Íslendingur


Íslendingur - 09.10.1975, Síða 6

Íslendingur - 09.10.1975, Síða 6
MESSUR Messað í Akurcyrarkirkju á sunnudaginn 12. okt. kl. 2 e. h. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson skólaprestur predikar. Sálm- ar: 211, 7, 180, 21, 41. Kiwanis félagar annast bílaþjónustu. Hringið í síma 2-10-45 f. h. á sunnudag. — P. S. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju er á sunnudaginn kl. 11 f. h. Eldri börn á skóla- skyldualdri eru í kirkjunni. (Þau eru beðin að muna eftir gjaldinu kr. 150 fyrir sunnu- dagspóstinn). í kapellu eru börn innan við skólaskyldu- aldur. Öll börn eru velkomin í sunnudagaskólann, sem er hálfsmánaðarlega. — Sóknar- prestar. Samkoma votta Jehóva að Þingvallastræti 14, 2. hæð, sunnudaginn 12. okt. kl. 16.00. Fyrirlestur: Undir hinu ófor- gengilega „himnaríki“ er hæli okkar. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. Sunnudag kl. 5 e. h.: Fjölskyldusam- koma. Yngriliðsmannavígsla, strengjasveit. Þriðjudag kl. 8.30 e. h.: Kvöldvaka. Ofursti- laut. Knut Hagen frá Noregi talar. Brigader Óskar Jónsson stjórnar. Happdrætti. Strengja sveit. Verið þið öll velkomin á þessar samkomur. Kristniboðshúsið Zíon: Sunnu daginn 12. okt. Sunnudaga- skóli kl. 11 f. h. Öll börn vel- komin. Samkoma kl. 8.30 e. h. Ræðumaður séra Jón Dalbú. Æskufólk komið og hlustið á skólaprestinn. Allir hjartan- lega velkomnir. FÉLAGSLÍF IOOF 2 — 157 101 081/2 Fyrsta Bingó haustsins. — Eins og margir muna, hélt Handknattleiksdeild Þórs Bingó sl. vor. Þar sem þetta gekk vel hefur verið ákveðið að reyna að nýju. Meðal vinn- inga nú eru 2 frystikistur, 2 frystiskápar og 1 kæliskápur. Stjórnandi verður Alli Rúts. Bingóið hefst í Sjálfstæðishús inu kl. 20.30 sunnud. 12. okt. n.k. Forsala aðgöngumiða er á sama stað frá kl. 15—17 sama dag. Frá Sjálfsbjörg. Fyrsta spila- kvöld okkar verður í Alþýðu- húsinu föstudaginn 10. þ. m. kl. 8.30 e. h. Vinsaml. mætið á réttum tíma. Takið með ykk ur gesti. — Nefndin. Slysavarnafélagskonur, Akur- eyri. Fundur verður í Hvammi sunnud. 12. okt. kl. 3. Rætt um föndurkvöldin. Magnús Ólafs- son sjúkraþjálfari sýnir kvik- mynd og kynnir starfsemi fatl aðra. Kaffiveitingar og bingó. Stjórnin. Stúlkurnar tvær á myndinni hér að ofan komu inn á rit- stjórnarskrifstofu íslendings fyrir skömmu með f járupphæð sem þær höfðu safnað með hlutaveltu. Báðu þær um að peningunum yrði komið til Dýraverndunarfélagsins og hefur gjaldkeri félagsins nú tekið við þeim. Bað hann um að komið yrði á framfæri þakklæti til stúlknanna. Stúlk urnar hcita Hólmfríður Harð- ardóttir og Þórunn Óttars- dóttir. Nýja bíó sýnir á næstunni myndirnar „Slagsmálahund- arnir“ með Bud Spencer í að- alhlutverki og „Allt sem þú hefur viljað vita um kynlífið, en hefur ekki þorað að spyrja um.“ Á sunnudaginn kl. 3 sýn ir Nýja bíó Tarsan mynd, en kl. 5 „Reiði Guðs“ með Robert Mitchum í aðalhlutverki. Borgarbíó sýnir í kvöld kvik- myndina „O Lucky Man“. Að- alhlutverk leikur Malcolm Mc Dowell, en hann lék einnig í „Clockwork Orange“. Þetta er mynd, sem óhætt er að mæla með. Á sunnudag kl. 3 verður „Vinir indíánanna" sýnd. Á næstunni hefjast sýningar á „Dagur Sjakalans“. Leikfélag Akureyrar TAMGO NÆSTU SÝNINGAR: Fimmtudag, föstudag og sunnudag, ld. 8,30 e. h. Miðasala frá ld. 4 —6 e. h. miðvikudag og sýningar- dagana. Einnig frá Id. 7,30 e. h. fyrir sýningar. LEIKFÉLAG AKUREYRAR. AA-samtökin Símsvari A-A samtakanna er 2-23-73. Kynna skrifstofuvélar Þessa dagana eru staddir á Akureyri menn frá Skrifstofu vélum h.f. og gefa þeir eigend um skrifstofuvéla sem fyrir- tækið verslar með, kost á fræðslu og upplýsingum um vélarnar, og er tilgangurinn sá að eigendurnir nái sem best- um árangri með vélunum. Nú er nýlokið í Laugardals- höllinni í Reykjavík Alþjóð- legri vörusýningu þar sem Skrifstofuvélar kynntu ýmsar nýjungar á sviði skrifstofu- tækja. Verða þessar nýjungar nú kynntar á Akureyri. Menn frá fyrirtækinu eru staddir á Hótel KEA og einnig veitir umboðsmaður fyrirtækisins á Akureyri, Aðalsteinn Jóseps- son í Bókval, nánari upplýs- ingar. Kvennafrí 24. október Dagana 20.