáglætur, sem hvetja kennarann og gefa starfi hans tilgang. Ekki farið eftir námskrá Verkefnaval í sérkennslu- bekkjum er ólíkt því sem ger- ist í almennri bekkjardeild, enda er ekki kennt eftir nám- skrá þar. Hólmfríður sagði að þarfir barnanna væru svo mis jafnar að kennslan yrði í raun og veru að vera mestmegnis einstaklingskennsla. Þar sem hæfileiki barnanna til þess að einbeita sér er yfirleitt mjög takmarkaður þarf að skipta oft um verkefni og reyna að hafa þau sem fjölbreytilegust. Sérkennarar þurfa oft að búa til alls konar gerfi á sama hlut inn til þess að börnin verði ekki leið á kennslunni og einnig til að þroska hjá þeim hæfileikann til að yfirfæra fengna reynslu á nýtt við- fangsefni. — í sérkennsludeildum er ekki farið eftir venjulegri námskrá, enda er tilgangur þeirra ekki sá að útskrifa börn með ákveðnar einkunnir úr ákveðnum prófum, heldur er tilgangurinn að reyna að koma börnunum til eins mikils alhliða þroska og hæfileikar hvers og eins leyfa. Sum þeirra barna, sem eru í deild- inni hjá okkur eiga örugglega eftir að geta bjargað sér í hjálparbekk eða almennum bekk með stuðningskennslu, önnur aftur á móti ekki. Aukið eftirlit Börnin sem nú eru í sér- kennsludeildinni í Barnaskóla Akureyrar eru öll á skóla- skyldualdri, en þó á töluvert mismunandi aldri. Að sögn Hólmfríðar er það algengt er- lendis að börn með sérþarfir hefji nám heldur fyrr en börn með eðlilega greind. — Það er reynt að finna þessi börn svo snemma sem unnt er og þeim þá gefinn kost ur á sérstakri þjálfun á þar til gerðum stofnunum (oft í tengslum við sérskóla). Enn- fremur má benda á að heyrn- arskert börn á íslandi eru skólaskyld frá 4 ára aldri. Ástæðan er sú að því fyrr sem börnin komast í sérmeðferð þeim mun .meiri von er til að koma þeim til meiri þroska, sagði Hólmfríður. — Talgallar eru algengir hjá greindarskert um börnum og ef þeir eru ekki lagfærðir fljótt er hætt við að erfitt verði að vinna bug á þeim. Ennfremur er málþroski mjög oft lélegur hjá börnum með skerta greind, og fylgist þetta tvennt oft að og þar sem tjáningarhæfileikinn og and- legur þroski eru í nánu sam- hengi og hvort öðru háð, verð ur augljós kostur þess að börn með skerta greind fái kennslu eða þjálfun mun fyrr en al- mennt gerist hérlendis. Uppgötvast of seint Síðan sagði Hólmfríður að því miður væri það allt of al- gengt hér á landi að það væri ekki uppgötvað fyrr en barn er komið á skólaskyldualdur að það er fatlað á einhverju sviði og þá væri það orðið nokkuð seint t. d. fyrir tal- kennara að hjálpa því. Það þyrfti að koma á skoðun barna þegar þau eru t. d. 3 ára og 5 ára til að fylgjast með þroska þeirra og vinsa þá strax úr börn með sérþarfir. Næst vék Hólmfríður að því að hérlendis væru yfirvöld og áhugamannafélög komin mjög misjafnlega langt á veg með að uppfylla þarfir barna fyrir þjálfun og kennslu. Blind, heyrnarlaus og líkamlega löm uð börn eru nú tiltölulega bet- ur sett en þau sem t. d. hafa skerta greind. — Greindarskert börn á ís- landi hafa verið vanrækt allt of lengi. Almenningur hefur af einhverjum ástæðum sýnt þessum hópi þjóðfélagsþegn- anna einna minnsta samúð og skilning. Sérstaklega hafa börn, sem flokkuð eru sem kennsluhæf vangefin farið illa út úr þessu. Þau eiga hvorki heima í sjálfu skólakerfinu eins og það er í dag né inni á stofnunum. Aftur á móti hefur sú tilhneiging verið að reyna að koma þeim inn á stofnanir og láta þau vera þar. Ég vona að þetta fari að breytast og ég hef veitt því athygli að síðustu 5 árin hefur skilningur yfir- valda aukist töluvert á þörf- um þessara barna. En því mið ur er ástandið enn langt frá því að vera gott, sagði Hólm- fríður. Aðspurð sagði Hólmfríður að skortur á sérkennurum hefði að einhverju leyti tafið fyrir því að koma málum barna með sérþarfir í viðun- andi horf, en á síðustu árum hefur kennurunum fjölgað mikið og því væri von á úr- bótum. örn, sem eru fötluð. Hér birtist listi yfir þá helstu: ilbraut tngefin börn Afbrigðileg börn/ börn með sérþarfir 'jölfatlaðra skóla. im eða sérstökum bekkjum hins almenna grunnskóla. ur auðveldlega breyst við breytta aðstöðu barnsins. ❖❖❖❖❖❖♦í'❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖♦j Loks fylgir hér kökuupp- skrift. Eplakaka: 150 gr. sykur 150 gr. hveiti 150 gr. smjörlíki 3 egg örlítið ger 1—2 epli 50 gr. suðusúkkulaði Egg og sykur eru þeytt vel og smjörlíki (bræddu) bætt út í. Þá er þurrefnum bætt út í og loks er brytjuðum eplum og súkkulaði bætt út í deigið. Deigið er sett í stórt form og skreytt með eplabátum og súkkulaðibitum. Þá er kanel- ❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖•:•♦:••:•❖❖❖❖•:' ° y i ca. 3 stundarfjórðunga við !•! 150—175 gráðu hita, eða þar *j‘ til kakan er orðin vel brún. !•! Að lokum skora hjónin á !j! þau Guðrúnu Þorkelsdóttur og Skúla Lórenzson að koma með !•! næstu uppskrift. X ♦> ':•❖❖❖❖❖❖❖•:•❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖•:••:•♦:••:•❖•:••; FJÁRSÖFIMLIM Stjórn Náttúrulækningafélags Akureyrar hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: N áttúr ulækningaf élag ís- lands hefur stofnað til happ- drættis vegna starfsemi sinn- ar. Vinningar eru m. a. bif- reið, ferðir til sólarlanda og fleira. Rétt þykir að benda Norðlendingum á að helming- ur ágóðans af happdrættinu rennur til byggingar heilsu- hælis á Norðurlandi. Eru því þeir sem hafa fengið senda happdrættismiða eindregið hvattir til að senda andvirði þeirra til happdrættisins og flýta þannig fyrir byggingu heilsuhælis í Skjaldarvík. Hundaeigendkir Akureyri! Hundaeigendum á Akureyri er hér með bent á gildistöku samþykktar um hundahald á Akureyri nr. 89 frá 7. mars 1975, en hún tók gildi 25. apríl 1975. Samkvæmt henni ber hundaeigendum m. a. að greiða leyfisgjald. Gjaldið hefir verið ákveðið kr 10.000,00 yfir árið og verður tekið við gjaldinu í skrifstofu heilbrigðisfulltrúa Geislagötu 9, virka daga frá kl. 10 — 12 f. h. til miðvikudags 15. okt. n. k. Jafnframt er bent á að síðla í októbermánuði mun fara fram hundahreinsun, sem nánar verður auglýst síðar. Akureyri, 6. október 1975, BÆJARSTJÖRI. ISLENDINGUR — 5

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.