Íslendingur


Íslendingur - 09.10.1975, Page 1

Íslendingur - 09.10.1975, Page 1
60. ÁRGANGUR . AKUREYRI . FIMMTUDAGINN 9. OKTÓBER 1975 VÖRUSALAN SR • HAFNARSTRÆT1104-AKUREYRI b VERZLAR í / VÖRUSÖLUNNI Á sunnudaginn hófust sýningar á Tangó eftir Mrozek hjá Leikfélagi Akureyrar, en það er fyrsta verkefnið sem LA tekur fyrir á hinu nýbyrjaða starfsári. Góð aðsókn var á frumsýningu og leiknum vel tekið. Tangó segir frá frelsis- dýrkendum nokkrum, fjölskyldu sem eftir mikið bram- bolt hefur tckist að því er þau sjálf segja, að brjóta af sér lilekki fordóma og úreltrar hefðar og lifir „frjálsu nú- tímalífi“ með listrænar tilraunir og fyrirhyggjuleysi sitt á stcfnuskrá. Ungi maðurinn í fjölskyldunni fellur hins vegar ckki inn í munstrið og leggur til atlögu við „Þetta frelsisvíti“. Föður hans og fjölskyldu tekst þó að snúa allri hans siðabót upp í fáránlegan skopleik lengi vel, en leikurinn fær óvæntan og snöggan endi „svo sein vænta mátti“. Myndin liér að ofan cr tekin af Sigurveigu Jónsdóttur í hlutverki Elenoru og Sögu Jónsdóttur í hlutverki Ollu. Hægt að byggja yfir sundlaugina fyrir 4 milljónir Aðstaða til sundkcnnslu á Akurcyri yfir vetrartímann er mjög lélcg. Innisundlaugin ein getur engan vcginn fullnægt þörfum skólanna og þegar kalt er í vcðri er illmögulegt að kenna sund í útilauginni. Hcrmann Sigtryggsson íþróttafulltrúi lýsir ástand inu í sundkennslumálunum scm vandræðaástandi. — Það cr eilíf óánægja meðal þeirra sem þurfa að fá tíma í sundlaugun- uin og aðstaðan sem Gagnfræðaskólanum er boðin upp á til ltennslu er til skammar. Skólinn fær aðcins tíma í útisundlaug- inni og þegar kalt er í veðri er sundkennarinn ekki öfundsverð- ur á sundlaugarbakkanum bæði vcgna kuldans og eins vegna þcss að hann sér varla til ncmenda sinna fyrir gufu scm mynd- ast yfir lauginni, sagði Hcrmann. Um margra ára skeið hefur verið í athugun að reisa létta byggingu yfir útisundlaug- ina, sem hægt væri að setja upp að haustinu og taka nið- ur að vori. Margar tillögur hafa verið gerðar til þessa en engin talin nógu hagkvæm. Fyrir nokkru barst nýtt tilboð í þessa byggingu frá H.f. Herði Gunnarssyni, heildverslun, en Framhald á bls. 6. Loka efstu hæðinni ef ekki kemur brunastigi Ef ekki verður búið að sctja brunastiga á suðurhlið Barnaskóla Akureyrar fyrir 26. október nk. verður efstu hæð skólans lokað af öryggisástæðum. Það er Eldvarnareftirlitið sem hefur gefið þessa yfirlýsingu og ástæðan er sú að ekki þykir fullnægjandi að hafa aðcins einn stiga í liúsinu ef t. d. eldur kæmi upp þar. Að sögn Ágústar Berg, húsa meistara bæjarins, hefur málið verið rætt í skólanefnd. Hann sagðist hafa gert það að tillögu sinni að í stað þess að setja járnstiga utan á húsið, sem aðeins væri ætlaður fyrir efstu hæðina, yrði settur steyptur stigi sem væri innan- gengt frá á allar hæðir húss- ins. — Ég tel að stigi utan á hús inu, 10 metra hár, gæti verið hættulegur ef börn fyndu upp á því að klifra í honum. Steyptur stigi væri heppilegri, þó svo að hann sé töluvert dýr ari, og vonast ég til að eld- varnareftirlitið gefi okkur lengri frest ef ráðist verður í gerð slíks stiga, sagði Ágúst. Erum mörgum árum á eftir með skólabyggingar Ekki hægt aö veita fulla kennslu Jbar sem Jbrengst er — Allir barnaskólarnir á Akureyri cru fyrir löngu sprungnir uta.n af þcirri