—21. júní 1975 var haldin kvennaráðstefna í Reykjavík, þar sem saman voru komnar konur úr öllum starfsstéttum og öllum stjórn- málaflokkum. Þær samþykktu m. a. að skora á konur að taka sér frí frá störfum á degi Sam einuðu þjóðanna 24. okt. n.k. til þess að sýna fram á mikil- vægi vinnuframlags síns. Þá var stofnuð 11. sept. sl. framkvæmdanefnd um kvenna frí þann 24. okt. n.k. Aðild að þeirri samstarfsnefnd eiga stéttarfélög, stjórnmálafélög, kvenfélög og aðrir áhuga- og hagsmunahópar kvenna. Kannanir hafa verið gerðar á ýmsum vinnustöðum, og hafa þær leitt í Ijós víðtækan stuðning við þessa aðgerð. Hér á Akureyri hefur kom- ið fram áhugi á, að konur taki sér frí frá störfum 24. október. Ákveðið hefur verið að koma saman til fundar að Hótel Varðborg n.k. sunnudag, 12. okt., kl. 15. Þar verður rætt um skipulagningu og ýmis framkvæmdaatriði varðandi fyrirhugað kvennafrí 24. okt. Fundurinn er opinn öllum, sem áhuga hafa á jafnréttis- málum. Verkalýðsfélagið Eining Fulltrúakjör Kjör fulltrúa á 14. þing Alþýðusambands Norður- lands og 7. þing. Verkamannasambands íslands, fer fram að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu, og skulu framboðslistar hafa borist skrifstofu fé- lagsins að Strandgötu 7, Akureyri, fyrir kl. 12 á hádegi, mánudaginn 13. október. Framboðslisti til þings Alþýðusambands Norður- lands skal skipaður 18 fulltrúum og jafnmörgum til vara, en framboðslisti til þings Verkamanna- sambands Islands 9 fulltrúum og jafnmörgum til vara. Þá skulu meðmæli 100 fullgildra félags- manna fylgja hverjum framboðslista. Akureyri, 2. október 1975, STJÓRN VERKALÝÐSFÉLAGSINS EININGAR. Sjómannafélég Eyjafjarðar Fulltrúakjör Kosning fulltrúa félagsins á 14. þing Alþýðu- sambands Norðurlands fer fram að viðhafðri alls- herjaratkvæðagreiðslu, og skulu framboðslistar hafa borist skrifstofu félagsins að Strandgötu 7, Akureyri, fyrir kl. 12 á hádegi, miðvikudaginn 22. október. Á hverjum framboðslista skulu vera nöfn 3ja aðalmanna og 3ja til vara, ennfremur skulu fylgja meðmæli 30 fullgildra félagsmanna. STJÓRN SJÓMANNAFÉLAGS EYJAFJARÐAR. - SUNDLAUGIIM Framhald af bls. 1. fyrirtækið býður svokallaða Aldek-skála. Hér er um að ræða 12x24 m bogaskála sem möguleiki er á að bæta við endana á síðar ef hagkvæmt þætti að fá yfir alla laugina. Kostnaður við kaup og upp- setningu skálans er um 4 milljónir og er aðeins einnar viku afgreiðslufrestur á skál- unum hjá framleiðanda. Væri því möguleiki á að skálinn væri kominn upp fyrir ára- mótin ef af framkvæmdum verður. Hermann Sigtryggsson sagði að þegar væri vitað að mögu- legt væri að fá 1.5 milljón BÆKUR Framhald af bls. 8. sjó“ eftir Dougal Robei’tson, „Bílaborgin“ eftir Hailey og „Hvítklæddar konur“ eftir Slaughter. Björn Eiríksson hjá Skjald- borg sagði að hjá þeim væru norðlenskir höfundar hafðir í hávegum eins og undanfarin ár og 4 af 5 væntanlegum bók um væru skrifaðar af norð- lenskum höfundum. Þar ber fyrst að nefna 4. bindið í bóka flokknum „Aldnir hafa orðið“ skráð af Erlingi Davíðssyni ritstjóra og „Konan frá Vínar borg“, sem einnig er eftir Erling. Bók þessi fjallar um ævi Maríu Bayer Juttner, sem dvaldist á Akureyri í nokkur króna lán erlendis til sex mán aða og vonir stæðu til að frek ari lán fáist af hendi seljanda og eru þau mál í athugun. Sagði Hermann ennfremur að íþróttaráð Akureyrarbæjar legði mikla áherslu á að gerð verði gangskör að því að bæta aðstöðuna við sundlaugina með þessu, en fram hefur kom ið hörð gagnrýni frá skóla- stjórum bæjarins vegna slæmr ar kennsluaðstöðu við laugina. Þá benti hann að lokum á að yfirbygging á sundlauginni gæti orðið til þess að auka að- sókn í laugarnar yfir vetrar- tímann og lækka hitunarkostn að. ár og kenndi m. a. við Tón- listarskólann. Þá er von á smá sagnasafni eftir Einar Krist- jánsson og fyrstu bók í nýjum bókaflokki eftir Indriða Úlfs- son. Heitir sú bók „Krumma- félagið“. Einnig kemur út 5. bókin í bókaflokknum um Kátu og heitir hún Káta fer til sjós, og er hún þýdd af norð- lendingi, Magnúsi Kristinssyni menntaskólakennara. H J ÓLHÝ S AEIGENDUR Svifflugfélag Akureyrar getur tekið nokkur hjól- hýsi til geymslu í flug- skýlinu á Melgerðismel- um n.k. vetur. Upplýsingar gefur Bragi Snædal, sími 2-31-96, kl. 7—8 á kvöldin. 6 — ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.