starfsemi sem þar á að fara fram. Við crum mörg um árum á cftir áætlun með byggingarnar og ástandið t. d. í Oddeyrarskólanum orðið svo slæmt að nemendur gcta ekki fcngið fulla kennslu vcgna skorts á húsnæði. Þá má líkja ástand inu í sex ára bekkjum í Lundarskóla við neyðarástand. — Þetta sagði Ágúsl Berg, húsamcistari bæjarins, þegar íslendingur innti hann eftir því hvað skólabyggingum á Akureyri liði. Allir barnaskólarnir eru orðnir of litlir fyrir þann barnafjölda sem þar stundar nám. Ágúst sagði að upphaflega hefði verið ráðgert að fara af stað með byggingu II. áfanga Lundarskóla á þessu ári. Til er fjárveiting frá ríkinu til verks ins, en bæjaryfirvöld hafa ekki enn gefið fyrirskipun um að hefja framkvæmdir og þar sem tíð er nú orðin erfið eru ekki miklar líkur á að fram- kvæmdir hefjist í ár. Arki- tektateikningar af II. áfanga eru tilbúnar og sömu sögu er að segja um teikningar við- bótarbyggingar við Oddeyrar- skólann. Þar er áætlað að byggja 2 kennslustofur við austurálmu skólans og er hugs anlegt að byrjað verði á verk inu á næsta ári. — í raun og veru má segja að það verði að byrja á þess- ari viðbyggingu sem allra fyrst, því Oddeyrarskólinn er mjög aðþrengdur með pláss, sagði Ágúst. — Ég hef stung- ið upp á því að leysa vanda skó'lans til bráðabirgða með því að fá lausar kennslustofur úr timbri sem yrðu notaðar þar tii smíði viðbyggingar lýk ur. Þessi lausn hefur gefist vel í nýjum hverfum í Reykjavík. Þegar Ágúst var spurður um hvort ekki lægi meira á að Framhald á bls. 7. Símaskrá ‘76 Atvinnu og v/ð- skiptaskrá tyrir allt landió en ekki bara höfub- borgarsvæbib Þegar flett er í gegnum atvinnu- og viðskiptaskrá símaskrárinnar sem er án efa með mest lesnu bók- um landsins, má sjá að fyrirtækin sem þar eru skráð eru öll á höfuðborg arsvæðinu. Þetta kemur spánskt fyrir sjónir þar sem símaskráin er ætluð fyrir alla símnotendur livar sem þeir eru búsett- ir á landinu og mikill fjöldi fyrirtækja er stað- settur utan liöfuðborgar- svæðisins. Hafsteinn Þor- steinsson ritstjóri síma- skrárinnar og símstjóri í Reykjavík sagði í viðtali við Islending að viðskipta skráin hefði einhvern veg inn þróast þannig að hún takmarkaðist eingöngu við liöfuðborgarsvæðið, enda hefðu engir aðilar utan af landi leitað eftir því að fá inni með fyrir- tæki sín í viðskipta- skránni. — Nú er hins vegar ætlunin að reyna að breyta þessu sagði Haf- steinn, — við sendum kynningarrit til allra fyr- irtækja á landinu sem við náum til og þar fá þeir upplýsingar um viðskipta skrána, verð á auglýs- ingaplássi og fl. Vonumst við til að þessi kynning beri jákvæðan árangur og viðskiptaskráin í síma- skránni 1976 gefi heillegri mynd af þeim fyrirtækj- um sem starfa í landinu. Þá sagði Hafsteinn að viðskiptaskráin í næstu símaskrá yrði prentuð á gulan pappír eins og gert hefur verið lengi víða er- lendis og ganga þær síður gjarnan undir nafninu „Yellow pages“. Aðspurður sagði rit- stjóri símaskrárinnar að frestur til að skila inn ósk um um auglýsingar í við- skiptaskrána rynni út í nóvemberbyrjun, en möguleiki væri á að fá lengri frest. Til fróðleiks má geta þess að lokum að 1 dl. x 15 millimetrar í símaskránni kostar 18.750 kr., en heill dálkur, þ. e. einn þriðji úr síðu kostar 325 þúsund krónur.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.